Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978 17 verkalýöshreyfingunni," sagöi einn af þingmönnum Alþýöu- bandalagsins. „Sþurningin er því sú, hvaöa afstööu Alþýðuflokkur- inn tekur, þegar hann áttar sig á því, aö þeirra tillögur geta ekki fariö fyrir verkalýðsforingjana, en aö okkar tillögur geta það.“ • Eiga framsóknar- menn prinsipp líka? Á meðan þessi átök Alþýðuflokks og Alþýöubandalags eru í al- gleymingi, sitja framsóknarmenn og reikna sig áfram inn í ramm- ann hans Benedikts. Framsókn- armaður sagði: „Okkar viðhorf í stööunni eru þau, að viö stóöum ekki að efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar aö gamni okk- ar, heldur vegna þess aö viö fundum ekki aðra leiö, sem viö treystum. Þess vegna segjum viö: Komiö þiö bara með ykkar tillögur og þá skulum viö skoöa máliö, en það er Ijóst aö viö förum ekki í vinstri stjórn meö neina lausa enda í fjármálum ríkisins eöa efnahagsmálunum almennt. Þar veröa öll dæmi að ganga uþþ.“ Annar framsóknarmaöur benti á sérstööu Framsóknarflokksins, er rætt var viö hann um kröfu alþýöubandalagsmanna um „samningana í gildi". Hann sagöi: „Já, en er krafa alþýðubanda- lagsmanna raunveruleg eöa er hún táknræn? Þaö er spurningin. Kratar eru komnir niöur á jöröina og gera sér grein fyrir því aö þessi krafa getur ekki veriö nema táknræn. Alþýöubandalagsmenn segja aö þetta sé prinslpp frá sinni hálfu, en ég spyr þá: Gæti þaö nú ekki verið aö viö fram- sóknarmenn ættum okkur eitt- hvert prinsipp líka og aö vlö vildum fá táknræna viöurkenn- ingu á því, aö efnahagsráðstafan- irnar frá í vetur hafi ekki verið settar af illmennsku einni saman, heldur af raunsæju mati á aö- stæðum? Á þetta á eftir aö reyna.“ framsóknarmenn taka ekki mikiö undir gagnrýni alþýöubandalags- manna á verkstjórn Benedikts í stjórnarmyndunarviöræöunum. „Okkur er Ijóst aö Benedikt á mjög erfitt um vik gagnvart Alþýðubandalaginu," sagöi einn þeirra, „en Kjartan Jóhannsson er stórglöggur maöur og sennilega er það rétt af Alþýöuflokknum aö hafa hann á oddinum í efnahags- málunum á móti Steingrími og Lúðvík, en aftur Benedikt á oddinum í utanríkismálunum.“ Kjartan Jóhannsaon er á oddinum í efnahagsmálunum • Frumdrög Benedikts aö stjórnarsáttmála Framsóknarmaöur sagði um frum- drög Benedikts að máléfnasamn- ingi: „Þau eru ágæt, mjög almenn og hugguleg og raunar er enginn ásteitingarsteinn í þeim. í þeim er t.d. mjög hugguleg lína, sem leysir vandamál landbúnaöarins aö mestu og tryggir hag bænda. Þá leggja þeir til aö undinn verði bráöur bugur aö því aö sam- þykkja og koma í framkvæmd frumvarpi Ólafs Jóhannessonar í dómsmálum." Annar framsóknar- maöur taldi aö frumdrög Bene- dikts í orkumálum væru mjög nærri tillögu Framsóknarflokksins um heildarstjórn orkumála. Þann- ig munu framsóknarmenn telja frumdrög Benedikts mjög vel nothæfan umræöugrundvöll. Hins vegar munu framsóknarmenn ekki á einu máli um kaflann, er lýtur að verölagsmálum, þar sem rætt er um aö heröa verðlagseft- irlit. Einn taldi útilokaö aö fram- sóknarmenn bökkuöu frá þeirri frjálsræðisstefnu, sem Ólafur Jóhannesson heföi markaö í núverandi stjórn, en annar taldi ekki útilokaö aö framsóknarmenn gætu fallizt á einhverja frestun á framkvæmd laganna á meöan óvenjulegt ástand ríkti í þjóö- félaginu. Einnig eru framsóknar- menn tortryggnir á, að þessi frumdrög feli í sér „eitthvert stórkostlegt ríkisbákn í olíusölu og tryggingamálum og viö höfum engan áhuga á því aö hlaða undir Innkaupastofnun ríkisins, sem er eitt atriöiö í þessu.“ • Mílulangur sáttmáli Fyrir utan þaö gat, sem alþýöu- bandalagsmenn gagnrýndu aö væri í efnahagsmálunum á drög- um Benedikts, töldu þeir einnig vanta í þau ýmsa aöra mikilvæga hluti og eru m.a. viöræöur, sem fram fara í dag um varnarmálin, haldnar aö ósk alþýöubandalags- manna, sem telja sig hafa ýmis- legt aö athuga viö frumdrög Benedikts í þeim málum. „Þetta er í raun aðeins rammi aö málefnasamningi," sagði alþýöu- bandalagsmaður, „og þessi rammi vísar í ýmsar áttir, þannig aö þaö er margt, sem þarf aö skoöa nánar." „Meiningin hjá okkur, og fram- sóknarmenn eru inni á þeirri línu líka,“ sagöi alþýðuflokksmaður, „er að stjórnarsáttmálinn, að undanskildum efnahagsmál- unum, veröi almennur rammi, þar sem ekki veröi farið í smáatriöum ofan í hvert mál, heldur frekar lýst meö almenn- um oröum hvaö þaö er sem ríkisstjórnin komi til meö aö stefna aö. Hins vegar er engu líkara en Alþýöubandalagiö vilji einhvern mílu langan stjórnar- sáttmála, einhverja pólitíska ritgerð með allsherjar úttekt á ástandinu í landinu." Meöal atriða, sem ekki hefur veriö vikið aö hér aö framan, og Benedikt leggur áherzlu á í frumdrögum sínum, er endur- menntun og fulloröinsfræösla í sambandi viö menntamálin og sett er fram í almennum oröum aö ríkisstjórnin vilji vinna aö löggjöf um framhaldsskólastigið og endurskoöa grunnskólalögin í Ijósi reynslunnar. í kaflanum um stjórnskipunarmál er sagt aö endurskoöun stjórnarskrár- innar skuli Ijúka á tveimur árum og aö þar veröi kosningaréttur jafnaöur og mönnum gefinn kostur á auknum kosningarétti með persónubundnu kjöri eöa prófkjöri. „Um þetta erum viö aö ég held allir sammála," sagöi einn af þingmönnum Alþýöu- flokksins, „og viö erum allir sammála um aö Alþingi veröi ein málstofa og aö endurskoða vnrði vinnubrögð þingsins og þingnefnda.“ — mf. — fj. Egill Skúli ásamt konu sinni, Ólöfu Davíðsdóttur, að heimili Þeirra í Fáfnisnesi 8. Þau hjónin eiga fjögur börn á aldrinum 14—23 ára, Kristjönu og Valgerði, sem báðar eru giftar, og Ingu Margréti og Davíð, sem enn eru í foreldrahúsum. „Hiakka tu að takast á vlð Detta verkefnl segirEgill Skúli Ingibergsson verkfrœðingur um borgarstjórastarfíð SPP „Ék hlakka til að takast á við þetta verkefni. Hjá Reykja- víkurborg er mikið af hæfu starfsfólki og það er alltaf Kaman að vinna með góðu fólki," sagði Egili Skúli Ingi- bergsson, verkfræðingur, sem meirihluti borgarstjórnar legg- ur til að ráðinn verði borgar- stjóri í Reykjavík til loka kjörtímabiisins. „Reykjavíkur- borg er mikið fyrirtæki, sem stendur á traustum grunni og hefur verið vel rekið. og það er alveg ljóst, að slíkum rekstri verður ekki breytt með skyndi- ákvörðunum eða hugdettum.“ „Fyrst og fremst lít ég á þetta starf sem framkvæmda- starf. Aðrir menn eru til þess kjörnir að móta stefnu, sem ég mun síðan sjá um að fram- kvæma. Slík skipan mála felur í sér breytingu á starfsháttum þeim. sem tíðkazt hafa um áratuga skeið hér í borginni og það hlýtur að vera þess virði að reyna að fá samanburð. Tíminn sker svo úr um það hversu til tekst,“ sagði Egill Skúii. „Ert þú tengdur einhverjum stjórnmálaflokki?“ „Nei, ég hef aldrei verið flokksbundinn, og kannski er það ástæðan fyrir því að þetta mál kom upp. Það var sótzt eftir því að fá mann, sem sameinaði það að hafa ákveðna reynslu í stjórnunarstörfum og vera ekki umdeildur pólitískt. Auðvitað hef ég eins og aðrir menn mínar skoðanir á stjórnmálum þótt hvorki hafi ég séð sérstaka ástæðu tii að flíka þeim né heldur að fara leynt með þær. Slíkar skoðanir hafa hins vegar ekki haft áhrif á störf mín hingað til og munu væntanlega ekki heldur gera það eftirleiðis.“ „Nú er stundum sagt að engins kunni tveimur herrum að þjóna, en nú eru meirihluta- flokkarnir í borgarstjórn ekki aðeins tveir heldur þrír.“ „Að sjálfsögðu hugleiddi ég þessa hlið málsins vandlega áður en ég ákvað að gefa kost á mér til starfans, og eitt af því sem óhjákvæmilegt er að skil- greina mjög rækilega er í hverju ábyrgð mín í borgarstjórastarf- inu er fólgin. A þessu stigi málsins er ég ekki reiðubúinn til að ræða slíkt í smáatriðum, en hins vegar liggur ljóst fyrir að ég mun ekki taka ákvarðanir, sem eru pólitísks eðlis, og heldur' ekki koma fram opinber- lega sem sameiningartákn á vegum borgarstjórnar, enda hefði slíkt aldrei komið til greina af minni hálfu.“ „Þér þykir þá ekki miður að hafa ekki tækifæri til að láta á þér bera persónulega?“ „Nei, slíkt er fjarri mér. Minn vettvangur hefur verið allt annars eðlis og verður það vonandi hér eftir sem hingað til.“ „Telur þú að borgarstjóra- starfið muni hafa í för með sér breytingu á einkalífi þínu?“ „Ekki að öðru leyti en því sem viðkemur aðild minni að fyrir- tæki, sem ég hef um árabil rekið ásamt tveimur félögum mínum. Það vill svo til að einn helzti viðskiptavinur fyrirtækisins, sem tekur að sér rafhönnun fyrir ýmsa aðila, hefur einmitt verið Reykjavíkurborg. Með tilliti til fyrirsjáanlegrar ráðn- ingar minnar í borgarstjóra- starfið tel ég óhjákvæmilegt að búa svo um hnútana að óskyldir hagsmunir geti ekki rekizt á. Þetta er ekki unnt að tryggja með öðru móti en því, að ég sleppi öllum ítökum í fyrirtæk- inu. Að því mun ég sjálfur hafa frumkvæði og ganga þannig frá málum að ráðning mín hafi ekki í för með sér að félagar mínir verði af viðskiptum, sem hafa verið snar þáttur í starfsemi fyrirtækisins um árabil, um leið og ekki verði hægt að segja að það njóti þess að einn eigandinn sé í ábyrgðarstöðu hjá borginni. Þetta er enn ekki frágengið, og ég er bundinn við störf mín í fyrirtækinu þar til um miðjan ágúst þegar fyrirhugað er að ég taki við störfum borgarstjóra, ef af ráðningu verður á borgar- stjórnarfundi á fimmtudaginn kemur.“ „Nú hafa ýmsir verið þeirrar skoðunar að ábyrgð borgar- stjóra sé svo mikil, að æskileg- ast sé að hann standi ábyrgð gerða sinna frammi fyrir kjós- endum. Hver er þín skoðun á þessu atriði?“ „Slíkt hefur að mörgu leyti augljósa kosti, meðal annars með tilliti til þess að slíkur maður stendur betur að vígi í sambandi við ýmsar ákvarðanir og hefur í flestum málum öruggari bakhjarl en sá, sem ekki er kosinn í almennum kosningum. Á hitt ber að líta að pólitísk ábyrgð kemur einnig til greina í sambandi við þessa ráðningu og hún er eitt af því sem borgarstjórnarmeirihlutinn verður kallaður til ábyrgðar fyrir í næstu kosningum“. „Eru það einhverjir mála- flokkar, sem öðrum fremur eru þér hugstæðir og þú munt leggja sérstaka áherzlu á í starfi þínu?“ „Ég biðst undan þvi að svara þessari spurningu nú. Það er eitt og annað, sem ég hef áhuga á að hrinda í framkvæmd, en það er margt í sambandi við starfið, sem enn er ekki útkljáð, auk þess sem mér hefur ekki enn unnizt tími til að skoða þetta mál nægilega vel til að geta viðrað ákveðnar hugmyndir. Á hinn bóginn er ljóst að eöli málsins samkvæmt eru verkefn- in mikil, því að Reykjavík er eins og aðrar borgir t stöðugri þróun, og það verður spennandi að takast á við þessi verkefni," sagöi Egill Skúli Ingibergsson að lokum. - Á.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.