Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.07.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ°Í978 31 Víkingar steinlágu ÚRSLITIN í Laugardalnum í gærkvöldi verða að teljast nokk- uð óvænt, en þá lagði KR Víking að velli með einu marki gegn engu í bikarkeppni KSÍ og var sigurinn eítir atvikum sann- gjarn. Leikurinn var engu að síður slakur og dómgæslan jafn- vel verri. Sigurmarkið skoraði Sigurður Indriðason rétt fyrir leikhlé og var það eina virkilega góða færið í þeim hálfleik. Það var ekki fyrr en á 13. mínútu, að fyrsta atlagan var gerð að marki í leiknum, en þá skallaði Róbert Agnarsson laust rétt fram hjá markinu eftir hornspyrnu. Skömmu síðar munaði litlu að Magnús Ingimundárson kæmist í færi, en Diðrik varð fyrri til. Markið kom á 41. mínútu, en þá kom sending frá vinstri, Sigurður Indriðason komst inn fyrir vörn Fylkir tapaði á lokamínútunum FYLKIR úr Árbæ var aðeins fimm mínútur frá því að slá 1. deildar lið Breiðabliks út úr Bikarkeppni KSÍ er liðin léku í gærkveldi á Kópavogsvelli í blíðskaparveðri. Þa' voru þeir Sigurður Halldórsson og Heiðar Breiðfjörð sem tryggðu liði sínu sigurinn með tveimur glæsilegum mörkum á síðustu fimm mínútum leiksins. Fyrsti sigur Breiðabliks í 10 leikjum var staðreynd. Fyrsta mark leiksins kom á 24. mínútu er Hörður Antonsson fékk góða sendingu inn í vítateiginn og' tókst að komast framhjá varnar- manni og skora laglegt mark. Þarna var vörn Blikana illa á verði. Breiðabliksmenn léku oft vel úti á vellinum, en voru linir við að skapa sér marktækifæri sem endranær, það var helst Hákon sem gerði einhvern usla hjá Fylkisvörninni. Breiðabliksmenn voru mun ákveðnari í síðari hálfleik og sóttu svo til látlaust allan hálfleikinn. Var undarlegt hve Fylkir féll saman, hinn ágæti samleikur sem var í fyrri hálfleiknum sást ekki og varnarleikurinn riðlaðist. Ekki létu marktækifærin standa á sér hjá Blikunum, strax á 60. mínútu á Sigurður Halldórsson dauðafæri á markteig en hittir ekki knöttinn. Heiðar Breiðfjörð á hörkuskot úti við stöng sem Ögmundur ver vel. Það er svo loksins á lokamínútun- um sem þessir sömu kappar gera út um leikinn. Knötturinn berst upp hægri kantinn á 85. mínútu og Hákon Gunnarsson sendir knöttinn lag- lega fyrir markið með hjólhesta- spyrnu, beint fyrir fætur Sigurðar Halldórssonar sem spyrnir við- stöðulaust að marki og skorar þversláin inn. Glæsilegt mark hjá Sigurði, enda var honum ákaft fagnað af félögum sínum. Rétt fjórum mín- útum síðar fær Heiðar Breiðfjörð góffa sendingu inn í markateiginn þar sem hann var óvaldaður og skaut hann föstu skoti í bláhorn marksins, illverjandi fyrir ágætan markvörð Fylkis. Fylkismenn máttu bíta í það súra epli að tapa leiknum þarna á síðustu fimm mínútum leiksins. þr. • Hörður Antonsson (t.v.) og Ólafur Friðriksson berjast um boltann { leiknum í gær. Hörður skoraði eina mark Fylkis, en sá hlær best sem síðast hlær, bví að Blikarnir unnu engu að síöur. (Ljósm. RAX). Víkings og skoraði örugglega með þrumuskoti af stuttu færi. Framan af síðari hálfleik virtust Víkingar vera aðeins að sækja í sig veðrið og fékk Helgi Helgason tvívegis færi á að skora án þess að það tækist. Hinsvegar voru það KR-ingar sem voru mun nær því að bæta fleiri mörkum við, er þeir náðu góðum skyndisóknum, þann- ig fékk Sigurður Indriðason tvö mjög góð færi og Björn Pétursson það þriðja, en Diðrik varði tvívegis og þriðja skotið fór himinhátt yfir markið. Víkingar voru afar lélegir að þessu sinni og þeir einu sem stóðu upp úr meðalmennskunni voru Róbert, Adolf og Magnús. Diðrik stóð einnig fyrir sínu. KR-ingar voru jafnir og sterkir, en best var aftasta víglínan, Guðjón, Sigurður, Ottó og Börkur sem hafði góðar gætur á Arnóri allan leikinn. Þá var Sigurður mjög mógnandi í skyndisóknun- um. — gg- • Magnús Guðmundsson, markvörður KR, gómar knöttinn örugglega áður en Arnór Guðjohnsen fær potað í hann. Börkur Yngvarsson er í nágrenninu, en hann var sem skuggi Arnórs allan leikinn. (Ljósm SS). í úrslitin í 9. skipti Akurnesingar lögðu KA/ að velli í bikarkeppni KSÍ á Akranesvelli í gærkvöldi, 3i2, eftir að staðan hafði verið L0 f hálflcik KA í vil. Leikurinn fór fram í bezta veðri en hann var heldur leiðinlegur á að horfa þar sem dómarinn Róbert Jónsson leyfði allt of mikla hörku. Akur- nesingar stefna nú í bikarúrslitin í 9. skipti, en þeir hafa aldrei unnið í fyrri 8 tilraununum! Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur. Bæði liðin misnotuðu tækifæri en á 34. mínútu skoraði KA fyrsta mark leiksins. Markið skoraði Ármann Sverrisson með hörkuskalla eftir hornspyrnu. Matthías Hallgrímsson skoraði mark skömmu síðar en það var dæmt af vegna rangstöðu. I seinni hálfleiknum fóru Skaga- menn smám saman að taka leikinn í sínar hendur og þeir misnotuðu tvö mjög góð marktækifæri áður en Pétur Pétursson fann loksins leiðina í mark KA á 23. mínútu seinni hálfleiks. Jón Alfreðsson tók aukaspyrnu beint á höfuð Péturs, sem skallaði laglega í markið. Á eftir þessu marki fylgdu tvö Skagamörk í viðbót. Fyrst skoraði Matthías Hallgrímsson mark á 25. mínútu eftir að hafa fengið stungubolta inn fyrir KA-vörniha frá Kristni Björnssyni og á 34. mínútu skoraði Kristinn sjálfur með skalla eftir að góð fyrirgjöf hafði komið fyrir markið frá Jóni Áskelssyni. Tveimur mínútum áður hafði Kristinn skotið yfir í dauðafæri. Síðasta mark leiksins kom á 40. mínútu og var það framhald á bls. 18 Stórsigur ÍBV Qskar kastaði kringlunni 60,40 metra ÓSKAR Jakobsson ÍR varð í öðru sæti i kringlukasti á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Stokkhólmi í gærkvöldi. Kast- aði hann kringlunni 60,40 metra. Sigurvegari , varð Bandaríkjamaðurinn Mac Wilkins, kastaði 65,34 mctra, og þriðji varð Erlendur Valdi- marsson ÍR, kastaði 58,36 mctra. Árangur Óskars er sá bezti, sem hann hefur náð erlendis. IBV og þór léku á Akureyri í gærkveldi í Bikarkeppninni og sigraði ÍBV 4 — 1, eftir að hafa haft yfirburði i leiknum. Það voru þó Þórsarar sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 2. mínútu er Sigtryggur Guð- laugsson skaut föstum jarðarbolta' sem hafnaði í marki ÍBV öllum mjög á óvart. Það var svo ekki fyrr en á 43. mínútu leiksins sem Eyjamenn jafna metin með marki Karls Sveinssonar. Staðan í leik- hléi var því 1—1. í síðari hálf- leiknum réðu Eyjamenn lögum og lofum á vellinum og skoruðu þá þrjú mörk til viðbótar. Skoraði Sigurlás tvö og Óskar Valtýsson bætti svo fjórða markinu við rétt fyrir leikslok. SG/ÞR. 3 leikir í bik- arnum í kvöld Bikarkeppni KSÍ heldur áfram í kvöld og fara þá fram 3 leikir. Einherji, Vopnafirði—Víkingur, Ólafsvík. FH—Fram Þróttur, Rvk—ÍBK Leikirnir hefjast allir klukkan átta. Þórunn hlaut silfur og Hermann brons FYRRI hluti 8-landa keppninnar í sundi fór fram í Tel Aviv í ísrael í gær. Ekki var búist fyrirfram við góðum árangri þar sem við mjög margar sterkar sundþjóðir var að etja, Systkinin Þórunn Alfreðs- dóttir og Hermann Alfreðsson komu á óvart, en Þórunn krækti í silfurverðlaun í 200 metra flug- sundi og Hermann krækti í bronsverðlaun í 100 metra bringu- sundi. Auk Islands taka þátt í keppninni landslið Isrels, Belgíu, Wales, Noregs, Skotlands, Spánar og Sviss. Aranxur íslrn/ku krppondanna varð sem hér scKÍr. í sviga er röðin í sundinu. 100 metra skriðstund karla> Bjarni Bjlirnsson 56,51(7). 200 metra baksund karla. Huió Harðarson 2,23,42(8). 100 metra skriðsund kvenna. Guðný Guðjðnsdðttir 1.04,5(8) 200 metra baksnnd kvenna. Þðrunn Iléðinsdóttir 2,43,04(8) 100 metra bringusund karla. Hermann Allreðsson 1,11,17(3). 100 metra bringusund kvenna. Sonja Hreiðarsdóttir 1,21,17(6). 200 metra flugsund karla. Axel Alfreðsson 2,24,62(8). 200 metra flugsund kvenna. Þórunn Alfreðsdðttir 12,23,86(2). 400 metra skriðsund karla. Bjarni Björnsson 4,18.76(6) 400 metra skriðsund kvcnna. Ólöf HjíKertsdóttir 4,55,54(8). 4x100 metra boðsund kvonna. ísland 4,52,07(8) 4x100 metra boðsund karla. ísland 4.23.64(8). Staðan eftir fyrri dag keppninn- ar er sú að Noregur hefur 90 stig, Spánn 88, Belgía 74, Sviss 68, ísrael 62, Wales 60, Skotland 46, Island 30. Keppninni verður fram- haldið í dag. • Landsliðspjálfararnir í knattspyrnu, Tony Knapp fyrrvorandi og Jouri lljechew, núverandi, hittust óvænt á Laugardalsvellinum í gærkveldi er báöir horfðu á leik Víkings og KR. Er sá fyrrnefndi hér á landi staddur í stuttu leyfi. Á milli peirra má sjá Árna Þorgrímsson, landsliðsnefndar- mann. (Ljósm. SS)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.