Morgunblaðið - 29.06.1978, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978
19
Berlingske tidende;
Litlar líkur á
vinstri stjórn
á ÍSLANDI
Eftir sprenginguna í Versalahöll. Til hægri er málverk af Napoleon í Egyptalandi er
skemmdist.
Tveir trúboðar
myrtir í Ródesíu
Salisbury, Ródesíu,
28. júní, AP — Reuter.
TVEIR þýzkir trúboðar, báð-
ir jesúítar voru myrtir í
fyrrinótt í afskekktum
spítala í Ródesíu, samkvæmt
upplýsingum frá forystu-
mönnum kaþólsku krikjunn-
ar á miðvikudag.
Þessi manndráp áttu sér
stað aðeins fimm dögum eftir
að 12 Bretar — trúboðar og
fjölskyldur þeirra — voru
myrtir í nálægð við landa-
mærin í austri á svæði sem
Amsterdam 9 rigning
Apena 22 heióskírt
Berlín 7 skýjaó
Brilssel 10 skýjað
Chicago 18 skýjaó
Frankfurt 8 rigníng
Genf 6 skýjaó
Helsinki 9 rigning
Jóhannesarb. 13 sólskin
London 11 skýjaó
Los Angeles 16 skýjaó
Madrid 8 sólskin
Malaga 28 heióskírt
Miami 25 skýjaó
Moskva 16 heióskírt
New York 19 heióskírt
Ósló 10 sólskin
Palma 23 léttskýjaó
París 10 skýjaó
Reykjavík 10 skýjaó
Róm 10 sólskin
Stokkhólmur 10 skýjaó
Tel Avív 20 sólskin
Tókýó 18 rigning
Vancouver 13 sólskin
Vínarborg 10 skýjaó
skæruliðar Mugabes eru alls-
ráðandi.
Kaþólikkarnir tveir, faðir
Gregor Richert og faðir
Bernhard Lisson, voru einu
hvítu starfsmennirnir við
sjúkrahúsið. Lisson hefur
starfað í Rhódesíu í 40 ár, og
Richert í um 10 ár. Þeir voru
skotnir til bana af þremur
blökkumönnum og hafa
morðin verið staðfest af
yfirvöldum í Ródesíu, en
nánari fregnir ekki verið
gefnar uppi. Morðingjarnir
töluðu mállýsku sem kölluð
er sindebele, sem er mál
Matebele-þjóðflokksins í
suðurhluta landsins, þar sem
skæruliðar Joshua Nkomo
hafa aðsetur. Spítalinn þar
sem morðin voru framin er í
um 200 km fjarlægt frá
landamærum Zambíu þar
S.Þ. 28. júní, Reuter.
FULLTRUAR hjá Sameinuðu
þjóðunum skýrðu frá því í dag, að
umtalsverður árangur hefði
náðst á samningafundi, þar sem
stefnt er að því að reisa skorður
við vigbúnaðarkapphlaupi þjóða
heims, en meira en þúsund
milljörðum cr varið til vopna-
framleiðslu í heiminum á ári.
Sendiherra Nýja-Sjálands hjá
S.Þ., Malcolm Templeton, sagöi frá
því á fundi nefndar sem vinnur að
lokaniðurstöðu um viðræðurnar,
að skref hefði verið stigið fram á
við á sólarhringslöngum fundi
starfshóps, sem hann veitir for-
sæti. Nefndi hann að miðað hefði
t.d. í þá átt að leggja víðtækt bann
við tilraunum með kjarnorkuvopn.
Nánari frétta af fundum þessum
er að vænta í dag eða á morgun.
sem ein bækistöð Nkomos er
staðsett.
Sautján trúboðar hafa nú
verið myrtir í Ródesíu í
júnímánuði einum og 31 frá
því að stríðið við skæruliðana
hófst fyrir alvöru 1972.
BÆÐI Politiken og Berlinske
tidende fjalla um úrslit þingkosn-
inganna á Islandi í forystugrein-
um s.l. þriðjudag. Berlinske segir
um horfur á stjórnarmyndun, að
þrátt fyrir kosningasigur Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags séu
litlar líkur á vinstri stjórn þar sem
vinstri flokkar hafi ekki meiri-
Sótthreinsun-
arefni valda
vansköpun?
New York, 28. júní. AP.
KOMIÐ hefur í ljós að van-
sköpun er tíðari en almennt
gerist meðal barna hjúkrunar-
kvenna á sex sjúkrahúsum í
Svíþjóð og þykir nokkur
visbending, að konurnar allar
þvoðu hendur sínar reglulega
með sótthreinsunarefninu
„hexaklórófen“. Sótthreins-
unarefnið hefur verið notað
um heim allan.
Sú hugmynd að tengsl kynnu
að vera milli notkunar þessa
efnis og vansköpunar kom fram
hjá Hildegard Halling, lækni
við Sudertalje-sjúkrahúsið í
Svíþjóð, á þriðjudag. Sótt-
hreinsunarefnið var bannað til
almennra nota í Bandaríkjun-
um árið 1972 eftir að í ljós kom
að það skaðaði ungbörn. Það
kom fram í rannsóknum
Hallings að um vansköpun var
að ræða í 25 af 460 tilvikum
meðal hjúkrunarkvennanna á
sjúkrahúsunum, þar sem undir
öllum venjulegum kringum-
stæðum hefði aðeins verið að
ræða eina vansköpun í 1000
tilvikum.
hluta á þingi. Varðandi utanríkis-
mál telur Berlinske þá staðreynd
að þingmönnum Sjálfstæðisflokks
hafi fækkað í 20 úr 25 geta bent
til þess að dregið hafi úr stuðningi
kjósenda við stefnu flokksins í
öryggismálum, enda þótt víst megi
telja að efnahagsmál hafi átt
stærstan þátt í minnkandi fylgi
flokksins. Bent er á að Alþýðu-
flokkurinn sé fylgjandi sömu
stefnu í öryggismálum og fylgt
hafi verið, og því sé ekki útlit fyrir
tilraunir til að stofna á ný til
ófriðar um afstöðuna til Atlants-
hafsbandalagsins.
Politiken segir, að ekki sé
ósennilegt að sigurvegari kosning-
anna Alþýðuflokkurinn neyðist til
að fara í ríkisstjórn með Sjálf-
stæðisflokknum. Ekki fari hjá því
að samningaviðræður þessara
tveggja sterku flokka verði langar
og strangar, einkum með tilliti til
þess hvernig leysa eigi efnahags-
vandann, en þar stangist stefna
þeirra á í veigamiklum atriðum.
Víetnamar í
„Comecon”?
Búkarest, 28. júní — Reuter.
VÍETNAMAR hafa sótt um að
gerast fullgildir félagar í „Comec-
on“, efnahagsmálasamtökum
kommúnista, er nú þinga í Búka-
rest. Heimildir herma að aðstoðar-
utanríkisráðherra landsins, Le
Than Nghi, hafi lagt umsóknina
fram við aðalnefnd samtakanna,
sem nú hefur funað í tvo daga um
sameiginlega áætlanagerð ríkj-
anna 9 til langframa. Atburðurinn
er talinn bera vott um aukna
samheldni Sovétríkjanna og Víet-
nam.
Arangur á
fundum um
kjarnorkuvopn
Rússar komnir
með bækistöð í
Atlantshafi
RÚSSAR hafa komið sér upp
hernaðaraðstöðu á Grænhöfða-
eyjum (Cape Verde), sem eru
miðsvæðis á siglingaleiðinni til
Ilöfðaborgar í S-Afríku. Þessi
aðstaða Rússanna er notuð sem
viðkomustaður þegar fluttir
eru kúbanskir hermenn til
Afríku.
Grænhöfðaeyjar voru áður
portúgölsk nýlenda, en fengu
sjálfstæði 1975. Ríkisstjórn
Pereira, forseta eyjanna,
aðhyllist marxisma en hefur
haft mikil samskipti við stjórn-
ina í S-Afríku. Flugvöllurinn á
eyjunni Sal er t.d. reglulega
notaður af s-afríska flug-
félaginu sem viðkomustaður á
flugleiðinni til og frá Evrópu.
Þessi sami flugvöllur hefur
jafnframt á undanförnum mán-
uðum verið viðkomustaður
Kúbumanna í loftflutningum á
12 þúsund kúbönskum hermönn-
um frá Havana til Afríku. Um
50 rússneskir hernaðarsér-
fræðingar eru staddir á Græn-
höfðaeyjum, þar sem þeir hafa
30 létta rússneska skriðdreka og
herbíla til umráða, en ríkis-
stjórnir á Vesturlöndum álíta að
S.Antao,
CAPE
VERDE
ISLANDS
/S.YINCENT fjT
Miles
Mð?0.
'S.Tiaqo
ÍConalry
Moskva sé nú að reyna að koma
upp flotabækistöð á eyjunum.
Þessi nýja aðstaða Moskvu-
Havana möndulsins er
NATO-ríkjunum mikið áfall,
þar sem framtíðaröryggi á
Atlantshafssiglingaleiðinni til
og frá S-Afríku er nú í hættu.
En yfirmaður sovéska flotans,
Sergei Gorshkov, hefur að und-
anförnu lagt mikið kapp á að
bæta hafnaraðstöðu skipa sinna
við strendur Afríku.
Aðmírállinn er sagður ætla að
koma upp aðstöðu fyrir herskip
og kafbáta á eyjunni Sao
Vincente í Grænhöfðaeyjaklas-
anum, þar sem hafnaraðstaðan
er mjög ákjósanleg frá
náttúrunnar hendi. Þegar eru
hafnir flutningar á sovézkum
tækni- og hernaðartækjum til
eyjanna.
Fyrstu skrif Rússa í þá átt að
ná ítökum á- Grænhöfðaeyjum
voru þau, að fyrir nokkru voru
um 20 Rússar sendir þangað til
starfa við heilbrigðisþjónustu
landsins og í kjölfarið hafa á
síðasta ári verið sendir þangað
hópar af hernaðarsérfræðing-
um.
I stuttri fjarlægð frá Græn-
höfðaeyjum hefur rússneski
flotinn kafbátaaðstöðu o.fl. í
borginni Conarkry á Gineu, en
flugvöllurinn þar er jafnframt
undir Rússana seldur. I Gineu
eru um 500 rússneskir sér-
fræðingar staddir við að þjálfa
her landsins.