Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1978 19 Útgefandi asfrlafetít hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Samkeppni verði íslenzkum almenningi til hagsbóta Eimskipafélag íslands og Bifröst rífast nú um það, hver hafi undirboðið hvern í flutningum fyrir varnarliðið á leiðinni milli Islands og Ameríku. Bifreiðainnflytjendur höfðu frumkvæði að stofnun hlutafélags um skipafélagið Bifröst og hugðust að eigin sögn einkum leggja áherzlu á að lækka kostnað við innflutning á bifreiðum og auðvelda Islendingum ferðalög í eigin bílum um Evrópu. Félagið hefur aftur á móti í upphafi starfsferils síns lagt áherzlu á flutninga milli Bandaríkjanna og íslands og á þannig í harðri samkeppni við Eimskipafélag Islands á þessari leið og hyggst nú, að því er forráðamenn þess segja, kaupa nýtt skip og efla þannig aðstöðu sína til vöruflutninga milli Islands og annarra landa. Eimskipafélagið telur, að Bifröst hafi reynt að undirbjóða það, en forráðamenn Bifrastar hafa neitað því harðlega, og þannig hafa klögumálin gengið á víxl í yfirlýsingum frá þessum skipafélögum hér í Morgunblaðinu. Ekkert er við það að athuga, því að samkeppni er nauðsynleg. Hún eykur aðhald og áhuga almennings á verkefnum samkeppnisaðila, eins og raunin hefur orðið á í þessu sambandi. En þessi tvö félög hafa ekki aðeins barizt um flutninga á bílum, heldur einnig — og ekki síður — um flutninga fyrir varnarliðið. Það mun liggja fyrir sem óyggjandi staðreynd, að farmgjöld á bílum hafa lækkað um tugi þúsunda undanfarin ár og kemur sú lækkun að sjálfsögðu íslenzkum almenningi mjög til góða. En nú heldur Eimskipafélagið því fram, að Bifröst hafi undirboðið flutninga fyrir varnarliðið og lýsti því þess vegna yfir fyrir skömmu, að félagið hefði lækkað þessa varnarliðsflutninga um 25%. Bifröst lét ekki á sér standa, heldur lækkaði farmgjöld á öllum vörum milli íslands og Bandaríkjanna um 25%, bæði varningi fyrir varnarliðið og einnig öllum vörum, sem íslenzkir aðilar flytja á þessari leið. Enn er óvíst, hver viðbrögð Eimskipafélags íslands verða, en að sjálfsögðu fylgjast menn spenntir með þessari samkeppni skipafélaganna, ekki sízt þeir, sem hallast að frjálsri verzlun og frjálsri samkeppni og telja, að hagkvæmasta verðmyndunin fyrir neytendur sé í frjálsu markaðskerfi. Viðskiptafrelsi sé undirstaða þess, að neytendur fái ódýrari vörur og betri þjónustu en ella. Það er t.a.m. ein af kjölfestunum í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, að frjáls samkeppni og frjáls verzlun fái að njóta sín. Frjálst markaðskerfi sé bezta verðlagseftirlitið. Það má að vissu leyti segja, að samkeppni skipafélaganna hafi sannað þessa hagfræðikenningu, svo að ekki verði um villzt. Því ber að fagna. En hitt er aftur á móti ekki jafn mikið fagnaðarefni, ef varnarliðið á að græða mest á þessari samkeppni, en sú verður auðvitað raunin, ef íslenzk skipafélög leggja höfuðáherzlu á að draga að sér flutninga fyrir herinn á sílækkandi verði, á sama tíma og íslenzkir aðilar sitja ekki við sama borð og varnarliðið, hvað flutningskostnað snertir. Bifrastarmenn halda því fram, að síðasta lækkunin á farmgjöldum fyrir varnarliðið nemi um 500 millj. á ári, og ef það er rétt, sem hér verður að sjálfsögðu ekki fullyrt, þá er augljóst að Bandaríkjamenn græða mest á þessari samkeppni, í stað þess að skipafélögin ættu að taka höndum saman um að láta ekki varnarliðið eitt um það að græða, heldur væri ekki úr vegi að krefjast þess af þessum íslenzku fyrirtækjum, að þau næðu samkomulagi um svo hagstætt verð á flutningum fyrir varnarliðið, að þau gætu lækkað til muna flutningsgjald á vörum íslenzkra aðila. Það mundi lækka vérðlag í landinu og verða íslenzkum almenningi til hagsbóta, en ekki því stórveldi, sem hefur — ásamt Atlantshafsbandalaginu — tekið að sér að sjá um varnir og öryggi Islands. Það er ekkert minna hagsmunamál okkar, að skipafélögin hafi með sér samtök í þessum efnum gagnvart útlendingum en t.d. þegar sölusambönd fiskútflytjenda gæta hagsmuna sinna og þjóðarinnar og koma í veg fyrir undirboð á erlendum mörkuðum með því að sameinast í öflugum útflutningssamtökum og koma þannig í veg fyrir verðhrun íslenzks fisks á erlendum mörkuðum. Það er full ástæða til að vekja athygli á þessu, enda þótt hér sé ekki tekin afstaða með eða móti þeim deiluaðilum, sem hér hafa verið nefndir, Eimskipafélaginu eða Bifröst. En framhjá kjarna málsins, þ.e. hagsmunum íslenzku þjóðarinnar í heild, verður ekki gengið, hversu margar og langar yfirlýsingar, sem gefnar verða út. Almenningur á Islandi hefur engan áhuga á því að lækka farmgjöld til varnarliðsins, en það er honum brýnt hagsmunamál, að samkeppni skipafélaganna leiði til lækkaðs flutningskostnaðar fyrir íslenzka innflytjendur og þar með lægra vöruverðs fyrir neytendur hér á landi. Skipafélögin ættu ekki að vera að deila um flutninga fyrir erlenda aðila, heldur stefna fast 1 ákveðið að því marki, að samkeppni þeirra leiði til agkvæmari kjara fyrir okkur íslendinga en ella mundi. ilmenningur gerir kröfu til þess, að skipafélögin sameinist um þetta miHlvæga markmið. Stefanía 1947—1949 fram vantrauststillögu á Stefaníu, en hún var felld meö 39 atkvæö- um gegn 10. Stjómarmyndunin varð kommúnistum sár vonbrigði Nýsköpunarstjórnin, sem skipuö var 21. október 1944 undir forsæti Ólafs Thors meö þátttöku Sjálfstæöisflokksins, Alþýöu- flokksins og Sameiningarflokki alþýöu — Sósíalistaflokknum, varö ekki langra lífdaga auöiö, en Ólafur baöst formlega lausnar fyrir ráöuneyti sitt 10. október 1946 er ráöherrar Sósíalista- flokksins höföu óskaö eftir því aö hann bæöist lausnar fyrir þá, en meö því var grundvöllur stjórnar- samstarfsins úr sögunni. Allir ráðherrar stjórnarinnar gegndu embættum sínum áfram, þar til 4. febrúar 1947 þegar loksins tókst að mynda annað ráðuneyti, þ.e. ráöuneyti Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar, sem hlotiö hefur nafniö Stefánía. Stjórnarmyndun tókst eftir 117 daga Þegar eftir aö ráöuneyti Ólafs Thors haföi veriö veitt lausn, ræddi forseti íslands við fráfar- andi forsætisráöherra og for- menn hinna þingflokkanna til þess aö kanna viðhorf þaö sem skapast haföi. Þetta leiddi til þess.aö forsetinn mæltist til þess viö Ólaf Thors sem formann stærsta þingflokksins, aö hann hefði forgang um myndun nýrrar stjórnar. Hann svaraði aö hann teldi ekki rétt.a aö hann heföi forgang um myndyn nýrrar stjórnar. Hann svaraði aö hann teldi ekki rétt, aö hann geröi tilraun til stjórnarmyndunar aö svo stöddu né heldur aö hann benti á annan mann úr Sjálfstæö- isflokknum til þess. Heldur aö hafin yröu samtöl milli allra þingflokkanna í því skyni aö reyna aö ná nægilega víötæku samkomulagi um afgreiöslu mála og stjórnarsamstarf. Á fundi forseta íslands með formönnum þingflokkanna hinn 15. október 1946 staöfestu þeir allir, aö flokkarnir væru reiöubún- ir til samstarfs og stjórnarmynd- unar, ef samkomulag næöist um grundvöll slíks samstarfs. Eftir tilmælum forseta tilnefndu flokk- arnir hver þrjá menn til slíkra viðræðna og hóf sú nýja tólf- mannanefnd strax fundarhöld í þessum tilgangi. En stjórnar- myndun á fjögurra flokka grund- velli gekk dræmt. Nefndin kvaddi m.a. til starfa fyrir sig fjóra hagfræöinga til athugunar á efnahagsmálunum, en störfum nefndarinnar lauk um miöjan desember, en niöurstööur höföu þá engar fengist. Forsetinn fór þess þá aftur á leit viö Ólaf Thors að hann geröi tilraunir til stjórnarmyndunar og tók hann þaö þá að sér og viöræður fóru fram á milli Sjálf- stæðisflokks, Alþýöuflokks og Sósíalistaflokksins án nokkurs árangurs. Þá tilkynnti Ólafur forsetanum þaö hinn 8. janúar 1947 að hann sæi sér ekki fært aö halda þessum tilraunum áfram. Strax næsta dag óskaöi forseti eftir því viö Stefán Jóhann Stefánsson, formann Alþýöu- -117 daga stjórnar- kreppa áður flokksins, aö hann tæki aö sér aö reyna aö mynda ríkistjórn og féllst hann á þaö meö samþykki flokks síns. í Minningum sínum skýrir Stefán Jóh. Stefánsson frá þessum atburöum á þá leiö, að forsetinn heföi tafarlaust á fundi þeirra tjáö sér þá ósk sína, aö hann geröi tilraun til myndunar ríkisstjórnar, sem heföi stuðning meirihluta Alþingis aö baki sér og hann heföi um leið lagt áherzlu á nauðsyn þess, eftir þriggja mán- aöa stjórnarkreppu, aö hann hraöaöi þessu máli svo mikið sem frekast væri unnt. Hann heföi svaraö því til, aö þó aö hann teldi litlar líkur á að sér tækist þaö, myndi hann ekki skorast undan því aö gera tilraunina, ef Alþýöuflokkurinn féllist á þaö. Þá segir Stefán aö alkunna heföi verið á þessum tíma sú skoðun Brynjólfs Bjarnasonar þáverandi formanns miðstjórnar Sósíalista- flokksins aö forsetinn heföi ann- að hvort átt að fela þetta Hermahni Jónassyni sem for- manni stærsta „vinstri flokksins“ eöa Kjartani Ólafssyni í Hafnar- firöi, sem fengiö haföi áskoranir kommúnista og forystumanna í Framsóknarflokknum um aö gera tilraun til þess aö mynda „vinstri stjórn", og telur Stefán sig hafa ástæöu til þess aö ætla aö Brynjólfur hafi lýst vanþóknun sinni á ákvöröun forsetans viö hann sjálfan um val hans á Stefáni til þessara tilrauna. Eftir aö þingflokkur og miöstjórn Alþýöuflokksins haföi veitt sam- þykki sitt til þess aö Stefán gerði tilraunir til stjórnarmyndunar kveðst hann þegar sama dag hafa farið að íhuga hvernig hann skyldi haga tilraun sinni og til hvaöa flokka hann skyldi leita, en að hann hafi ekki getaö hugsaö sér aö mynda stjórn meö þátt- töku kommúnista, enda heföi hann raunar verið viss um aö þeir myndu ekki vilja eiga fulltrúa í ríkisstjórn sem hann myndaöi. Spurningin heföi aöeins verið sú hvort hann ætti að gefa þeim færi á að neita því, sem honum þótti síðan eftir atvikum rétt aö gera. Daginn eftir heföi hann snúiö sér munnlega til formanna Fram- sóknarflokksins, Sjálfstæöis- flokksins og kommúnista og óskaö eftir því, aö þeir tilnefndu menn af sinni hálfu til þess aö ræöa viö sig um stjórnarmyndun undir sínu forsæti. Formenn Sjálfstæöisflokksins og Fram- sóknarflokksins heföu samstund- is svaraö þessu játandi, en kommúnistar heföu daginn eftir í löngu bréfi svaraö þessu neit- andi. í svarbréfi kommúnista heföi þaö m.a. verið gagnrýnt harölega aö Alþýðuflokkurinn heföi ekki viljaö samþykkja aö kommúnistar og framsóknar- menn veldu mann úr hópi Al- þýöuflokksins, Kjartan Ólafsson úr Hafnarfiröi, sem forsætisráö- herra í „vinstri stjórn“, þó aö vitaö væri aö hann heföi átt stuöning kommúnista og Fram- sóknarflokksins „og a.m.k. þriggja þingmanna Alþýöuflokks- ins“, en Stefán kveöur sér ekki hafa verið kunnugt um hverjir þeir Alþýöuflokksmenn heföu verið, þeir heföu aldrei gefiö sig fram í þingflokki eöa miöstjórn Alþýðuflokksins. Kommúnistar heföu síöan hafnað því boöi aö taka þátt í ríkisstjórn undir forsæti Stefáns Jóh. Stefánsson- ar. Stefán segir í minningum sínum aö þetta heföi allt veriö eins og hann heföi búizt viö og hann vissulega ekki orðið fyrir vonbrigðum meö svar þeirra. Hann heföi síðan beitt orku sinni aö því aö reyna til þrautar, hvort samstarfsgrundvöllur gæti náöst á milli lýöræöisflokkana um ríkisstjórn. Viö samninga hefði hann haft til ráöuneytis þá Emil Jónsson og Finn Jónsson. Fram- sóknarmenn hefðu tilnefnt þá Eystein Jónsson, Bjarna Ásgeirs- son og Ólaf Jóhannesson og frá Sjálfstæöisflokknum hefðu mætt þeir Ólafur Thors, Bjarni Bene- diktsson og Pétur Magnússon. Þessar viöræöur flokkanna stóöu yfir fram til mánaðarmóta, en þá þótti sýnt, aö takast mundi aö ná samkomulagi um myndun ríkis- stjórnar á þingræöisgrundvelli milli þessara þriggja flokka. 4. febrúar 1947 var ríkisstjórn Stefáns skipuð og daginn eftir var tilkynnt um hana á Alþingi. Voru þá 117 dagar liönir frá því að nýsköpunarstjórnin haföi fengiö lausn og hafði aldrei tekiö jafn langan tíma að mynda nýja stjórn. Ráöherrarnir voru þessir: Frá Alþýðuflokknum Stefán Jóh. Stefánsson forsætis- og félags- málaráöherra og Emil Jónsson samgöngu- og viöskiptamálaráö- herra: frá Framsóknarflokknum Bjarni Ásgeirsson landbúnaöar- ráöherra og Eysteinn Jónsson menntamálaráöherra: frá Sjálf- stæðisflokknum Bjarni Bene- diktsson utanríkis- og dómsmála- ráöherra og Jóhann Þ. Jósefsson fjármála- og atvinnumálaráð- herra. Bjarni Benediktsson, Bjarni Ásgeirsson og Jóhann Þ. Jósefsson tóku þá viö ráöherra- embætti í fyrsta skipti. Forsætis- ráðherra lýsti þá stefnu og málefnasamningi hinnar nýju stjórnar á Alþingi m.a. á þessa leiö: „Þaö er höfuðhlutverk ríkis- stjórnarinnar aö vernda og tryggja sjálfstæði landsins, aö tryggja góö og örugg lífskjör allra landsmanna og áframhaldandi velmegun". I minningum sínum segir Stefán Jóhann aö hann hafi gerla vitaö aö gleöin myndi veröa lítil hjá sumum yfir þessari stjórnar- myndun og að kommúnistum heföi veriö hún sár vonbrigöi. Þeir heföu veriö þess albúnir frá öndveröu aö gera allt, sem þeir frekast gætu, til þess að torvelda störf hennar. Sumir framsóknar- menn hefðu ekki veriö ýkja ánægöir og innan Alþýöuflokks- ins heföu ekki allir veriö ánægöir heldur. Og aö sama heföi víst mátt segja um suma sjálfstæðis- menn. Hann lætur ennfremur þá skoðun sína í Ijós og rökstyður hana, aö menn ættu ekki aö fordæma samstjórnarhættina eins og oft sé gert. Einar Olgeirsson tilkynnti þegar Sósialistaflokkurinn væri í and- stööu viö þessa stjórn, en flokkarnir þrír sem stóöu aö henni höföu samtals 42 þing- menn af 52, Sjálfstæöisflokkurinn 20, Framsókn 13 og Alþýðu- flokkurinn 9, svo aö staöa hennar á þinginu var mjög sterk. Stefán segir í Minningum sínum aö samstarfiö hafi lengi gengiö vel eftir öllum vonum og aö hann hiki ekki viö aö fullyröa, aö margt hafi verið þar vel gert, þótt fáum kunni aö þykja rétt aö viðurkenna þaö, enn sem komið sé, af því aö menn þykist þurfa á því aö halda í dægurþrasi stjórnmálanna, aö gera hlut andstæöings sem minnstan. Þaö sé mannlegt, en ekki stórmannlegt. Verðbólgan örðugasta viðfangsefníð Stefán Jóhann segir í ævisögu sinni aö öröugasta viöfangsefni stjórnarinnar hafi veriö vaxandi veröbólga á þessum tíma og aö leitin aö úrræöum, sem öll stjórnin og stuöningsflokkar hennar gætu staöið að hafi ekki verið auðveld. Þegar umræöur heföu hafist um þessi mál í ríkisstjórninni í nóvember 1947, hafi komið í Ijós, aö skoöanir voru talsvert skiptar. Framsókn- arráöherrarnir heföu lagt fram skriflegar tillögur 18. nóvember og ráöherrar Sjálfstæöisflokksins þremur dögum síöar. Þar heföu verið mörg bil sem brúa þurfti og að hann og Emil Jónsson heföu lagt sig fram í því skyni og þeim tekist þaö aö lokum. En eins og venjulegt væri þegar samkomu- lag veröi aö gera, hafi enginn veriö vel ánægöur, en við þaö samkomulag var þó látiö sitja og aö hann heföi sjálfur taliö þaö viðhlítandi eftir atvikum. Voriö 1947 voru sett lög um fjárhagsráö, innflutningsverzlun og verölagseftirlit, en aö mati margra uröu framkvæmdir ekki allar eins og til var stofnað. í árslok 1947 voru sett lög um dýrtíöarráöstafanir og síðar einn- ig lög um eignakönnun. Átti þetta allt að miöa aö því aö tryggja rekstur atvinnuveganna, viöhalda nægri atvinnu og hindra verö- bólgu. í viðleitni sinni til þess aö ráöa fram úr fjárhagsvandamál- um þjóðarinnar sneri ríkisstjórnin sér til dr. Benjamíns Eiríkssonar, sem þá var starfsmaður alþjóöa- gjaldeyrissjóösins og varö hann síðar ráðunautur íslenzku ríkis- stjórnarinnar um efnahagsmál. í „Álitsgerð um hagmál" sem dr. Benjamín afhenti ríkisstjórninni sumariö 1949 segir aö greiöslu- halli íslands viö útlönd hafi verið árið 1946: kr. 185 milljónir, 1947: kr. 242 milljónir og 1948: 50 milljónir og telur Stefán Jóhann aö ríkisstjórnin hafi mátt vel viö una þennan dóm sérfræðingsins. Nokkru fyrir þinglok 1949 báru þrír þingmenn Sósíalistaflokksins Utanríkismálin — NATO Voriö 1949 haföi ríkisstjórnin til athugunar mál, sem miklum deilum olli, en þaö var um afstööu íslands til NATO, sem þá var verið aö stofna, og var þaö mál mjög til umræöu allan marzmánuö. Hinn 28. marz s.á. lagöi ríkisstjórnin fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um aöild íslands aö bandalaginu, sem Alþingi samþykkti 30. marz, þrátt fyrir mikil átök um máliö og mótspyrnu af hálfu Sósíalista- flokksins. Þessu fylgdu miklar óeiröir og óspektir í Reykjavík meö grjótkasti á Alþingi og árásum sem leiddu m.a. til nokkurra dómsmála. Fjórir þing- menn kommúnista báru fram vantrauststillögu á Stefaníu og fór fram um hana útvarpsum- ræöa kvöldið áöur en þingsálykt- unartillagan kom til umræöu á Alþingi. Vantraustsumræöan snerist nær eingöngu um banda- lagsmálið en aö henni lokinni var vantrauststillagan felld meö 37 atkvæðum gegn 9. Framsókn sleit stjórnarsamstarfinu — og vann á í næstu kosningum Stjórnarsamvinnan gekk yfirleitt vel og samstaöa var um fram- kvæmd mála á grundvelli þess samkomulags sem gert var í ársbyrjun 1947, en á þinginu 1949 fór aö bera á óánægju hjá Framsóknarflokknum meö fram- kvæmdirnar. Flokkurinn bar fram ýmis frumvörp og tillögur viövíkj- andi ráöstöfunum í dýrtíðar- og verölagsmálum, en um þessi mál var ekki samstaða í ríkisstjórninni og náöu frumvörpin ekki fram aö ganga. í æviminningum sínum segir Stefán Jóhann, aö sterk öfl innan FramsóknarfloFksins hafi á þess- um tíma stefnt aö því aö rjúfa stjórnarsamstarfiö og aö miö- stjórn flokksins muni hafa ákveö- iö snemma sumars 1949 aö reyna aö knýja fram haust- kosningar, og um mánaöamótin júlí—ágúst jafnvel veriö aö hugsa um aö láta ráöherra flokksins biðjast lausnar, eins og fram hafi komið á ráöherrafundi síðar. En á þessu stigi málsins heföi hann sjálfur veriö andvígur tillögum Framsóknar um gengislækkun eöa verðhjöðnun, og fleira sem þeir báru fram í fjárhags- og dýrtíðarmálum. í lok þingsins vorið 1949 og næstu vikur þar á eftir lýstu forystumenn Framsóknarflokksins því yfir að kappkosta bæri aö ná samkomu- lagi milli stjórnarflokkanna um fjárhags- og viöskiptamálin þá þegar um sumariö, annars yröi aö leita úrskurðar þjóöarinnar. Ráöherrar flokksins settu þaö tímamark fyrir tillögum sínum í sambandi viö þessi mál, að þeir vildu fá ákveðin svör fyrir 10. ágúst og aö stjórnin yröi aö biðjast lausnar og láta kosningar fara fram, ef samkomulagsgrund- völlur yrði ekki fundinn um aögeröir í dýrtíöarmálunum. Samkomulag náöist ekki fyrir þann tíma um hvaöa ráöstafanir gera ætti og lauk umræöum þannig aö ákveðið var aö rjúfa þing og boöa til nýrra kosninga um haustiö dagana 23.-25. október. í tilkynningu, sem ríkisstjórnin gaf út 12. ágúst má sjá aö forsætis- ráöherra og ráöherrar Sjálf- stæðisflokksins litu svo á varö- andi stjórnarsamvinnuna aö stjórnin starfaöi fram yfir kosningar sem þingræðisstjórn, en ráöherrar Framsóknarflokks- ins töldu, aö hún yröi að teljast starfa sem bráðabirgðastjórn. En stjórnin haföi ekki beöizt lausnar og hún studdist við fylgi 42 þingmanna af 52, eins og áöur segir. Stefán Jóhann segir í bók sinni, aö hans mat sé þaö, aö meö góöum samstarfsvilja hinna flokkanna heföi vel mátt ná endum saman varöandi úrræöi í efnahags- málunum. En hann telji aö það hafi ekki verið úrræöin ein, sem úrslitum réöu í deilunum innan ríkisstjórnarinnar sumarið 1949 heldur hafi veriö aö verki valda- streita og metnaöur einhverra baktjaldamanna í Framsóknar- flokknum. Kosningar fóru fram á tilskildum tíma og úrslit þeirra uröu sú, aö Framsóknarflokkurinn vann á og fékk 3 ný þingsæti. Alþýðu- flokkurinn tapaöi 2 þingsætum, Sósíalistaflokkurinn tapaöi einu þingsæti og Sjálfstæöisflokkur- inn fékk jafnmarga þingmenn kosna og hann haföi áöur haft. Stefán Jóhann segir um fylgistap Alþýöuflokksins aö hin úrelta kjördæmaskipan hafi aöallega valdiö því. Ráðuneytið baöst lausnar á ríkis- ráösfundi 2. nóvember 1949, en ráðherrarnir gegndu störfum þar til ný stjórn tók viö 6. desember 1949, og þá þriöja ráöuneyti Ólafs Thors. í þáttum úr fjörutíu ára stjórnmála- sögu segir Bjarni Benediktsson um þessa ríkisstjórn m.a.: „Þá var enn samið um mögnuö ríkisafskipti. Svokallaö nýbygg- ingarráð var raunar lagt niður, en í staö sett á laggirnar fjárhagsráö og því fengin mikil völd. Um þau höföu menn raunar aö mestu komið sér saman á meöan leitað var eftir möguleikum á endurreist nýsköpunarstjórnarinnar. Á árun- um 1947—1949 var þaö eitt aðalstarf ríkisstjórnarinnar, aö hlutast til um skiptingu inn- flutnings á milli einkafyrirtækja og samvinnufyrirtækja S.Í.S. Frá því get ég sagt af eigin raun. Hugkvæmni framsóknarmanna viö aö finna nýjar og nýjar ástæöur fyrir aukinni ásælni S.l '.S. var meö ólíkindum. Þó fannst þeim sjálfum sér ekki verða nóg ágengt og rufu þess vegna stjórnarsamstarfið sumarið 1949“. í bók sinni segir Stefán Jóhann að hann hafi margar ánægjulegar endurminningar frá þessum árum, en minnist einnig býsna margra vonbrigða í sambandi viö þau, bæöi af mönnum og málefnum og aö hann sjálfur hafi þar ekki ævinlega átt þægilega aöstööu. Heimildir: Stjórnarráö ís- lands 1904—1964 eftir Agnar Kl. Jónsson. Minningar Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar. Þættir úr fjörutíu ára stjórnmálasögu eftir Ðjarna Benediktsson. Samantekt: ÁJR. Hegning- arhúsið í Reykjavík verði friðað — Þetta er gamalt mál, sem hefur orðið innlyksa um tíma, en nú hefur okkur borizt bréf frá borgarráði þar sem segir að það sé meðmælt friðun Hegningarhússins í svo- nefndum B-flokki, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, en samþykkt var á fundi borgarráðs nýlega að verða við beiðni menntamálaráðu- neytisins um að Hegningar- húsið við Skólavörðustíg verði friðað, og sagði ráð- herrann að fljótlega yrði ákveðið nánar um fram- kvæmd friðunarinnar. Dollarinn berst enn í bökkum London 9. ág. Reuter. LÍTIL breyting varð til batnaðar á verði Banda- ríkjadollarans og í kvöld þegar kauphallir lokuðu var hann lægri en nokkru sinni fyrr gagnvart vestur-þýzka markinu og svissneska frankanum. Sagði einn sér- fróður í Frankfurt að þetta stafaði augsýnilega af því að engar ráðstafanir tækist að gera til að efla trú á stöðu dollarans. Þetta hefur m.a. í för með sér að Bandaríkjamenn á ferð erlendis, einkum í Evrópu og Japan fá ekki eins mikið fyrir dollarann og áður. í kvöld var staða dollar- ans 1,682 svissneskir frankar, en sá gjaldmiðill hefur hækkaö um tíu prósent síðustu fjórar vikur, ekki aóeins gagnvart dollar heldur og miðað við ýmsa aðra vestræna gjald- miðla. Talið er að staða dollarans hafi og veikzt vegna sögusagna um fyrir- hugaða en óstaðfesta olíu- hækkun á násstunni. Opið hús í Norræna hús- inuíkvöld OPIÐ hús verður í Norræna húsinu, í kvöld, fimmtudag — 10. ágúst, og er þetta síðasta opna kvöldið í Norræna húsinu í sumar. Dagskráin hefst kl. 20.30 með því að Haraldur Ólafsson lektor flytur fyrirlestur, sem hann nefnir „Is- land i dag“ og talar Haraldur á sænsku. Kl. 22.00 verður kvik- myndin „Eldur í Heimaey" eftir Osvald Knudsen sýnd. Dagskrá þessi er aðallega ætluð ferða- mönnum frá Norðurlöndunum, en allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir segir í frétt frá Norræna húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.