Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978 Útvarp kl. 20.05: Komið við á „hallær- isplaninu” í Keflavík „Á níunda tímanum“ í kvöld sjá þeir Guðmundur Arni Stefánsson og Hjálmar Árna- son um þátt með blönduðu efni fyrir ungt fólk. Er við spurðum Guðmund að því hvað þeir yrðu með í þættinum í kvöld sagði hann að þeir væru með yfirdrifið nóg efni og væri hann ekki viss hverju þeir kæmu að í þættin- um í kvöld. „Við brugðum okkur til Sand- gerðis á dögunum," sagði Guð- mundur, „og ræddum við krakkana þar og íbúa staðarins um það hvað er að gerast í Sandgerði. í leiðinni komum við við á „hallærisplaninu" í Kefla- vík, en svo hefur Aðalstöðin oft verið nefnd, því þar koma krakkarnir saman á kvöldin. Þátturinn er líka mikið til byggður upp á föstum atriðum og má í því sambandi nefna leynigestinn. Einnig kjósa hlustendur þrjú vinsælustu dægurlögin hverju sinni. Gísli Rúnar er líka fastur gestur í þættinum hjá okkur og flytur hann efni í léttum dúr.“ Að sögn Guðmundar eru þeir í nánu sambandi við hlustendur bréflega og sagði hann að þeir fengju allt upp í 200 bréf fyrir Gfsli Rúnar getur hrugðið sér f ýmis gervi. Hann flytur efni f léttum dúr „Á nfunda tfman um“ í kvöld. hvern þátt. „Um daginn hvött- um við hlustendur okkar til að senda inn spurningar um kyn- ferðismál og munum við síðan fá fólk frá kynfræðsludeildinni í þáttinn til að svara þeim. Við fáum líka töluvert efni sent frá ungum hlustendum, en þeir senda þá inn brandara og annað slíkt sem þeir hafa lesið inn á spólur og munum við reyna að gera því einhver skil. í þættinum er iíka tónlistar- kynning, sem Jónatan Garðars- son sér um. I kvöld verður kynnt „Reagge" tónlist og verður fjallað um þróunarsögu þessarar tónlistar, helstu hljómsveitir og tónlistarstefn- ur innan þessarar tónlistarteg- undar. Einnig verður leikin blónduð, létt tónlist inn á milli 3‘ iða,“ sagði Guðmundur enn- fremur. Sumir kjósa að gera innkaup sín f stórverslunum. Aðrir fara heldur til „kaupmannsins á horninu Útvarp kl. 10.45: Smásöluverzlun hef- ur breyst verulega á undanfömum árum „Vörumarkaður eða kaupmaðurinn á horninu“ nefnist þáttur í umsjá Ólafs Geirssonar, sem verður á dagskrá útvarpsins klukkan 10.45 árdegis í dag. Er við ræddum við Ólaf um þáttinn sagði hann, að rætt yrði við þrjá aðila um þessa breytingu sem orðið hefur í smásöluverslun á undanförnum árum. „Ég mun spjalla við þá Magnús Finnsson hjá Kaupmannasamtökunum, Árna Berg Eiríksson stjórnarmann í neytendasamtökunum og Jónas Steinarsson hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna. Fjallað verður um þróunina frá lítilli verslun til stórverslana og um kosti og galla slíkra breytinga fyrir viðskiptavini og kaupmenn. Fólk virðist almennt vera á Jþví að halda í bæði þessi verslunarform og held ég að þau komi til með að vera áfram í framtíðinni," sagði Ólafur. Utvarp Reykjavík AIIDMIKUDKGUR 26. júlf MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagii Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnannai Gunnvör Braga ies söguna „Lottu skottu“ eftir Karin Michaelis (13). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. 9.45 Iðnaður. Umsjónar- maðurt Pétur Eirfksson. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Kirkjutónlist. Luigi Fernandino Ragliavini leik- ur Orgelkonsert í a-moll eftir Vivaldi-Back og Werner Jacob leikur Fantasfu og fúgu í d-moli op. 135 eftir Max Reger. (Frá orgeltónleikum f Lahti í Finnlandi í fyrra). 10.45 Vörumarkaður eða kaup- maðurinn á horninu. Ólafur Geirsson tekur saman þátt- inn. 11.00 Morguntónleikari Út- varpshljómsveitin í Bayern leikur „heimkynni mín“, forleik op. 62 eftir Dvoráki Rafael Kubelik stj./ Arthur Gruimaux og Lamoureaus hljómsveitin leika Fiðlu- konsert nr. 3 í h-moll op. 61 eftir Saint-Saensi Manuel Rosenthal stj./ Hljómsveit Tónlistarskólans f Parfs leikur „Furðudansa“ eftir Turinai Rafael Frilbeck de Burgos stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnunai Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 15.00 Miðdegissagani „Ofur- vald ástríðunnar“ eftir Heimz G. Konsalik. Steinn- unn Bjarman les (10). 15.30 Miðdegistónleikari Zino Francescatti og Fílharmóníusveitin í New York leika Serenöðu fyrir einleiksfiðlu, strengjasveit, hörpu og ásláttarhljóðfæri eftir Leonard Bernstein( höfundurinn stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphornt Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litli barnatfminni Gfsli Ásgeirsson sér um tfmann. 17.40 Barnalög 17.50 Vörumarkaður eða kaup- maðurinn á horninu. Endurt. þáttur frá morgni sama dags. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gestir í útvarpssal flytja norska tónlist. Harald Björköy syngur nokkur lög við undirleik Jörgens Larsens, og sfðan leikur Jörgen Larsen á pfanó fjögur ljóðræn smálög eftir Grieg. 20.05 Á nfunda tfmanum. Guð- mundur Árni Stefánsson og Hjálmar Árnason sjá um þátt með blönduðu efni fyrir ungt fólk. 20.45 íþróttir. Hermann Gunn- arsson segir frá. 21.05 Gftartónlist. Julian Bream leikur Sónötu í A-dúr eftir Diabelli. 21.25 Minningar frá Svíþjóð sumarið 1934. Jónas Jónsson frá Brekkna- koti segir frá. Hjörtur Páls- son les. 21.50 Þjóðlög og dansar frá ísarael. Karmon-kórinn og þarlendir hljóðfæraleikarar syngja og leika. 22.05 Kvöldsagani „Dýrmæta líf“ — úr bréfum Jörgens Frantz Jakobsens. William Heinesen tók saman. Hjálmar Ólafsson les (8). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþáttur f umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. FIM41TUDKGUR _________27. júlf_________ MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. 7.55 Morgunbæn 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Af ýmsu tagii Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnannai Gunnvör Braga les söguna „Lottu skottu“ eftir Karin Michaelis (14). 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Víðsjái Friðrik Páll Jóns- son fréttamaður stjórnar þættinum. 10.45 Þróun dagvistunarstofn- ana. Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Elínu Torfadóttur fóstru. 11.00 Morguntónleikari Annie Challan og Antiqua Musica hljómsveitin leika Ilörpu- konsert nr. 4 í Es-dúr eftir Petrinii Marcel Couraud stj. Léon Coosens og strengja- sveit Fílharmóníu í Lundún- um leika Óbókonsert í C- moll eftir Marcelloi Walter Siisskind stj./ Fílharmóníu- sveit Berlínar leikur Brandenborgarkonsert nr. 5 í D-dúr eftir Bachi Herbert von Karajan stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. SIÐDEGIÐ_____________________ Á frívaktinnii Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lög sjómanna. 15.00 Miðdegissagani „Ofur- vald ástríðunnar“ eftir Heinz G. Konsalik. Steinunn Bjarman les (11). 15.30 Miðdegistónleikari 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.10 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.50 Víðsjái Endurtekinn þáttur frá morgni sama dags. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Daglegt mál. Gísli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikriti „Haust“ eftir John Einar Áberg. Þýðandii Þórunn Magnús- dóttir. Leikstjórii Kristbjörg Kjeld. Persónur og leikendun Herra Jóakim/ Steindór Hjörleifsson, Frú Anna/ Guðrún Þ. Stephensen. 20.50 Einsönguri Pilar Lorengar syngur lög eftir Cesti, Paisiello, Handel og Dvorák. Miguel Zanetti leikur á píanó. 21.20 Staldrað við á Suðurnesj- um. Annar þáttur frá Grindavík. Jónas Jónasson ræðir við heimamenn. 22.10 Prelúdía, kóral og fúga eftir César Franck. Paul Crossley leikur á píanó. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Áfangar. Umsjónar- menni Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.