Morgunblaðið - 29.06.1978, Page 38

Morgunblaðið - 29.06.1978, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 Jafntefli en Island aldrei verið nær sigri Island - Danmörk 0:0 Texti> Sigtryggur Sigtryggsson ViðtöL Þórarinn Ragnarsson Myndir. Kristinn Ólafsson ur, missti danskan sóknarmann framhjá sér. Sá gaf boltann fyrir markið, Árni markvörður greip en missti boltann frá sér aftur og Niels Tune kom á fullri ferð og skaut naumlega framhjá. Bezta tækifæri Dana í hálfleiknum. Á síðustu mínútu hálfleiksins fékk Pétur laglega sendingu frá Jóhannesi, drap boltann niður og lék í áttina að marki D^na. Hann plataði tvo Dana og skaut síðan hörkuskoti að markinu, sem Ole Kjær markvörður varði mjög vel. Danir meira með boltann en sókn íslands beittari Islenzka liðið iék undan sunnan- golu í fyrri hálfleik og sótti þá öllu meira. Átti liðið hættulegri tæki- færi en Danirnir þrátt fyrir að þeir væru meira með boltann úti á vellinum. Sama var uppi á w *j V plF I M.. IIINN ungi marksækni Akurnesingur I’étur Pétursson missti af gullnu tækifæri til þess að færa íslandi fyrsta sigurinn yfir Dönum sjö mínútum fyrir leiksiok í gærkvöldi. Ifann fékk holtann í dauðafæri á markteig og markið blasti við en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst honum að koma boltanum framhjá þegar auðveldara virtist að skora. Tækifærin gerast ekki betri í landslcik og það hcfði sannarlega verið skemmtilegt fyrir Pétur ef hann hefði skorað þarna, því hann var langbezti framlínumaður íslenzka liðsins í gærkvöldi og einn alhczti maðurinn á vellinum. Segja má að Islendingar geti verið ánægðir með það að ná jafntefli gegn Dönum en óneitanlega voru ísiendingarnir nær sigri í þessum slaka leik en lélegt lið Dana. Þjóðirnar hafa 13 sinnum mætzt á knattspyrnuvellinum. 10 sinnum hafa Danir hrósað sigri en þrisvar hefur orðið jafntefli. íslendingar verða því að bíða í nokkur ár ennþá eftir hinum langþráða sigri yfir erkióvininum, Dönum. Biðin hcfði kannski endað í gærkvöldi, ef Ásgeir Sigurvinsson hefði getað leikið með. Lélegur leikur M Það vantaði ekki að veðrið væri gott í Laugardalnum í gærkvöldi og hugsuðu menn því gott til glóðarinnar. Islenzka liðið lék leikaðferðina 4-3-3 og valdi þjálfarinn Youri Ilitchev þá Teit Þórðarson, Pétur Pétursson og Guðmund Þorbjörnsson í fremstu víglínuna. íslenzka liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og gerði harða atlögu að danska markinu á fyrstu mínútunum en án árangurs. Næstu mínútur voru ákaflega rólegar, liðin þreifuðu fyrir sér og þegar mínúturnar liðu hver af annarri án þess að nokkuð gerðist annað en barátta á miðjunni fóru menn að ókyrrast. Er skemmst frá því að segja að leikmenn náðu ekki að sýna nein tilþrif svo heitið gæti í leiknum og er ekki nokkur vafi á því að áhorfendur fóru óánægðir heim af vellinum þrátt fyrir jafnteflið. Danska liðið var ein- faldlega ekki það gott að með góðum leik hefði íslenzka liðið hæglega átt að geta farið með sigur af hólmi. Auðvitað áttu bæði liðin nokkur marktækifæri og verður nú getið þeirra beztu. Á 12. mínútu leiksins fékk Teitur Þórðarson boltann í dauðafæri eftir slæm mistök í vörn Dana en Teitur var of seinn að átta sig og gullið tækifæri gekk úr greipum. Var þetta ekki eina skiptið í leiknum sem Teitur var seinn á sér, því miður. Á 21. mínútu sofnaði línuvörðurinn Hreiðar Jónsson illa á verðinum og Danir, kolrangstæðir, náðu hættulegri sókn, sem endaði með því að þeir fengu dæmda auka- spyrnu á vítateig íslenzka liðsins. Munaði minnstu að þeim tækist að skora úr spyrnunni. Á 35. mínútu náðu íslendingar tveimur hættu- legum sóknarlotum með stuttu millibili og björguðu Danir með naumindum í horn. Á 39. mínútu kom hættulegasta tækifæri Dana. Árni Sveinsson, góður sóknarvörð- ur en afar slakur varnarbakvörð- teningnum í seinni hálfleik, Dan- irnir voru mun meira með boltann en sóknarlotur þeirra voru einhæf- ar og réð íslenzka vörnin létt við dönsku framherjana. Hins vegar voru sóknarlotur íslenzka liðsins mun hvassari. Einkanlega var Pétur Pétursson skeinuhættur fyrir framan mark Dananna og Atli Eðvaldsson komst nokkrum sinnum laglega í gegn vinstra megin. Á 4. mínútu seinni hálf- leiks komst Atli einu sinni sem oftar í gegn vinstra megin og upp að markinu en 1 stað þess að renna boltanum fyrir markið skaut hann á markið og Ole Kjær, sem hlaupið hafði út á móti Atla, varði auðveldlega. Tvisvar var Pétur Pétursson í góðum skallafærum en Karl Þórðarson anna. • ; WHpWli _________ leikur hér laglega á einn dönsku leikmann- Krankltil Barcelona AUSTURRÍSKI leikmaðurinn Johan Krankl hefur skrifað undir samning til þriggja ára hjá Barcelona FC á Spáni. Eftir að Cryuff hætti að. leika með liðinu hefur það verið á höttum eftirgóðum framlínu- manni og var nú á undan hættu- legustu keppinautum sínum í spönsku deildarkeppninni Valencia enn þeir höfðu einnig augastað á Krankl. Ekki var gefið upp hve mikið Barcelona greiddi fyrir Krankl. Krankl sem er 25 ára gamall skoraði fjögur mörk fyrir Austur- ríki í HM keppninni í Argentínu. Hann átti og stærstan þátt í að slá Spánverja út úr forkeppninni. í bæði skiptin skallaði hann framhjá markinu. Á 25. mínútu komst Atli aftur í gegn vinstra megin og gaf fyrir markið. Teitur skallaði til baka en hinir framlínu- mennirnir voru of seinir á sér að ná boltanum þegar opið markið blasti við þeim. Danirnir fengu þrjú hættuleg tækifæri í leiknum. Sören Lerby skaut rétt yfir af vítateig eftir hornspyrnu, Henrik Agerbeck skallaði naumlega fram- hjá á 22. mínútu seinni hálfleiks og rétt fyrir leikslok fengu Danir ágætt tækifæri en Agerbeck skaut í afturendann á einum samherja sínum og þar með var hættan liðin hjá. Langbezta tækifærið fékk Pétur á 83. mínútu sem fyrr segir og var sannarlega grátlegt að hann skyldi ekki skora. Hann fékk góða sendingu frá vinstri frá Guðmundi Þorbjörnssyni og spyrnti með vinstri fæti af mark- teig en hárnákvæmt framhjá. Nýliðinn beztur Islenzka liðið átti ekki góðan leik að þessu sinni. Að vísu áttu ýmsir einstaklingar prýðisgóðan Ieik en aðrir léku undir getu og af þeim sökum náði liðið aldrei vel saman. Árni Stefánsson var ör- uggur í markinu, það litla sem á hann reyndi. Hann þurfti stundum að grípa inn í leikinn en ekkert skot kom á íslenzka markið allan leikinn, sem kallast getur því nafni. Vörnin var mjög örugg, með þá Jóhannes Eðvaldsson, Jón Pétursson og Gísla Torfason sem beztu menn. Dönsku framherjarn- ir höfðu ekkert í þá að gera í leiknum í gærkvöldi. Árni Sveins- son var veiki hlekkurinn í vörninni • Pétur Pétursson sa-kir hér að marki Dana ásamt Jóhannesi Eðvaldssyni. Pétur átti bestan leik íslensku framlinuleikmannanna og Jóhannes var sterkastur í vörninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.