Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1978 Mál skrifstofust jórans: B æ j arf ógetinn neitar að annast lögreglurannsókn BÆJARFÓGETINN í Kópavogi hefur tilkynnt ríkissaksóknara að hann telji sig ekki hafa heimild samkvæmt lögum til að annast rannsókn máls skrifstofu- stjóra Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Sem kunnugt er hefur skrif- Ákærtí handtöku- málinu og fjárdrátt- armáli RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru í tveimur málum, sem verið hafa tölu- vert 1 fréttum að undanförnu. Er hér um að ræða handtöku- mái Hauks Guðmundssonar og fjárdráttarmál Páls Líndal. Haukur og nokkrir fleiri, sem stóðu að handtöku Guðbjarts heitins Pálssonar og Karls Guðmundssonar í Vogum í desember, eru ákærðir fyrir að hafa staðið ólöglega að hand- tokunni. Páll Líndal fyrrum borgarlögmaður er ákærður fyrir að draga sér fé úr sjóðúm hjá Reykjavíkurborg. Handtökumálið verður sent til meðferðar bæjarfógetans í Keflavík en fjárdráttarmálið til meðferðar sakadóms Reykja- víkur. stofustjórinn viðurkennt að hafa dregið sér nær 3 miiljónir króna af fé hjá stofnuninni að undan- förnu og var hann handtekinn vegna málsins á sunnudagskvöld en f fyrrakvöld kvað fulltrúi bæjarfógetans í Kópavogi upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir skrifstofustjóranum og var orðið við kröfu ríkissaksóknara um 21 dags gæsluvarðhald. Ekki var unnið að rannsókn málsins í gær að öðru leyti en því að tveir starfsmenn Rfkisendurskoðunar könnuðu í gær fjárreiður og bókhald Rannsóknarlögreglunn- ar. En vararannsóknarlögreglu- Framhald á bls. 19 Gamla læknishúsið við Kleppsspítalann hefur nú lokið við hlutverk sitt þar og í gærkvöldi var hafizt handa við að flytja það upp í Áræbjarsafn. Myndin var tekin þe^gar verið var að lyfta húsinu af grunni. Ljósm. Mbl. Kristinn. Alþýðubandalagið svarar tillögum Benedikts í dag 285 kr. meðalverð í Fleetwood VÉLBÁTURINN Jón Helgason seldi 31.2 lestir í Fleetwood í gærmorgun fyrir 17.863 sterlings- pund eða 8.9 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 285. Er meðalverðið með því hæsta sem fengizt hefur í Fleetwood frá því að sölur hófust þar. Sjá (réttaskýrinKar bls. 16 □------------------------------□ Alþýðubandalagið hyggst á fundi með viðræðunefndum Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks síðdegis í dag leggja fram tillög- ur sfnár f efnahagsmálum sem svar við þeim tillögum sem Benedikt Gröndal lagði fram f gær um meðferð efnahagsvanda næstu mánaða. Benedikt Gröndal lagði einnig fram tillögu um það að viðræðunefndirnar óskuðu eftir viðræðum við talsmenn verkalýðshreyfingarinnar og bænda, en sú tiiiaga varð ekki útrædd á fundinum f gær þar sem Alþýðubandalagið taldi að við- ræðunefndir flokkanna hafðu ekki nægilega mikið f höndunum til að óska eftir slfkum viðræðum. Hins vcgar mun Alþýðubanda- lagið að öllum lfkindum fallast á slfkar óskir þegar þeirra eigin tiiiögur liggja á borðinu en þingflokkur Alþýðubandalagsins ætlaði að koma saman ki. 9 f dag til að ganga endanlega frá þeim. Eftir því sem Mbl. komst næst í gærkvöldi ber hæst í tillögum Benedikts ábendingar um nauðsyn einhvers konar frestunar á gildis- töku kjarasamninganna, um gengisbreytingu, lækkun ríkisút- Frá viðræðufundi Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks í Þórshamri í gær. — Ljósm.i Ól.K.M. gjalda með niðurskurði fram- kvæmda, opnuð er leið fyrir vaxtabreytingar á afurðalánum og möguleika varðandi samspil vaxta og verðtryggingar og fjallað um nauðsyn endurskoðunar vísitölu- grundvallarins. Benedikt Gröndal sagði í samtali við Mbl. í gær að þessar tillögur væru hans verk, byggt á persónulegu mati hans á þeim umræðum, sem fram hefðu farið til þessa. „Ég hef með þessu fyllt upp í gatið sem menn hafa talað um að hefði verið í frum- drögum mínum að stjórnarsátt- Framhald á bls. 18 Freðfiskframleiðslan hef- ur aukizt um 17,3% á árinu MIKIL aukning hefur verið í freðfiskframleiðslunni, það sem af er þessu ári og nemur aukning- in hjá frystihúsum innan vébanda Söiumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og sjávarafurðadcildar Ráðstafanir ríkisstjórnar og Seðlabanka: Starfsemi frystiiðnaðar- ins tryggð til ágústloka Sambandsins alls 9.450 lestum frá áramótum til 15. júlí s.l. Fram að þeim tíma nam framleiðslan 63.700 lestum, en á sama tímabili í fyrra 54.300 lestum. Er því heildarframleiðsluaukningin um 17.3%. Þá var Morgunblaðinu tjáð í gær að verðmæti framleiðsl- unnar hefði aukizt tiltölulega meira þar sem flakaframleiðsla hefði aukizt meir en biokkar framleiðslan á þessu ári. Framhald á bls. 18 „N okkur frystihúsanna kunna ad loka” segir Ey jólf ur í sf eld Ey jólfsson f orst jóri SH RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi í gærdag að beita sér fyrir, að Verðjöfnunarsjóði yrði gert kleift að standa við skuldbindingar sfnar út ágústmánuð. Jafnhiiða ákvað Seðlabankinn að hækka afurðalán um 13%. Þessar ákvarðanir komu í kjölfar þess að útflutningsbanninu var afiétt og mun nú útborgunarverð Verð- jöfnunarsjóðs hækka um 11% og verða það sama og ákveðið vai með fiskverðinu 1. júní s.l. Afurðaián Seðlabanka verða svip- að hlutfall af skilaverði og var fyrir 1. júní s.l. Talið er að rfkissjóður þurfi að ábyrgjast allt að 1000 millj. kr. vegna frysti- deildar Verðjöfnunarsjóðs, en enn er samt óljóst hvaða áhrif þorskveiðibannið hefur á fram- leiðslu frystihúsanna f næsta mánuði. „Það var ákveðið á fundi ríkis- stjórnarinnar í dag, að hún beitti sér fyrir að gera frystideild Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins kleift að standa við sínar skuld- bindingar út ágústmánuð, og er þá miðað við það viðmiðunarverð, sem ákveðið var í kjölfar fisk- verðshækkunarinnar í júní,“ sagði Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Forsætisráðherra bætti því við að Seðlabankinn hefði einnig í kjölfar þess að útflutningsbanni var aflétt ákveð- ið að hækka afurðalánin, í þeirri von að aflétting útflutningsbanns- ins muni losa um það fjármagn sem nú er bundið í birgðum. „Það er ekki ljóst á hve mikilli upphæð frystideiid Verðjöfnunar- sjóðs þarf að halda í júlí og ágúst, en að meðaltali er um 400—500 millj. kr. að ræða á mánuði. Venjulega hefur framleiðsla verið tiltölulega lítil þessa mánuði, en að vísu hefur borizt mikið af fiski að landi í þessum mánuði og mörg skip siglt með aflann og selt á erlendum markaði. í byrjun ágúst tekur við þorskveiðibann og er ekki ljóst hvaða áhrif það muni Framhald á bls. 19 Skattskráin lögðframá morgun SKATTSKRÁIN kemur út á morgun, fimmtudag, en áiagn- ingarseðlar hafa verið bornir út til skattgreiðenda í nokkr- um hverfum í Reykjavík. Morg- unblaðið hefur heimild fyrir því að sumir þeirra, sem fengið hafa upplýsingar um skatta sína, hafi rekið upp stór augu, því þeir hafi hækkað meir en þá óraði fyrir. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.