Morgunblaðið - 29.06.1978, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúí
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiösla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Askriftargjald 2000.00 kr. 6 mánuði innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakið.
Sáttargerð
Hjalti Geir Kristjánsson, formaður Verzlunarráðs íslands,
skrifar grein í Morgunblaðið í gær, sem ástæða er til að
vekja athygli á. I grein þessari hvetur Hjalti Geir til þess, að
launþegar og atvinnurekendur taki höndum saman, leggi niður
vopnin þó ekki væri nema í fjögur ár í þeim tilgangi að sigrast
á verðbólgunni. Hjalti Geir segir í grein sinni: „Ég legg því til,
að hin stríðandi öfl í þjóðfélaginu geri með sér fjögurra ára sátt
þess eðlis, að atvinnurekendur fái að framleiða við þau skilyrði,
sem hreinn markaðsbúskapur býður upp á og lögð verði áherzla
á að finna þá skiptingu þjóðarframleiðslunnar, sem launþegar
geta við unað. Aðalkrafan, sem atvinnurekendur gera, er sú, að
verðbólgan verði stöðvuð tafarlaust, en það er sama og að gera
þá kröfu, að engu sé skipt fyrr en þess hefur verið aflað. Slík
sátt gæti falið í sér, að fulltrúar launþega fengju aukin áhrif
á skattlagningu einstaklinga og tekjutilfærslur ríkisvaldsins til
einstaklinga, en atvinnurekendur fengju að hafa það fyrirkomu-
lag á framleiðslukerfinu, sem þeir telja sér nauðsynlegt, þ.e.
verðmyndun, skipan banka- og lánsfjármála og'gjaldeyrismála,
en allt veltur þetta á því, að hin stríðandi öfl fáist til að leggja
niður vopnin."
Þessi tillaga formanns Verzlunarráðs Islands er í grundvallar-
atriðum áþekk hugmyndun, sem settar voru fram í kosningabar-
áttu af bæði Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum, enda þótt
hvorugur flokkurinn hafi útfært þær jafn nákvæmlega og Hjalti
Geir Kristjánsson gerir. Alþýðuflokkurinn hefur lagt áherzlu á
það, sem flokkurinn hefur nefnt kjarasáttmála. I viðtali við
Morgunblaðið í fyrradag hafði Benedikt Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins, þetta að segja um kjarasáttmála: „... það þarf
að kynna þetta hugtak betur, því að þó að við notum orðið
sáttmáli, þá er þetta ekki hugsað þannig að þetta sé í sjálfu sér
eitthvert skriflegt samkomulag, heldur er inntakið í þessu það,
að það verði að nást almennt samkomulag á milli ríkisvalds og
aðila vinnumarkaðarins, launþega og atvinnurekenda, sem verði
fyrst og fremst að byggjast á gagnkvæmu trausti. Jafnaðarmenn.
í mörgum öðrum löndum hafa farið þessa leið og má benda á
dæmi frá Bretlandi á tíma Wilsons, Norðurlöndum og
V-Þýzkalandi. Kjarninn í þessu er gagnkvæmt traust, sem er það
sterkt, að það geti leitt til þess, að það verði friður og þar af
leiðandi mun auðveldara að leysa vandamálin en þegar
tortryggnin ræður ríkjum eins og hefur verið nú undanfarna
mánuði og afleiðingin verður vinnudeilur."
Þessi lýsing Benedikts Gröndals á kjarasáttmála Alþýðu-
flokksins er í raun og veru í fullkomnu samræmi við þær
hugmyndir, sem sjálfstæðismenn hafa sett fram um þjóðarsátt
í viðureign gegn verðbólgunni. Geir Hallgrímsson, forsætisráð-
herra, talaði um þjóðarsátt í kosningabaráttunni og í raun eru
bæði Benedikt Gröndal og Geir Hallgrímsson að tala um þess
konar samstarf og samráð við verkalýðshreyfinguna, sem ríkti
um skeið á tímum Viðreisnarstjórnarinnar, en samband hennar
við forystumenn verkalýðshreyfingarinnar var mjög gott allt frá
því, að júnísamkomulagið var gert 1964 eða öllu heldur frá því
að átökum var afstýrt í árslok 1963 milli verkalýðssamtaka og
þáverandi ríkisstjórnar Ólafs Thors.
Morgunblaðið fullyrðir, að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafi
Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, lagt á það þunga áherzlu
að tryggja slíkt samstarf við verkalýðshreyfinguna. Astæðan
fyrir því, að það hefur ekki tekizt sem skyldi er ekki sú, að
ríkisstjórnin hafi ekki haft vilja til þess heldur ber að leita
orsakanna til síðustu mánaða vinstri stjórnarinnar er hatrömm
átök urðu milli forystu Alþýðusambandsins og Framsóknar-
flokksins um það bil er SFV voru að hluta til að hverfa frá
stuðningi við og þátttöku í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Þá
opnuðust þau sár, sem ekki hafa gróið um heilt síðan og hafa
valdið því, að sumir forystumenn verkalýðssamtakanna hafa
ekki verið tilbúnir til þess að treysta ríkisstjórn, sem
Framsóknarflokkurinn ætti aðild að.
í raun og veru er engin önnur leið til en sú, sem Hjalti Geir
Kristjánsson fjallar um í grein sinni og Alþýðuflokkur kallar
kj-arasáttmála og Sjálfstæðisflokkur þjóðarsátt en í raun er hin
ama samráðsstefna og Viðreisnarstjórnin hóf til vegs.
lorgunblaðið dregur heldur ekki í efa, að fjölmargir
/erkalýðsleiðtogar Alþýðubandalagsins séu reiðubúnir til þess að
standa að slíkri sáttargerð. Það er höfuðverkefnið í íslenzkum
stjórnmálum á næstu misserum.
Þingflokkarnir
breytt viðhorf 1 st
ÞINGFLOKKAR þriggja stjórnmálaflokkanna komu saman í gær til að fjalla
um þau viðhorf, sem nú eru komin upp í íslenskum stjórnmálum. Þingflokkur
og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins komu saman í Valhöll kl. 14 og á sama tíma
kom þingflokkur Framsóknarflokksins saman til fundar í Alþingishúsinu.
Klukkan 17 kom hinn nýi þingflokkur Alþýðuflokksins saman og var sá fundur
einnig í Alþingishúsinu. Morgunblaðið ræddi við nokkra þingmenn áður en
fundirnir hófust og spurði þá álits á úrslitum kosninganna og hvernig þeir teldu
rétt að haga ætti stjórnarmyndun, og fara svör þeirra hér á eftir. Þeir þingmenn
Alþýðuflokksins, sem teknir voru tali, vörðust allra frétta og kváðust ekki vilja
tjá sig fyrr en síðar.
„Minnihlutastjórn hlyti
aðeins að vera
til bráðabirgða"
„Úrslitin eru eins og ljóst er mjög
mikill ósigur stjórnarflokkanna og
aö sama skapi sigur stjórnarand-
stöðunnar, einkum Alþýðuflokksins.
Sveiflan, sem varð í kosningunum
varð miklu meiri en ég hafði
ar. En á þessari stundu er erfitt að
ráða í hver niðurstaðan verður.“
Aðspurður um það hvort hann
teldi eðlilegt að Sjálfstæðisflokkur-
inn ætti aðild að næstu ríkisstjórn í
ljósi þess taps sem hann hefði orðið
fyrir, sagði Pálmi:
„Eins og ég sagði áðan væri
auðvitað eðlilegast að stjórnarand-
stöðuflokkarnir, sigurvegarar
um það hver niðurstaðan verður vil
ég ekkert segja.
Það er alveg ljóst að verulegur
hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins
telur ekki æskilegt að Sjálfstæðis-
flokkurinn eigi aðild að ríkisstjórn
og með þessu á ég við þá, sem kosið
hafa Sjálfstæðisflokkinn í fyrri
kosningum, en kusu greinilega aðra
flokka nú. En Sjálfstæðisflokkurinn
ímyndað mér yfir landið í heild og
í mínu kjördæmi get ég sagt það, að
árangur Sjalfstæðisflokksins var
lakari en ég hafði reiknað með,“
sagði Pálmi Jónsson, alþingismaður
á Akri, en hann skipaði efsta sætið
á lista Sjálfstæðisflokksins í Norður-
landi vestra.
„Möguleikar á stjórnarmyndun nú
eru háðir mikilli óvissu, að því er
mér sýnist. Það væri eðlilegast að
stjórnarandstöðuflokkarnir tækju
við stjórn landsins en þeir hafa ekki
til þess bolmagn einir og frá
fræðilegu sjónarmiði eru mjög marg-
ir möguleikar, sem geta komið til
greina varðandi myndun ríkisstjórn-
Friðrik Sophusson
kosninganna, mynduðu stjórn en
þeir geta það ekki án aðildar annars
hvors stjórnarflokksins. Ég geri ráð
fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn
athugi það gaumgæfilega, ef til hans
kasta kemur með hvaða hætti hann
getur helzt hugsað sér slíka stjórnar-
aðild. Um þann möguleika að mynda
minnihlutastjórn Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags er það að segja, að
ég tel að slík stjórn geti komið til
greina en þá aðeins um tiltölulegan
skamman tíma. Ég er ekki mikill
talsmaður þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn veiti annað tveggja
stuðning eða verji falli stjórn, sem
hann á ekki aðild að. Auðvitað hlýtur
flokkurinn í slíkum tilfellum sem
öðrum að láta málefnin ráða gerðum
sínum en það er ljóst að minnihluta-
stjórn hlyti aðeins að verða til
bráðabirgða hér á landi,“ sagði
Pálmi að lokum.
„Sjálfstæðisflokkurinn
getur ekki dregið
sig út úr pólitík“
„Þessar kosningar urðu mér sem
öðrum sjálfstæðismönnum ákaflega
mikil vonbrigði," sagði Jósep H.
Þorgeirsson, alþingismaður frá
Akranesi. Jósep var í öðru sæti
framboðslista Sjáifstæðisflokksins í
Vesturlandskjördæmi og tekur nú
sæti á Alþingi sem uppbótarþing-
maður.
„Ég hef í sjálfu sér enga skýringu
á því hvers vegna Alþýðuflokkurinn
er allt í einu orðinn svona stór og ég
geri ekki ráð fyrir að þeir hafi það
sjálfir.
Mér býður í grun að það geti orðið
erfitt að koma saman nýrri stjórn en
getur vitanlega ekki dregið sig út úr
pólitík og ef samkomulag næst um
málefni þá getur hann ekki skorast
undan þátttöku í ríkisstjórn,“ sagði
Jósep að síðustu.
„Líklegt að fyrst
verði leitað til
aðalsigurvegara
kosninganna“
„Úrslitin eru vitanlega mun lakari
fyrir okkur en ég hafði vænst og ég
vona bara að af þessu hljótist sem
allra minnstur skaði fyrir þjóðina.
Ég lít svo á að í niðurstöðum
kosninganna felist áminning til
okkar sjálfstæðismanna um að efla
Þingmenn Alþýðuflokksins vildu el
um möguleika á stjórnarmyndun.
Sigurðardóttir og Vilmundur Gylfa