Morgunblaðið - 30.06.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978
3
EINS og margolt hefur komið
fram í fjölmiðlum, þá hafa
Portúgalir lagt á það ríka
áhcrzlu að forsenda þess að þcir
héldu áfram að kaupa saltfisk af
Islendingum væri að þeir keyptu
meira af þeim. Vegna þessa hafði
Morgunblaðið samband við
Friðrik Pálsson, framkvæmda-
stjóra hjá Sölusambandi ísi.
fiskframleiðenda og spurði hann
hvort þetta mál hefði eitthvað
blandazt inn í viðræður S.Í.F. við
Portúgali um sölu á saltfiski
þangað.
Friðrik sagði, að S.Í.F. hefði lagt
mikla áherzlu á það hér innan-
lands, að kaup á vörum frá
Portúgal yrðu aukin, en breyting á
viðskiptaháttum frá einum mark-
aði til annars væri ekki gerð í
skjótri svipan. A þessu ári hefði þó
tekizt að beina verulegum
viðskiptum til Portúgal. Byrjað
yrði að kaupa olíu síðar á árinu
þaðan nýlega hefði Landsvirkjun
gert samning við portúgalskt
fyrirtæki vegna Hrauneyjarfoss-
virkjunar, og unníð væri að
samningi um smíði fiskiskipa fyrir
Islendinga í landinu, en Portúgalir
hefðu í samningunum lagt kapp á
þessi atriði.
Þá sagði Friðrik að að sjálfsögðu
hefði viðskiptaráðuneytið, og þá
sérstaklega Þórhallur Ásgeirsson
ráðuneytisstjóri átt stærstan þátt
i þeim árangri sem náðst hefði í
auknum viðskiptum Islands við
Portúgal.
Samband íslenzkra samvinnufélaga:
Heildarveltan 1977 nam
43,4 milliörðum króna
kr., vexti að upphæð 852.0 millj.
kr. og opinber gjöld að upphæð
334.5 millj. kr. Auk þess eru tekjur
utan rekstrarreiknings af sölu
eigna og jöfnunarhlutabréfum 96.9
millj. kr. færðar til höfuðstóls-
reiknings. Lokafærslur á rekstrar-
reikningi eru endurgreiðslur til
kaupfélaga og frystihúsa, 108.7
millj. kr., og minnkun birgðavara
sjóðs 6.4 miilj., svo að eftir þær er
óráðstafaður tekjuafgangur 1.3
milljónir króna, en var 125.6 millj.
kr. árið á undan.
Fjárfestingar Sambandsins í
fasteignum, skipum, vélum og
áhöldum námu samtals 1.222.3
millj. kr. Þar af var varið 495.8
Fufff hús matar
— tekjuafgangur varð 103,6 milljónir króna
IIEILDARVELTA Sambandsins
1977 nam 43.429 millj. króna og
jókst um 14.255 millj. frá árinu á
undan eða 48.9% segir í frétt frá
sambandinu. Veltan skiptist
þannig niður á einstakar deildir>
Búvörudeild 10.020 millj., Sjávar-
afurðadeild 14.916 millj., Inn-
flutningsdeild 8.272 millj., Véla-
deild 3.682 millj., Skipadeild
1.633 millj., Iðnaðardeild 4.829
millj. og smærri starfsgreinar
77.1 millj. Af veltu Sambandsins
var útflutningur 21.5 milljarðar
króna. Þar af var útflutningur
Búvörudeildar 5.3 milljarðar,
Sjávarafurðadeildar 14.2
milljarðar og Iðnaðardcildar 2
milljarðar króna. Jókst útflutn-
ingurinn um 58.7% frá árinu á
undan í krónum talið.
„Hinar miklu hækkanir, sem
fylgdu í kjölfar kjarasamninganna
í júní á síðasta ári, settu svip sinn
á rekstur Sambandsins á árinu,"
segir í fréttinni. „Rekstrar-
kostnaður hækkaði mjög mikið,
eða um 49,3%, en brúttótekjur
jukust aðeins um 38,8%. Þrátt
fyrir þetta tókst að ná hallalaus-
um rekstri, og varð tekjuafgangur
af rekstri Sambandsins fyrir árið
1977 103.6 millj. kr. á móti 376.9
millj. kr. árið 1976. Er þá búið að
taka til greina fyrningar fasta-
fjármuna að upphæð 428.9 millj.
Saltfisksamningamin
Portúgalir
leggja enn
áherzlu á
aukin við-
skipti Is-
lands vi ðbá
millj. kr. til bygginga Holtagarða
og 217,0 millj. kr í fasteignir, vélar
og áhöld hjá Iðnaðardeild.
Fastráðnir starfsmenn Sam-
bandsins voru 1831 í árslok 1977,
en voru 1573 í byrjun ársins.
Starfsmenn á skrifstofum voru
309, verzlunar- og lagaemenn 267,
farmenn 128, iðnaðar- og verka-
menn 1068, og annað starfsfólk
taldist 59. Launagreiðslur Sam-
bandsins á árinu 1977 urðu 2.961.2
milljónir króna á móti 1.897.7
milljónum árið 1976 og jukust þær
um 56% á milli ára. Af þessari
upphæð greiddi Iðnaðardeildin á
Akureyri 1.2 milljarða króna í
vinnulaun á árinu 1977.“
76. aðalfundur SÍS hófst að
Bifröst í Borgarfirði í gær og
sækja fundinn um 100 fulltrúar
frá rösklega 40 sambandsfélögum,
auk stjórnar sambandsins, fram-
kvæmdastjórnar og gesta.
Eysteinn Jónsson formaður Sam-
bandsstjórnar setti fundinn og
flutti skýrslu stjórnar eftir að
hafa minnzt látinna samvinnu-
manna.
Fundarstjóri var kjörinn Hjört-
ur Eldjárn Þórarinsson og Frið-
finnur Ólafsson til vara og fundar-
ritarar Páll Lýðsson og Björn
Teitsson.
Gert er ráð fyrir að fundinum
ljúki síðdegis í dag.
Odýr matarkaup
Nautahamborgari ................. 130- kr. stk.
Folaldahakk .................... 815.- kr. kg.
Nýr svartfugl .................. 300.- kr. stk.
Kálfahryggir ................... 650.- kr. kg.
Saltað folaldakjöt .............. 690- kr. kg.
Reykt folaldakjöt .............. 790- kr. kg.
Nýtt hvalkjöt ................... 530- kr. kg.
Reykt hvalkjöt ................. 690.- kr. kg.
10 Nautahakk ..................2.150- kr. kg.
Saltaöar rúllupylsur ........... 950.- kr. kg.
Beikon í sneiöum ..............2.100.- kr. kg.
Franskar kartöflur, frystar,
tilbúnar beint í ofninn.
Aöeins 970 - kr. kg.
Allar tegundir
af úrvals
nauta-
kjöti
|p Nautasnitchel
||r Skráð verð 5.603 -
Okkar verö 4.600.-
Nautagullasch
Skráð verð 4.310.-
Okkar verö 3.460.-
Nautahakk 1. flokkur
Skráð verö 2.759.-
Okkar verð 2.390.-
Nautaroast
Skráð verð 4.890 - Okkar verö 3.840.”
Nauta T-bonesteik
Skráð verö 2.847-
Okkar verð 2.240.” ^
Nauta grillsteikur
Skráö verö 1.722 - Okkar verö 1.480.”
Nautabógsteikur
Skráö verö 1.722 - Okkar verð 1.480.”
Nautamörbráð
Skráð verö 6.034 - Okkar verö 4.890.”
Ath: Nú verður lokað á
laugardögum í sumar.
Verzlið tímanlega.
Opið föstudaga til kl. 7.
Folaldakjot
Folaldagullasch ....... kr. 2.680
Folaldasnitchel ........kr. 2.888
Folaldamörbrá ......... kr. 2.800
Folaldafillet ..........kr. 2.800
Laugalwk 2. REYKJAViK. simi 3 5o2o