Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978 Helgi Þorsteinsson frá Upsurn —Minning Fæddur 2. desember 1904 Dáinn 23. júni' 1978 Foreldrar Helga voru hjónin Anna Björg Benediktsdóttir og Þorsteinn Jónsson útvegsbóndi að Upsum í Svarfaðardal. Ólst hann þar upp á heimili foreldra sinna í stórum og glaðværum systkina- hópi, en þau hjónin eignuðust 9 börn og tóku það 10. í fóstur. Sumarið 1961 sá ég Helga Þorsteinsson fyrst. Hófust þá kynni okkar með tengdum barna okkar, Helgu og Georgs. Fannst mér mikið til um þau hjón, Huldu og Helga, glæsileg bæöi og sómdu sér vel. A jólunum 1962 komu þau til að vera við skírn Helga Georgssonar sem heitinn var í höfuð afa síns. Dvöldu þau þá hjá dóttur sinni og tengdasyni um hátíðarnar. Að venju var á Gamla- árskvöld haldinn dansleikur í Samkomuhúsinu. Þangað komu þau Hulda og Helgi og svifu þegar í dansinn. Það var reisn yfir þeim Bróöir okkar, S/EMUNDUR ÁGÚSTSSON, tjómaður, Reykjavíkurvegi 32, Hafnarfirði, andaöist aöfararnótt þ. 25.7. '78. Árni Ágústsson og systkini. Maöurinn minn, ÁRNI BJÖRNSSON lögg. end., Lálandi 15, andaöist í Landspítalanum 24. júlí. Ingibjörg Jónadóttir. og auðséð að þau voru vön að taka sporið. Hygg ég að þau hafi verið samstíga víðar en á dansgólfinu. A hverju sumri eftir þetta komu þau og dvöldu þá ýmist í Borgarnesi eða Bifröst. Bar þá oft fundum saman. Eins og margir ungir menn mun Helgi hafa farið á vertíð til Eyja. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Huldu Guðmundsdóttur frá Hrafnagili í Vestmannaeyjum. Mun hjónaband þeirra hafa verið gott og eignuðust þau tvær dætur, Hrafnhildi og Helgu. Eru barna- börnin nú orðin 5 og barnabarna- börnin 2. A yngri árum stundaði Helgi sjómennsku, var oftast vélstjóri. Á stríðsárunum var hann á bát, er sigldi með aflann til Englands. Eftir að í land kom var hann yfirvélstjóri í Vinnslustöðinni h.f., lengst af. Miruiing—Margrét Klara Harðardóttir Fædd 17. október 1975 Dáin 16. júlí 1978 Sunnudaginn 16. júlí sl. lést Margrét Klara á barnadeild Land- spítalans í Reykjavík. Hún átti sér ekki langa lífsbraut, en þó mátti hún reyna margt það, sem elstu menn kynnast aídrei. En hún tók öllum sínum veikindum með æðru- leysi, sem meðbræður hennar gætu lært af, og kvartaði aldrei. Ef til vill hefur hún verið of ung til að finna til sjálfsmeðaumkunar, að minnsta kosti var alltaf grunnt á ljómandi brosi hjá henni. Hver er tilgangur lífs, sem kviknar og slokknar á svo skammri stund? Til hvers eru lítilli, fallegri og greindri stúlku aðeins fengin tvö stutt ár í heilbrigði og síðan langir mánuðir við erfiðan sjúkdóm? Hvers vegna eru vonir ungra foreldra, sem aldrei glötuðu bjartsýninni, að engu gerðar? Þetta eru spurningar sem hljóta að leita á hugann á þessari kveðjustund. Svörin eru ekki auðfundin. Ef þau fyndust væri sennilega lífs- gátan ráðin. Við skiljum þetta ekki. En þrátt fyrir allt vitum við það öll, sem þekktum Margréti Klöru, að líf hennar var ekki tilgangslaust, þótt stutt væri. Við stöndum öll ríkari eftir. Margrét Klara var dóttir hjón- anna Harðar Inga Torfasonar og Guðnýjar Elíasdóttur. Á þeim erfiðu mánuðum, sem veikindi Margrétar Klöru stóðu yfir, sýndu þau mikið hugrekki og stillingu. Þau gáfust aldrei upp, heldur horfðu sífellt fram til þess dags, þegar þau gætu tekið sólargeisl- ann sinn heim til sín á ný. Ég og fjölskylda mín vottum þeim innilega samúð okkar. Megi minningin um Margréti Klöru veita þeim huggun í harmi. Sigurveig Jónsdóttir. t Litla dóttir okkar, MARGRÉT KLARA HARDARDÓTTIR, Hvarfisgötu 36, Hafnarfiröi, veröur jarðsungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, miövikudaginn 26. júlí Höröur Ingi Torfason, Guöný Elíasdóttir. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur okkar, FRIDRIKKU MARÍU POULSEN. Jóhann Poulsen og börn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu viö fráfall fóstra okkar, ÓSKARS N. ERLENDSSONAR klasöskara, Laugavogi 147A. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala fyrir góöa umönnun. Guöríöur Pálsdóttir, Ruth Pálsdóttir, Guöbjörg Pálsdóttir, Guörún Pálsdóttir. t Eiginkona mín, móöir og tengdamóöir, SVEINBJÖRG AUÐUNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá bjóökirkjunni í Hafnarfiröi flmmtudaginn 27. júlí kl. 2. Blóm eru afbeöin, en þeim, er vildu minnast hennar er bent á Kvenf. Hringinn, Hafnarfiröi, eða Styrktarfélag vangefinna. Pétur Guömundsson, Friörik Pétursson, Gunnar Pétursson, Guöbjörg Guöbrandsdóttir. t Þökkum innilega hinum látna viröingu sýnda, og okkur öllum samúö og vinarhug, viö andlát og útför eiginmanns míns, föður, fósturfööur, tengdafööur, afa, sonar og bróöur, JÓNS KRISTINS HALLDÓRSSONAR vélstjóra, Fögrukinn 24, Hafnarfiröi. Arnfríöur Mathiesen, börn, fóstursonur, tengdabörn og barnabörn. Halldór Sigurösson og systkini hins létna. Jakobma Jónsdótt- ir—Minningarorð Helgi var listfengur, skrifaði manna bezt og allt lék í höndum hans. Ljóðum, söng og sögu unni hann. Árum saman starfaði hann í Karlakórnum Geysi á Akureyri og í karlakórum í Vestmannaeyj- um. Hann hafði og ávallt mikinn áhuga á íþróttum og keppti til verðlauna á yngri árum, enda hraustmenni, lipur, áræðinn og kappsfullur. Fróður var Helgi og vel menntaður, þó lítt væri hann skólagenginn. Þegar „kaupstaðirn- ir kepptu" var hann í sveit Vestmannaeyinga og stóð hún sig vel. Ritfær var hann í bezta lagi og varð ekki orðs vant. Gat hann sagt eins og E. Ben. „Ég skildi að orð er á Islandi til, um allt sem er hugsað á jörðu", en Einar Ben. dáði Helgi öðrum skáldum framar. Þá hafði hann og miklar mætur á dr. Jóni Helgasyni. Oft hefur Einar verið nefndur skáld and- stæðnanna. Svo var og um skap- gerð Helga. Hún var ofin þáttum elds og ísa, viðkvæmni og hörku. Hann var þeirrar gerðar, er geymist þeim er hann þekktu, en gleymist trauðla. Sagt er að umhverfið móti mennina. Eyjafjörður er fegurstur fjarða, með blómlegar byggðir og tignarleg fjöll. Þau bönd voru sterk og brustu aldrei og oft mun hugur Helga hafa reikað heim í dalinn sinn, á æskuslóðirnar að Upsum í Svarfaðardal. Formaður Norðlendingafélagsins í Vest- mannaeyjum var hann árum saman. Þegar gaus í Vestmannaeyjum fluttust Helgi og Hulda til Borgar- ness, til Helgu og Georgs, sem þá voru flutt í nýbyggt hús sitt, og þar voru þau, þar til þau gátu flutt aftur heim til Eyja. Árið sem þau voru í Borgarnesi vann Helgi í Járnvörudeild K.B. Hann var óvanur verzlunarstörfum og öllum ókunnugur. Hann leysti störf sín vel af hendi og naut þar jjóðs samstarfs vinnufélaga síns, Olafs Andréssonar, og fór vel á með þeim. Sumarið 1975 fórum við hjónin til Eyja og dvöldumst þar í vikutíma. Komum við þá til Huldu og Helga. Þar var gott að koma og okkur vel fagnað. Síðan hefur fundum ekki borið saman og nú er Helgi dáinn. Við hjónin þökkum honum vináttu og góð kynni og óskum væntanlegra samfunda. Huldu, dætrunum og öðrum ást- vinum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Hermann Búason. Hinn 5. júlí síðastliðinn andað- ist frú Jakobína Jónsdóttir frá Akureyri á Landspítalanum. Jakobína var fædd 15. janúar árið 1925, dóttir hinna mætu hjóna Jóns Sigurðssonar og Rannveigar Sigurðardóttur, og var hún hin þriðja í röð 6 dætra þeirra hjóna. Foreldrar Jakobínu gengu í Hjálpræðisherinn snemma á 20. öldinni og var heimili þeirra á Norðurgötu 38 á Akureyri byggt á því bjargi, sem eigi bifast, Jesú Kristi, og hafði það sín áhrif á allt heimilislífið og þegar Jakobína fermdist, var hún í einkennisbún- ingi Hjálpræðishersins. Jakobína fetaði í fótspor for- eldra sinna ung að árum og gjörðist meðlimur í Hjálpræðis- hernum og var um árabil leiðtogi barna- og æskulýðsstarfsins á Akureyri. Rækti hún það starf af frábær- um dugnaði og samvizkusemi, þótt hún ætti löngum við mikla van- heilsu að stríða og héfir hún sáð mörgu góðu frækorni í hug barn- anna í sunnudagaskólanum og annarra, sem hún hafði áhrif á og komu vinsældir hennar skýrt í ljós við jarðarför hennar, sem var mjög fjölmenn, en augu margra kirkjugesta voru vot af tárum. Hinn 2. september 1950 giftist Jakobína Níelsi Hansson frá Danmörku, og voru þau hjón lífið og sálin í starfsemi Hjálpræðis- hersins á Akureyri um margra ára skeið og er nú skarð fyrir skildi við fráfall Jakobínu og mikill harmur kveðinn að eiginmanni hennar og öðrum ástvinum, en trúin á annað líf og endurfundi mun létta þann harm, þó að erfitt sé að skilja við ástvinina, er dauðinn ber að dyrum. Þó að Jakobína eignaðist engin börn, átti hún fjölmörg andleg börn, sem nú eru mörg fuliorðin og sum farin héðan og eilífðin ein mun leiða í ljós árangurinn af starfi hennar fyrir Guðs ríki. Margar ógleymanlegar sam- verustundir höfum við hjónin átt með þeim hjónum Jakobínu og Níelsi, bæði á heimili þeirra og t k utan þess, og hygg ég að margir hafi sömu sögu að segja. Einu sinni var lítil telpa spurð að því, hver hefði stofnað Hjálp- ræðisherinn. Litla telpan svaraði á þessa leið: „Hún Bína gerði það.“ Litla telpan vissi ekki betur, en svar hennar er til marks um það, hver Jakobína var vinsæl á meðal barnanna og hve mikil ítök hún átti í huga þeirra og hjarta. Hjúkrunarkonur á Landspítal- anum undruðust það, hve Jakobína var andlega sterk þrátt fyrir þjáningar, er hún lá þar banaleg- una, en það bar vott um hversu róleg hún var, þó hún gæti búist við dauðanum á hverri stundu, reiðubúin að hverfa héðan þegar Guði þóknaðist að kalla hana heim til sín. Við vinir hennar í Hjálpræðis- hernum og félagar þökkum henni fyrir ógleymanlegar samveru- stundir, og vottum ástvinum hennar innilega samúð okkar og veit ég að fjölmargir aðrir eru sama sinnis. Níels minn, þú hefir misst mikið, en innan skamms muntu þú hitta elskulega eiginkonu á landi lifenda, þar sem enginn harmur mun ríkja, heldur eilífur fögnuður og gleði. Bjarni Þóroddsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.