Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 Bændaskólarnir kynna á sýningunni starfsemi sína. Gísli Sverrisson stendur hér við hluta sýningardeildar skólanna. Ljósm. RAX. í bændadeild tekur eitt ár, en nú er verið að breyta nokkuð tilhögun bænda- skólans og stendur til að lengja nám í bændadeild- inni úr einu í tvö. Verður skólanum þá þannig háttað að fyrri veturinn skiptist í 14 vikna bóklegt nám og 14 vikna verknám, en síðara árið verður 29 vikna bóklegt nám. Inntökuskilyrði í skólann eru þau að viðkomandi hafi lokið grunnskólaprófi, sé orðinn 17 ára og hafi starfað í eitt ár, það er að segja sumar og vetur. Breytingar á búnaðarnámi „VIÐ leggjum aðaláhersl- una á að kynna útgáfu- starfsemina í skólanum, en meiri hluti kennsluefnisins er saminn af kennurunum og gefinn út á staðnum,“ sagði Gísli Sverrisson, en hann sér um sýningarbás Bændaskólans á Hvann- eyri. Gísli sagði að nú stund- uðu um 80 nemendur nám við skólann og þar af væru um 70 í bændadeild. Námið Þá er í sýningarbás bændaskólans kynnt saga hans og félagslíf og myndir af gömlum og nýjum nem- endum skólans prýða veggi bássins. Samtök ein- staklinga meðheimilis- prjónavélar Lyftur til að auð- velda losun votheys „VIÐ kynnum hér á sýning- unni það, sem við höfum viljað kalla byltingu í vot- heysgjöf,“ sagði Halldór Jóhanns, sölumaður hjá Reykjafelli h/f. „Hér er um að ræða lyftur fyrir einfasa rafmagn, en hingað til hafa aðeins verið til lyftur fyrir- þrífasa rafmagn.“ Halldór sagði að lyftur þessar, sem eru af nokkrum gerðum, væru ætlaðar til notkunar við votheyslosun, en að sögn Halldórs hefur votheyslosunin reynzt mörg- um bændum erfið. Lyfturn- ar er hægt að setja upp í öllum súrheysturnum og votheysgryfjum og í lang- flestum hlöðum. Þær eru á brautum, sem lagðar eru í loft heygeymslunnar. Reykjafell kynnir einnig á sýningunni rafsuðuspenna og naglabyssur, fyrir utan Fisher-múrtappa. Fyrirtækið Reykjafell h/í kynnir á sýningunni tæki til notkunar við votheyslosun. ^NAÐARSJ^ “CCt Þróunin er sú að ali■ fuglarœktin fœrist yfir á fárra hendur „SAMBAND eggjaíram- leiðenda kynnir hér á sýning- unni alifuglarækt, við viljum gefa fólki yfirlit yfir þcssa starfsgrein auk þess. sem við sýnum hér alla þá 10 hænsna- stoína. sem til eru í landinu. og er þá miðað við hreinræktaða stofna. Annars er þessum ein- stöku afbrigðum ug stofnum ekki haldið við nema af áhuga- fólki.“ sagði Þorsteinn Sig- mundsson. alifuglabóndi. Elliðahvammi við Elliðavatn. er við ræddum við hann í hænsnahúsi sýningarinnar. Sjálfur er Þorsteinn með 8000 hænur. „Þróunin í alifuglaræktinni hefur verið sú að þetta hefur færst yfir á fárra hendur. Þegar offramleiðsla verður detta skussarnir út og hinir lifa. Staðan er nú þannig að við erum í þann veginn að geta mettað markaðinn og ég held að fram- boð á eggjum verði nóg í vetur,“ sagði Þorsteinn og aðspurður um hvort fyrirhugað væri að setja á stofn sameiginlega dreif- ingarmiðstöð á vegum eggja- framleiðenda, sagði Þorsteinn: „Þetta er eilífðarmál, en ég veit ekki hvort þetta verður nokkurn tíma að raunveruleika, því að flestir okkar eru andvígir starf- rækslu slíkrar dreifingar- stöðvar.“ Tilgangur Sambands eggja- framleiðenda er fyrst og fremst að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum, svo sem skipulagsbundinni sölu og dreif- ingu eggja með gæða- og heil- brigðiseftirliti, bætt ástand með fóðurblöndur og fóðursölu o.fl. Sláturfélag Suðurlands annaðist eggjadreifingu að til- hiutan sambandsins allt fram til ársins 1940, en S.E. starf- rækti eggjadrefingarstöð í eigin húsakynnum að Hörpugötu 13b í nokkur ár eftir 1950. Á þessu tímabili voru í notkun löggiltir eggjastimplar fyrir félagsmenn, sem trygging fyrir heilbrigði og gæðum. Eitt merkasta átak S.E. var fullkomin dreifingarstöð, sem sett var upp í samstarfi við Sölufélag garðyrkjumanna 1959. Stöð þessi var búin hentugum tækjum til gegnumlýsingar á eggjum, pökkunar og kæliklef- um, sem gerði kleift að jafna vörumagnið á markaðinn eftir framboði og eftirspurn. Þessi starfsemi reyndist ágætlega, jafnt fyrir bændur sem neyt- endur. Þessi starfsemi lagðist „Við sýnum vélunninn fatnað, sem unninn hefur verið í öllum tegundum af heimilisprjónavél- um, sem eru á markaðinum.“ sagði Hólmfriður Gestsdóttir hjá Vélprjónasambandi íslands, en það sýnir ýmiss konar heimilisiðnað. Sýningarmunirnir eru fatnað- ur, jafnt á unga sem gamla, en einnig er sýnishorn af þeim bæklingum, sem íslenzkir kaupendur fá með vélum sínum. Þá selur Vélprjónasambandið einnig föt á dúkkur á sýningunni. Að sögn Hólmfríðar eru félag- ar í Vélprjónasambandinu nú eitthvað á þriðja hundrað og eru þeir hvaðan æva að af landinu. Vélprjónasamband Islands eru Ingibjörg Jónsdóttir og Hólmfríður Gestsdóttir (t.h.) við bás Vélprjónasambands íslands. samtök einstaklinga, sem eiga heimilisprjónavélar, nota þær fyrir sín heimili og vilja jafn- framt hafa að einhverju leyti atvinnu af þeim, eins og segir í kynningarbæklingi frá samtök- unum. Félagar eru aðallega húsmæður, sem einhverra hluta vegna komast ekki út á hinn almenna vinnumarkað eða vilja heldur vera heima á sínum heimilum og einnig nýta sinn tíma. Fyrst og fremst vill sam- bandið að félagar þess fái sann- gjörn laun fyrir sína vinnu, með fullu tilliti til aðstæðna. Einnig hefur sambandið hug á að koma á fót einhvers konar kennslu eða leiðbeiningum við að vinna á vélarnar. Yfir 50% af heildarrœktun kartafla íRangárvallasúslu „ÞAÐ ERU fyrst og fremst kartöfl- ur. sem Grænmetisverzlun land- búnaðarins sýnir, enda er hún aðaldreifandi þeirrar vöru, sem hér er ræktuð og hefur einkaleyfi á innflutningi,“ sagði Eðvald Malmquist hjá Grænmetisverzlun- inni, er við inntum hann eftir þætti Grænmetisverzlnnarinnar á land- húnaðarsýningunni. „Atvinnukartöflubændum hefur fjölgað nokkuð undanfarin tvö til þrjú ár,“ sagði Eðvald. „Þá hafa fleiri sveitir bætzt við og má þar nefna Mýrdalinn, Landbrot og Öræfasveitina, en auk þess hefur kartöflurækt aukizt I Hornafirði og Eyjafirði siðustu fimm til 10 árin. Algengasta kartöflutegundin, sem hér er ræktuð, er rauða íslenzka kartöflutegundin og eru um 70% af öllum kartöflum á markaðnum af þeirri tegund. Þá er einnig töluvert ræktað af gullauga og Helgu. Ennfremur hefur verið lögð áherzla á að rækta meira af Bintje-afbrigði, en það hentar vel nútíma matreiðslu, svo sem þegar verið er að steikja franskar kartöfl- ur eða baka kartöflur. í sýningarbás Grænmetisverzlun- ar landbúnaðarins er m.a. skýringa- mynd af ræktunarhlutfölium á Islandi. Þar kemur frarn að lang- mest er ræktað af kartöflum í Rangárvallasýslu eða yfir 50 4 af heildarræktunarmagninu. í Suð- ur-Þingeyjarsýslu og. Eyjafjarðar- sýslu eru ræktuð 23,5% og í Hornafirði 6,7%, en annars staðar á landinu er ræktað minna. Geta má þess að gert er ráð fyrir að heimilisræktun nemi 40% af allri kartöfluræktuninni, þegar horfir eins og nú. „Reynsla síðustu ára hefur sýnt að eyfirskt útsæði hentar betur," heldur Eðvald áfram, „og gefur oft á tíðum jafnvel 30% meira af nýtanlegri uppskeru en heimafengið útsæði.“ Á einum vegg bássins hangir Eðvald Malmquist ásamt sonardóttur sinni Ástu Guðmundsdóttur Malmquist í sýningarbás Grænmetisverzlunar landbúnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.