Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978 r Atroðsla Sovétskipa bitnar á flotaæfingu Ósló 25. júlí. AP. AÐEINS íjögur norsk herskip tóku þátt í venjubundnum flotaæfingum NATO, sem hófust í dag, í stað sex. eins og fyrirhugað var, vegna aukins eftirlits við norðurströnd Noregs sökum vaxandi landhelgisbrota sovézkra flutningaskipa sem engin skýring hefur fengizt á. Herskip frá sjö löndum taka þátt í æfingunum sem standa í eina viku og fara fram undan ströndum Norður-Noregs þar sem að minnsta kosti átta sovézk skip og eitt austur-þýzkt hafa siglt inn í norska landhelgi á undanförnum vikum. Yfirmaður æfingaflota NATO, Gordon L. Edwards flotaforingi, sagði að fækkun norsku herskip- anna á æfingunum myndi ekki hafa áhrif á þær. Ekkert hinna erlendu herskipa tekur þátt í varúðarráðstöfunum Norðmanna gegn hugsanlegum endurteknum yfirgangi sovézkra skipa við Noreg. Sum norsk blöð leiddu getum að því í dag að Rússar kunni að hafa reynt að tengja búnað við eftirlits- og hlustunarkefi það sem NATO notar tii að fylgjast með siglingum á norðurvæng NATO. Sovézka rannsóknarskipið Zarya var í gær rekið úr norskri landhelgi þar sem yfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að beiðni þess um aðstoð væri ekki á rökum reist. Zarya sigldi inn í Listafjörð og bað um aðstoð hafnsögumanns. Skipstjórinn á sovézka skipinu tilkynnti að hann yrði að sigla inn í norska landhelgi vegna leka sem hefði komið að skipinu. Hann neitaði hins vegar að tilkynna ákvörðunarstað skipsins og sagði seinna að hann þyrfti að leita hafnar vegna vélarbilunar en ekki leka. Seinna kastaði skipið akkerum í Kvellandsgrunden fyrir utan Lista og norski sjóherinn sendi varðbát til sovézka skipsins. Hvorki sjó- herinn né lögreglan, sem seinna rannsakaði skipið, töldu skipstjór- ann hafa nógu ríka ástæðu til að varpa akkerum og skipið var tafarlaust rekið úr norskri land- helgi. Talsmaður suðurstjórnar sjó- hersins í Kristiansand sagði að eina bilunin sem hann hefði séð hefði verið smáleki sem hefði varla átt að koma að sök. „Að því er við vitum bezt er þetta í fyrsta skipti sem við höfum getað rekið óboðinn gest svo fljótt" sagði talsmaður- Veður víða um heim Amsterdam Apena Berlín Brússel Chicago Frankfurt Gonf Helsinki Jóhannesarb. 20 30 24 18 26 27 24 22 19 Kaupmannahötn 23 Lissabon 33 London 22 haiðaklrt hoiösklrt skýjað sólskin skýjaó heióskírt oóiskin aólskin sólskin rigning sólskin heióskírt Los Angeles Madríd Malaga Miami Moskva New York Ósló Palma, Mallorca París Reykjavík Róm Stokkhólmur Tel Aviv Tokyó Vancouver Vínarborg 29 skýjaó 36 sólskín 28 heióskírt 30 skýjaó 16 rigning 28 skýjaö 22 skýjaó 30 heióskírt 22 sólskin 13 skýjaó 26 sólskin 22 skýjaó 28 heióaklrt 33 heióskírt 23 sólskin 23 sólskin Gosbrunnar eru meöal íárra staða sem íbúar New York-borgar geta kælt sig í i þeim mikiu hitum sem nú eru og gert er ráð fyrir að framhald verði á. í Danmörku er júlímánuður á hinn bóginn sá kaldasti sem um getur síðan mælingar hófust íyrir rúmum hundrað árum að sögn hlaðsins BT. Fá andófsmenn Nóbelsverðlaun? Bonn 25. júlí. Reuter. SEXTÍU vestur-þýzkir hægriþingmenn, þeirra á meðal Franz-Jósef Strauss, lögðu til í dag í bréfi til norsku Nóbel-nefndarinnar að friðarverðlaun Nóbels yrðu veitt andófsmönnum í Sovétríkjunum. Jimmy Carter. Hass bannað íHvítahúsinu Washington 24. júlí — AP JIMMY Carter forseti hefur sagt starfsmönnum sínum að þeir verði að fordast hassneyzlu og neyzlu annarra ólöglegra lyfja eða leita sér að atvinnu annars staðar að öðrum kosti. Skipun Carter fyigir í kjölfar yfirlýsingar Peter Bourne, ráðu- nautar forsctans í eiturlyfjamáium er sagði af sér, þess efnis að veruleg hassneyzla ætti sér stað í Hvíta húsinu og nokkur kókaínneyzla. Bourne sagði af sér þegar hann hafði verið staðinn að því að skrifa vafasaman lyfseðil handa einum starfsmanna Hvíta hússins. Carter hefur lýst því yfir að hann sé fylgjandi því að refsingar fyrir að hafa undir höndum lítið eitt af hassi til eigin nota verði lagðar niður. En hann er hins vegar ekki fylgjandi því að hassnevzla verði lögleidd. Howard Baker leiðtogi repúblik- ana í öldungadeildinni hefur hvatt til þess að íyrirskipuð verði rann- sókn á þeirri staðhæfingu Bournes að starfsmen Hvíta hússins neyti hass og kókaíns. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Jody Powell, sagði að forsetinn hefði ekki í hyggju að fyrirskipa slíka rann- sókn. Að kosningum loknum óskaði Banzer (vinstra megin) sigurvegaranum Pereda til hamingju með sigurinn, en Pereda neyddi Banzer síðan til að segja af sér. Banzer steypt í valdatiðíu 186 ENDt VAR bundinn á hundrað áttugustu og sjöttu stjórnar- byltingu í Suður-Ameríkurík- inu Bólivíu með því að Hugo Banzer Suarez. hershöfðingi, neyddist il að segja af sér vöidum. Ekki eru liðin nema hundrað tuttugu og þrjú ár síðan riki þetta í Andesf jöilum kom til sögunnar. Banzer ávarpaði fréttamenn í geðshæringu fyrir framan hljóðnema og ljósmyndavélar og sagði: „Sú stund er runnin upp að ég hætti. Það er trú mín að ég hafi gert skyldu mína.“ Því næst afsalaði hann sér stöðu þjóðarleiðtoga í hendur þriggja yfirmanna hersins. Ekki voru liðnar nema þrjár stundir unz Bólivía átti öðrum foringja á að skipa. Sá var Juan Pereda Asbun, fjörutíu og tveggja ára gamall yfirmaður flugflotans og ráðherra innanríkismála fram í desember síðastliðinn. Hershöfðinginn Banzer, sonur auðugs landeiganda í Santa Cruz af þýzkum ættum, hafði sjálfur hafizt til valda með stjórnarbyltingu árið 1964. í október 1970 áttu sér stað hvorki meira né minna en þrjár stjórnarbyltingar á einum sól- arhring. Lauk þeirri síðustu með því að vinstrisinnaður hershöfð- ingi, Juan Torres, hrifsaði völd. Banzer, sem engan flokk átti að um þær mundir, gerði þá misheppnaða tilraun til gagn- byltingar hægrimanna og þótti fótur sinn fegurstur að sleppa til Argentínu. Þann 12. ágúst 1971 skaut Banzer aftur upp kollinum í heimaborg sinni Santa Cruz, og heimti stjórntaumana aftur í sínar hendur eftir átök, sem kostuðu 126 manns lífið. Daginn eftir atburðinn var hann lýstur forseti. En það var einnig í Santa Cruz, sem arftaki Banzers, Pereda hóf að klífa tindinn. I raun réttri hafði Banzer dregið sig í hlé þann 6. ágúst og lýst yfir að hann vildi setja á stofn borgaralega stjórn undir for- ystu skjólstæðings síns, Pereda. Það var í þessu augnamiði sem Banzer ákvað að efna til kosn- inga 9. júlí. Eins og gert hafði verið ráð fyrir fór Pereda þar með sigur af hólmi. Það óvænta gerðist þá að óháður dómstóll lýsti úrslitin ógild. Greip Pereda þá til þess ráðs að afsala sér kjörfylginu og tryggja sér völdin með öðrum brögðum — með enn einni stjórnbyltingu. (Úr Welt am Sonntag) Níu miUjónir einangruðust Nýju Delhi, 24. júlí — AP RÚMLEGA níu milljónir manna hafa einangrazt eða fiosnað upp frá heimilum og að minnsta kosti 122 hafa beðið bana vegna flóða á stóru svæði er nær Callaghan fer halloka á þingi London 25. júlí. Reuter. STJÓRN brezka Verkamanna- fhtkksins beið ósigur á þingi í nótt í hinni fyrstu af þremur mikilvægum atkvæðagreiðslum sem fara fram i þessari viku. Frumvarp stjórnarinnar um að hrundið verði í framkvæmd um- deildri áætlun hennar um vernd- un réitinda hafnarverkamanna var fellt með 301 atkvæði gegn 291. Allir flokkar aðrir en Verka- mannaflokkurinn, sem eiga full- trúa á þingi, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Frjálslyndi flokkurinn hefur heitið stjórn James Callaghans forsætisráðherra stuðningi í ann- arri mikilvægri atkvæðagreiðslu um þá stefnu hans að takmarka kauphækkanir á næsta ári við fimm af hundraði. Þar sem frjálslyndir hyggjast styðja stjórnina í þessari atkvæða- greiðslu er líklegt að hún sigri í henni. En stjórnin horfist í augu við ósigur í atkvæðagreiðslu sem fer fram á fimmtudag um frum- varp um takmörkun arðs sem hluthafar einkafyrirtækja fá greiddan. Atkvæðagreiðs|urnar sýna fram á veika stöðu stjórnarinnar á þingi og stjómmálasérfræðingar eru þeirrar skoðunar að á því leiki lítill vafi að almennar þingkosn- ingar verði haldnar í hauSt. Callaghan yfir íimm ríki á Norð- ur-Indlandi að sögn ind- versku fréttastofunnar UNI. Harðast hefur orðið úti ríkið Biha: fátækasta ríki Indlands, þar sem Gangesíljót ög um sex mi íni ár hafa flæt.t ýfir bakka sína og fært 2.031 þorp í kaf. Þar við bætist að þrír hafa dáið úr kóleru í Bihar. Uppskerutjón af vöidum flóð- anna í Bihar og grannríkinu Uttar Pradesh er áætlað 21 milljón dollara. Sjötíu eru sagðir hafa farizt í flóðum í austurhluta Pradesh þar sem Ganges og þverár hennar flæddu einnig yfir bakka sína eftir miida úrksmu í fimm daga. í ríkinu Rajasthan ,á Vest- ur-Indlandi, sem er eyðimörk mikinn hluta ársins, var hálf milljón manna flutt frá heimilum sínum og varað var víð hættu á drepsóttum. Plóð herjuðu einnig á nokkrum stööum í ríkjunum Punjab og Madhya Pradesh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.