Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 Leifur Jónsson læknir: Enn um Hafn- arfjarðarveg Rvk. 5/8 '78. Þessu máli hefur verið mikill gaumur gefinn upp á síðkastið, fundir haldnir, greinar skrifaðar í dagblöð og kosningabæklinga og nú loks í gangi undirskriftasöfnun. Ætla mætti þannig að nóg væri að verið, en skrif Ágústs Þor- steinssonar í Mbl. 5/8. sýna að enn er á sveimi mikill misskilningur á eðli málsins. Hér er um samgöng- ur Reykjavíkur við aðrar byggðir á Reykjanesi að ræða. Allir munu sammála um nauðsyn og hlutverk Reykjanesbrautar framtíðarinnar, en enn vantar sem kunnugt er spottann frá Breiðholtsbraut, fram hjá Vífilsstöðum, að núverandi Keflavíkurvegi við Set- berg. Þessi vegur á eftir að hafa verulega þýðingu fyrir samgöngur Garðbæinga við Reykjavík og eins til vesturs. Vegna eðlis umferðar um þessa væntanlegu Reykjanesbraut, er vart hægt að hugsa sér tengingu hennar við gatnakerfi Garðabæjar í öðru en slaufuformi, þ.e. einfald- ar lausnir á borð við umferðarljós, koma ekki til greina. Þegar hins vegar er farið að ræða um Hafnarfjarðarveginn, er deilt um margt, m.a. staðsetningu í fram- tíðinni. Sé vegi þessum fylgt frá Reykja- vík, nefnist hann fyrst Kringlu- mýrarbraut og eru tvær akreinar hvora leið. Kópavogsbúar líta á veg þennan sem hraðbraut og hafa lagt í tugmiljónakostnað til að komast í samband við hana sem slíka, enda hægt að aka viðstöðulaust í átt til Garðabæjar. Á Arnarneshálsi tekur hins vegar draumurinn enda. Vegarspottinn þaðan og í Engidal er samkvæmt skýrslum sfeærsta slysagildra í vegakerfi landsins. Þó ekki kæmi til nema þessi ástæða, er þörf á róttækum aðgerðum og dugar þá hvorki breikkun né ljós. Leifur Jónsson, læknir. Umferðarljós eiga þar að auki ekki heima á miðri hraðbraut, og hraðbrautin á ekki að enda í Garðabæ heldur í Hafnarfirði. í framtíðinni á því að vera hægt að aka viðstöðulaust í gegnum Garðabæ, svo sem menn nú aka gegnum þéttbýlið í Kópavogi. Hraðbraut með tveim tvöföldum akreinum er engan vegin heppi- lega staðsett í miðju íbúðahverfi og þarf þar að auki sitt rými. Byggðin í Silfurtúni, Fitjum og Ásum kemur í veg fyrir breikkun núverandi vegar auk þess sem sú staðsetning klýfur byggðina. Er þá vissulega fátt um góða drætti, en hliðrun vegarins nær sjónum og síðan áfram norðan í Hraunsholtinu er möguleiki, sem margir hafa bent á. Ágúst Þor- steinsson telur staðsetningu þessari margt til foráttu, en rök hans eru léttvæg, og aðalatriðið er, að við eigum ekki annarra kosta völ. Aðrar ráðstafanir yrðu kák eitt. Ég sé hvorki að fjara né Gálgahraun þurfi að bíða tjón af braut þessari, og útivistarsvæði getur allt eins verið upp með Arnarneslæk. Að svo sögðu máli má ljóst vera að núverandi Hafnarfjarðarvegur verður á kaflanum frá Arnarnes- hálsi að Engidal innanbæjarvegur Garðabæjar og tengist hraðbraut- inni með slaufum til beggja enda. Hér hafa ekki verið ræddar ódýrar bráðabyrgðalausnir heldur óhjákvæmileg samgöngu og öryggismál framtíðarinnar. Kór Öldutúnsskóla til Kanada eða Bandarík j anna Kór Öldutúnsskóla — Myndin er tekin á listahátíð í júní s.l. í DAG (fimmtudaginn 10. ágúst) heldur Kór Öldu- túnsskóla í tónleikaferð vestur um haf. Kórinn mun taka þátt í XIII þingi alþjóðasamtaka tónlistar- uppalenda, sem fram fer í London, Ontario í Kanada dagana 11.—20. ágúst. Þaðan fer kórinn síðan til Washington D.C. og mun koma fram á alþjóðlegu kóramóti, sem haldið er í Kennedy Center. Efnis- skrá kórsins er mjög fjölbreytt, en sérstök áhersla er lögð á kynn- ingu íslenskra verka yngri og eldri höfunda auk þjóðlaga. Stjórnandi kórs- ins er Egill Friðleifsson. Eru þeir að fá 'ann ■ Ameríkani flengir Grímsá í Borgarfirði, en þar hefur í sumar verið framúrskarandi veiði og hefur þegar veiðst meira af laxi en allt síðastliðið sumar. (Ljósm. — kk.) Stærsti iaxinn í sumar úr Víðidalsá? „Útlendingur nokkur dró hérna 25 punda lax um daginn, og er það stærsti fiskurinn hjá okkur í sumar. Laxinn fékk hann á flugu við Dalsárós," sagði Gunn- laug Hannesdóttir í Veiðihúsinu í samtali við Mbl. í gær, en þá voru komnir á land að sögn Gunnlaugar 783 laxar. Fram að síðustu mánaðamótum, var meðalþunginn um 10 pund, en hann hefur farið dálítið lækk- andi undanfarið og er það ekki aðeins vegna þess að meiri smálax fer að ganga er líður á sumarið, heldur einnig vegna þess að stóri laxinn fer að rýrna er hann verður leginn. Sem fyrr1 segir, veiddist sá stóri viðj Dalsárós, en á sama stað veiddist fyrr í sumar anriar 24 punda og sá þriðji var 21 pund. Á Laufásbreiðu var 23 punda laxi landað og í Gapastokk einum 20 punda. Veiðin hefur í sumar verið yfirleitt jöfn og góð að sögn Gunnlaugar, en allra síðustu misseri hefur hún treg- ast dálítið, enda áin orðin vatnslítil. í Víðidalsá veiðist jafnan nokkuð af bleikju, er líður á sumarið og sagði Gunn- laug, að nú væri hún farin að sýna sig og vænni en oftast áður, þannig hefur veiðst 8 punda bleikja, auk 5 punda fiska. Vatnsdalsá: lax um alltl „Það er geysilega mikill fiskur um alla á og veiðin er orðin rúmum 200 löxum meiri en hún var á sama tíma í fyrra," var það sem Ingibjörg í veiðihúsinu að Flóðvangi opnaði ræðu sína með er við hringdum í gær. „Það eru 5 stangir leyfðar og laxarnir Falleg morgunveiði úr einni af hinum gjnfulu ám Borgarfjarðar. eru orðnir rúmlega 800, þar af um 100 síðustu vikuna, þrátt fyrir að áin er orðin vatnslítil eftir þurrkana," sagði Ingibjörg ennfremur. í byrjun júlí var meðalþunginn hvorki meira né minna en 12,6 pund en hefur farið nokkuð rénandi undanfar- ið eins og vænta mátti. Stærsta laxinn, 24 punda, dró útlending- ur á flugu í Hnausastreng, en Ingibjörg taldi veiðistaðinn þann hafa verið einna drýgstan í sumar. Auk 24 pundarans, hafa veiðst 20 og 21 punds laxar i Vatnsdalsá í sumar. Það ber enn nokkuð við að laxar ataðir sjólús veiðist og er það auðvitað góðs viti. Útlendingar eru nú við veiðar í ánni, en stöður þeirra taka íslendingar hinn 16. ágúst, en veiði lýkur um miðjan september. Leirvogsá daufari en í fyrra Þær upplýsingar fengum við hjá manni nokkrum er eyddi degi við Leirvogsá fyrir skömmu, að heildarveiðin í sumar væri orðin nokkuð á annað hundrað fiskar. Þetta er nokkru lakari veiði en á sama tíma í fyrra. Meðalþunginn í Leirvogsá er í kring um 5 pund. Veitt er á 3 stangir í ánni fram til næstu mánaðamóta, en síð- asta sprettinn verður aðeins veitt á 2 stangir, enda verður þá gljúfrið fyrir ofan Ketilhyl lokað laxveiðimönnum. Reykjadalsá, Vestmannavatn og Eyvindarlækur Eftirfarandi fréttir sendi okk- ur Halldór Valdimarsson veiði- vörður að Laugum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. 1. ágúst höfðu um 330 laxar veiðst á stöng í Reykjadalsá, Vestmannsvatni og Eyvindar- læk S-Þing. 4 stengur eru leigðar út á svæðinu. Upp á síðkastið hefur veiði verið mjög góð og ekki óalgengt að veiði- menn fylli kvóta sinn. Mikil laxgegnd er nú í Vest- mannsvatni og muna menn ekki annað eins. Veiðibændur við vatnið mega leggja silunganet, því mikið er af silungi, sem þarf að grisja. í þessi net höfðu veiðst um 200 laxar 1. ágúst og var þá ákveðið af veiðibændum og stjórn veiðifélagsins að stöðva netaveiði til 9. ágúst. Samtals hafa því um 530 laxar verið veiddir á veiðisvæðinu það sem af er sumri. — 99-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.