Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JULI 1978 Allt frá fóðrinu í skepnurn- ar til fullunninna búvara — TILEFNI Landbúnaðarsýningarinnar er fyrst og freiúst 70 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands en tilgangur sýningarinnar er að sýna stöðu og getu íslensks landbúnaðar í þjóðfélaginu. Við leggjum á það áherzlu öðru fremur að kynna fyrir neytendum hvernig staðið er að framleiðslu landbúnaðarvara, jafnframt því sem við kynnum hinar ýmsu tækninýjungar fyrir bændum, sagði Kjartan Ólafsson, framkvæmdastjóri Landbúnaðar- sýningarinnar, sem haldin verður á Selfossi dagana 11. tii 20. ágúst n.k., er blaðið hitti hann í Gagnfræðaskólanum á Selfossi og leitaði frétta af undirbúningi sýningarinnar. Búvörur kynntar án auglýsinga á einstökum auglýsinga á einstökum vörumerkjum — Á sýningunni verður sér- stök deild, sem ætlað er að sýna þróun landbúnaðar bæði hér á Suðurlandi og landinu öllu. Hinir ýmsu framleiðendur bú- vara ætla á sýningunni að vera með sameiginlega deild þar sem þeir ætla að kynna framleiðslu- vörur sínar en verða ekki með auglýsingaáróður fyrir einstök- um vörumerkjum. I þessari afurðadeild verða þeir t.d. með gamalt eldhús þar sem gamlar matreiðsluaðferðir verða sýndar og annað nýtt eldhús þar sem búvörur verða matreiddar. Sýn- ingargestum gefst einnig kostur á að gæða sér á sýnishornum þessara vara. Framleiðendur verða þarna auk þess með sölu á sérstökum kynningarpökkum. Yfir sýningardagana verða tískusýningar og verða á þeim sýndur fatnaður úr ull og skinnum. Aðspurður um það hvort ekki yrði á sýningunni sýndur vinnu- fatnaður við landbúnaðarstörf, s.s. fatnaður, sem hentaði til fjósverka og annarra gegninga, sagði Kjartan að það hefði ekki enn verið ákveðið. —Alls verður sýningarsvæðið, sem við höfum til umráða, 3,3 hektarar og þar af eru 2,8 hektarar á útisvæði. Sýningin verður í Gagnfræðaskólanum á Selfossi og nýja íþróttahúsinu. Á útisvæðinu erum við búnir að láta reisa tvö stálgrindahús, sem samtals eru 100 fermetrar en í þeim verður aðstaða fyrir þau dýr, sem á sýningunni verða, sagði Kjartan. — Það liggur fyrir að það verði um 50 fyrirtæki og stofnanir, sem verða með sýningardeildir hér á sýningunni. Þetta eru bæði framleiðslu- og þjónustufyrir- tæki landbúnaðarins auk ríkis- stofnana, s.s. Landgræðslan, Skógrækt ríkisins, Veiðimála- stofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Búnaðarfélagið og bændaskólarnir. Sýningar- gestir fá því hér á einum stað yfirlit yfir alla starfsemi tengda landbúnaði. Jaröyrkjubændur setja upp stóra blómasýningu — Það má í raun skipta sýningunni í tvennt því annars vegar verða á henni sýningar- deildir frá framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum land- búnaðarins s.s. mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækjum og véla- innflytjendum og hins vegar verða sýningardeildir, sem sýn- ingarstjórnin setur sjálf upp. Varðandi þær síðast nefndu verða sýningardeildir, þar sem kynna á hluti eins og byggingar og bútækni, þróun landbúnaðar, jarðrækt og heimilisiðnað. Til Kjartan Olafsson Rætt við fram- kvæmda- stjóra landbúnað- arsýningar á Selfossi dagana 11.-20. ágúst ^aHAÐARSu sCOí ^FOSSI 11.-20. ÁGÚST HÝMJÖIK 2 LlTRAR ac t.-ZO.duputfÍ GERILSNEY0D NVMJOLK 2 LlTRAR iMismaa NÝMJÖLK 2 LlTRAR fCÖI VfiQSSI & GERILSNEY00 NVMJÚL 2 LtTRAf Landbúnaðarsýningin verður meðal annars kynnt á mjólkurfern- um. Fernur með bessum áletrunum og teikningum verða settar á markaöinn innan tíöar. landbúnaður byggir framleiðslu sína á. I fyrsta lagi verður sett upp fullkomið fjós með 16 mjólkandi kúm en í þessu fjósi verður sýndur allur nýjastur tækjabúnaður á þessu sviði. í fjósinu verða einnig naut og þá bæði holdanaut og íslensk naut og eitthvað af ungkálfum. — Af hrossum verðum við með tölverðan hóp. Hér verða sýndar 20 bestu hryssur af Suðurlandi og þeim bestu úr þeirra hópi veitt sérstök viður- kenning. Þá verða sýndir þrír stóðhestar og folaldsmeri. Ekki mitt. Verða veitt verðlaun fyrir bestu ritgerðirnar í hverjum flokki á sýningunni. Þá verður í tengslum við sýninguna efnt til happdrættis og er aðalvinning- urinn gæðingur ásamt reiðtygj- um. — Vélainnflytjendur og inn- lendir framleiðendur búvéla koma til með að sýna hér flestar þær búvélar sem notaðar eru af bændum og þá einkum ýmsar nýjungar, sem alltaf eru að koma fram. Meðal þeirra nýj- unga, sem ég veit að verða — Hér má sjá yfir mestan hluta Þess svæðis, sem Landbúnaðarsýningin verður á. Lengst til hægri er stálgrindahús, sem í veröur fjós og hesthús, í miðið er gagnfræðaskólinn og nýja íoróttahúsiö og lengst til vinstri má sjá annað stalgrindahús, sem i veröur sauðfé, alifuglar og svín. Ljósm. Mbl. Kristján. viðbótar þessu má geta þess að garðyrkjubændur og Skógrækt- in verða með sýningardeild þar sem þeir verða með stóra blómasýningu, bæði með af- skornum blómum og pottablóm- um, og garðyrkjusýningu. I þessari deild verður meðal annars sett upp gróðurhús, hér verður heimilismatjurtagarður, fjölbreytt sýnishorn af ýmsum plöntum og trjátegundum og brot af húsagarði. Hlutavelta verður í tengslum við garðyrkju- deildina og eru blóm og græn- meti vinningar. — Umsjón með Heimilis- iðnaðardeildinni hafa Kven- félagasamband Suðuriands og Kvenfélagsamband Vest- ur-Skaftafellssýslu og það er ætlun þeirra að verða þar ekki einungis með sýningu á munum heldur verði þar sýnd vinnu- brögð við ýmsar tegundir heim- ilisiðnaðar. Við ætlum að setja upp vefstól í deildinni, þarna verða rokkar í notkun og ull kembd og spunnin. Setja upp 16 kúa fjós með fullkomnum tækjabúnaði — Á sýningunni verða sýnd nær öll þau húsdýr, er íslenskur Eína sýningardeildin, sem begar er frágengin, er deild Landgræðslu ríkisins, en hún sýnir foksand, sem búið er aö sá melgrasi í, rofabarö og svæði, sem í hefur verið sáö grasfræi en bessi svæði eru rákir í líkingu við Þ*r rákir, sem flugvélar Landgræðslunnar hafa skilið eftir sig víða um land. er enn ráðið hver háttur verður á gæðingasýningum á mótinu en líklegast er þó að gæðingarnir verði eingöngu valdir úr hópi gæðinga á Suðurlandi en ekki landinu í heild. Við erum einnig að leggja drög að því að félagar úr hestamannafélögunum á Suðurlandi heimsæki sýninguna á hestum sínum og verði þá með sérstakar dagskrár. — Sauðfé verður einnig sýnt hér og einnig geitur. Þá verða bæði alifuglar og svín á sýning- unni auk nokkurra fágætra gripa. í þeirri deild þróunarsýn- ingarinnar, sem verður utan dyra, verður hesturinn sýndur í hlutverki þarfasta þjónsins t.d. fyrir hestvögnum og undir heyböggul. Votheysturn úr trefjaplasti — Enn sem komið er höfum við ekki gengið frá dagskrá sýningarinnar í einstökum atriðum. Við höfum þó ákveðið að taka upp þá nýbreytni að hafa á sýningunni ein þrjú torg, sem nota á til sérsýninga, kynninga á sérstökum vörum og varningi, svo og til sýninga á búfé. I vetur efndi sýningin til ritgerðasamkeppni meðal barna í grunnskólum á Suðurlandi og voru ritgerðarefni þrjú: Fyrir- myndarsveitabú, starfsdagur í sveit og uppáhaldshúsdýrið kynntar hér, er ný tegund af votheysturni úr trefjaplasti. Verða sýníngargestir nálægt 100 púsund? — Við sem stöndum að sýn- ingunni leyfum okkur að nefna nokkuð háar tölur, þegar rætt er um hver fjöldi gesta á sýning- unni geti orðið. Þetta byggist fyrst og fremst á þeirri miklu aðsókn, sem hefur verið að fyrri sýningum af þessu tagi. Til dæmir komu 22 þúsund manns á Landbúnaðarsýninguna á Sel- fossi 1958 og á Landbúnaðarsýn- inguna í Reykjavík 1968 komu 92 þúsund manns. Á þær vöru- sýningar, sem haldnar hafa verið síðustu ár, hafa komið milli 60 og 70 þúsund manns og við viljum meina að landbún- aðarsýningar séu fjölbreyttari en hefðbundnar vörusýningar og höfum því nefnt að sýningar- gestir gætu nálgast að verða 100 þúsund. Vilja kynna neytend- um hvernig staðið er að landbúnaðar- framleiðslunni — Búnaðarsamband Suður- lands vill með þessari sýningu, Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.