Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.07.1978, Blaðsíða 27
Sími50249 Caruso Hin fræga og vinsæla músik- mynd um .ævi mesta söngvara allra tíma Mario Lanza. Sýnd kl. 9. áSÆJARBið® Simi 50184 Reykur og Bófi |PGl A UNIVERSAL Picture ■ Technicolor® ■rKT Spennandi gamanmynd. Sýnd kl. 9. Beitingarvél- ar reyndust ekki nógu vel Stykkishólmi 21. júlí 1978. AÐ undanförnu hefir m.b. Þórs- nes SH 10 verið á handfæraveið- um og hafa gæftir verið á grálúðuveiðum, með lóðir. Fyrir rúmum tveimur árum keypti útgerð Þórsness beitingavélar og setti í bátinn. Þessar vélar hafa ekki reynst nógu vel og voru þær settar í land nú fyrir skömmu vegna þess að ekki var hægt áð nota þær, því flestir krókar fóru út beitulausir. Er ábyrgð þeirra ekki fyrir hendi og ekki vitað hyað verður gert, en eins og er þá er vonlaust að nota þær. Var því auglýst eftir beitingamönnum og fengust þeir. I tvo daga hefir skipið verið að veiðum og fékk á þeim um 25 tonn. Það fer ekki milli mála að tjónið af því að þurfa að hætta að nota beitingavélina skiptir milljónum og ekki er vitað hvort hægt muni vera að gera við hana, en ef hún er ónýt þá er tjónið tilfinnanlegt. Fréttaritari. Ekið á konu í Keflavík SEINNI hluta dags í fyrradag var ekið á 74 ára gamla konu í Keflavík. Varð slysið á gatnamót- um Faxabrautar og Hafnargötu. Konan var flutt á Sjúkrahúsið í Keflavík en hún var mjaðmargrind- arbrotin. I gærmorgun varð það óhapp í hraðfrystihúsinu Sjöstjörnunni í Keflavík að 15 ára gamall piltur fór með fót í snigil en unnið var að afgreiðslu íss í frystiklefa hússins. Hlaut pilturinn töluverð meiðsli. Fimm fá inni í Jónshúsi STJORN húss Jóns Sigurðssonar hefur ákveðið að veita eftirtöldum aðilum kost á afnotum af fræði- mannsíbúð hússins á tímabilinu 1. september 1978 til 31. ágúst 1979: 1. Dr. Þorkell Helgason, dósent og kona hans Helga Ingólfsdóttir, tónlistarkennari. 2. Nanna Ólafsdóttir, safnvörður. 3. Jónas Pálsson, skólastjóri. 4. Magnús Kjartansson, fv. al- þingismaður. Að þessu sinni sóttu alls 25 manns um dvöl í fræðimannsíbúð- inni á umræddu tímabili. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. JULI 1978 27 Frumsýnum í dag Svört tónlist íslenskur texti. Sýnd kl. 5 og 9. Hestamót Skagfirðinga á Vindheimamelum verður um verzlun- armannahelgina og hefst kl. 14.00 a laugardag. Keppnisgreínar: 250 m skeið. 1. verðlaun, 150 þús. krónur. 250 m stökk. 1. verölaun, 40 þús. krónur. 350 m stökk 1. verðalun, 60. þús. krónur. 800 m stökk, 1. verðlaun, 70 þús. krónur. 800 m brokk, 1. verölaun, 30 þús. krónur. Auk þess áletraöir verölaunapeningar á fyrstu hrossin í hverju hlaupi. Meðverðlaun eru veglegir minjagripir. Gæöingakeppni í A og B flokki. Frjáls sýningar- aðferð. Verölaun eru eignarbikar og farandgripir. Unglingakeppni 10—16 ára. Þátttaka tilkynnist Sveini Guömundssyni Sauöár- króki fyrir miðvikudagskvöld 2. ágúst. Léttfeti — Stígandi. Sjálfstæóisflokkurinn Staöa hans í nútíð og framtíð Almennur fundur fyrir allt Sjálfstæðisfólk verður haldinn um ofangreint efni í Sjálfstæðishúsinu VALHÖLL, Háaleitisbraut 1, miðvikudaginn 26. júlí kl. 20.30. Framsögn hafa □ Davíð Oddsson, borgarfulltrúi og □ Friörlk Sophusson, alþingismaöur. Að loknum framsöguræðum taka eftir- taldir pátt í hringborðsumræðum um fundarefnið og svara fyrirspurnum fundarmanna. □ Geir Hallgrímsson, forsætisráöherra □ Gunnar Thoroddsen, iönaöarráöherra □ Albert Guömundsson, alþingismaöur □ Ragnhildur Helgadóttir, alþingismaöur °g □ Birgir Isl. Gunnarsson, borgarfulltrúi □ Umræðurstjóri: Baldur Guölaugsson, framkvæmdastjóri. Allt sjálfstæðisfólk er eindregið hvatt til þess að mæta á fundinn. Heimdallur — Samtök ungra sjálfstæöismanna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.