Morgunblaðið - 30.06.1978, Side 1

Morgunblaðið - 30.06.1978, Side 1
32 SIÐUR 137. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. JERÚSALEM — Reynt að hughreysta eitt fórnarlamba sprengjunnar í Jerúsalem í gær sem banaði tveimur mönnum í verzlunarerindum á útimarkaði í borginni og særði 47. (Símamynd AP) Tveir farast í nýrri sprengingu í Jerúsalem Jerúsalem, 29. júní. AP, Reuter. TVEIR BIÐU bana og 47 særðust þegar sprengju var varpað á útimarkað í Jerúsalem í dag þar sem saman var kominn mikill fjöldi manna að gera innkaup sín. PLO, skæruliðahreyfing Yassirs Arafat hefur lýst sig ábyrga fyrir óda'ðinu og hafi sprengjunni verið komið fyrir til að leggja áherzlu á það markmið PLO að auka átökin við zíonista innan- frá. Sprengjan sprakk við græn- metissöluborð og var svo öflug að lítið steinsteypt hús skammt frá eyðilagðist og margar nærliggj- andi búðir urðu fyrir skemmdum. Sprengingin heyrðist víða vegu í Jerúsalem. Borgarstjórinn í Jerú- salem, Teddy Kollek, fordæmdi þennan verknað harðlega og sagði hann enn eina tilraun til að spilla góðri sambúð Gyðinga og arab- ískra íbúa borgarinnar. Margir voru handteknir og færðir til yfirheyrslu eftir sprenginguna en ekki er vitað hvort lögreglunni tókst að hafa upp á þeim sem komu henni þarna fyrir. Sjö' þeirra sem særðust eru í lífshættu. aIIs hafa 11 manns beðið bana í sprengingum í Jerú- salem það sém af er árinu en 14 sinnum hafa hryðjuverkamenn sprengt sprengjur í borginni í ár. Kollek borgarstjóri sagði þegar hann kom á vettvang að sprengju- tilræðið stæði í sambandi við heimsókn Walter Mondale vara- forseta Bandaríkjanna til Israels, en hann kom þangað í dag. Mondale mun næstu daga eiga viðræður við leiðtoga Israels um á hvern hátt koma megi friðarvið- ræðum við Egypta aftur á skrið. Utanríkisráðherra V-Þýzkalands, Hans-Dietrich Genscher, hefur verið í landinu undanfarna daga sömu erinda. Yassir Arafat 36 drepnir í Líbanon Beirut, 29. júní. Reuter, AP. ILEGRI sinnaðir leiðtogar krist- inna manna sögðu í dag í Beirut að alls hefðu 36 farizt í fjölda- morðum þeim á kaþólskum mönn- um sem framin voru sl. þriðju- dag. Camille Chamoun fyrrum for- seti landsins og leiðtogi frjáls- lynda þjóðarflokksins og Pierre Gemayel leiðtogi falangista sögðu báðir í yfirlýsingum i dag að 38 Framhald á hls. 21 Saka Kambódíumenn um að srera innrás landi hafa látið frá sér fara um átökin milli landanna að undan- förnu og Kambódíumenn hafa enn ekkert sagt um þau. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í dag að frétt Voice of America fréttastof- unnar um að 80 þúsund víet- namskir hermenn berðust nú í Kambódíu væri stórlega orðum aukin og villandi. Dráttarbáts með 7 manns saknað Peterhead, Skotlandi, 29. júní. AP — Reuter. SAKNAÐ ER bandarí.sks dráttarbáts með 7 menn innanborðs sem á laugardag hélt frá Peterhead á Skotlandi áleiðis til Néw Orleans í Bandaríkjunum. Leit hefur engan árangur borið enn sem komið er. Skipið tilkynnti eftir sólarhrings siglingu að vélaröxull hefði brotnað og myndi það snúa til Skotlands. Síðan hefur ekkert til þess spurzt þrátt fyrir leit skipa og Nimrod flugvéla brezka flughersins. Dráttarbáturinn, Taroze Viz- Fulltrúi eigenda skipsins ier hefur í vetur verið notaður sagöi í Peterhead í dag að hann til aðstoðar við olíuboranir í Norðursjó en því verkefni skips- ins var lokið og það því á leið til heimahafnar í Bandaríkjun- um. Skipið er 186 tonn að stærð og hafði hlotið haffærnis- skírteini í Bandaríkjunum í marz sl. Um borð eru fimm Spánverjar og tveir Bandaríkja- menn. gerði sér enn vonir um að skipsmenn hefðu ákveðið að reyna að sigla áfram til New Orleans á aðeins annarri vélinni en jafnvel þótt svo hafi verið er engin skýring fengin á því hvers vegna ekkert hefur heyrzt frá skipinu síðan á sunnudag. Nú er bannað að náða dæmda hryðiuverkamenn á Spáni Bangkok, 29. júní. AP, Reuter. STJÓRN Víetnam bar í dag til baka allar fréttir um að hún hefði gert mikla innrás inn í Kambódíu en sakaði á hinn bóginn Kambódíumenn um að hafa margoft ráðizt inn í Víetnam á undanförnum dögum. Segja Víet- namar að hermenn frá Kambódíu séu nú á stöku stað komnir um 10 kílómetra inn fyrir landamærin og „fremdu þar glæpi gegn víctnömsku þjóðinni.“ Útvarpið í Víetnam sagði í dag að hermenn Víetnama hefðu gert Kambódíumönnum mjög erfitt fyrir, drepið mörg hundruð þeirra, tekið marga til fanga og náð á sitt vald miklu af vopnum. Diplómatískar heimildir í Bang- kok telja að þrátt fyrir þessa yfirlýsingu stjórnar Víetnams sé ljóst að Víetnamar hafi mjög aukið umsvif sín á landamærum ríkjanna og oft farið inn fyrir landamærin undanfarið, þótt erf- itt sé að gera sér grein fyrir því hve umfangsmiklar aðgerðir þeirra innan landamæranna séu. Fréttin í Víetnam útvarpinu er það fyrsta sem stjórnvöld þar í Bilbao, 29. júní. Reuter, AP. SPÆNSKA ríkisstjórnin setti í dag bráðabirgðalög til að hamla gegn aukinni starfsemi hryðju- verkamanna í landinu og eru í þeim ákvæði um þungar refsing- ar fyrir slíka starfsemi. Lögin voru sett aðeins einum degi eftir að hryðjuverkamenn drápu kunn- an blaðamann í Bilbao, sem stjórnin hafði falið að reyna að ná sáttum í deilum aðskilnaðarsinna á NorðurSpáni við stjórn lands- ins. Talið er að ein hreyfing aðskilnaðarsinna hafi myrt blaðamanninn, Jose Maria Portell. I hinum nýju lögum er yfirvöld- um heimilað að hafa grunaða hryðjuverkamenn í haldi í meira en 72 tíma án þe;ss að fá dómsúr- skurð, heimilar eru símahleranir þegar þær geta skipt máli og leyft er að opna póst fólks sem grunað er um hryðjuverkastarfsemi. Þá er einnig akvæði um að ekki sé heimilt að náða fólk sem dæmt hefur verið fyrir hryðjuverk. Ný árás var í dag gerð á lögreglu í Bilbao og var sprengju varpað að jeppabíl lögreglu sem var í eftir- litsferð. Einn lögreglumaður særð- ist. Alls hefur 21 maður beðið bana í hryðjuárásum í héruðum Baska á Norður-Spáni það sem af er árinu en 34 látizt á Spáni öllum af þessum orsökum í ár. í fyrra urðu 30 manns fórnarlömb hryðju- verkamanna á Spáni. Bráðabirgðalög stjórnarinnar eru sett í kjölfar þess að allir stjórnmálaflokkarnir á spænska þinginu höfðu skorað á hana að grípa þegar til viðeigandi ráðstaf- ana til að stöðva hryðjuverkin í landinu. Fundur stjórnarinnar var hald- inn þrátt fyrir að Frakklandsfor- seti, Valery Giscard d’Estaing, sé nú í opinberri heimsókn á Spáni. Ítalía: Samkomulag um forseta? Róm, 29. júní. AP. Réuter ITALSKA þingið kom saman í dag til að velja eftirmann Gio- vanni Leones sem sagði af ser forsetaembætti fyrir tveimur vikum. Enginn frambjóðandi hlaut tilskilda tvo þriðju hluta atkvæða í fyrstu atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag. en nokkrar horfur virtust á því eftir atkvæðagreiðsluna að flokkarnir á þinginu myndu gera alvarlega tilraun til að ná samkomulagi um hæfan frambjóðanda áður en önnur atkvæðagreiðsla fer fram á morgun. Þingflokkar kristilegra demó- krata, kommúnista og sósíalista buðu fram menn úr eigin röðum Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.