Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978 3 Halldór E. Sigurðsson tekur fyrstu skóflustungu að jarðstöðinni við Úlfarsfell. Jardstöd fyrir gervihnattafjar- skipti á næsta ári Kostar 1.350 milljónir króna FYRSTA skóflustungan að jarð- stöð fyrir gervihnattafjarskipti var tekin í gær, og mun stöðin rísa við Úlfarsfell í Mosfellssveit. Viðstaddir athöfnina vor m.a. Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, Jón Skúlason, póst- og_ sfmamálastjóri og Matthías Á. Mathiesen, fjármála- ráðherra. Samgönguráðherra flutti ræðu eftir að hann hafði tekið fyrstu skóflustunguna og sagði þá m.a.i „Ég hefi nú lokið við að taka fyrstu skóflustung- una að jarðstöð póst- og síma- málastofnunarinnar og er þar með hafið það verk að byggja fyrstu gervihnattafjarskiptastöð á íslandi og er þettta merkur áfangi í fjarskiptasögunni.“ Hall- dór sagði einnig í lokini „Ég gleðst yfir því að póst og síma- málastofnunin skuli leggja síð- asta streng í sjáifstæði þjóðarinnar.“ í byrjun júní 1976 tilkynnti samgönguráðherra þá stefnu ís- lenskra stjórnvalda að koma á sambandi við umheiminn um jarðstöð og gervihnött sem fyrst. I janúar 1975 fullgilti Alþingi samning um eignaraðild Islands að alþjóðastofnun fjarskipta, INTELSAT, sem undirritaður hafði verið í Washington í febrúar 1972. Samgönguráðherra skipaði einnig nefnd er tæki upp viðræður við Mikla norræna ritsímafélagið í Kaupmannahöfn um hugsanlega samvinnu um rekstur jarðstöðvar til loka einkaleyfistíma félagsins Framhald á bls. 19 Engey með heimsmet - seldi fyrir 60 milljónir kr.; segir Sigurður Brynjólfsson skipstjóri Ný bók um borgar- og skipulagsmál KOMIN er út bók með greinum um skipulags- og borgarmál eftir Trausta Valsson arkitekt. Flestar greinanna hafa birzt í dagblöðum og tímaritum á undanförnum árum, en einnig birtast í ritinu greinargerðir með skipulagstillög- um, sem höfundurinn hefur unnið að. Með öllum greinunum eru ljósmyndir og uppdrættir til nánari skýringar á efninu. Efni flestra greinanna fjalla um málefni er varða þróun skipulags- og borgarmála í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu í heild. Mun þetta vera eina ritið, sem út hefur komið um þessa málaflokka á seinni árum. Bókin er 63 blaðsíður að stærð og er gefin út í A-4 broti. (Fréttatilkynning) „Þótt tölurnar séu háar þegar selt er erlendis. þá tel ég heppilegra og æskilegra að landa aflanum heima. Bæði skapar það mciri vinnu og verðmæti fyrir þjóðarbúið og cins rúnast mikið af brúttó- verðmæti þegar siglt er út og nokkur tími fer 1 siglingar fram og til baka,“ sagði Sigurð- ur H. Brynjólfsson. skipstjóri á Engey RE 1, en Engey setti heimsmet í fisksölu í Hull í Bretlandi í gærmorgun. seldi fyrir 121,480 pund eða 60.5 millj. kr. Engey var alls með 275,2 lestir og meðalverð á kfló var kr. 220. Meðalverð er ekki mjög hátt miðað við það sem oft hefur fengist í sumar og haust, en magnið hinsvegar því meira. Eldra sölumetið í heim- inum átti skuttogarinn Ögri — systurskip Engeyjar — en fyrir einu og hálfu ári seldi Ögri í Þýzkalandi fyrir upphæð sem svarar 116 þús. pundum. Það var einnig íslenzkur togari sem átti fyrir hæstu sölu í Bret- landi, en Júní GK seldi fyrir um það bil 4 vikum í Hull fyrir 103 þús. sterlingspund. í samtalinu við Morgunblaðið sagði Sigurður Brynjólfsson að hann hefði tekið sér frí þegar togarinn var búinn á veiðum og Eiður Jóhannesson stýrimaður hefði siglt togaranum út. mót, sem hefst í Noregi á næst- unni og eins á tvö skákmót í Englandi. Engey RE 1 kom til Reykjavíkur fyrir 4 árum, en skipið er smfðað í Póllandi og er skuttogari af stærri gerð. „Aflinn sem Engey var með, var svo til allt þorskur, nema hvað í honuih voru ca. 20 tonn af ufsa og 2—3 tonn af karfa. Við fengum þetta á Stranda- grunni, en þar hafa margir togarar verið að veiðum síðustu vikur og daga,“ sagði Sigurður. Hann sagði að fiskurinn á þessum slóðum væri góður og í síðustu túrum hefði 74—78% flokkazt í stórt. Kvað hann veiðiferðina sjálfa hafa tekið 12 daga, frá því farið var úr höfn og þar til komið var í höfn á ný, en mest allur aflinn hefði fengizt á 6 dögum. „Það er eitt ár síðan ég tók við skipstjórn á Engey, en annars er ég búinn að véra til sjós allt mitt líf eða svo til. Um tíma var ég sjálfur í útgerð, en þar á undan starfaði ég einnig hjá Einari Sigurðssyni en hann var aðaleigandi ísfells h.f. sem á Engey,“ sagði Sigurður að lokum. Skákmótið í Esbjerg: Guðmundur Sigurjóns- son varð í öðru sæti Viðstaddir klöppuðu er ráðherrann hafði tekið fyrstu skóflustunguna. GUÐMUNDUR Sigurjónsson stórmeistari hafnaði í öðru sæti á alþjóðaskákmótinu í Esbjerg í Danmörku sem lauk nú um helgina. Efstur á mótinu varð Larsen með 11 vinninga af 13, Guðmundur annar með 9 vinn- Ingvar Gíslason alþingismaður: Fréttamafían virdir ekki útvarpslögin f rekar en f jandinn 10 boðorð guðs „VILMUNDUR neitar að svara spurningum um heimildar- menn sína“ nefnist grein eftir Ingvar Gíslason aiþingismann, sem birtist í Tímanum í gær, og ber hún undirfyrirsögni „Enn fáein orð um íréttamafíu.“ Ingvar segist þar hafa skrif- að fyrri greinar sínar tvær um þessi efni fyrst og fremst sem Ingvar Glslason, alþlnglsmaöur. * ' *< Vilmundur neitar ao Tll flokksmanna mlnna FrátUmaflan of 3. p útvarpala«a Vllmundur neiur svara spurningum um heimildarmenn sína Ti Enn tiein oro um “ fréttamaflu áminningu til flokksmanna sinna og segist hafa viljað opna augu þeirra fyrir „nöktum staðreyndum um stöðu flokks- ins um þessar mundir eftir að fréttamafian í landinu hefur barið á flokknum svo árum skiptir án þess að snúist væri verulega til varnar, t.a.m. í Tímanum, hvað þá á hinum halsaða velli sjálfrar fréttamaf- íunnar, sem er síðdegisblöðin og ríkisfjölmiðlarnir.“ í grein sinni segir Ingvar SVOi „Vissulega var meira í þessum stuttu greinum mínum en upp- byggilegt lestrarefni handa framsóknarfólki. Þær höfðu að geyma efnistatriði, sem eiga erindi við alla íslendinga, allt hugsandi fólki í landinu, hvar í flokki sem það stendur. Framhald á bls. 19 inga og 1 þriðja sæti var finnski stórmeistarinn Westerinen með 8 vinninga. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Guðmundur að hann væri nokkuð aænægður með þann árangur sem hann hefði náð á þessu móti. „Ég tapaði í fyrstu umferð á móti Mestell frá Englandi, en eftir það tapaði ég ekki skák og ég held að ég hafi teflt frekar vel nema í þessari einu skák. Á móti Larsen náði ég jafntefli. Sú skák varð mjög skemmtil^g og spennandi og gekk á ýmsu hjá okkur báðum, en að lokum sættumst við á jafntefli þegar skákin átti að fara í bið. Það var athyglisvert að Larsen vann alla landa sína enda er það svo að danskir skákmenn virðast hafa mikla minnimáttarkennd gagnvart Larsen," sagði Guð- mundur. Eins og fyrr segir, þá hafnaði Westerinen í 3. sæti á mótinu með 8 vinninga, 4. varð Mestell með 7% vinning og í 5.-6. sæti komu Florindoz og Daninn Sloth með 7 vinninga. Sagði Guðmundur að Sloth yrði líklega næsti heims- meistari í bréfskák, ætti aðeins eftir að tefla eina skák til að ná titlinum, sem reyndar blasti við. „Slóth er annar stórmeistari Dana, — stórmeistari í bréfskák — og það var athyglisvert við hann, að hann var alltaf í tímahraki. Það er kannski ekki svo undarlegt, að þegar hann teflir í bréfskák hefur hann kannski heilu dagana til að hugsa sig um,“ sagði Guðmundur. Að sögn Guðmundar þá er ekki afráðið hvað nú tekur við, en honum hefur verið boðið á skák- „Þótt tölurnar séu háar, þá tel ég heppi- legra að landa heima”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.