Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978 Garðar Sigurgeirsson, bæjarstjóri: Um Hafnarfjarðarveg og aðra þjóðvegi í Garðabæ í Mbl. og Dagbl. 22. þ.m. ritar Jón B. Sigurðsson, nágranni minn, langar greinar um þjóð- vegi í Garðabæ. Hann er býsna stóryrtur og lætur íúkyrðin óspart fjúka til fyrrverandi og núverandi bæjaríulltrúa sjálf- stæðismanna í Garðabæ. Virðist Jón þeirra skoðunar, að þessi hópur sé samansafn óþokka, sem hafi það að leiðarljósi að vinna gegn hagsmunum Garðbæinga. Læt ég Jón einan um skítkastið, en harma að skrif hans skuli ekki vera vandaðri, því þjóðvegamálin í Garðabæ verðskulda málefna- lega umræðu, nú sem fyrr. Aðalforsenda skrifa J.B.S. er röng Tilefni skrifa sinna í Mbl. segir Jón þá „ákvörðun fyrrverandi bæjarstjórnar í Garðabæ að óska eftir því við skipulagsyfirvöid og vegagerð ríkisins, að Hafnar- fjarðarvegur verði breikkaður í fjórar akreinar eins ög hann liggur nú í gegnum byggðina í Garðabæ", og segir núverandi bæjarstjórn hafa staðfest þessa ákvörðun. Þessi staðhæfing Jóns, tilefni skrifa hans, er alröng eins og margt annað í skrifum hans, sem ég þreyti lesendur ekki með því að elta, nema í stærstu atriðum. Tillögur bæjar- fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins eru niðurstöður borgarafundar um málið Staðreyndin er sú, að mörg undanfarin ár hefur bæjarstjórn Garða og Garðbæingar allir óskað eftir því, að næsti áfangi í þjóðvegágerð í Garðabæ verði að ljúka lagningu þess 6—7 km. kafla, sem vantar í Reykjanes- braut á milli Breiðholts og Kefla- víkurvegar við Þórsberg og er staðfestur í skipulagi. Jafnframt hafa Garðbæingar óskaö eftir þvi, að lágmarksúrbætur verði gerðar á Hafnarfjarðarvegi til þess að auka þar öryggi gangandi og akandi vegfarenda. Þarna er sérstaklega átt við uppsetningu umferðarljósa við Vífilsstaðaveg og Lyngás, ráðstafanir vegna gangandi vegfarenda við Arnar- ness- og Hraunsholtslæk, afmörk- un vegarins á milli Vífilsstaðaveg- ar og Lyngáss, fækkun tenginga á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ og breikkun hans við áðurnefnd tvenn gatnamót. Bæjarstjórnin hefur aldrei óskað eftir þeirri breikkun vegar- ins sem vegagerðin vill nú ráðast í. Vegagerðin og bæjarstjórn eru hins vegar smmála um, að nauð- synlegt sé, að Arnarnesvegur verði lagður á kafla, austan Hafnar- fjarðarvegar, þannig að beina megi umferð úr Garðabæ eftir svonefndri Bæjarbraut á núver- andi Hafnarfjarðarveg á Arnar- neshæð, þar sem ráðgerð er brúartenging. Með þessu myndi létta verulegri umferð af gatna- mótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar og Hafnar- fjarðarvegi fyrir neðan Silfurtún. Með þessum einföldu aðgerðum má létta mjög verulegri umferð af Hafnarfjarðarvegi, sunnan Arnarness, ef lokið verður lagn- ingu áðurnefnds 6—7 km. kafla í Reykjanesbraut vestan Vífilsstaða. Er skynsamlegt að stefna allri um- ferðinni í hnút hjá nýja miðbænum við Kringlu- mýrarbraut? Eins og sést á uppdrættinum er Reykjanesbrautin hin augljósa og eðlilega tenging á milli Suður- nesja, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs við Sundahöfn, nýrri byggðasvæðin í Reykjavík, svo og Vestur- og Suðurlandsveg. Á milli þessara svæða er mikil umferð vöruflutninga, malarflutninga og vinnuvéla, auk fólksbíla. Þetta ætti öllum að vera ljóst, og þróun höfuðborgarsvæðisins stefnir nán- ast öll í austurátt á næstu árum. Vegagerðin viðurkennir, að Reykjanesbrautinni verði nauð- synlega að ljúka og að um leið og hún opnist, verði hún einn fjöl- farnasti þjóðvegur landsins. Það er því óskiljanleg þráhyggja stjórnvalda að einblína stöðugt á að ryðja allri umferðinni um vesturhluta Garðabæjar til þess að hleypa henni í hnút á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, þar sem hafnar eru meiriháttar framkvæmdir, sem munu enn stórauka umferðar- vandann á þessum gatnamótum. Breikkun Hafnar- fjarðarvegar leysir ekki vanda Suðurnesjamanna. Eru sjóðir vega- gerðarinnar svona digrir? Garðbæingar eru mjög óánægð- ir með stefnu stjórnvalda í þjóð- vegagerð um bæinn. Er næsta furðulegt, að íbúar Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins skuli ekki sjá þá vitleysu, sem í er stefnt svo og þá sóun á almannafé, sem því fylgir að ætla nú að eyða hundruð- um milljóna króna í Hafnar- fjarðarveginn, sem forráðamönn- um vegagerðarinnar er alveg ljóst að leysir mjög takmarkaðan vanda, þótt minniháttar lagfær- ingar séu þarna nauðsynlegar. Skodanir f ulltrúa S jálf stædisflokksins í s veit- arst jórn Garðbæ jar varðandi þjóðvegi í Garðabæ 1. Lagningu Reykjanesbraut- ar verði lokið án tafar. Þarna er um að ræða 6—7 km vegarkafla á mii.'í Breiðholts og Keflavíkur- vegar við Þórsberg. 2. Minniháttar lagfæringar verði strax gerðar á Hafnar- fjarðarvegi um Garðabæ til þess að bæta þar umferðaröryggi. Þarna er sérstaklega átt við uppsetningu umferðarljósa við Vífilsstaðaveg og Lyngás, ráð- stafanir vegna gangandi vegfar- enda við Arnarness- og Hrauns- holtslæk, afmörkun vegarins á milli Vífilsstaðavegar og Lyng- áss, fækkun tenginga við Hafn- arfjarðarveginn á þessu svæði og breikkun hans við áðurnefnd tvenn gatnamót. 3. Umferð verði létt af gatna- mótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar (og þar með veginum neðan Silfurtúns) með tengingu Bæjarbrautar við Arn- arnesveg og Hafnarfjarðarveg á Arnarneshæð. 4. „Sjávarbraut" með tenginu út á Álftanes verði lögð síðar, vegna væntanlegrar byggðar þar. (Aðalskipulag Garðabæjar gerir ekki ráð fyrir byggðaaukn- ingu þarna fyrr en undir alda- mót, en einhver íbúafjölgun verður fyrr í Bessastaðahreppi). 5. Hugmyndir vegagerðarinn- ar um framkvæmdir á Hafnar- fjarðarvegi ganga lengra en bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins teija nauðsynlegt. Vegagerðin hefur þó fallið frá því, að vegurinn verði hraðbraut eins og fyrri tillögur hennar gerðu ráð fyrir, en Garðbæingar höfnuðu sem einn maður. Framkvaemdir þær, sem vega- gerðin vill ráðast í (og fjárveit- ing er aðeins fyrir að hluta á þessu ári), auka tvímælalaust umferðaröryggið á veginum, sem er orðið óþolandi, með umferðaróhöppum 4. hvern dag. Svona umfangsmiklar fram- kvæmdir álíta bæjarfulltrúarnir ónauðsynlegar þarna og sóun á fjármunum, sem væri betur varið til framkvæmda í Reykja- nesbraut. 6. Sé það óhagganleg ætlan stjórnvalda að setja Garðbæing- um þá afarkosti í þjóðvegamál- um í bænum að a) framkvæma kynntar aðgerð- ir á Hafnarfjarðarvegi. b) leggja „sjávarbraut" með tengingu í Engidal (fram- kvæmd, sem enginn ákvörð- unaraðili hefur fallist á) c) gera ekkert. Þá telja bæjarfulltrúarnir valkost a) illskárstan. Þar væri um að ræða enn eina ranga fjárfestingarákvörðun stjórn- valda, með tímabundnum óþæg- indum fyrir íbúa vissra svæða í Garðabæ, sem eru orðnir lang- þreyttir á óþægindum af Hafn- arfjarðarveginum. Áfarkostur b) væri óafsakan- leg skipulagsleg mistök, sem ekki yrðu aftur tekin. Afarkostur c) kemur ekki til greina, vegna ríkjandi slysa- hættu á Hafnarfjarðarvegi. Júnímánuður var kaldur um allt land Spretta verður þó sennilega í meðallagi EITT helsta umræðuefni margra er veðrið og veðurspár. íslendingar fylgjast líka yfir leitt vel með veðurspám og veðurfregnum, en það kom vei í Ijós um daginn þegar einhver vogaði sér að gagnrýna veður fregnir útvarpsþulanna, því þá höfðu fjölmargir eitthvað til málanna að leggja í sambandi við veðurfregnir og var þá augljóst að þeir fylgdust vel með þessum hlutum. Morgunblaðið hafði um dag- inn samband við Veðurstofuna og spurðist fyrir um hvernig veðrið á landinu hefði verið í sumar í samanburði við meðal- ár. Um maímánuð hafði veður- stofan þetta að segja: Úrkomu- samt var um allt land og kalt í Reykjavík og var meðalhiti 60C eða ÍOC minni en í meðalari. Á Akureyri var ‘/20C hlýrra en í meðalári, en þar var meðalhit- inn í maímánuði tæplega 70C. Á Höfn var hiti rétt í meðallagi eða 60C. Til jafnaðar var hitinn á Hveravöllum tæplega ÍOC og á Sandbúðum var hitinn rösk- lega 'AOC undir frostmarki. Mánaðarúrkoma í Reykjavík var 85 mm, sem er tvöföld meðalúrkoma, en á Akureyri var úrkoman 29 mm og er það tæplega tvöföld meðalúrkoma. Á Höfn mældist 210 mm úr- koma og er það tæplega þreföld meðalúrkoma og mesta úrkoma sem mælst hefur á Höfn frá því að mælingar hófust þar árið 1966. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 162, en það er 23 stundum minna en í meðalári. Á Akureyri voru sólskinsstundirn- ar 193, eða 21 fleiri en í meðalári. Júnimánuður var kaldur um allt land, en í Reykjavík var meðalhiti 7.80C, eað 1.70C minni en í meðalári og næst- kaldasti júnímánuður frá alda- mótum. Júnimánuður árið 1921 var kaldasti mánuður aldarinn- ar en hann var O.IOC kaldari en síðasti júnímánuður. í júní árið 1922 var sami meðalhiti og núna, en 1975 var meðalhitinn í júní O.IOC hlýrri að jafnaði en núna, en þetta eru köldustu júnímánuðir aldarinnar. Á Akureyri og Höfn var júní 0.8OC kaldari en í meðalári, en á Akureyri er meðalhiti í júní 8.50C og á Höfn 8.20C. Á Hveravöllum var hiti til jafnaðar 3.70C og en í Sandbúð- um var hitinn í júní tæplega 20C. Úrkoma í Reykjavík var 38 mm í júnímánuði og er það Spretta verður í meðallagi í ár. tæplega meðalurkoma. Á Akur- eyri var meðalúrkoman í júní 14 mm, en það er tveir þriðju úrkomu í meðalári. Á Höfn var úrkoman í júni 51 mm en þar er meðalurkoma 83 mm. Á Hvera- völlum var úrkoman 59 mm og á Sandbúðum aðeins 25 mm. í júní skein sól í Reykjavík í 195 stundir og er það 6 stundum meira en í meðalári. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 205, og er það talsvert fyrir ofan meðallag, sem telst 172 sólskins- stundir. Eftir að hafa fengið allan þennan fróðleik um veðrið í sumar fannst okkur ástæða til að fá einhverjar upplýsingar um gróður og gróðurfar í ár. í því skyni höfðum við samband við Sturlu Friðriksson erfðafræðing og sagði hann okkur að í sumar væri jörð yfirleitt seinna gróin en á undanförnum árum. „Lengi framan af sumri var spretta minni en að undanförnu og komu tún kalin undan vetri í sumum héruðum norðanlands vegna langvarandi ísalaga á túnum seinni hluta vetrar," sagði Sturla. Er við spurðum Sturlu að því hver áhrif það hefði á gróður ef meðalhitastigið á landinu lækk- aði t.d. um ÍOC svaraði hann: „Vissulega hefur slík hita- stigslækkun mikil áhrif á gróð- ur og sem dæmi má nefna að ef

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.