Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 17 Útsýni frá þjóðveginum frá Suður Líbanon í átt til Hermonsfjalls. Reynt að múta yfir- manni kristinna hægri manna í S-Líbanon? Fré BEATE HAMIZRACHI, fréttaritara Mbl. í Metulla i í»rael._ SJÖ hundruð hermenn líbanskrar herdeildar komu fyrir tíu dögum til Kaukaba, lítils borps sem lýtur nú yfirráöum nepalskra sveita sem tilheyra öryggis- og friöargæzlusveitum Sameinuöu pjóöanna, Unifil, í Líbanon. Líbanska herdeildin kom til porpsins á leið sinni til borgarinnar Tibnin sem er borg um 40 kílómetrum norðan viö landamæri ísraels, en ætlunin var aö fara áleiðis til borgarinnar um svæöi sem eru á valdi kristinna manna. Herdeildinni er ætlaö aö taka viö gæzlustörfum írskra Unifil hermanna í Tibnin, en peir halda til gæzlustarfa annars staöar í landinu. För líbönsku herdeildarinnar var hindruð við Kaukaba er gerð var skotárás á hana frá her- sveitum kristinna hermanna undir stjórn Saad Haddads, hins umdeilda forustumanns hægri- sinna í S-Líbanon. Er það nú ásetningur hermanna hans og óbreyttra borgara í kristna hlutanum að hleypa líbönsku herdeildinni ekki feti nær því þeir telja herdeildina vera að mestu skipaða múhameðstrúar- mönnum, en aðeins að óverulegu leyti kristnum foringjum. Her- deildin hlaut þjálfun í Sýrlandi og er það talið ögra sjálfstæði kristna svæðisins í Suður Líban- on. Saad Haddad hershöfðingi heldur því fram að verði sveit- inni leyft að fara óhindrað um landsvæðin þarna þýði það hægfara eyðileggingu svæðisins og að það muni binda enda á góðvild þá sem ríkir á milli Israels og Líbanons> og gæti leitt til lokunar landamæra- stöðvarinnar „Gæðagerði". Haddad og hans fólk telur ennfremur að með því að senda herdeildina um þorp og bæi kristinna manna í stað þess að láta hana fara stytztu leið frá Beirut suður á við í gegnum Nabatia sé það ásetningur stjórnarinnar að koma af stað upplausn. Þegar herdeildin hef- ur farið áætlaða leið er fyrir- hugað að nota sömu leið til birgðaflutninga. Ibúar á þessu svæði hafa sameinazt um að láta ekki undan neinum þrýstingi, hvorki Frásögn fréttarítara Mbi íMetulla frá Bandaríkjunum, Unifil eða ísrael, um að herdeildinni verði leyft að halda áfram för sinni. Sex hægrisinnuð samtök í Suður Líbanon hafa lýst því yfir að þau hyggist berjast til síðasta manns ef herdeildin reyni að halda áfram ferð sinni suður á bóginn. Við messur í öllum kirkjum kristinna manna þar á sunnudag sóru almennir borgar- ar við heilagt að berjast til síðasta barns og konu fyrir þeim rétti að fá að vera frjálsir Líbanir í stað þess að bíða lægri hlut fyrir hinum sýrlenzka óvini. Að lokinni messugjörð héldu prestarnir til stöðva Saddads og blessuðu skriðdreka og byssur og jusu vopnin heilögu vatni. Undanfarna daga hafa foringjar Unifil herdeildanna í Líhanon reynt að fá Haddad og hans fólk til að falla frá afstöðu sinni gagnvart ferðalagi her- deildarinnar. I þessu sambandi hefur franski hershöfðinginn Jean Paul Cuq sem er aðstoðar- yfirmaður allra Unifil sveita í Líbanon gengið svo langt að reyna að múta Haddad í nafni stjórnarinnar í Líbanon. Bauð Cuq Haddad 200,000 Banda- ríkjadali í reiðufé og vegabréf, og bað hann um að hverfa til Bandaríkjanna. Haddad hers- höfðingi hefur harðlega mót- mælt þessari mútutilraun eins valdamesta fulltrúa SÞ á svæðinu við embættismenn Sameinuðu þjóðanna. Að undanförnu hafa hverfi kristinna manna í Beirút orðið fyrir einni grimmilegustu skot- hríð í tvö ár frá svonefndum friðargæzlusveitum Sýrlendinga sem komu til Líbanon fyrir tveimur árum. Blaðamenn skýra svo frá að hundruð kristinna borgara, karlar, konur og börn, hafi verið felld eða særð í skothríðinni sem staðið hefur í vikutíma. Haddad hershöfðingi heldur því fram að þegar sýrlenzku sveitirnar hafi brotið mótspyrnu kristinna íbúa í Beirút á bak aftur muni þær snúa sér að svæðum á valdi kristinna íbúa í Suður-Líbanon. Að loknum fundi utanríkis- nefndar ísraelska þingsins í gær létu nefndarmenn svo um mælt að ísraelar ættu að skerast í leikinn með hervaldi ef nauðsyn bæri til, til að stöðva árás Sýrlendinga á kristna íbúa Líbanon. Hvað sem öðru líður er líbanska herdeildin enn um kyrrt í Kaukaba og á hún ekki mikla möguleika á að færa sig frekar suður á bóginn. Sýr- lendingar halda enn uppi kerfis- bundnum eyðingar aðgerðum sínum gegn borgarhverfum kristinna manna í Beirút og spenna eykst dag frá degi í landinu. Sigurlaug Bjarnadóttir: Þegarþetta erskrifað... „Þegar þetta er skrifað" — er orðið að einskonar viðlagi í vangaveltum manna að undanförnu um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Staðan kynni að breytast fyrr en varði, eitthvað hlaut að fara að gerast. En þegar þetta er skrifað, sex vikum eftir Alþingiskosningar, hefir því miður ekkert gerzt. Á meðan sigurvegarar kosninganna þreyta hnútukast og svívirðingar hvor í annars garð vofir yfir stöðvun atvinnufyrirtækja, og gengisfelling liggur í loftinu — er reyndar þegar viðúrkennd staðreynd, Innflytjendur keppast við að nota sér hið falska gengi og tilheyrandi kaupæði hefir gripið almenning. Hvað skyldi langt í það, að gjaldeyrissjóðir okkar verði tæmdir í botn? Það hefir víst gerzt fyrr, en við furðu seinir að læra af reynslunni — eða hefir nokkur orðið var við, að lagðar væru einhverjar hömlur á gjaldeyriseyðslu í því hættulega millibilsástandi, sem nú ríkir, á meðan landið er í rauninni stjórnlaust. Og hver veit hve lengi það ástand á eftir að vara enn? Óþarfi er að eyða miklum tíma í tilraun til þjóðstjórnar, þar sem ljóst er orðið það sem mann grunaði strax í upphafi, að Alþýðubandalagið þorir ekki og vill ekki taka á sig ábyrgð í neinni stjórn. Þegar þetta er skrifað eru þó menn í öllum flokkum — þrátt fyrir allt — sammála um eitt: Að lausn efnahagsvandans, veruleg hjöðnun verðbólgu, sé það höfuðverkefni, sem næsta ríkisstjórn, hvernig sem hún verður skipuð, verður að leysa. Um það er þó tómt mál að tala, á meðan ekki er horfið frá þeim sjálfvirku tengslum verðlags og kaupgjaldsvísitölubindingu launa, sem við íslendingar, einir þjóða, righöldum í, hversu kolvitlaust sem það er og fjandsamlegt öllu jafnvægi og réttlæti í launamálum. Á hinum Norðurlöndunum öllum, í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi er þessi sjálf- virka vísitölubinding, sem við búum við, ýmist bönnuð með lögum eða framkvæmd með ýmiskonar tak- mörkunum, sem taka mið af getu þjóðarbúsins til að hækka kaupgjald til launþega. Sé fallist á sérstakar verðbótagreiðslur, kemur sama upp- hæð á öll laun en ekki hlutfallslega hækkandi, eftir því sem launin eru hærri eins og tíðkast hjó okkur og er kórónan á vitleysuna og ranglæt- ið. Sjá ekki allir heilvita menn, að þetta getur ekki gengið lengur og er það ekki meira en lítið hörmulegt, hvernig vinstri menn, sem illu heiili ráða mestu í íslenzkri verkalýðfor- ystu, hafa komist upp með að halda þeirri blekkingu að láglaunafólki, að með þessu forkastanlega kerfi séu þeirra hagsmunir bezt tryggðir? Þegar þetta er skrifað hafa tilraunir til myndunar vinstri stjórnar farið út um þúfur. Um tíma virtist þó horfa líklega um, að þær tækjust og samstaða milli hinna þriggja viðræðuflokka: Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Fram- sóknar um, að afnema skyldi febrúarlög fráfarandi ríkisstjórnar og bráðabirgðalög frá maí s.l. „Sólstöðusamningarnir" frá í fyrra skyldu ganga í gildi óskertir. Þetta hefði þýtt, samkv. útreikn- ingum þjóðhagsstofnunar að hinir lægst launuðu hefðu fengið 1—2% launahækkun en þcir hæst launuðu 11.5%. í krónutölu og miðað við nokkra starfshópa kemur dæmið þannig út, að Sóknar-kona fengi í hækkun á mánaðarlaun 4.552 kr. Dagsbrúnarmaður 10.672 kr„ prófessor og þingmaður (Ólafur Ragnar Gr.) 66.671 kr. og ráðherra 94.610 kr. Svona vildi sem sagt ný vinstri stjórn, í krafti göfugra vinstri hugsjóna um þjóðfélagslegt réttlæti, framkvæma hina marg- rómuðu launajöfnunarstefnu sem allir stjórnmálaflokkar þykjast vilja berjast fyrir. Eðvarð Sigurðsson er sá einasti eini úr röðum Alþýðubandalagsins, sem í öllu þessu umræðuþvargi um stjórnarmyndun undanfarnar vikur, hefur heyrst gefa til kynna — eins og með hálfum hug þó — að hann fyrir sitt leyti væri því mótfallinn að fullar verðbætur kæmu jafnt á hæstu laun sem hin lægstu. En auðvitað kemst Eðvarð ekki upp með neinn moðreyk og auðvitað þótti hann, formaður Dagsbrúnar, ekki rétti maðurinn í viðræðunefnd hins eina sanna verkalýðsflokks um stjórnarmyndun. Þegar þetta er skrifað bíður íslenzka þjóðin þess, langþreytt, leið og reið, að tekið verði af skarið af röggsemi og festu, sanngirni og lagni. Óhætt er að fullyrða, að yfirgnæfandi meirihluti sjálfstæðis- manna var að kosningum loknum mótfallinn þátttöku í ríkisstjórn. En hvað er til ráða, þegar sigurvegar- arnir hafa gefizt upp á sigrinum? Auðvitað væri Sjálfstæðisflokkn- um, stærsta og ábyrgasta stjórn- málaflokknum, flokki allra stétta, bezt treystandi til að finna viðun- andi lausn, þótt óhönduglega tækist honum, í samvinnu við Framsókn, með febrúarlögunum s.l. vetur að koma fram sjálfsagðri leiðréttingu í launamálum. Hið feyknalega launa- skrið ásamt óðaverðbólgu, sem hófst með sprengisamningunum í febrúar Sigurlaug Bjarnadóttir 1974 undir þáverandi vinstri stjórn, hefir, illu heilli, ekki verið stöðvað, m.a. vegna óskiljanlegrar andstöðu verkalýðsforystunnar við nauðsyn- legar umbætur á meingölluðu og vitlausu vísitölukerfi, sem hefir stöðugt verið að breikka bilið milli hinna hæst- og lægstlaunuðu í þjóðfélaginu. Þegar þetta er skrifað er því svo komið, að ekkert væri sjálfsagðara og líklegra til að lægja öldur óánægju og beiskju í þjóðfélaginu og stuðla að „þjóðarsátt" heldur en, að sett væri stöðvun á allar hækkanir á hæstu laun fram að næstu áramót- um — eða til 1. des, þegar almennir kjarasamningar renna út. (Ýmis óþörf og andkanaleg fríðindi tekjuhæstu manna í ríkiskerfinu, svo sem hálfgefins bifreiðar 3ja hvert ár, mættu niður falla.) Þetta kann að vera erfiðara en það virðist í fljótu bragði og ekki dettur mér í hug, að slík ráðstöfun myndi leysa allan vanda. En hún myndi áreiðanlega til þess fallin að bæta andrúmsloftið, ekki síst ef hún næðist fram með vinsamlegu sam- ráði og samþykki hlutaðeigandi launþegasamtaka. Þegar þetta er skrifað er efna- hagslegt sjálfstæði okkar ógnað, verði haldið áfram á sömu braut. Þjóðin kemst ekki út úr vítahringn- um án þess hún færi einhverjar stundarfórnir. Hver á að verða fyrstur til? — Sóknarkonan, Dagsbrúnarmaðurinn eða ráðherr- ann og alþingismaðurinn, banka- stjórinn, flugstjórinn, læknirinn, iðnmeistarinn? Launastöðvun hjá hátekjumönn- um sem „fyrsta skref“ væri ráðstöf- un í senn pólitískt sterk, siðferðilega kórrétt og mannleg í bezta lagi. — Við leitum stu.idum langt yfir skammt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.