Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 33 fclk f fréttum Taugalaus N ew Y orkbúi + Hér er í þrem myndum sögð saga af fimmtugum New Yorkbúa, taugalaus- um að því er virðist, sem tók upp á því fyrir nokkru að klifra upp á Tri- borough-brúna í New York borg. Þar hafði hann í frammi alls konar jafnvæg- isæfingar. Svo virðist sem lögreglan í heimsborginni miklu hafi ekki getað not- að þyrlu, er hún ákvað að skakka leikinn. Sendir voru tveir ofurhugar úr lögreglunni upp í brúna til að handtaka manninn. Það liðu tvær stundir unz lög- reglumönnunum hafði tek- izt að þumlunga sig eftir brúarbitum til mannsins og taka hann höndum. Á neðstu myndinni má sjá að annar lögregluþjónanna er búinn-að ná manninum og er að búa sig undir að láta hann síga niður á næsta bita, og má sjá hendur lögregluþjónsins, sem er tilbúinn að taka þar á móti manninum. + bessi unga bandaríska stúlka. Anna Fisher, er meðal geimíaraefna Bandaríkja- manna. Hún er um þessar mundir í ströngum æfingum í búðum geimferðamanna suður á Florida. + Kvikmyndaleikarinn Mickey Rooney, sem var mjög vinsæll á sýningar tjaldi bíóanna fyrir all mörgum árum, komst á fréttasíðnr heimspressunn- ar fyrir skömmu. Ekki var það þó í sambandi við leiksigur. — Að þessu sinni var það vegna þess að hann gifti sig í áttunda skipti. Hann er nú 57 ára að aldri. Nýja konan hans er 39 ára gömul og hafði áður verið gift. Hún er söngkona kunn nokkuð í Kaliforníu. Öll íyrri hjónabönd Mikey Rooney hafa endað með skilnaði. 5 íslensk tónverk á Norrænum músikdögum FIMM tónverk eftir jafn marga höfunda hafa verið valin til flutnings á Norrænum músikdög- um. sem haldnir verða í Stokk- hólmi dagana 23. til 30. septem- ber n.k. Tónverkin. sem hér um ræðir. eru Strengjakvartett eftir Snorra Birgisson. Movement fyr- ir strengjakvartett eftir Iljálmar Ragnarsson. Mosaic fyrir blásara og strengi. eftir Þorstein Ilauks- son. Vatnsdropi fyrir slagverk og tónband eftir Áskel Másson og Ilaflög fyrir hljómsveit eftir borkel Sigurbjörnsson. Verkin verða flutt af sænskum og austur-þýskum listamönnum. Norrænir músikdagar eru haldnir annað hvert ár, til skiptis í höfuðborgum Norðurlanda. Músik- dagarnir hafa þrisvar verið haldn- ir í Re.vkjavík, seinast árið 1976. Er það í fyrsta sinn sem tónsmíðar þeirra Snorra, Hjálm- ars, Þorsteins og Áskels heyrast á þessum vettvangi. Dómnefnd, sem skipuð var einum fulltrúa frá hverju Norður- landanna, valdi verkin til flutn- ings á hátíðinni. Jónas Tómasson tónskáld var fulltrúi Tónskáldafé- lags íslands í dómnefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.