Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 KROSSGÖTUM Ekki alls fyrir löngu var í dálkum þessum birt grein- arkorn sem var ætlað það hlutverk að hvetja tónlistarunn- endur til umhugsunar og um- ræðna um væntanlegan tónlist- arháskóla íslands. Þessi grein gat eflaust af sér fleiri spurn- ingar en hún fékk svarað og ekki við öðru að búast, þar sem þetta mál hefur verið afskipt að mestu. Það kom undirrituðum því skemmtilega á óvart, er hann blaðaði í skólablaði Tón- listarskólans í Reykjavík, að rekast á vangaveltur þriggja áhrifamanna um framtíð skól- ans á háskólastigi. Þar sem þetta er brýnt mál og mikilvægt að sjónarmið og vangaveltur sem flestra komist á framfæri, vil ég leyfa mér að birta nokkrar glefsur úr blaðinu. Ýmir, en svo nefnist skóla- blaðið, kemur nú út í þriðja sinn á tólf ára lífsferli, vandaðra og íburðarmeira en áður. Er ástæða að hvetja aðstandendur þess, þ.e. nemendafélag Tónlist- arskólans, til áframhaldandi þrekvirkja, því að allar „jákvæð- ar breytingar á skólastarfi koma innan frá ...“ eins og Stefán Edelstein skólastjóri Tónmenntaskólans segir í grein í blaðinu. Jón Nordal Jón Nordal skólastjóri Tón- listarskólans segir i inngangs- orðum, að Tónlistarskólinn standi á krossgötum: „Spurning- in er, hvort gera eigí skólann að framhaldsskóla eingöngu eða hvort hann eigi að sinna nær öllum stigum tónlistarnáms. Núverandi hlutverk skólans er of margþætt, a.m.k. miðað við núverandi húsnæði. I viðræðum við menntamálaráðherra hefur verið óskað eftir því að stofnuð yrði nefnd til að gera lög um Tónlistarskólann í Reykjavík og skilgreina stöðu hans og starfs- svið. Um leið þarf að samræma störf anharra tónlistarskóla í landinu þannig að hver skóli hafi sitt hlutverk. Til dæmis má nefna að Tónmenntaskólinn (fyrrum Barnamúsíkskólinn) og Tónlistarskólinn hafa haft með sér sarnstarf í mörg ár þannig að reynt hefur verið að láta námsbrautir beggja skólanna mynda samfellda heild. Tónlist- arskólinn hefur sérstöðu; er t.d. elsti tónlistarskóli landsins og gegnir hlutverki æðri skóla að miklu leyti, t.d. eru nú kenndar hér greinar, sem tilheyra há- skólastigi í tónlistarnámi er- lendis. Þó eru ekki til nein lög sem ákvarða sérstöðu hans.“ Stefán Edelstein í stuttum inngangi að grein- inni „Um hlutverk Tónlistar- skólans“ segir Stefán Edelstein m.a. að „skóli“ sé flókið og margslungið fyrirbæri sem sé svo veigamikill þáttur i lífi allra, bæði nemenda og kennara, og þá væntanlega þjóðarinnar, að „við höfum ekki efni á að láta hann afskiptalausan." Hér talar Stefán fyrir munn margra. Stefán beinir orðum sínum að vaxandi tónlistarlífi þjóðarinn- ar, hlutverki Tónlistarskólans í Reykjavík í því, og þá sérstak- lega hvernig skólinn hefur í seinni tíð þróast í það að vera „stofnun sem sinnir kennara- menntun og annarri æðri tón- listarmenntun í ríkum mæli“. Stefán segir að hlutverk skólans sem almenns tónlistarskóla „fari þverrandi". Tónlistarskól- inn er „æðri framhaldsskóli á sviði tónlistar og á góðri leið með að þróast upp í háskólastig, a.m.k. að nokkru leyti." Stefán segir að með hliðsjón af þessari þróun sé brýnt að skilgreina stöðu skólans í menntakerfinu: „Það verður ekki gert nema með því að setja lög um skólann ... Skilgreina þarf með lagasetn- ingu og reglugerð hverjar inn- tökukröfur skuli gilda í kenn- aradeildir skólans, bæði hvað varðar almenna menntun og tónlistarmenntun ... hvernig náminu skuli háttað hvað varð- ar lengd námsins, námsgreinar, námsefni, námsmat o.fl., og síðast en ekki síst hvernig tengslin við Kennaraháskóla Islands skuli í framtíðinni verða". Að sjálfsögðu er hér ekki um að raeða nema brot úr grein Stefáns, sem annars er söguleg fyrir það, að þar er í fyrsta sinn fjallað gagngert og opinskátt um draum okkar allra um íslenska tónlistarkennslustofn- un sem fær í raun staðið undir nafni. Stefán segir í lok greinar- innar, að endurbætur á núver- andi kennslufyrirkomulagi verði að grundvallast á málefnalegum umræðum, og að þokukennd og óljós mótmæli eða gagnrýni sé ekki líkleg til að hafa jákvæð áhrif á endurskoðun skóla- starfsins. Þorkell Sigurbjörnsson Aðspurður í viðtali við tíðindamenn skólablaðsins Ýmis, kvaðst Þorkell Sigur- björnsson álíta „að tónlistar- háskóli sé næsta skref“ á vegferð Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann sagði, að nú þegar væru kenndar við skólann tónlistargreinar sem gerðu það að verkum að nemendur skólans „sigldu inn í tónlistarháskóla erlendis, ekki sem byrjendur heldur sem framhaldsnemendur ..." Þorkell telur eðlilegt að það tvennt gerist samtímis, að ríkið taki að sér rekstrarkostnað og að skólinn verði færður upp á háskólastig með löggjöf. En benti á, að löggjafanum væru mislagðar hendur. Því væri full ástæða fyrir tónlistarmenn að láta til sín taka við samninga þessara laga. UM TÓNUSTAR HÁSKÓLA ÍSLANDS Ýmismenn spurðu: Setjum við markið nógu hátt? Á Tónlistar- skólinn bara að vera einskonar forskóli fyrir erlent tónlistar- nám? Þorkell svaraði, að það væri ekki nokkur ástæða til þess. En sagði jafnframt, að við gætum seint annað allri sér- kennslu á tónlistarsviðinu hér á landi. Menn yrðu að leita eitthvað út fyrir landsteinana líka. Þak yfir höfuðið I þessum Ýmisgreinum kemur það m.a. fram, hve húsnæðismál Tónlistarskólans í Reykjavík eru bágborin miðað við hið háa hlutverk sem skólanum hefur verið markað í framtíðinni. Stendur skólinn síst betur en Tónmenntaskólinn, sem er þó mun yngri stofnun. Sjálfsagt er til einhver viðunandi skýring á þessu. Hvað um það, skólinn verður að eignast þak yfir höfuðið eigi hann að ná settu marki. Skólinn verður að eign- ast tónbóka- óg hljómplötusafn. Það í sjálfu sér er algjör forsenda fyrir því að hægt sé að kenna og nema tónlist á há- skólastigi. Skólinn verður að eignast tónleikasal, og það fleiri en einn. Ytri umgjörð, þ.e. húsnæði og vinnuaðstaða, skipt- ir sköpum. Teikningin í fjölda ára ef ekki áratugi, hafa menn gælt við teikningar af nýju Tónlistarskólahúsi. Á meðan kauphallir, bændahallir og sundhallir hafa litið dagsins ljós í Reykjavík hefur Tónlistar- skólinn sem kenndur er við höfuðborgina, hokrast í bíóhúsi öllum til mikillar armæðu. Um þetta segir Jón Nordal í Ými: „Teikningar af nýju skólahúsi eru fullunnar og einmitt þessa dagana er verið að fjalla um þær í skipulagsnefnd og síðan fara þær fyrir byggingarnefnd. Fáist þær samþykktar þar, sem ég tel víst, er spurningin aðeins hvort við fáum næga fjárveitingu til þess að hefja framkvæmdir, en það hefur reynst þungur róður að kreista peninga út úr yfir- völdum. Osennilegt er að fram- kvæmdir geti hafist á þessu ári. Verður því að finna aðrar lausnir á meðan." Slíkar skammtímalausnir þekkja flestir mæta vel. Þær eru lofsverðar þar sem þær bera vott um mikla biðlund, en ámælisverðar fyrir það að hamla gegn eðlilegri framþróun tónlistarlífs. Þeirra vegna höf- um við staðið í stað á fjölmörg- um sviðum áratug eftir áratug. Og þolinmæðin vinnur ekki allar þrautir ef marka má máltækið um krákuna. Þess vegna verða tónlistarmenn að standa ein- huga að baki hugmyndinni um stofnun tónlistarháskóla á Is- landi, og hvetja ráðamenn og starfsbræður til að hefjast handa nú þegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.