Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 13 „Dauðadóma man ég enga” Sú ákvörðun eins áhrifamesta stjórnmálamanns í Vestur-Þýzkalandi, dr. Hans Filbinger, að segja af sér forsætisráðherraembætti Baden-WUrtembergfylkis, kom fæstum í opna skjöldu. Þrátt fyrir að hann aftæki með öllu að gangast við þeim hræsilegu sökum, er á hann hafa verið bornar síðustu mánuði, var snemma sýnt hvernig böndin bárust að honum, er dyggir stuðningsmenn treystust ekki einn af öðrum til að halda yfir honum hlífiskildi lengur. Dr. Hans Filbinger hefur tvímælalaust verið einn illvígasti andstæðingur núverandi Bonnstjórnar. Hann naut gífurlegrar hylli í fylki sínu, eins og frækilegur sigur kristilegra demókrata í síðustu kosningum í öðru stærsta fylki landsins sönnuðu. Fyrir almenningssjónum var Hans Filbinger allt fram á síðustu tíma ímynd festu og siðvendni og margumtalaður sem væntanlegt forsetaefni flokksins. Fall Hans Filbingers er því hátt. Enda þótt hann hafi síður en svo í hyggju að draga sig úr stjórnmálum, og muni, eftir því sem næst verður komizt, leiða flokk sinn áfram um sinn í Baden-Wiirtemberg, kallar feigð að pólitískum frama hans. Það, sem áður var geislabaugur dýrlings, er orðið honum snara á hálsi. Aðdraganda afsagnarinnar ' hafa þegar verið gerð skil í fréttum. Filbinger er sakaður um að hafa dæmt til dauða tuttugu og tveggja ára gamlan þýzkan sjóliða Walter Gröger, og séð til þess að dóminum var fullnægt í Noregi aðeins sjö vikum áður en seinna heimsstríðinu lauk. Einnig var því uppljóstrað að Filbinger hefði reitt böðulsexina í, tveimur tilvikum öðrum en að vísu slegið í vindinn; liðhlauparnir komust undan. Þá dæmdi Filbing- er 19 ára gamlan ungling til dauða fyrir að ræna verzlun, er skemmzt hafði í sprengingu. Hann mildaði þó dóminn síðar og sendi sakborn- inginn í fangelsi. Það var vestur-þýzkur rithöf- undur, Rolf Hochhuth, sem fyrstur fletti ofan af fortíð leiðtogans. Tímaritið „Der Spiegel" hafði að vísu dróttað að honum órökstudd- um fullyrðingum árið 1972 en orðið að lúta í lægra haldi fyrir dómstólum. I febrúar á líðandi ári dró Hochhuth fram í dagsljósið skjöl, er tóku af öll tvímæli um að Filbinger hefði fyrirskipað aftöku óstýriláts sjóliða í Noregi að lögum nazista, en dr. Filbinger er lögfræðingur að mennt og þjónaði ýmist sem saksóknari eða dómari við þýzka flotann á seinni hluta stríðsins. Málið vakti strax óskipta at- hygli, enda þótt fáum byði í grun hver eftirleikurinn ætti eftir að verða. Fyrstu viðbrögð Filbingers voru að þverneita ábyrgð á lífláti sjóliðans og kvaðst hann muna óglöggt eftir atburðinum, þrátt fyrir að hann hafi sjálfur orðið vitni að er Gröger var leiddur fyrir aftökusveitina 16. marz 1945. Blöð og tímarit höfðu strax hratt á hæli að afla upplýsinga og létu pólitískir óvildarmenn forsæt- isráðherrans tækifærið ekki úr greipum sér ganga. Leikurinn harðnaði og brátt varð Filbing- er-málið mest áberandi fréttaefni í þýzkum blaðaheimi. En sjálfur lét Filbinger engan bilbug á sér finna og ekkert virtist raska andlegu jafnvægi hans. Orðin „sjúklega hrein samviska Filbing- ers“ bergmáluðu í Vestur-Þýzka- landi með vorinu. Þann 12. maí lýsti hann yfir: „Ég hef aldrei á ævinni fellt dauðadóm yfir nokkr- um rnanni." Engum duldist að hinn kæni lögréttumaður ætlaði að reka af sér frýjuorðin með óbilandi hörku og sjálfréttlætingu. En með því að undiraldan óx hlaut Filbinger eigi að síður að hnika afstöðu sinni þótt hann sýndi enga frekari tilburði til að axla sökina. Hann lét nú hafa eftir sér að hann hefði á sínum tíma gert allt, er í valdi hans stóð, til að þyrma sökudólgnum en orðið að hlýða skipun yfirboðara. Gat hann þess jafnframt að hann hefði oftar en einu sinni forðað afbrotamönn- um frá snöru nazista. Fyrst þótti mönnum þó stungin tólg er Filbinger kvað upp úr um að þegar allt kæmi til alls gæti það vart talizt órétt nú, sem lögmætt var á stríðstímavísu. Slík ummæli eru mannskemm- andi fyrir „okkur alla“ sagði Helmut Schmidt kanzlari. „Fil- binger hefur tiæmi nashyrnings" sagði Willy Brandt. Lesendadálkar blaðanna tóku að þrútna og mátti m.a. finna eftirfarandi orð í tímaritinu „Ðer Spiegel" seinni hluta maímánaðar: „Arma Þýzka- land — hve soralegir staðgenglar þínir.“ — „Dr. Filbinger fulltrúi Sambandslýðveldisins? Hræðilegt, óhugsandi og þó satt“ og „Hvenær verður mælir þessa Hitlerstrúa sjóliðsdómara fullur?" Fyrsti raunverulegi ósigur for- sætisráðherrans var úrskurður fylkisdómstólsins í Stuttgart að j rithöfundurinn Hochhuth hefði ; með fullum rétti kallað Filbinger | „ógnardómarann" í blaðagrein í1 „Die Zeit“. Var niðurstaða réttar- ins sú að með hliðsjón af atferli hans í Gröger-málinu væri upp- nefnið ekki ámælisvert og var Filbinger gert að greiða máls- kostnað. Leiðtoginn lét þó síður en svo hugfallast og ýsti yfir að úrskurðinn mætti eftir sem áður skoða sem ávinning fyrir sig. Filbinger var ekki búinn að bíta úr nálfnni með fortíðina. I lok maí birti Hamborgarblaðið „Stern" frásögn gamals skólafélaga Fil- bingers er kvaðst muna hann í Freiburg klæddan SA-storm- sveitabúningi. Tímaritið „Der Spiegel" birti einnig greinarstúf, er Filbinger hafði ritað árið 1935, 21 árs að aldri, þar sem lýst er réttarfari nazista. Þar má m.a. lesa eftirfarandi: „Það var þjóð- ernissósíalisminn, sem fyrstur lagði andlegan grunn að árangurs- ríkri endurreisn þýzks réttarfars" ... „Þjóðarheild er fyrst og fremst kynstofnssamfélag í þjóðernis- sósíalískum skilningi. Blóði þess verður að halda hreinu ásamt hinum kynþáttalega mikilvægu þáttum þess.“ Lögð er áherzla á að hvert einstakt ríki sníði sér eigið réttarfar og velti á miklu að ungir lögfræðingar taki mið af því. En Hans Filbinger barðist aldrei af meiri dirfsku en nú. Hann vísaði dylgjum þeim alger- lega á bug að umrædd grein túlkaði í minnstu viðhorf hans sjálfs á nazistatímanum. Kvað hann einungis vera um að ræða glósur, er hann hefði tekið niður í fyrirlestri á námsárum sínum, og þvi furðuleg ósvífni fréttarits að dreifa slíkum óhróðri þegar þess er gætt að nazistar hefðu snemma haft mjög gott tangarhald á þýzkum háskólum. Flokksmenn hans og foringjar, þar á meðal Helmut Kohl, leiðtogi kristilegra demókrata, treystu nú enn betur varnargarðinn umhverfis Filbing- er. Ekkert, sögðu þeir, fór nú lengur á milli mála. Árásirnar á Filbinger voru samantekin ráð öfgaafla á vinstrivængnum. Engu síður fann Filbinger sig nú í fyrsta skipti knúinn til að svara háværum röddum á blaðavett- vangi. Hann reit m.a. grein í tímaritið „Die Zeit“ þar sem hann fullyrti að hann hefði verið starfsamur andspyrnumaður gegn Fall Hans Filbingers nazistum í stríðinu. Sagði hann að þeim einum, er þekktu hann náið, væri kunnugt um hversu þungt honum féll að vera skipaður dómari við þýzka flotann. Skömmu síðar ávarpaði hann þingið í Baden-Wurtemberg og lagði æru sína að veði við því að hann hefði gegnt skyldum sínum sem sjóliðs- dómari eftir beztu vitneskju og sannfæringu. Sú fullyrðing h'ilbingers að hann hefði ætíð haft hagurbal á nazist- um þótti mörgum dirfskufull. Þannig sagði t.d. í „Der Spiegel" 22. maí: „Auðvelt væri að fyrirgefa Filbinger skrifin frá 1935 sem bernskubrek kæmu þau ekki ná- kvæmlega heim og saman við myndina af Hans Filbinger sjó- liðsdómara og væri hann ekki í sífellu að tönnlast á mótþróa sínum gegn nazistum á námsárun- um. Það sem undraði lesendur var ekki að virtur leiðtogi skyldi hafa komið við sögu á valdatíma nazista heldur að hann virtist staðráðinn í að gefa hvergi þuml- ung eftir. Lesandi í Hamborg skrifaði t.d.: „Það, sem veldur mér mestum vonbrigðum er að þér eruð ófær um að iðrast og reynið framar öllu að réttlæta aðeins sjálfan vður.“ Þýzkir liöhlaupar í gálganum 1945. Snemma júlímánaðar var því síðan ljóstrað upp í sjónvarps- þætti að Filbinger hefði kveðið upp tvo aðra dauðadóma yfir liðhlaupum að þeim fjarverandi undir lok stríðsins. Filbinger brást við með því að kalla dóma þessa „vofudóma" og bar því við að hann hefði alls ekki munað eftir þeim. Og nú sprakk blaðran.- Menn spurðu „Hvort hann er nazisti eða ekki, hvers konar manngerð er það, sem gleymir dauðadómum?" Skeleggustu stuðningsmenn Fil- bingers innan flokksins áttuðu sig skyndilega á breyttri stöðu. Fil- bingerfuktin var farin að fæla kjósendur frá flokki kristilegra demókrata, sem á stórmikilvægar kosningar í vændum í Hessen í október. Þegar uppgötvaðist í byrjun ágústmánaðar að Filbinger hefði staðið að fjórða líflátsdómnum samkvæmt upplýsingum úr skjala- safni ríkisráðuneytisins í Stutt- gart lá ljóst fyrir að Filbinger hefði hylmt yfir sannleikann. Að undirlagi forystumanna og fylgj- enda ákvað hann að segja af sér eftir 33 ára þátttöku í stjórnmál- Hans Filbinger. ímynd festu og siðvendni. um. En sjálfsöryggið hefur ekki látið á sjá. Síðast á mánudag talaði hann um „embættismorð" og að hann hefði þolað „þungbært óréttlæti". Vera má að þær miklu vinsældir, er Filbinger átti að fagna í tíð sinni sem forsætisráð- herra, hafi átt sinn þátt í ofdirfsku hans og erfiðleikum bundnum því að játa mistök sín. Engum blöðum er um það að fletta að hann var dáður sem strangur og réttsýnn landsfaðir í fylki sínu. Þetta sýna m.a. úrslit skoðanakönnunar í nóvember 1976 en þá studdu hann 72,6 af hundraði á móti 10,1 af hundraði er studdu frambjóðanda jafnaðarmanna, Eppler. En í hverju voru mistök Hans Filbingers fólgin? Greinilegt er í fyrsta lagi að sú staðhæfing hans að hann hefði verið neyddur til að taka við dómaraembættinu var skot yfir markið. Stöður af þessu tagi voru eftirsóttar og höfðu oftast i för með sér skjótan frama. Filbinger virðist hafa átt tveggja kosta völ, beggja illra. Hann hefði einfaldlega getað viðurkennt að hafa verið á bandi þrælsótta eins og milljónir annarra Þjóðverja. Annar kostur var sá að játa að hann hefði látið glepjast af réttarfari nazista og álitið líflát hins unga liðhlaupa réttmætt og að lögum á þeim tíma. Líkur eru á að Filbinger hefði getað staðið af sér rokið hefði hann tekið annan hvorn kostinn. Að minnsta kosti hefði það ekki gefið tilefni til frekara moldroks. Filbinger brá hins vegar á þriðja ráð, sem gerði útslagið. „Sá, sem gerir skyldu sína í stríði á ekki að þurfa að sæta ákúrum fyrir það á okkar dögum“ skrifaði verjandi Filbingers. En Filbinger hafði einfaldlega ekki gert lýðum ljóst hvort hann hafði gert skyldu sína eða ekki. Hafi hann álitið dóminn réttan átti hann að standa þar við, hafi honum fundizt hann of strangur hefði hann átt að gera grein fyrir óánægju sinni skriflega á þeim tíma. Skelfilegast af öllu hlýtur þó að teljast að Filbinger kvaðst ekki muna eftir dauða- dómnum. Dauðadómi yfir ungum manni, sem hann fyrirskipaði og varð vitni að sjálfur. Þegar á allt er litið var það ekki fortíð Hans Filbingers, sem varð honum einkum að falli heldur öllu frekar getuleysi hans til að gera upp sakirnar við hana með öðrum hætti en undanbrögðum og sjálfsvörn. (Dcr Spiegel. Reuter. Die Welt) —kp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.