Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 35 ÖRUGGUR SiGUR KR Á HÚSAVÍK ÞAÐ virðist fátt geta bjargað Völsungum frá falli niður í 3. deild, í gær fengu þeir efsta liðið KR í heimsókn og áttu Völsungar aldrei möguleika á stigi. KR sigraði 3—0 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 1-0. Sverrir Herbertsson skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu þegar á 4. mínútu. Annað markið skoraði Stefán Örn Sigurðsson eftir að Sæbjörn Guðmundsson hafði skotið í stöng. Það var á 14. mínútu síðari hálfleiks. Korteri síðar þakkaði Stefán fyrir sig með því að senda knöttinn til Sæbjarnar, sem var í dauðafæri og innsiglaði öruggan sigur. Sigur KR-inga hefði getað verið enn stærri, því að tvívegis áttu þeir skot í þverslána hjá Völsungi, auk f jölda annarra færa sem ekki voru nýtt. Sæbjörn var bestur í liði KR, en hjá Völsungi réði meðalmennskan ríkjum, þrátt fyrir mikla baráttu. Leikinn dæmdi Þóroddur Hjaltalín og var samkvæmur sjálfum sér. BA/-gg. OLSARAR ÍÚRSLIT VÍKINGUR frá Ólafsvík -tryggði sæti sitt í úrslitakeppni 3. deildar, er uppgjör toppliöanna í riðlinum fór fram á Ólafsvík í gærkvöldi. Það var Afturelding úr Mosfells- sveit sem sótti Víking heim. Víkingur sigraði í leiknum með tveimur mörkum gegn einu og voru öll mörkin skoruö í fyrri hálfleik. Leikurinn var afar opinn og spenn- andi, mýmörg færi hjá báöum liðum, stangarskot og fleira. Atli Alex- andersson og Jóhannes Kristjónsson skoruöu fyrir Víking snemma í leiknum og Aftureldingu tókst aöeins að svara fyrir sig með marki Hafþórs Kristjánssonar rétt fyrir leikhlé. Grétar Norðfjörð dæmdi leikinn og gekk honum frekar illa aö hemja leikmennina, tveir fengu þó aö sjá gula spjaldið. TM/— gg. Sjá einnig íþróttir bls. 23 JHorounltlnbit* íDróltir • Sveinn Skúlason. markvörður UBK horfir á eftir knettinum í netið eftir þrumuskot Karls Þórðarsonar. Matthías (nr. 10) átti sendinguna á Karl. Sveinn var nærri því að verja, hafði hendur á knettinum. en það dugði ekki til. (Ljósm. -gg.) Fáliðaðir hlutu Blik- arnir að tapa fyrir ÍA ÞAO FÓR eins og flestir reiknuðu reyndar með, að það yrðu lið Vals og ÍA sem leiða myndu saman hesta sína í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ. í fyrrakvöld tryggði Valur sér sinn sess og í gærkvöldi var röðin komin að Skagamönnum. Og fyrir leikinn hefði mátt ætla, aö hann væri ekkert annað en formsatriöi, vegna þess aö slíkur hörgull er á mannskap í röðum Bllkanna um þessar mundir, að þeir höfðu aðeins 2 varamenn. Þeir eru einir 7 sem dvelja á Spáni um þessar mundir og nenna þessu ekki lengur. Fleiri leikmenn UBK eru á leiöinni í sumar og sól á Spáni og þegar agaleysiö er slíkt, er ekki aö undra þó aö þeir leikmenn, sem heima sitja, nái litlum árangri. Þrátt fyrir þaö var mesta furða hve Blikarnir stóðu í Skagamönnum, þeir fengu færi sem þeir heföu átt aö skora úr, sérstaklega Hákon rétt fyrlr lelkslok, en það var sama sagan og fyrr í sumar, lánleysið og klaufaskapurinn var fullkominn. Skagamenn unnu leikinn með marki Karls Þóröarsonar þegar 10 mínútur voru til ielkhlés. Leikurinn var þófkenndur framan boltann, en uppi við mörkin réð alger breytast, því að þó leikurinn væri lítið af, Skagamenn heldur meira með lognmolla ríkjum. Það átti eftir að augnayndi fengu bæði liðin góð ------------------------------------------- marktækifæri, en þó Skagamenn & Meistararnir þegar í forystu í golfinu BJÖRGVIN Þorsteinsson frá Akureyri, íslandsmeistari í golfi fimm síðastliðin ár, tók forystuna strax fyrsta keppnisdaginn á íslandsmótinu í ár. Meistaraflokkurinn leikur í Leiru og að loknum fyrstu 18 holunum eru þeir efstir og jafnir Björgvin Þorsteinsson og Sigurður Hafsteinsson, GR, en báðir léku þeir á 73 höggum. í meistaraflokki kvenna, sem keppir á Nesvellinum, er íslandsmeistarinn frá í fyrra, Jóhanna Ingólfsdóttir, GR, í efsta sæti. Hún lék í gær á 80 höggum, einu höggi betur en Kristín Pálsdóttir úr Keili. Útlit er fyrir hörkukeppni í öllum flokkum, en eftir fyrsta keppnisdaginn er staðan þessi í meistaraflokki karla. Bjtfrgvin þorstoinsson. GA 73 SÍKurður Hafsteinsson. GR 73 Óskar Sæmundsson. GR 75 I»orbjtfrn Kjærbo. GS 75 Geir Svansson. GR 7fi . Sveinn SÍKurberKsson. GK 77 Hannes Eyvindsson. GR 79 Ilallur þórmundsson GS 79 Gunnar Finnbjtfrnsson. GK 80 Óttar Ynsvason. GR 80 þórhallur IIólmKUÍrsson. GS 80 Eins og áður sagði, þá keppir meistaraflokkurinn á Hólmsvelli í Leiru. Völlurinn skartar sínu fegursta um þessar mundir og veðurguðirnir léku við hvurn sinn fingur í gær. Veðrið var ekki síðra á Hvaleyrarvellinum og á Nesinu og þeir hafa örugglega verið margir kylfingarnir, sem báðu þess í gærkvöldi, að veðrið héldi áfram að vcra eins blítt. Keppnin í meistaraflokki hefst klukkan 13 í dag. í 1. flokki karla keppa þeir kylfingar sem eru með forgjöf frá 7 —12 og taka 37 kylfingar þátt í þessum flokki. Keppt er á Hval- eyrarvelli og hefst keppnin í dag klukkan 13 hjá þeim. f gær voru eftirtaldir sterkastir. Jón I'nr Ólafsson. GU Guðmundur í’nrarinssnn. GV 81 Virtar Þorsteinsson. GA llrnninK Bjarnason. GK 82 SÍKurdur II. UinRsted. GA 83 Knútur Ujörnsson. GK 81 GuAlauRur Kristjánsson. GS 81 2. flokkur karla er fjölmenn- asti flokkurinn í þessu íslands- móti en keppendur þar eru 62. Kylfingar í þessum flokki hafa forgjöf 13—18. Eftir fyrsta dag- inn er staðan þar þessi. Ilannes Hall. NK Jóhann Einarsson. NK 83 Einar Guólaujfsson. NK 81 Finnbjtfrn Finnbjtfrnsson. GK 85 3. flokkur karla keppir á Hvaleyrinni og fara fyrstu kylfingarnir úr þeim flokki út klukkan 8.30 í dag. 34 kylfingar A »i • Sveinn Sigurbergsson var meðal keppninnar í meistaraflokki í golfi. þeirra bestu fyrsta dag eru í flokknum, forgjöfin er 19 og hærra. í gær náðu eftirtaldir beztu skori. IIcIkí Gunnarsson. GK 93 Stcfán II. Stofánsson. NK 93 Samúcl Jónsson. GR 95 SÍKuróur Runólfsson. NK 95 SÍKurður Hólm. GK 97 Kolbcinn Kristlnsson. GOS 98 Meistaraflokkur kvenna keppir á Nesvellinum og þar er útlit fyrir hörkubaráttu. Eftir fyrsta dag er staða efstu þessi« Jóhanna Imcólfsdóttir. GR 80 Kristín Pálsdóttir. GK 81 Jakohína GuðlauKsdóttir. GV 81 Hanna Aóalstcinsdóttir. GK 85 SóIvcík Porstcinsdóttir. GK 80 í 1. flokki kvenna eru efstar eftir íyrsta dag. Ivristin Eidc. NK 92 SÍKríöur II. Ólafsdóttir. (íll 97 Sjiifn Guöjónsdóttir. GV 98 Hcrdís SÍKuröardóttir. GR 99 Elín Ilanncsdóttir. (íL 99 Kvennaflokkarnir og 2. flokk- ur karla leika á Nesvellinum og heiðrar Nesklúbburinn einn kylfing á hverju kvoldi. Er þá eitthvað fundið til, sem með öllu er óskylt efstu sætunum í hverjum flokki. Þannig fékk Sveinn Finnsson málverk fyrsta dag mótsins og í gær var Kristin Einarsdóttir úr Eyjum sú heppna og fékk hún matarboð á Hótel Sögu fyrir tvo. miklu fleiri. A 10. mínútu kom það fyrsta, en Sveinn varði vel frá Pétri. Tveimur mínútum síðar átti Sigurjón Rannversson gott skot eftir snjallan undirbúning Hákons, en Jón Þor- björnsson varði meistaralega. Þetta var besta færi Blikanna í fyrri hálfleik, en Skagamenn fengu nokkur í viðbót, Matthías, sem byrjaður er að leika með að nýju, og Jón Alfreösson voru í færi án þess að nokkuð yrði úr. Markið kom á 35. mínútu, er Matthías lék upp að er.damörkum vinstra megin og gaf góðan bolta út á Karl Þórðarson sem skaut þrumu- skoti í markvinkilinn. Sveinn var mjög nærri því að verja, hafði hendur á knettinum, en hélt honum ekki og inni lá hann. Fyrri hálfleikur vai slakur í heildina, en sá síðari var enn verri, einkum síðari hlutinn. Skagamenn fengu nokkur færi framan af, Matti skallaði yfir opið markið og Sveinn varði vel skot frá Jóni Alfreðssyni og Pétri. Um miðjan hálfleikinn fékk Hákon Gunn- arsson síðan dauöafæriö sem áður var minnst á, Skagavörnin gufaðf skyndilega upp og Hákon stóð einn með boltann í vítateignum, en hann hikaði um of og Jón bjargaði frábærlega með úthlaupi. Eftir þetta hafði leikurinn einkennileg svæfandi áhrif á mann og hann fjaraði smám saman út, uns Valur Ben, sem hefur gert betur, blés og tilkynnti leikslok. Skagamenn gera því í haust níundu tilraun sína til þess að klófesta bikarinn og leika gegn liðinu sem gerði að engu sjöundu tilraunina fyrir tveimur árum, Val. Blikarnir gerðu það gott miðað viö aðstæður, vörnin vár í betra lagi, þó langt væri hún frá því að vera trygg og spil Blikanna úti á vellinum var oft laglegt. En sóknin var í kalda koli. Hákon var langbestur í liði UBK og þeir Benedikt og Einar voru einnig góðir. Skagamenn verða sennilega fyrstir að viðurkenna það, að þetta hafi ekki verið þeirra besti leikur í sumar. Þetta var þó ekki heppnissig- ur. Karl Þórðarson og Pétur Péturs- son voru framúrskarandi í liði ÍA, en vörnin var einnig mjög góð í heildina. —99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.