Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1978 5 LÍFEYRISBÆTUR ALMANNATRYGGINGA BARNALÍFEYRIR MEÐ VIÐMIÐUN VIÐ FRAMFÆRSLUVÍSITÖLU VINSTRI STJÓRN NÚVERANDI STJÓRN Stöplalínuritið. sem hér fylgir. sýnir þróun kaupmáttar barnalífeyris. meðlaga. frá því 1. janúar 1971 til síðustu hækkunar bóta almannatrygginga. Kaupmáttur bótanna sýnir. hvað hann hefur hækkað miðað við hækkun framfærsluvísitölu á þessu tímabili. Línuritinu er skipt í tvennt. Fyrri stöplaröðin sýnir hækkun í tíð vinstri stjórnarinnar, en á því tímabili hækkaði kaupmátturinn um 47%, þar af um 40.2% vegna ákvörðunar viðreisnarstjórnarinnar. sem vinstri stjórnin flýtti um þrjá mánuði. Raunveruleg hækkun vegna ákvarðana vinstri stjórnarinnar er því 6.8%. Síðari stöplaröðin sýnir þróunina í tíð núverandi ríkisstjórnar. Fyrst framan af dalar kaupmátturinn verulega og kemst lægst niður í 119,7% hinn 1. apríl 1976. Síðan hækkar hann og er hæstur 1. desember 1977 og dalar aftur og er nú í 49,7% miðað við 100 hinn 1. janúar 1971. Ilækkun á timabili stjórnarinnar er 1.8%. Kaupmáttur barnalífeyrisins sýnir í raun þróun allra almennra bóta almannatrygginga á þessu tímabili. Fyrir nokkru birti Morgunbíaðið sams konar stöplalínurit yfir ellilífeyri ásamt tekjutryggingu og sýndi þaö lfnurit mun hagstæðari þróun. Jón Sæmundur Sigurjónsson fulltrúi í tryggingaráðuneytinu kvað ástæðuna fyrir þessum mismun vera. að á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar, hafi ellilaun ásamt tekjutryggingu, þ.e.a.s. ellilífeyrir fátækasta gamla fólksins, notið sérstakrar pólitískrar alúðar stjórnvalda og á hækkun lífeyris til þess hafi verið lögð sérstök áherzla. Þar væri um að ræða gamalt fólk. sem engar aðrar tckjur hefði en ellilaunin. Hafsteinn sigldi þessum litla hraðbát sem er aðeins 16 fet umhverfis landið 1966 við annan mann. Þessi stærð er langt undir þeirri stærð sem leyfð verður í væntanlegri keppni. Umhverfís land- ið á hraðbátum ÞANN 9. júlí næstkomandi er fyrirhuguð keppni á hraðbátum umhverfis land- ið og er það sú fyrsta sinnar tegundr Hérlendis. í samtali við Hafstein Sveinsson, formann Snar- fara, félags sportbátaeig- enda, kom fram að 10 bátar væru þegar skráðir til keppni og væru þeir af stærðunum 18—24 fet. Bát- arnir verða ræstir í kverk- inni við Skúlagötu og Sæ- tún klukkan 14.00 og er áætlað að þeir komi aftur til Reykjavíkur milli klukkan 13.00 og 16.00 sunnudaginn 16. júlí. Fyrsti áfangi leiðarinnar er Reykjavík—Vestmannaeyjar og þar verður 2 tíma skylduhvíld. Næsti áfangi er Vestmannaeyj- ar—Hornafjörður og er þar áætl- uð sólarhringshvíld. Þá Höfn —Bakkafjörður þar sem hvílst verður í 2 klst. og eldsneyti tekið. Frá Bakkafirði liggur leiðin til Akureyrar þar sem hlé verður í tvo daga. Næsta áfanga lýkur á' ísafirði og þar næst á Ólafsvík, þar sem sólarhringshlé verður gert. Síðasti áfanginn er síðan frá Ölafsvík til Reykjavíkur. Strangar öryggisreglur verða viðhafðar eins og vera ber, m.á. er skylda að tveir menn séu á hverjum bát, góðir gúmbátar verða að vera með, öruggar talstöðvar o.s.frv. Þessum glæsilcga hraðbáti sigldi formaður Snarfara. Hafsteinn Sveinsson, einn síns liðs yfir Atlantshafið 1970, einn slíkur bátur verður mcð í keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.