Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 • Engum blandaöist hugur um að Þjóðin stóö aö baki hinum frjáislyndu leiötogum sínum í tilraunum beirra til aö binda endi á einræði. Þegar Dubcek og menn hans voru kallaöir á fundina afdrifaríku í Cierna og Bratislava var mikil spenna og kvíöi ríkjandi í landinu. Fólk bað fyrir leiðtogum sínum á almannafæri og stuön- ingsyfirlýsingar voru undirritaðar. Hér er veriö að safna urrdirskrift- um á eina slíka. Myndin til vinstri er frá Prag meðan fundurinn í Cierna stóð yfir, en hin er tekin í Cierna par sem fólk safnaðist saman og beiö átekta, ýmist Þögult eða ákallandi æöri máttar- völd. Um aðdraganda innrásar Varsjár- bandalags í Tékkó- slóvakíu 1968 ÞEGAR VORIÐ KOM í PRAG í skjóli nætur 21. ágúst 1968 réöust hersveitir frá Sovétríkjunum, Austur-Þýzkalandi, Póllandi, Ungverjalandi og Búlgaríu inn í Tékkóslóvakíu. Á nokkrum klukkustundum var landið allt í hers höndum. Landamærum aö Vestur-Þýzkalandi og Austurríki var lokaö. Forseti landsins, forsætisráöherra, forseti þingsins, leiötogar kommúnistaflokksins og aörir áhrifamenn voru komnir í örugga vörzlu hernémsliðsins. Skröltandi skriödrekar bægsluöust um götur og torg höfuöborgarinnar og gnýrinn frá herflugvélum fyllti loftið. Innrásarherinn brunaöi fram og ruddi allri fyrirstööu úr vegi.„Vorinu í Prag“ var lokiö. Draumurinn um „sósíalisma meó mannúðlegri ásjónu“ var á enda. Grímulaust andlit kúgunar, kommúnisma og ofbeldis blasti viö á ný. útleggingum á því, sem hefði gerzt, ef vinveittu ríkin í Varsjárbandalaginu hefðu ekki brugðizt svo skjótt og vel við hjálparbeiðni þeirra „ábyrgu og trúu hugsjónamanna" innan kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu, sem á hættustundu skildu köllun sína. Jan Palach — tákn vonarinnar, sem ekki er hægt aö grafa Valdhafarnir komast þó ekki alveg hjá því að minnast dagsins. Ekki eru nema fáeinir dagar síðan sérstakur öryggislög- regluflokkur var gerður út og sendur í þorpið Vsetaty í Bæheimi þar sem jarðneskar leifar Jan Palachs voru grafnar í þriðja sinn. Verkefni lögreglu- flokksins er að halda almenningi frá gröfinni. Jan Palach er enn þann dag í dag sá píslarvottur, sem þjóðin leitar fróunar hjá þegar hún minnist vorsins góða og endalokum þess. Jan Palach er tákn hins vaknandi lífs, — vonarinnar, sem lifnaði, blossaði upp en slokknaði svo í eimyrju hvæsandi vígdreka. Þannig lifði Jan Palach og dó. Hann kaus að fara sömu leið og vorið og brenndi sig lifandi á Weceslas-torgi eftir innrásina. Þess er víða minnzt að á mánudaginn eru liðin tíu ár frá innrás Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Varsjárbandalaginu inn í Tékkóslóvakíu. 175 þúsund hermenn frá Sovétríkjunum, Austur-Þýzkalandi, Póllandi, Búlgaríu og Ungverjalandi tóku þátt í þessari för, og enn þann dag í dag eru í landinu um 80 þúsund sovézkir hermann að staðaldri. Hinn 24. febrúar síðastliðinn var mikið um dýrðir hjá stjórnarherrunum í Prag. Tilefnið var þrjátíu ára afmæli stjórnar- byltingarinnar þegar kommúnistar hrifs- uðu til sín völdin í landinu og það var innlimað í yfirirráðasvæði Sovétríkjanna. Gustav Husak, forseti, og félagar hans létu sér annt um að afmælinu væri sómi sýndur. Mikils metna gesti dreif að og það var mikið skálað og margar ræður haldnar til að dásama þennan atburð. Það verður engin viðhöfn í Tékkóslóvakíu vegna afmælisins sem nú er upp runnið. Husak og Bilak munu ekki nota tækifærið til að skrýðast orðunum, sem Brésneff hengdi á þá í fyrstu heimsókn sinni til landsins eftir innrás- ina í maí s.l. Málgögn stjórnarinnar minnast að vísu afmælisins, en þau hátíðahöld felast í hugmyndafræðilegum Gröf Jan Palachs varð engin venjuleg gröf. Fólk þyrptist að henni með blóm og kerti, dag eftir dag. Hinir nýju valdhafar, fulltrúar Sovétstjórnarinnar, sáu fljót- lega að við svo búið mátti ekki standa. Kistan var grafin að næturþeli og flutt. Ekki leið á löngu áður en fólkið fann staðinn, og nú fékk móðir Jan Palachs fyrirskipun um að láta brenna líkið, og grafa síðan durftið einhvers staðar uppi í sveit. Litla sveitaþorpið hefur ekki þjónað þeim tilgangi sem ætlazt var til. Erlendir fréttamenn hafa að undan- förnu sótt mjög til Tékkóslóvakíu til að kynna sér ástandið í landinu í tilefni af innrásarafmælinu. Þessar heimsóknir hafa verið í óþökk stjórnvalda, sem hafa handtekið nokkra gestanna og kyrrsett, jafnframt því sem gögn þeirra hafa verið rannsökuð og jafnvel eyðilögð. Lögreglan stendur sem sé í ströngu til að koma í veg fyrir óheppilega upplýsingastarfsemi, og ýmis teikn eru á lofti um að lögregluvörð- ur_verði efldur og ráðstafanir gerðar til að tryggja að þegnarnir verði ekki með uppsteit þennan dag. Óánægjan meö harðstjórnina Það var á árinu 1967, sem þess fór að verða áþreifanlega vart að óánægja með harðstjórn Antonins Novotnys var tekin að magnast að ráði, og ljóst varð að til tíðinda drægi innan kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu. Það var þó ekki fyrr en á öndverðu ári 1968 sem óánægja Sovét- stjórnarinnar með stefnu tékknesku stjórnarinnar fór að koma upp á yfirborðið. Raunar hafði Sovétstjórnin haft nánar gætur á allri framvindu mála í' landinu umfram það sem venja er í lögregluríki frá því að til stúdentaóeirða kom í Prag í lok október 1967. Novotny þáverandi forseti var Stalínisti af gamla strangtrúarskólanum, illa þokkaður, ekki sízt innan kommúnistaflokksins. Stúdentar kröfðust bættra lískjara og meira frjálsræðis, og tóku menntamenn og fylgjendur efnahagsumbóta senn undir þessar kröfur afdráttarlítið. Innan forsætisnefndar Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu óx þeirri skoðun fylgi að Novotny bæri að segja af sér, og í desember voru þessar hræringar orðnar svo alvarlegar að sjálfur Leóníd Brésneff tókst á hendur ferð til Prag til fundar við forsætisnefndina til að freista þess að tryggja Novotny, hinn dygga þjón Sovétstjórnarinnar, í sessi. En þessar tilraunir voru árangurslausar. Strax eftir nýár fór að halla undan fæti fyrir alvöru, og 5. janúar 1968 varð Antonin Novotny að víkja úr helztu áhrifastöðu sinni, sem var ritaraembættið í flokknum. Alexander Dubcek tekur við forystu kommúnistaflokksins Alexander Dubcek fór fyrst að láta að sér kveða að ráði innan flokksins árið 1960, en þá varð hann einn af riturum miðstjórnarinnar í Prag. Tveimur árum síðar, er hann var fertugur af aldri, tók hann sæti í miðstjórn flokksins, en hana skipuðu aðeins tíu menn. Dubcek var gætinn og hafði lag á því að fá andstæðinga á sitt mál án þess að til illinda kæmi, og þegar Novotny varð að láta undan þrýstingi og reka ritara kommúnistaflokksins í Slóvakíu úr starfi, hreppti hann þá áhrifastöðu. Fyrirrenn- andi Dubceks í ritarastarfinu í Slóvakíu hafði verið ákafur Stalínisti og ómetan- legt handbendi Novotnys, en fljótlega fór að bera á því að hinn nýi ritari var af öðru sauðahúsi. Þannig lét Dubcek það verða eitt af sínum fyrstu verkum þegar hann hafði tekið við stjórn flokksins í Slóvakíu að veita rithöfundum og menntamönnum aukið svigrúm og í efnahagsmálum studdi hann eindregið frj álslyndisstefnu Ota Sik, sem síðar varð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.