Morgunblaðið - 30.06.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.06.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1978 25 fclk í fréttum + í júní hófust í Prince Edward leikhúsinu í London sýningar á söngleiknum Evita eftir þá Andrew Lloyd Webber og Tim Rice, hinna sömu og sömdu „Jesus Christ Superstar“. Evita fjallar um Evu Peron, er varð forseti í Argentínu að manni sínum látnum 1974. — Popp- söngvarinn frægi David Essex er í hlutverki byltingarleiðtogans „Che Guevara“ og er Essex á þessari mynd í hlutverki sínu. + Danska konungsfjölskyldan Margrét drottning. Henrik prins og synir þeirra prinsarnir Frederik og Joachim heimsótti Færeyjar um síðustu helgi. Var þeim hvarvetna vel fagnað. Mest var tilstandið að sjálísögðu í Þórshöfn. í aðalveizlu heimamanna, færeysku landstjórnarinnar, var dans stiginn fram á nótt. Hér er Margrét drottning í Föroyskum dansur á milli lögþingsmannanna Atla Dam til hægri og Hákonar Djurhuss, til vinstri. + TJng fatafella í Washingtonborg, Kellie Everts að nafni, hefur mjög verið í fréttum amerískra blaða. Hún hefur sagt frá því að hún hafi fengið þá köllun frá Guði að hætta sem félagsráðgjafi og gerast fatafella. Sagði hún þetta hafa gerzt dag nokkurn í júlímánuði á síðastl. ári. — Guð hefur gefið mér sérstakt leyfi til að sýna likama minn, sagði hún. Hér er ungfrúin í búningsherbergi sínu á skemmtistað einum. skammt frá forsetabústaðnum í Washingtonborg. + í maímánuði voru haldin mikil hátíðahöld í Uganda. Idi Amin vildi þá sýna trú sína á jafnrétti kynjanna og bauð hvaða konu sem vildi að koma upp í hring einn mikinn og glíma við sig. Áhorfendum til mikill- ar gleði og hinum 300 punda þeldökka þjóðarleið- toga til mikillar undrunar, sté upp í hringinn íþrótta- kona frá Kenya. Að öllu atgervi minnti hún á Amin. — Tókst nú með þeim atgangur harður sem stóð í fimm mínútur. Þá gekk dómarinn fram og rétti hendur beggja upp. Jafn- tefli. — Því miður er ekki til mynd af átökum þess- um, en þessi er sögð mjög nýleg af Idi Amin. ASllBÆ UNDR AHATTURINN SILFURGRÆNT ILMVATN MELCHIOR UNDRAHATTURINN Asi í Bæ syngur eigin Ijóð og lög í útsetningum Karls Sighvatssonar. Frábær sveifluplata. SILFURGRÆNT ILMVATN Lifandi og frumleg plata með Melchior Óvenjuleg tónlist nýrrar kynslóðar. Bræóraborgarstíg 16 Pósthólf 294 Sími 12923-19156

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.