Morgunblaðið - 29.06.1978, Page 28

Morgunblaðið - 29.06.1978, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — EFNAHAGSMAL,— ATHAFNALlF. Umsjón. Sighvatur Blöndahl. Seðlabankinn styður ritgerð um verðtryggingu fjárskuldabindinga Félagsfundur Kaupmannasamtakanna um nýja verðlagslöggjöf: SEÐLABANKI íslands studdi í vor útgáfu prófrit- gerðar við lagadeild Háskól- ans um verðtryggingu fjár- skuldbindinga eftir Lárus Ögmundsson laganema. Björn Tryggvason að- stoðarbankastjóri í Seðla- bankanum skýrði blaðinu frá því, að hér hefði verið á ferðinni verkefni sem bank- inn hefði haft áhuga á og því stutt við útgáfu þess í 20—30 eintökum og dreift þeim til bankanna. Ritgerðin væri fræðileg ritgerð um álit höfundarins á verðtrygging- um. Ritgerðin, sem ber heitið „Um breytingar á verðgildi peninga og áhrif þeirra á fjárkröfur“, er rúmlega 100 bls. og í innganginum segir m.a.: „I ritgerð þessari verður gerð tilraun til þess að greina að nokkru frá áhrifum breyt- inga á verðgildi peninga á réttarstöðu kröfuhafa, eink- um þeirra, sem eiga kröfur á hendur öðrum um greiðslu peninga. í öðrum kafla er fjallað almennt um áhrif þessara breytinga á fjárkröf- ur. í þriðja kafla er einkum vikið að réttarstöðu þeirra, sem eiga bótakröfur á hendur öðrum aðilum hvort sem þær eiga rætur sínar að rekja til samninga eða ekki, þ.e.a.s. þeirra tilvika þar sem ekki hefur verið gerður fyrirvari um vernd gegn áhrifum breytinga á verðgildi peninga á fjárkröfur. í 4. kafla er hins vegar vikið að aðgerðum sem ætlað er að takmarka þessi áhrif á fjárskuldbindingarn- ar þ.e.a.s. að verðtryggingar- ákvæðum í samningum og að hve miklu leyti þau eru lögleg með tilliti til laga um verð- tryggingu fjárskuldbindinga. Að lokum er greint í stórum dráttum frá helztu sjónar- miðum með og á móti verð- tryggingu fjárskuldbindinga og framtíðinni í þeim efnum hérlendis." Lítið hefur verið skrifað um þetta efni a.m.k. í nor- rænum rétti og gerir höfund- ur fyrirvara um það í formál- anum að ritgerðinni, þar sem margt sé ókannað og óljóst í þessum efnum. „Spor í rétta átt en ganga of skammt til móts við heil- brigða verzlunarhætti,, KAUPMANNASAMTÖK íslands héldu í s.l. viku almennan félags- fund, þar sem umræðuefnið var hin nýsamþykktu lög um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Framsögumaður var Björgvin Guðmundsson skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneyt- inu og formaður verðlagsnefnd- ar. Hann ásamt Georg Olafssyni verðlagsstjóra og Gylfa Knútsen fulltrúa í viðskiptaráðuneytinu sáu um samningu frumvarpsins um verðlag, samkcppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, sem síðar var samþykkt eins og áður sagði án teljandi breytinga á Alþingi 3. maí 8.1. Björgvin Guðmundsson sagði m.a., „Lögin eru þríþætt, þ.e.a.s. 1) Nýtt verðlagskerfi, 2) Ný lög um samkeppnishömlur og 3) ný lög um neytendavernd og órétt- mæta viðskiptahætti. — Varðandi fyrstu tvo þættina eru þeir mjög svipaðir hinu svonefnda Sonne- frumvarpi, sem lagt var fram í tíð Viðreisnarstjórnarinnar, en það EFNAHAGUR SEÐLABANKAISLANDS 31. MAI1978 Eignir Assets: Erlendar eignir í frjálsum gjaldeyri Convertible Forcign Asscts: a. Gull Gold........................................ 428 778 000 b. Scrstök dráttarréttindi Albióðagialdcyriuiödiiins IMF Spccial drawing rights ............................ I 471 718 000 C. Culllramlag til Alþiódagialdcyrissjóðsins IMF Gold subscription....................................... I 816 486 000 d. Krlcodir bankar o. fl. Forcign correspondcnts..... 13 035 292 000 e. Erleod vcrdbrrl og rikhvixlar Foreign bonds and Treasury bills .................................. 11 697 531 000 K rónuframlag t il Alþjóðag jaldey rissjóðsins IM F Currency Subscript ion Innlánsstofnanir Dcposit lastitutions: Óinnlcystir tckkar Cheques lor clearing . b. Rcikningaskuldir Advances . e. önour stutt lán Other short-term loans............. d. Verdbrcl Bonds......................... e. Endurkeyptir vivlar Rediscounts . f. Endurláoad crlcnt Uoslé Foreign lunds relent Fjárfestingarlánastofnanir Invcstment Credit Funds: a. Reikningsskuldir Advances......................... b. Onour stutt Un Other short-term loans c. Verdbrél Bonds.................................... d. EndurUnad crlent Untlé Foreign funds relent ...... Ríkissjóður og ríkisslofnanir Central Govemment: a. Adalvidskiptarcikningar rikhsjóds Treasury current accounts.................................... b. RikhviaUr Trtasury bilh............... e. Rikhstolnanir Govcrnment institutions á. Vcrdbrél Bonds e. Enduriánad crlcnl Unslé Foreign funds rclent 31 964 682 2 209 385 383 2 230 000 000 1 661 488 167 29 710 035 000 2 185 636 848 Aðrlr aðilar Othcr Sectors: a. Ýmsir rcikningar Sundry aecounts .................. b. Verdbrcf bajar- og avaitarléUga Bonds of local govcrnments ....................................... c. Onour vcrðbréf Other Bonds d crlcot Uoslc i oreign funds relcnt . 7 446 946 671 624 000 000 I 073 500 075 I 694 382 017 18 839 635 888 49 424 800 51 793 568 260 026 514 Fasteignir Bank Premiscs Vmislegt Sundry Itcms . Skuldir Liabilities: Seðlar og mynt Notes and Coin . 28 469 827 000 7 344 921 000 38 228 510 080 3 591 397 678 29 698 464 671 Innlánsstofnanir Deposit Iastitutions: a. Almennar innstxdur Sight deposits .................. 2 093 675 528 b. Innstscdur 4 uppsagnarreikningum Time deposils...... 84 657 582 c. Bundnar innstadur Required deposits .......... 27 406 431 899 d. Gjaldcyrisreikningar Foreign excbange deposits...... 202 692 000 Fjárfestingarlánastofnanir Investment Credit Funds: a. Atmcnnar innstxdur Sight deposits .................. Riklssjóður og rikisstofnanir Central Govemment: a. Adalvidskiptareikningar ríkissióds Treasury current accounts............................................. b. Rikisstolnanir Government institutions .............. Sjóðir i vörzhi opinberra artila Public Depository Funds . Erlendar skuldir i frjálsum gjaldeyri til skamms tíma Short-term Foreign Debt: a. Erlcndir bankar o. II. Foreign correspondenu.. 3 391 501 000 b. Erlcndir vixUr Promissory notes............... I 266 882 000 Erlend lán til langs tíma Funded Foreign Debt ..................... Innstærtur Alþjóðagjaldeyrissjóðsms IMF Deposits................... Innstæður Alþjóðabanka og systurstofnana Deposits of IBRD and Affiliates..................................................... Mótvirði sérstakra dráttarréttinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins IMF Allocation of SDR................................................ Ýmislegt Sundry Items.............................................. Gengisbreytingareikningar Revaluation Accounts . Arðsjóður Dividcnd Fund Stofnfé Capital .......... Varasjóður Rescrve Fund Annað eigið fé Other Rcserves . 107 738123 398 10 523 852100 29 787 457 009 3 920141 173 5 988 374 615 10 575 046 270 4 658 383 000 5190 000 000 26 645 454 000 1 400 000 000 107 738123 398 var einnig leitað til Adolf Sonne við samningu þessa frumvarps. Þá kom það fram hjá Björg- vin, að Olafur Jóhannesson við- skiptaráðherra hafi í marz 1976 falið áðurnefndum mönnum að semja þetta frumvarp. Að mati Björgvins er mikils- verðasta grein laganna sú áttunda, sem fjallar um verðákvarðanir, en greinin er eftirfarandi: „Þegar samkeppni er nægileg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag skal verðlagn- ing vera frjáls. Nú er verðlagning frjáls og getur verðlagsstofnun þá skyldað hlutaðeigandi aöila til að tilkynna stofnuninni verðhækkan- ir. Reynist þessi samkeppni tak- mökuð, eins og nánar er tilgreint í 4. kafla, eða samkeppni er ekki nægileg til að tryggja sanngjarnt verðlag, eða horfur eru á ósann- gjarnri þróun verðlags og álagn- ingar getur verðlgsráð ákveðið eftirtaldar aðgerðir til að ná því takmarki, sem getur í 1. grein,: 1) Hámarksverð og hámarks- álagningu. 2) Gerð verðútreikninga eftir nán- ar ákveðnum eglum. 3) Verðstöðvun í allt að sex mánuði í senn. 4) Aðrar reglur um verðlagningu og viðskiptakjör, sem verðlagsráð telur nauðsynlegar hverju sinni." Þá taldi Björgvin 21. grein vera mikilvæga, en inntak hennar er að tryggt skuli að samráð aðila sé brotið upp, þ.e. fyrirtæki hætti að samræma verðlagningu sína Björgvin taldi þetta forsendu fyrir eðlilegri samkeppni. — „En al- mennt eru ákvæði laganna mjög erfið í framkvæmd". Að síðustu sagði Björgvin. „Ef vel tekst til er hér um mikið framfaraspor að ræða — Þetta verðlagskerfi er mun betra fyrir neytendur, en það kerfi sem við búum við núna“. Þá tóku nokkrir fundarmenn til máls, m.a. Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtak- anna, sem sagði lögin spor í rétta átt, en ganga þó alltof skammt í átt til eðlilegra viðskiptahátta. Veigamiklir þættir væru undan- þegnir, svo sem landbúnaðarvörur, sem kaupmenn væru neyddir til að dreifa langt undir kostnaðarverði. Þá hafi ekkert tillit verið tekið til tillagna og umsagna félaga verzlunarinnar, sem skiluðu sameiginlegum umsögnum um frumvarpið á sínum tíma, en aftur á móti háfi SÍS komið inn breytingum sínum. Það sem sé undarlegt við það, sé að umsögn félaga verzlunarinnar hafi borizt semjendum frumvarpsins í byrjun janúar á síðasta ári og þá sagðar koma of steint til að hægt væri að taka tillit til þeirra, en umsögn SÍS kom hins vegar, í „október". Ákvæði það sem SÍS kom inn í lögin kveður svo á um að þeir séu ekki skyldugir að selja öðrum en kaupfélögunum. Sagði Gunnar áform auðhringsins falin með orðhengilshætti í lögunum, en það færi ekki framhjá neinum hvað átt væri við. Um fullyrðingar Gunnars hvað varðar SÍS og þeirra mátt til að fá breytingar inn í lögin, sagði Björgvin að þeir þremenningarnir, sem sömdu frumvarpið, hafi ekki tekið þeirra umsögn til greina, hins vegar hafi fjögurra manna þingnefnd farið yfir frumvarpið á eftir þeim og þeir hafi sett þetta ákvæði í lögin. — Um land- búnaðarvörurnar sagði Björgvin, að þeir hefðu ekki getað komið í veg fyrir að þær væru undanþegn- ar lögunum. Þar væri um stórpóli- tískt mál að ræða sem yrði að afgreiða á öðrum vettvangi, s.s. í ríkisstjórn á hverjum tíma, þar að auki hafi þeir ekki haft umboð ráðherra til þess, en frumvarpið var samið undir hans yfirstjórn. I lok fundarins var svo eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Fundur- inn telur að nýja verðlgslöggjöfin, sé spor í rétta átt, þótt hún gangi að ýmsu leyti of skammt til móts við eðlilega og heilbrigða verzlunarhætti. — Fundurinn vek- ur athygli á því að veigamiklir vöruflokkar eru undanþegnir lög- gjöfinni, eins og t.d. landbúnaðar- vörurnar. — Fundurinn bendir á, að gefnu tilefni vegna villandi og síendurtekinna ummæla um að verzlunarálagnng sé nú frjáls í landinu, að svo er ekki. Verðlags- ákvæði gömlu laganna eru enn í fullu gildi og var verzlunarálagn- ing lækkuð verulega við síðustu gengisfellingu. Þá vill fundurinn benda á að í hinum nýju lögum eru ákvæði, sem fela það í sér að óvíst er hvenær eða hvort ákvæði þeirra um frjálsa verzlunarálagningu taka gildi. — Fundurinn undir- strikar stefnumarkmið Kaup- mannasamtaka íslands: Að verzlunin búi við löggjöf, sem örvar samkeppni og stuðlar þar með að lægra vöruverði í landinu og hvetur til hagstæðari inn- kaupa".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.