Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 14
X4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 í vor kom Alexander Solzhenitsyn í fyrsta skipti fram úr skugganum eftir priggja ára hljóð. í víðfrægum heimsósóma, er hann flutti 15000 áheyrendum á Harvard-torgi 8. júní gerði hann harða hríð að vestrænum ríkjum fyrir hugleysi og andlega niðurníðslu. Það nægir að leiða umheiminn augum skamma stund til að sjá að hann er klofinn. Sérhver samtímamaður kennir formálalaust heimsveldin tvö, sem hvort um sig gætu afmáð hitt af yfirborði jarðar. En fyrir hugarsjónum manna er fleygurinn oft einvörðungu pólitískur og sveipaður þeim blekkingahjúp. að leiða megi yfirvofandi hættu til lykta með hringborðstölum einum saman eða í skjóli vígbúnaðarjafnvægis. Sannleikurinn er hins vegar sá að sundrungin ristir miklu dýpra og leynist þar fiskur undir steini sem ekki verður auga á komið. Hin djúpa, margsprungna gjá fóstrar í djúpi sínu margvíslega hörmung til handa okkur öllum og kennir nú þess, er fornir vitringar hafa mælt, að konungsríki — í þessu tilviki jörð okkar — fær ekki staðið klofið gagnvart sjálfu sér. Heimar okkar daga Hugtakinu „þriðji heimurinn" hefur skotið upp. Nú þegar höfum við því þrjá heima. Þó er engum vafa undirorpið að þeir eru fleiri. Við stöndum aðeins of fjarri til að fá greint þá. Forn og rótgróin menningarsamféiög, einkum hafi þau breitt sig yfir umtalsvert víðlendi, eru heimur út af fyrir sig, öll kvikfull af furðum og ráðgátum í augum Vestur- landabúans. Svo dæma sé getið hljótum við að nefna Kína, Indland, Múhameðs- löndin og Afríku og hóp þennan, ef raunhæft er á annað borð að tala um tvo síðastnefnda menningarheima sem sam- stæðar einingar. Fyrir þúsund árum tilheyrði Rússland einnig þessum hópi, enda þótt vestrænum hugsuðum skjöplaðist í að neita því að þar væri um heilsteypta menningu að ræða. Þess vegna skildu þeir aldrei Rússland, ekki frekar en Sovétríkin nú undir kommúnískum stjórnarháttum. Vera má að Japan hafi á ljðnum árum þokast nær Vesturlöndum og treystist ég ekki til að dæma þar um. En hvað varðar Israel, svo eitthvað sé nefnt, þá virðist mér það land troða aðra slóð en Vesturlönd í því að skipan ríkisins er þar nátengd trúarbrögðum. Ekki er langt um liðið síðan hinn ungi og smái Evrópuheimur dró að sér nýlendur hvarvetna án fyrirstöðu og jafnan með því stæriláta hugarfari að meðal hinna undirokuðu væri aðeins fáfengileg menningarverðmæti að finna. Við fyrstu sýn urðu Evrópumenn mjög sigursælir af og virtist landvinningum þeirra engar skorður reistar Vestræn þjóðfélög blómstruðu í mannlegu sjálf- stæði og völdum. Þegar kom fram á tuttugustu öld uppgötvuðu menn svo skyndiiega brotalamir þeirra og veikar máttarstoðir. Okkur dylst ekki nú að landvinningarn- ir voru skammvinnir og viðsjárverðir og vitnar þetta um stórar glompur í heimsvið horfi Vesturlanda, sem kunna að vera skýringin á landvinningastefn- unni. Nú hafa tengslin við menningar- heim fyrrverandi nýlendna svo fullkom- lega snúizt við að undirlægjuháttur Vesturlanda keyrir tíðum úr hófi. Örðugt er hins vegar að gera upp allan þann reikning, sem nýlendurnar fyrrverandi eiga eftir að leggja á borð Vesturlanda. Hvað þá að segja til um hvort aðeins þær fáu nýlendur, sem eftir eru, eða allt það góss, er Vesturlönd eiga yfir að ráða, muni hrökkva til að standa skilin. Frábrugðin mynstur En blindni yfirburðaóttans er enn við lýði og elur á þeirri trú að stórir hlutar jarðkringlunnar eigi að þróast og vaxa svo jafnbrýni vestrænu skipulagi, sem fræðilega skarar öllum framar og tælir mest í raun. Sú skoðun er almennt viðtekin að einungis sé um að kenna illri stjórn, þrengingum eða villimennsku og fákunnáttu að heimar þessir hafa ekki numið lýðræðislega valddreifingu og lifnaðarhætti af Vesturlöndum. Hluta menn þjóðum einkunnir við mælikvarða vestrænna framfara. Engu síður draga rætur þessa sjónarmiðs næringu sína úr foraði skilningsleysis á inntaki annarra menningarsamfélaga. Raunsönn mynd af þróun á hnetti okkar eru verulega ólík. Samlögunarkenning austurs og vesturs er sprottin af kvíða fyrir sundrung heimsins. Það er viðfelldin kenning, sem tekur þó ekki minnsta mið af þeirri staðreynd að heimar þessir laga sig síður en svo að sama mynstri. Hvorugum verður snúið til leiðar hins átakalaust. Samlögun hefur þar að auki óumflýjan- lega í för með sér að annar umfaðmi lesti hins og vart getur það talizt ákjósanleg úrlausn. Ávarpaði ég hér í dag áheyrendur í heimalandi mínu og rannsakaöi tvístraða heimsmynd myndi ég helga mál mitt meinsemdum austur þar. En þar sem ég hefði neyðst til að verja fjórum síðustu árum á Vesturlöndum og tala við íbúa þeirra, finnst mér það eiga betur við að ég einbeiti mér að ýmsum hliðum vestursins á okkar tíð, eins og þær horfa við mér. Hnignandi hugrekki Það'fyrsta, sem kann að vekja athygli utanaðkomandi á Vesturlöndum nú, er hnignandi hugrekki. Hinn vestræni heimur hefur misst borgaralegan kjark sinn, hvort tveggja þegar á heildina er litið og með tilliti til einstaklinga; í sérhverju landi með sérhverri ríkisstjórn og stjórnmálaflokki og ekki sízt með Sameinuðu þjóðunum. Einkum er aftur- för þessi auðsæ í hópi ráðamanna og menntafólks, og markar það svip af hugblauðu þjóðfélagi í heild. Vissulega fyrirfinnast hugrakkir einstaklingar, en þeir hafa engin úrslitaáhrif á opinberum vettvangi. Pólitískir og menningarlegir skriffinnar sýna undirokun, framtaks- leysi og rutl í störfum sínum og yfirlýsingum og enn berlegar í fræðileg- um útlistunum á því hve raunhæft, rökrétt, gáfulegt og siðvandað sé að grunda stjórnmálastefnu á veikleika og heigulshætti. Kaldhæðnislegt er, að tækifærisbundin reiðiköst og óbiigirni sömu skrifinna skýrir enn betur dvínandi hugdirfsku þegar skipt er við veikburða ríkisstjórnir og lönd, sem engan hafa bakhjarlinn, eða þegar þróttlitlum straumum er að mæta. Á hinn bóginn eru þeir stjarfir og hless gagnvart stjórnum sem mikils mega sín og ógna, gagnvart óvinum og alþjóðlegum ofbeld- isöflum. Þarf að vekja máls á því hér að þverrandi kjarkur hefur frá fornu fari verið talinn marka upphafið að endalokunum) Hagsæld Er vestræn ríki nútímans litu dagsins ljós heyrðist eftirfarandi kennisetning: „Ríkisstjórnir eiga að þjóna manninum og maðurinn lifir til að vera frjáls og freista gæfunnar (Sjá t.d. Bandarísku sjálfstæðisyfirlýsinguna). Fyrst nú á undanförnum áratugum hafa tæknilegar og félagslegar framfarir gert mönnum kleift að finna ofangreindu markmiði stað, þ.e.a.s. í velferðarríkinu. Hverjum einstökum borgara hefur hlotn- ast hið þráða frelsi og efnislegar eigur með slíkum kostum og í svo ríkum mæli að hamingja má gulltryggð kallast í þeim siðferðilega óæðri skilningi, sem náð hefur að festa rætur á sama tíma. En á leið þessari hefur eitt sálfræðilegt smáatriði fallið milli þilja; hin sífellda þrá eftir enn meiri eigum og enn betra lífi. Baráttan fyrir þessum hlutum hefur markað andlit ófárra Vesturlandabúa áhyggjum og jafnvel þunglyndi, enda þótt venjan kenni mönnum að bera harm sinn ekki á torg. Ósérhlífin og kröfuhörð samkeppni gagntekur allan hug mannsins án þess að greiða honum veginn að andlegum þroska. Einstaklingar hafa verið varðir gegn ýmis konar ágengni ríkisvalds, meirihiuti almennings nýtur hagsældar meiri en feður og afa dreymdi um. Gerlegt er orðið að ala upp ungviðið samkvæmt hugsjónum þessum og gæða það líkamlegri glæsn, hamingju, efnisleg- um hlutum og fé auk þess að'láta því eftir frístundir og nánast óskert frelsi til að njóta lífsgleðinnar. Hver vildi nú vísa öllu þessu á bug, hvers vegna og fyrir hvað að hætta dýrmætu lífi sínu til að verja almenn verðmætasjónarmið, einkum í jafnóljósum tilvikum og þegar vernda þarf öryggi eigin þjóðar í fjarlægu landi? Jafnvel líffræðin upplýsir okkur um að öfgakennt og vanabundið öryggi eru engri lífveru til framdráttar. Hagsæld í vestrænu samfélagi er á okkar dögum farin að sýna sitt meinkrákuandlit. Lögstýrt líferni Vestræn þjóðfélög hafa séð sjálfum sér fyrir því skipulagi, sem bezt hentar markmiðum þeirra. Grundvallast þau á því, sem ég vildi nefna lagabókstafinn. Lagakerfi setur réttindum og réttlæti skorður og enn eru þær mjög víðar. Vesturlandabúar hafa á valdi sínu umtalsverða leikni í að nota, túlka og sýsla með lög, þrátt fyrir að þau séu jafnan flóknari en svo að meðalmenn fái skilið án aðstoðar sérfræðings. Greitt er úr hverjum ágreiningi eftir lagabókstafs- ins hljóðan og er sú lausn talin öðrum fremri. Hafir þú á réttu að standa frá lagalegu sjónarmiði þarf ekki að fjölyrða frekar. Engum leyfist að gera því skóna að þú kunnir eftir sem áður ekki að hafa algerlega rétt fyrir þér eða hvetja til sjálfsafneitunar. Löngun til að vísa á bug slíkum lagaréttindum og mælast til óeigingjarnra fórna og áhættu hljómar einfaldlega út í hött. Það er næsta fáséð að menn temji sér hóf af sjálfsdáðum. Allir tefla eins djarft og umgjörð laganna framast leyfir. Olíufyrirtæki er flekk- laust lagalega festi það kaup á nýrri uppfinningu til orkuframleiðslu í því „Þverrandi kjarkur er upphaf endalokanna” Frá Tafl- og bridgeklúbbnum Alls mættu 46 pör til leiks sl. fimmtudag og var spilað í tveimur 16 para riðlum og einum 14 para riðli. Úrslit urðu sem hér segir: A-riðilI. Einar Þorfinnsson — Sigtryggur Sigurðsson 241 Ragnar Björnsson — Þórarinn Árnason 239 Baldur Ásgeirsson — Magnús Oddsson 239 Gylfi Guðnason — Kristján Guðmundsson 236 Jón Pálsson — Kristín Þórðardóttir 229 Briðilli Guðlaugur Jóhannsson — Hjalti Elíasson 254 Baldur Guðmundsson — Óli Valdimarsson 250 Dóra Friðleifsdóttir — Sigríður Ottósdóttir 24Q Sigfús Þórðarson — Skafti Jónsson 240 Albert Þorsteinsson — Guðni Þorsteinsson 230 CriðiII. Óli Már Guðmundsson — Þórarinn Sigþórsson 225 Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Jón Páll Sigurjónsson — Sigríður Rögnvaldsdóttir 191 Hrólfur Hjaltason — Jóhannes Árnason 174 Oddur Hjaltason — Þorlákur Jónsson 161 Ingvar Hauksson — Orwelle Utlay 161 Árangur Þórarins og Öla Más í C-riðli er mjög góður en meðalárangur í C-riðli var 156. í A- og B-riðli var meðalárangur 210. Staða efstu manna í stiga- keppninni. Valur Sigurðsson 11 Sigtryggur Sigurðss. 10 Ragnar Björnsson 9‘/2 Þórarinn Árnason 9'/2 Ásmundur Pálsson 9 Stefán Guðjohnsen 8 Viðar Jónsson 8 Næst verður spilað á fimmtu- daginn kemur. Spilað er í Domus Medica. Keppnisstjóri er Guðmundur Kr. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.