Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JULÍ 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Mismunandi kosningaréttur Nauösynlegt er aö nýtt þing og ný ríkisstjórn, hvernig sem hún verður saman sett og hvenær, sem hún verður mynduö, geri sér grein fyrir því, aö leiðrétta þarf þaö ranglæti, sem nú ríkir í kosningarétti landsmanna áöur en til nýrra þingkosninga kemur. Þaö er alveg Ijóst, aö kjósendur á suövesturhorni landsins þola það ekki lengur aö hafa ekki nema brot úr atkvæöi kjósenda í öörum landshlutum. Fyrir þingkosningarnar nú heyrðist þaö hvað eftir annaö frá kjósendum í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, aö þeir sæju ekki ástæöu til aö fara á kjörstaö til þess aö eyða því broti úr atkvæði, sem þeir heföu á viö aöra landsmenn. Þetta sjónarmiö er skiljanlegt. Hér ríkir ranglæti, sem þarf að leiörétta áöur en til nýrra kosninga kemur. Þegar kjördæmabreytingin var gerö 1959 lætur nærri, aö hvert atkvæöi í hinum fámennari kjördæmum á landsbyggðinni hafi jafngilt 2'Æ atkvæöi á suðvesturhorni landsins. Rökin fyrir þessu misvægi hafa veriö þau, aö íbúar suövesturhornsins hafi í raun mun betri aöstööu til þess aö hafa áhrif á stjórn landsins en íbúar dreifbýlisins og þess vegna væri eðlilegt aö nokkur mismunur kæmi fram í atkvæðisrétti. Sjálfsagt má enn færa þessi rök fram, þótt mörgum sýnist eðlilegra, aö atkvæðisréttur sé jafn á ísafirði og í Keflavík svo aö daémi séu nefnd. Frá 1959 hefur stööugt sigiö á ógæfuhliöina og mun meiri munur er nú á atkvæöisrétti kjósenda á suðvesturhorninu og í dreifbýlinu en var fyrir tveimur áratugum. Nú er þetta misrétti orðið svo mikiö, aö ekki veröur lengur viö unað. Þess vegna er full ástæöa til, aö í viöræðum um stjórnarmyndun komi jöfnuöur atkvæöisréttar til sögunnar sem eitt af höfuömálum á nýju kjörtímabili og aö stjórnmálaflokkarnir setji sér þaö mark aö koma þessum jöfnuöi á áöur en nýjar þingkosningar fari fram. í raun þýðir ekki fyrir nokkurn flokk aö bjóða kjósendum á suövesturhorni landsins upp á óbreytt ástand í næstu kosningum. Á síöastá þingi var þessu misrétti hreyft undir þinglok af nokkrum þingmönnum fyrst og fremst úr Sjálfstæðisflokknum. Þingmenn annarra flokka sýndu þessu máli takmarkaöan áhuga. Nú er auövitað alveg Ijósþ aö í öllum flokkum eru skiptar skoöanir um þessi mál. Þannig má telja fullvíst, að landsbyggöarþíngmenn *í öllum flokkum séu afar tregir til þess aö fallast á verulega leiðréttingu þessa misréttis, þar sem þeir telji, aö meö því sé verið aö skeröa rétt þeirra umbjóðenda. Þaö er á misskilrringi byggt. Þaö getur ekki verið rétt, aö einn kjósandi á Vestfjörðum hafi atkvæöisrétt á viö fjóra, fimm eöa sex kjósendur í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Hins vegar er mikilvægt, aö þetta mál veröi ekki aö bitbeini milli þingmanna dreifbýlisins og þingmanna þéttbýlis, þar sem það mundi eitra andrúmsloftiö milli dreifbýlis og suðvesturhornsins og það er engum til góðs. í sambandi viö umræöur um jöfnun kosningaréttar milli landshluta er sjálfsagt að taka upp umræður um fleiri skynsamlegar og sanngjarnar breytingar á kosningarétti og, kosningaskipan. Prófkjör eru t.d. orðin srtar þáttur í starfi tveggja stjórnmálaflokka, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, en jafnframt gefur auga leið, að prófkjörin geta þróazt í hættulega átt. Sú spurning vaknar því, hvort hægt er aö leysa þá þörf, sem prófkjörin áttu aö leysa, með öörum hætti t.d. þeim aö gefa kjósendum frjálst val um það, hvernig þeir raöa frambjóöendum á lista þeim, sem þeir kjósa í kosningum. Meö því væri kosningin einnig oröin persónubundin og kjósandinn heföi aö verulegu leyti þann rétt, sem prófkjörin færa honum. Vel má vera, aö einhverjir þeir annmarkar yröu á slíku fyrirkomulagi, aö þaö gæti ekki talizt heppilegt, en enginn þeirra flokka, sem hafa tíökaö prófkjör að undanförnu, getur vikiö sér undan því aö umbóta er þörf í þessari lýðræðislegu leið við val frambjóðenda. Þær umbætur þola ekki biö frekar en leiörétting á því ranglæti, sem nú ríkir í kosningarétti fólks. Væntanlega taka flokkarnir þessi stórmál til meðferðar í þeim viöræöum um stjórnarmyndun, sem ætla veröur að hefjist innan tíðar. Hækkun frítekju- marks tryggingabóta Forseti íslands hefur aö tillögu tryggingamálaráðherra, Matthíasar Bjarnasonar, gefiö út bráðabirgðalög um hækkun frítekjumarks bóta almannatrygginga frá og með 1. júlí 1978. Hækkar frítekjumarkið um 65% frá því sem var. Samkvæmt bráöabirgðalögunum er einstaklingi heimilt að hafa 297.000 krónur í tekjur og hjónum 415.800 krónur án þess aö tekjutrygging skerðist. Tilgangur þessara bráðabirgöalaga er aö tryggja þaö, aö allir peir, sem höfðu tekjutryggingu á s.l. ári, haldi henni óskertri, hafi tekjur þeirra aöeins hækkaö í samræmi við launahækkanir og verölagsbreytingar á viðkomandi tímabili. Smárækja fínnst í Suður-Í shafi DANSKA blaðið Aktuelt hefur nú yfir sumartímann efnt til ljósmyndasamkeppni. sem ail- ir lesendur blaðsins geta tekið þátt í, svo framarlega sem þeir eru ekki atvinnuljósmyndarar. Keppnin er í því fólgin að lesendur senda ljósmyndir til hlaðsins og einu sinni í viku, á sunnudögum. er bezta ljós- mynd vikunnar valin. Verð- laUnin eru Islandsferð fyrir tvo og aukaverðlaun cru.flösk- ur af góðu rauðvíni. Er ekki að efa að mörgum lesendum hef- ur þótt það kynleg ráðstöfun að hafa aðalverðlaun sam- keppninnar ferð til íslands. en 'það er nú einu sinni svo að fyrir útlendinga er ferð til Islands mikið ævintýri. enda fjölgar þeim sífellt ferðamiinn- unum scm leggja leið sína til eylandsins í Norður Atlants- hafinu. HEIN Polley, skipstjóri á rannsóknaskipinu Julius Fock sem er gert út frá Hamborg, og skipshöfn hans komu með góðar fréttir úr átta mánaða ferð sinni um Suður-íshaf fyrir fiskifræðinga í Vest- ur-Þýzkalandi og sérfræð- inga í matvælaráðuneytinu í Bonn. Þeir veiddu mikla smá- rækju, en hún er líklega síðasti vannýtti prótein- forði heimsins. Rækja þessi var undirstöðufæða hvala en líklega má veiða að minnsta kosti fimmtíu milljónir og kannski 100 milljónir tonna árlega án þess að ofbjóða stofninum. Ilein Polley, skipstjóri. með rækjumauk úr Suður íshafs rækju. Ný feldskurd- arstof a opnuð NÝLEGA var opnuð í Ilafnar- stra>ti 17 feldskurðarstofa Egg- erts Jóhannssonar, sem er fyrsti Islendingurinn sein hlýt- ur full réttindi í feldskurði erlendis. Meðeigandi í fyrir- ta-kinu er Jakob Baehmann. sem lokið hefur sveinspróíi í iðninni. Markmið fyrirtækisins er að veita fullkomna þjónustu hverjum þeim. sem vill láta sníða og sauma fyrir sig pelsa eða feldi eftir máli. I fyrirtækinu munu jafnan liggja frammi myndalistar og sýnishorn af hvers konar loð- skinnum, sem gera væntanleg- iim viðskiptavinum kleift að velja sér skinn í þeim gæða- flokki, sem hugur þeirra girnist. Jafnframt mun fyrirtækið framleiða niokkaflíkur fyrir erlendan og innlendan markað, og mun Rammagerðin annast sölu á. þeim innanlands. Þeir Eggert og Jakob ætla að leggja áherzlu á að fylgja tízkunni og að hafa flíkurnar léttar og meðfærilegar. Eggert var fjögur ár í feld- skurðarnámi í Tranás í Svíþjóð, en Tranás er pelsamiðstöð Skandinavíu. Að náminu loknu starfaði hann hjá Mattssons í Málmey og vann meðal annars auglýsingapelsa fyrir hið þekkta skinnafyrirtæki Swakara. Eftir heimkomuna vann Egg- ert með Steinari Júlíussyni þar sem hann kynntist Jakobi Bach- mann. Fyrst um sinn munu þeir vinna tveir við feidskurð og hafa tvær saumakonur sér til aðstoð- ar. Önnur þeirra er kona Egg- erts, en hún er menntuð í Ioðskinnasaum. Erlingur og Jakob á vinnustoíu sinni. Á veggnum hanga úlía- og refaskinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.