Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978 29 .1) ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 10 — 11 FRA MANUDEGI nr </jvum^K-ahs't) ir bófa, er ganga á þá með höggum og barsmíðum? Ég sé ekki að greinarhöf. sé neitt að vorkenna fórnarlömbum árásarmanna sem oft og tíðum eru afar illa útleikin eftir þessa þokkapilta. Greinarhöf. virðist vera á móti fangelsum, vegna hins versta aðbúnaðar þar. Ég er hræddur um að höf. kríti nú talsvert liðugt þarna. En ef afbrotamönnum á að láta alveg óhegnt eiga þeir að fá að vaða um allt alveg lausir og liðugir, hvaða ódáðaverk sem þeir fremja? Ég aðeins spyr. — Þá er greinarhöf- undur að tala um menn sem af sérstökum orsökum gætu talist ósakhæfir. Hann er að tala um að refsilögin þurfi vandlega að endur- skoða. Það má vel vera að ekki sé það fjarri sanni, ég veit það ekki. En hitt álít ég að refsilögin séu alls ekkert of hörð hér á landi og svo álíta fleiri. En til hvers eru lög ef ekki má neitt fara eftir þeim? Og ef ekkert má blaka við afbrotamönnum, sem ef til vill eru stórhættulegir samborgurum sín- um, eiga þá þeir hinir sömu að fá að syndga upp á náðina eftir vild? Nú, ef sumir afbrotamenn eru eins konar sjúklingar, sem eru ekki sjálfráðir sinna gerða, þá álít ég að því heldur verði að hefta frelsi þeirra. Það má vel vera að þess háttar menn eigi fremur heima á sérstökum stofnunum heldur en almennum hegningarhúsum. Mér þykir harla ótrúlegt, að alls engar þess háttar stofnanir séu til hér á landi. Hitt kann að vera, að þær stofnanir mættu vera enn full- komnari en raun er á. Ég álít að brýn þörf væri á að koma upp hérlendis vinnuhæli, þar sem fangar væru látnir vinna og jafnvel hafa nóg að starfa. Ég er ekki með hörðum lagarefsingum en eigi að síður álít ég að óhjákvæmilegt sé að takmarka frelsi þeirra, sem hættulegir afbrotamenn eru. Og þeir sem illvirki fremja, álít ég að verði að bera ábyrgð sinna gerða, ég skil alls ekki hvernig hjá því verður komist. Það er ekki nóg að vera alltaf að tala um svo og svo mikla vorkunnsemi gagnvart óbóta- mönnum og áreiðanlega kemur engin miskunnsemi þar að gagni, ef þeir menn hafa enga löngun til að bæta ráð sitt. Ég held að eitthvað verði að koma frá mann- inum sjálfum ef hann vill fá þá hjálp er hann þarfnast. Ég álít að skylda borgaryfirvalda sé að reyna að vernda saklaust og varnarlaust fólk fyrir hættulegum afbrota- mönnum. Og áreiðanlega eru til þeir þorparar er ekkert skilja í þeim málum nema fyllstu alvör- uná, svo þeir viti hvað það þýðir að ráðast með fólsku á saklaust fólk. Vonandi á ekki eftir að rætast sú illa og gamla spá hjá okkar þjóð er svo hljóðar: Af lagaleysum mun land vort eyðast. Eyjólfur Guðmundsson. íbúðirnar sem dvalið verður í. Aldradir Borg- firðingar í hóp- ferð til Mallorka Saga úr strætisvagni M.O. hringdi Ég tók mér far með strætisvagni í Reykjavík í gær þótt ekki sé það í frásögur færandi. En það sem kom fyrir á leiðinni þótti mér svo fyrir neðan allar hellur að ég gat ekki orða bundist. Á einni biðstöð- inni kemur gömul kona inn í vagninn og biður um skiptimiða um leið og hún borgar. Konan réttir fram höndina og bíður eftir miðanum. En vagnstjórinn hendir miðanum á litla borðið hjá kassan- um og keyrir af stað og það ekkert varlega. Gamla konan er dálitla stund að átta sig en nær samt miðanum og rétt komst í sæti sitt með erfiðismunum. Á næstu bið- stöð endurtekur þetta sig nema að þarna var það gamall maður sem kom við sögu. Nú langar mig að koma því á framfæri við vagn- stjórana hjá strætisvögnunum hvort ekki sé hægt að taka örlítið meira tillit til gamla fólksins því SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á Aaronson skákmótinu í Lond- on í vetur kom þessi staða upp í skák englendinganna Ripleys og Speelmans, sem hafði svart og átti leik. 28. - Hxc2+!, 29. Kd3 (Eftir 29. Kxc2 - Dxb2+, 30. Kd3 - Dc3 er hvítur mát) — Hc3+! og hvítur gafst upp. Eftir 30. Kd2 — Dxb2+, 31. Kel - Dxb3, 32. Kfl - 0-0, er staða svarts léttunnin. það er ekki eins gott fyrir það að þorir það kannski ekki ef það komast ferða sinna eins og ungt verður alltaf fyrir því sama og ég fólk og þarf þess vegna ef til vill sá hér í gær. öllu heldur að nota vagnana en Útlendingur í Reykjavík. HÖGNI HREKKVISI 7-13 © 1»7* McNanf ht Syad., 1%V „... og þetta er sagan af Örkinni hans Nóa.“ SlGGA V/öGÁ £ 1/LVE^N SAMBAND borgfirskra kvenna hefur nú ákveðið að efna til tveggja hópferða fyrir aldraða til Mallorka í haust í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Sunnu. Fyrri ferðin. sem farin verður, stendur frá 1. okt. til 29. okt. en sú síðari frá 29. okt. til 26. nóv. Báðar ferðirnar vara í 4 vikur og er verðið aðeins 116.800. Dvalið verður í hótelíbúðum og reynt að miða allar skoðunar- og kynnisferðir við þann hóp sem þar mun dveljast. Samband borg- firskra kvenna leggur áherslu á að ferðir þessar geti orðið sem ánægjulegastar fyrir þátttakendur sem koma frá Akranesi, Borgar- nesi og öllum nærsveitarhéruðum. Allar nánari upplýsingar veita: Sigríður Stephensen, Akranesi, Magdalena Ingimundardóttir, for- maður sambandsins, Margrét Helgadóttir, Borgarnesi og Kristín Pétursdóttir, Skeljabrekku. 'Hafið þið heyrt um hjónin sem máluðu húsið sin með HRAUNI fyrit 12 árum, oa ætla nú að endurmála það í sumar bata til að breyta um lit." Sögurnar um ágæti þessarar sendnu akrýlmálningar, HRAUN-málningarinnar frá Málningu h/f magnast með árunum, og hróður hennar eykst með hverju árinu, sem líöur. Nú, eftir að HRAUN hefur staðið af sér íslenska veðráttu í rúmlega 10 ár, er enn ekki vitað um hinn raunverulega endingartíma þess, sé það notað rétt í upphafi. Þess vegna gerir þú góð kaup, þegar þú velur HRAUN á húsið. HRAUl málninghlf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.