Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 Rabbað við Sigurþór Eiríksson sjötugan Ék cr faddur á Skólavörðu- stítí 12 í Kamla Geysishúsinu KCKnt hcKninKarhúsinu. sem svo var neínt. Ég fæddist klukkan 4 að degi 19. ágúst í vesturherbergi hússins, sagði móðir mín mér seinna. Siðan hef ég verið hér í Reykjavík að mcira eða minna leyti og hraskað margt. Blm. situr ásamt Sigurþóri Eiríkssyni, Dóa, eins og kunn- ingjar hans kalla hann, í turn- herberginu á Hótel Borg. Þar hefur Sigurþór unnið síðustu fimmtán ár og hann býður upp á kaffi. Margir Reykvíkingar þekkja Sigurþór sjálfsagt bezt að fornu og nýju af skautaiökun hans á tjörninni. Og þótt árunum fjölgi mætir hann alltaf til leiks þegar svellið kemur, rennir sér aftur á bak og áfram eða tekur keðju, kvikur og frár á fæti. Hann er annars skrúðgarðyrkjumeistari að mennt — það er prentað Sigurþór Eiriksson með Kan- adahattinn sinn. Reykjavík komu á tjörnina og skautuðu á hvítum plíseruðum pilsum og höfðu hvítar húfur á höfðinu. Svo var höfð músík. Þarna komu líka margir menn sem settu svip á bæinn, sem svo er kallað, og væri hægt að nefna marga. Oddur Sigurgeirsson sterki af Skaganum var einn þeirra sem gekk oft hjá tjörn- inni þegar fólk skautaði. Hann var á sínum fornmannabúningi en fór ekki á skautum. — Árið 1930 fór ég til Kan- ada. Þar bjó faðir minn, Eiríkur Hjálmar Sigurðsson úr Skatnmadal í Mýrdal, í íslend- ingabyggðum við Winnepeg. Hann hafði farið utan 1910, en móðir mín Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir ættuð frá Innraneshreppi í Snæfellsnes- sýslu bjó alla sína tíð í Reykja- vík og margir eldri Reykvíking- ar muna hana sjálfsagt enn, hún er nú látin fyrir 20 árum. Ég fór sem sé til Kanada, ferðaðist fjóra daga með skipi og þrjá daga með lest. Þarna var fullt skip af ungum Islendingum, sem aftur voru fullir af ævintýraþrá. Ég var í fjögur ár í Islendinga- byggðum Kanada, vann þar öll hugsanleg störf sem til féllu og var m.a. landbúnaðarverkamað- ur í Riverton-byggð. Útflytjend- úr nutu á þessum árum nokk- urra fríðinda vöru t.d. skattfríir í fjögur ár. Þarna var mikið að starfa, landbrot o.s.frv. og þörf fyrir fólk. Ég lærði ekki sérlega „M skautuðu dömnnar íplíseruðumpilsuni” innan í veskið hans — og starfaði lengi sem slíkur. En hann hefur komið víða við á sjötíu árum: borið út Vísi, verið bréfberi hjá póstinum, hlaupið í togara af og til og verið landbúnaðarverkamaður í Is- lendingabyggðum Kanada, þar sem hann á stóran ættboga, en er þó fyrst og fremst Reykvík- ingur. — Erá sjö ára aldri og fram yfir férmingu var ég í fóstri hjá skyldmennum mínum í Eyjum, Dalabúðarfólkinu, sem var stór ætt i Eyjum og þar var ég alltaf kallaður Dói í Dölum. Það gerðist margt skemmtilegt á þessum tíma, sem hægt væri að rekja lengi. Einu sinni sá ég huidustúlku. Það var um há- bjarta sumarnótt og ég kleip mig í augun til að fullvissa mig um að ég væri vakandi. Hún kom inn í herbergið og gekk að rúmi hjónanna hinum megin í herberginu og laut yfir bónd- ann. Síðan gekk hún rólega að hurðinni sneri sér í átt til mín, brosti og hvarf hægt út um dyrnar og lokaði á eftir sér. Hún var klædd að austurlenzkum sið. Ég sagði fólkinu frá þessari lífsreynslu minni daginn eftir. Það trúði því ekki og sagði: „Þið hefur verið að dreyma þetta, blessaður. Og svo var ekki talað meira um það. Maður, sem hét Eiríkur var á bænum. Hann hafði einhvers konar fjar- skyggnishæfileika. Og eitt af því, sem ekki brást Eiríki var það, að hann gat sagt nákvæm- lega til um hve kallarnir komu með mikinn fisk úr róðri. Hann gat nefnt hve mikið var af hverri tegund, og það voru alltaf réttar tölur hjá honum. Þetta þótti okkur krökkunum stór- merkilegt og við töluðum mikið um þennan merkilega mann. — Síðan kom ég til Reykja- víkur nýfermdur og þá fór ég að vinna við skrúðgarðyrkju. Ein af helztu skemmtunum fólks í Reykjavík á veturna þessi ár var skautaiðkun. Þegar svell var á tjörninni dreif að fólk víða úr bænum og skemmti sér konung- lega. Þarna kom Sigurjón á Álafossi með stóru „hlaupar- ana“ sína. Ungar stúlkur í mikið í ensku þennan tíma, þarna var mikið af íslendingum, sem höfðu haldið við tungu sinni, en auðvitað komst maður inn í málið. Eftir fjögur ár hvarf ég aftur heim til Islands, móðir mín var hér ein og auk þess langaði mig aftur heim. Og þá fór maður að vinna við sitthvað sem til féll, skrúðgarðyrkju og ýmislegt og síðustu 15 árin hef ég verið hér á Hótel Borg, sagði Sigurþór. — Tómstundir? Jú, ég hef nóg að gera í tómstundum mínum, safna kortum t.d. og svo mála ég líka. Ég hef haldið eina sýningu. Það var á Mokka, árið 1970. Ég mála landslag og fantasíur í bland. Fantasíurnar þykja mér skemmtilegri, þar get ég látið litina leika lausum hala, því ég er litríkur maður, sagði Sigurþór að lokum. Nú var stutt stund liðin. Sigurþór er önnum kafinn mað- ur, þótt sjötugur sé, þótt hann gefi sér örugglega tíma til að skreppa á skauta og taka eins og eina keðju þegar svellið kemur. Og við töfðum ekki lengur. Hörður Ingólfsson heldur málverkasýningu að Hall- veigarstöðum og verður sýn- ingin opnuð í dag og stendur til 27. ágúst. Á sýningunni eru 36 verk flest máluð eftir landslagi, þjóðsögum og daglega lífinu yfirleitt, að sögn Harðar. Þetta er fyrsta sýning Harðar en hann hefur stundað nám í Mynd- lista- og handfðaskóla ís- lands og Statens Læreskole í Forming í Ósló. Hörður hefur málað um helming myndanna á þessu ári. Hann er kennari að mennt og kennir íþróttir og myndlist samhliða. Tékkóslóvakíunefndin 1978 vekur athygli á málstað sósíalismans MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá nýrri nefnd, sem stofnuð hefur verið og í eiga sæti 30 manns sem láta sig varða innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu fyrir 10 árum. Nefndin nefnist Tékkóslóvakíu- nefndin 1978» en ckki er getið um stofnfund nefndarinnar. „Tékkóslóvakíunefndin 1978 er stofnuð í tilefni af því að 10 ár eru liðin síðan nokkur ríki Varsjár- bandalagsins gerðu innrás í Tékkóslóvakíu og tóku landið herskildi. Hófst þá grimulaus íhlutun Sovétríkjanna í málefni þessa bandalagsríkis þeirra í þeim tilgangi að stöðva þar um sinn eðlilega sósíalíska þróun samfé- lagsins. Af þessum sökum búa þjóðir Tékkóslóvakíu við pólitíska kúgun sem leitt hefur til allsherj- ar kreppu í þjóðlífinu. Mikill fjöldi sósíalískra baráttumanna hefur haldið uppi andófi gegn skrif- finnskuvaldinu og ýmsir þeirra hrökklast í útlegð. Allir þeir sem berjast fyrir lýðfrelsi og þjóð- frelsi, en gegn stórveldabandalög- um og herstöðvaneti þeirra, styðja baráttu tékkóslóvösku þjóðanna til að ná þeim markmiðum sem „vorið i Prag“ 1968 gaf fyrirheit um. Nefndin hefur ákveðið að vekja athygli á málstað sósíalismans í Tékkóslóvakíu með því að bjóða hingað til lands tveim þekktum málsvörum þeirra andófsmanna sem nú dvelja í útlegð frá heimala'ndi sínu. Þeir eru Eduard Goldstúcker fyrrverandi forseti Rithöfundasambands Tékkó- slóvakíu og Zdene Hejzlar fyrrver- andi útvarpsstjóri í Prag. Gold- stúcker er prófessor í samanburð- arbókmenntum við háskólann í Sussex í Englandi en Hejzlar vinnur að rannsóknarstörfum við Utanríkismálastofnunina í Stokk- hólmi. Þeir Goldstúcker og Hajz- lar munu koma fram á nokkrum fundum hér í Reykjavík í byrjun september. Eduard Goldstiicker Tékkóslóvakíunefndin Svavar Gestsson, Kjartan Ólafs- son, Árni Björnsson, Guðjón Jónsson, Ólöf Eldjárn, Benedikt Davíðsson, Svava Jakobsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Bolli Héðins- son, Svanur Kristjánsson, Vé- steinn Ólason, Njörðu’r P. Njarð- vík, Magnús Kjartansson, Sveinn Skorri Höskuldsson, Hjörleifur Guttormsson, Atli Heimir Sveins- son, Brynja Benediktsdóttir, Guð- rún Helgadóttir, Thor Vilhjálms- son, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Jakob Benediktsson, Vilborg Dag- bjartsdóttir, Pétur Gunnarsson, Haukur Jóhannsson, Tryggvi Sig- urbjarnarson, Böðvar Guðmunds- son, Soffía Guðmundsdóttir, Árni Bergmann, Ragnar Arnalds. Vélhjólakeppni VÉLHJÓLAKLÚBBURINN efnir nk. sunnudag, 20. ágúst, kl. 14, til vélhjólakeppni að Sandfelli við Þrengslaveg. Keppt verður í tveimur flokkum, opnum flokki og flokki 50 c.c. V ef naðarsýning á K jarvalsstöðum FÉLAG islenskra vefnaðarkenn- ara opnar vefnaðarsýningu í anddyri Kjarvalsstaða laugar- daginn 19. ágúst klukkan tvö. Sýnd verða verk, sum unnin af börnum og önnur af vefnaðar kennurum Félags íslenskra vefn- aðarkennara. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var í tilefni af opnun sýningar- innar, kom fram að tilgangur félagsins með þessari sýningu er að vekja athygli skólayfírvalda og almennings á vefnaði, sem æski- legri námsgrein í öllum bekkjum grunnskólans. Telur félagið vefnaðarnám gefa tilefni til að auka þekkingu nemenda á verkmenningu þjóðar- innar í fortíð og nútíð, opni augu þeirra fyrir gildi góðs handverks, lista og annarra menningarverð- mæta. En á blaðamannafundinum kom fram að vefnaður á Islandi á sér langa og merkilega sögu sem sjálfsagt er að veita nemendum í grunnskólum innsýn í. Megnið af þeim vefnaði á sýningunni, sem unninn er af börnum, er árangur af tilrauna- kennslu, sem efnt var til á síðastliðnum vetri í Breiðholts- skóla og Hlíðaskóla. Ennfremur eru mörg verk á sýningunni ofin af vefnaðarkennurum og eru þau fyrst og fremst ætluð sem hug- myndir að verkefnum, sem hægt væri að leggja fyrir nemendur í hinum ýmsu bekkjum grunnskól- ans. Við vinnu á sýningargripum voru notuð margskonar áhöld, allt frá pappaspjaldi að stignum vef- stólum, til þess að gefa hugmyndir um notkunarmöguleika þeirra. Vefnaðarsýning Félags ís- lenskra vefnaðarkennara verður opin dagana 19. ágúst til 3. september alla daga nema mánu- daga og er aðgangur ókeypis. Nokkur af verkunum á vefnaðar sýningunni. Ljósm.i Kristinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.