Morgunblaðið - 29.06.1978, Page 40
f í sérverzlun með \
litasjónvörp og hljómtæki.
At'(»LYSIN(»ASIMINN ER:
22480
JH#rflnnbI«ötí)
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978
Formennim-
ir ræða í dag
við forsetann
FORSETI Islands, herra
Kristján Eldjárn, mun í dag
hefja ófurmlegar viðra'ður við
formenn stjórnmálaflokkanna.
Munu þeir hitta forsetann einn
af öðrum í dag, fyrst forystu-
maður stærsta fíokksins og
siðast forystumaður hins
minnsta.
Klukkan 09.00 mun Geir Hall-
grimsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, ræða við forsetann,
þremur stundarfjórðungum sfð-
ar Lúðvík Jósepsson, formaður
Alþýðubandalagsins, cða klukk-
an 09.45, þá Benedikt Gröndal,
formaður Alþýðuflokksins,
klukkan 10.30 og loks Ólafur
Jóhannesson, formaður Fram-
sóknarflokksins, klukkan 11.15.
Viðræðurnar við forystumenn
flokkanna eru óformlegar og
könnunarviðræður. Að þeim
loknum mun forsetinn taka
ákvörðun um það hverjum hann
felur tilraun til stjórnarmynd-
unar.
Ljósavatnshreppur:
Sonurinn var kos-
inn í misgripum
fyrir föðurinn...
MIKIL mistök, sem ekki
var tekið eftir í tíma, áttu
sér stað þegar kjörseðill
fyrir hreppsnefndarkosn-
ingar í Ljósavatnshreppi
var prentaður, en þá
misritaðist nafn efsta
manns á öðrum listanum,
þannig að nafn sonar í
stað föður prentaðist.
A seðlinum átti að
standa nafn Baldvins
Baldurssonar, en stóð
Baldur Baldvinsson, en
það er nafn sonar Bald-
vins. Enginn tók eftir
þessu fyrr en langt var
liðið á kosningu og þá var
lítt hægt að gera, og þegar
talið var upp úr kjörköss-
unum, kom í ljós að
Baldur Baldvinsson var
fyrsti maður í hreppsnefn.
Hann hafði aldrei gefið
kost á sér, en faðir hans,
sem hafði í upphafi gefið
kost á sér, var hvergi
nefndur.
ísland og Danmörk gerðu jafntefli í knattspyrnulandsleik á Laugardalsvelli í
gærkvöldi 0:0. Myndin sýnir fyrirliða liðanna, þá Jóhannes Eðvaldsson og Henning
Munk Jensen berjast um knöttinn í leiknum. Nánar á íþróttasíðum á bls. 31, 38
og 39.
Talið líklegt að stór hluti
þorsks sem fékkst í vetur
við Grænland sé íslenzkur
EINS OG Morgunblaðið skýrði
frá í vetur, þá fékkst mjög góður
þorskafli um tíma við V-Græn-
land og eins við A-Grænland.
Margir hér á landi leiddu að því
getum að eitthvað af þorski frá
Islandi hefði slæðst á þessi mið og
væri því meðal ástæðna fyrir
litlum afla við ísland. Nú er
komið í Ijós, að líklegt er að svo
sé að einhverju leyti, og búast
menn við að ef þorskurinn við
Grænland fær að lifa, geti farið
svo að hann sæki á fslandsmið
Framsókn um stjórn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks:
Býðst til að verja stjóm
flokkanna vantrausti
ÞRÍR stjórnmálaflokkar af
fjórum, sem fulltrúa fengu
kjörna á Alþingi, áttu fundi með
sér í gær. Sameiginlegur fundur
miðstjórnar og þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins átti fund, þing-
flokkur Alþýðuflokksins hélt
fund og loks var fundur í
1 ongflokki Framsóknarflokksins.
inn síðastnefndi samþykkti
yktun, þar sem segir að talið sé
lilegt, að Alþýðuflokkur og
Aiþýðubandalag myndi ríkis-
stjórn og þegar málefnasamning-
nr flokkanna liggi fyrir muni
þingflokkur framsóknarmanna
taka til athugunar, hvort hann
geti veitt stjórninni hlutleysi og
verði hana vantrausti. í dag mun
ráðgeröur fundur með alþýðu-
bandalagsmönnum.
Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, kvað fundinn
í gær hafa verið sameiginlegan
fund miðstjórnar flokksins og
þingflokks. Á fundinum voru
viðhorfin í stjórnmálunum eftir
kosningarnar rædd ítarlega með
tilvísun til nýrrar stjórnarmynd-
unar. Engin sérstök ályktun var
samþykkt á fundinum og engin
ákvörðun tekin.
Ólafur Jóhannesson, formaður
Framsóknarflokksins, kvað svo-
hljóðandi ályktun hafa verið
samþykkta samhljóða á þing-
flokitsfundinum í gær:
„Þingflokksfundur framsóknar-
Ákært í manndrápsmáli
RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið
út ákæru á hendur Jennýju
Grettisdóttur fyrir að hafa orðið
Arelíusi Viggósyni að bana í húsi
í Reykjavík í febrúar s.l.
Málið var þingfest í sakadómi
Reykjavíkur fyrir skömmu og
verður væntanlega dæmt 1 því í
haust. Málið munu dæma Halldór
Þorbjörnsson yfirsakadómari og
sakadómararnir Haraidur
Henrysson og Sverrir Einarsson.
Halldór er dómsformaður.
Skattskráin
um 20. júlí
MORGUNBLAÐIÐ haíði
í gær samband við Gest
Steinþórsson skattstjóra
í Reykjavík og spurði
hann hvenær þess væri
að vænta að skattskrá
Reykjavíkur kæmi út.
Sagði Gestur að búast
mætti við að skráin
kæmi út í kringum 20.
júlí eða á svipuðum tíma
og undanfarin ár.
manna haldinn 28. júní ályktar:
Miðað við kosningaúrslit telur
fundurinn eðlilegt, að sigurvegar-
ar kosninganna, Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag, fái tækifæri til
þess nú að mynda ríkisstjórn og
framkvæma þau fyrirheit, sem
þeirgáfu fyrir kosningar um lausn
efnahagsmálanna.
Þegar málefnasamningur
þessara flokka liggur fyrir er
Framhald á bls. 23
þegar hann verður kynþroska
1980—1981. Fiskurinn, sem hvað
mest fékkst af við Grænland, er
af árganginum frá 1973.
Dr. Sigfús Schopka fiskifræð-
ingur sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að þótt fréttir hefðu
borizt um mikla þorskveiði við
Grænland í vetur, væri það
staðreynd að afli á sóknareiningu
hefði ekki aukizt, hias vegar væri
ljóst að af og til hefði afli verið
mjög góður.
„Við rannsóknir danskra fiski-
fræðinga kom í ljós að 75% þess
þorsks, sem þarna fékkst, var af
árgangi frá 1973. Margir hafa velt
því fyrir sér, hvort þessi fiskur sé
frá Islandi, en enn sem komið er
hefur enginn fiskur fengist, sem
merktur er áður frá íslandsmið-
um. Samkvæmt þessu er því
ekkert sem bendir til að þessi
þorskur sé íslenzkur að uppruna.
Hins vegar kom í ljós við
seiðarannsóknir á árinu 1973, að
sá þorskárgangur virtist ætla að
vera ákaflega stór. Á Dohrnbanka
fundum við meira af þorskseiðum
en við höfum nokkurn tíma fundið
þar við seiðarannsóknir. Því er
ekki ólíklegl að þessi seiði hafi
hrakist fyrir straumi yfir að
Framhald á bls. 23
Bankaábyrgð fyrir skreið
ekki enn komin frá Nígeríu
ÞÓ SVO að gengið hafi verið frá
skrciðarsamningum við Nígeríu-
menn um mánaðamótin aprfl-maí
s.l. er ekkert af skreiðinni enn
farið frá landinu.
Bragi Eiríksson forstjóri Sam-
lags skreiðarframleiðenda sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
bankaábyrgðir væru ekki enn
komnar frá Nígeríu og ekki væri
hægt að hugsa um að skipa
skreiðinni út fyrr en þær væru
komnar. Kvað Bragi að ekki væri
ástæða til annars en að ætla að
ábyrgðirnar kæmu bráðlega, en
eins og kunnugt væri tæki sinn
tíma að koma hlutunum í gegnum
kerfið þar.