Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 40
AKiIASIM.ASlMINN EK: 22480 |Wír0unbTní>ií> al’(;lysiní;asíminn ek. 22480 JWorgunblníiiÖ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur: K j arasamningarn- ir framlengdir í ár Framsóknarmenn óánægðir með vinnubrögð Lúðvíks KJARASAMNINGANA í gildi og árs framlenging á þeim eftir 1. desember n.k. með tryggingu fyrir því að það kaupmáttarstig, sem þeir gera ráð fyrir, haldist 1979, en samkomulag verði um einhvers konar þak í samhandi við vísitölubætur voru þær meginhugmyndir sem þeir Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðuflokksins kynntu fulltrúum flokkanna í verkalýðshreyfingunni á fundum í gær. Frystihúsamenn í upphafi fund- ar með Geir Hallgrímssyni og Matthíasi Bjarnasyni í gær. Greiðslur úr verð- jöfnunar- sjóðiverði 20% 1. sept. Á FUNDI frystihúsamanna með Geir Ilallgrimssyni forsætisráð- herra og Matthíasi Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra í gær lögðu frystihúsamenn til. að greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði yrðu hækkaðar úr 11% í 16% miðað við 1. ágúst s.l. Ennfrem- ur að greiðslur hækkuðu í 20% 1. sept. n.k. Þeim frystihúsum, sem nú hefðu stöðvazt, yrði gert kleift að komast af stað á ný, með þvi' að hækka afurðalán úr 70—75%,eins og nú er, í 95%. Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson for- stjóri SH sagði í samtali við M^rgunblaðið, að tillögurnar um að hækka greiðslur úr Verðjöfnun- arsjóði í 20% 1. sept. væru miðaðar við 15% kauphækkun þá. Um hækkun afurðalána tii þeirra frystihúsa, sem nú hefðu stöðvazt, sagði hann að ráð væri fyrir því gert, að þessum afurðalánum yrði breytt síðar í föst lán, eftir mati, að lokinni fjárhagsúttekt á hverju einstöku frystihúsi. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði í samtali við Mbl. að hann hefði gert frystihúsamönn- um grein fyrir að starfandi ríkis- stjórn hefði takmarkaða getu til að gera sérstakar ráðstafanir vegna frystihúsanna. Engu að síður myndi hann skýra ríkisstjórn frá málavöxtum eftir helgi. Meðan þeir Lúðvík og Benedikt reifuðu þessar hugmyndir hélt efnahagsmálanefnd flokkanna áfram störfum og kom Jón Sig- urðsson forstöðumaður Þjóðhags- stofnunar á hennar fund með ýmsa útreikninga sem nefndin hafði óskað eftir. „Það er niðurgreiðsluleið, sem nú er til umræðu," sagði einn af forystumönnum Alþýðuflokksins í samtali við Mbl. í gærkvöldi, „en það er öflun tekna með sköttum og sparnaði og síðan verði þær tekjur notaðar til að greiða niður verð- lagið, til dæmis til að lækka söluskattinn." Alþýðubandalags- menn standa enn fast á 10% niðurfærslu verðlags 1. september en Alþýðuflokksmenn munu ekki telja sig sjá að því marki verði náð. „Við erum enn að vinna hlutina og höfum ekki tekið afstöðu til neins ennþá," sagði einn af for- ystumönnum Alþýðubandalagsins í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Lúðvík Jósepsson óskaði eftir að Framsóknarflokkurinn tilnefndi menn í undirnefndir varðandi stjórnarmvndunarviðræður en því hafnaði Olafur Jóhannesson á þeim forsendum að fyrst ætti að halda fund í aðalviðræðunefndinni áður en mönnum yrði skipt í undirnefndir. Fyrsti fundur aðal- viðræðunefndarinnar var svo formlega boðaður klukkan 10 í dag. „Það var mikið unnið og okkur miðar áleiðis," var það eina, sem Lúðvík Jósepsson vildi í gærkvöldi láta hafa eftir sér um gang könnunarviðræðna Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins. Mið- stjórn Alþýðubandalagsins kom saman til fundar í gærkvöldi. „Við siglum áfram undir fullum seglum,“ sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins. Snorri Jónsson varaforseti ASÍ sagði að þær hugmyndir, sem þeir Lúðvík og Benedikt kynntu flokks- mönnum sínum í verkalýðshreyf- ingunni hefðu verið „mjög jákvæð- ar“ og Guðmundur J. Guðmunds- son formaður Verkamannasam- bands Islands tók í sama streng, en kvað þó margt óljóst ennþá. Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri BSRB sagði: „Þær hugmyndir sem þarna voru viðrað- ar eru kjaralega mikil bót fyrir opinbera starfsmenn frá þeim lögum sem við búum nú við.“ Sjá fréttaskýringUi„Tví- lembingur í stað þrílemb- ings" á miðsíðu blaðsins. „Ætli ég yrði þá ekki að fá mitt tækifæri” — ef Lúðvík Jósepssyni mistekst að mynda meirihlutastjórn ólafur Jóhannesson. „ÉG HELD að þá verði nú að minnsta kosti ein umferð eftir enn, því ætli ég yrði þá ekki að fá mitt tækifæri," sagði ólafur Jóhannesson formaður Fram- sóknarflokksins er Mbl. leitaði álits hans á þeim ummælum Alþýðubandalags- og Alþýðu- flokksmanna í samtölum við blaðið að þeir séu að mynda minnihlutastjórn þessara tveggja flokka þar sem sýnt sé að Framsóknarflokkurinn muni ekki geta fallizt á sam- komulag þeirra í kjara- og efnahagsmálum og að viðræður um samstjórn Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks verði nánast formsatriði þar á eftir áður en Lúðvík Jósepsson skili umboði sinu til myndunar meirihluta- stjórnar aftur til forseta ís- lands. Ólafur kvaðst þó ekkert vilja raða möguleika sína til stjórnarmyndunar ef sú staða kæmi upp. Varðandi það að Framsóknar- flokkurinn héti framangreindri minnihlutastjórn hlutleysi sagði Ólafur: „Þeir tóku nú ekki því tilboði, þegar við bárum þaf fram og ég tel ekki líklegt að þaf verði endurnýjað." r Ur hugmyndum Sjálfstæðisflokksins í þríflokkaviðræðunum: Gjaldeyrisverzlun frjálsari Ríkisfyrirtæki seld almenningi í stjórnarmyndunarviðræðunum milli Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks lögðu Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Gunnar Thoroddsen varaformaður fram vinnuplagg, sem hefur að geyma hugmyndir um stefnu og Jeiðir í efnahagsmálum. Gerði Geir Hallgri'msson grein fyrir meginatriðum þessa vinnuplaggs á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna f Reykjavfk sl. miðvikudagskvöld, en í þvf er lögð á það áherzla, að varðandi leiðir í efnahagsmálum verði öðru fremur stuðst við almennar hagstjórnaraðgerðir en ekki magntakmarkanir, leyfi, höft eða styrki, þegar um það sé að tefla að ráðstafa verðmætum á vegum einstaklinga eða fyrirtækja. Fremur verði stefnt að því að draga úr slfkum takmörkunum, sem nú eru við lýði. Ilefðu þessar aðgerðir að markmiði að tryggja kaupmátt tekna almennings samhliða því, sem dregið yrði úr verðbólgunni. nægri atvinnu haldið uppi og atvinnuvegir þjóðarinnar yrðu reknir með viðunandi afkomu. I vinnuplagginu eru, að því er kom fram í ræðu Geirs Hallgrímssonar m.a. settar fram hugmyndir um, að dregið verði úr umsvifum hins opin- bera, framkvæmdum frestað og rekstrarútgjöld lækkuð. Skattheimta verði ekki aukin, en reynt verði að halda uppi kaupmætti með auknum niðurgreiðslum og lækkun sumra skatta, s.s. vörugjalds sem fellt verði niður í áföngum, og söluskattur verði lækkaður. Afstaða sé tekin til áfram- haldandi restrar- og eignaraðildar ríkisfyrirtækja og leitað leiða til aö flytja eingaraðild til annarra aðila, s.s. starfsmanna, sveitarfélaga og einkaaðila. Nefndi Geir Hallgrímsson í þessu sambandi í ræðu sinni fyrirtæki eins og Bifreiðaeftirlitið, Ferðaskrifstofu ríkisisins, Landsmiðjuna, Gútenberg, Siglósíld og hlutafjáreign ríkisins í Eimskipa- félaginu, Flugleiðum, Þormóði ramma, Slippstöðinni og Álafossi. Þá er í vinnuplagginu gert ráð fyrir því, að áætlanadeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins verði flutt til Þjóðhagsstofnunar og Framkvæmda- stofnunin verði lögð niður og yfirum- íýón Framkvæmdasjóðs og Byggða- sjóðs verði aðskilin. Gert er einnig ráð fyrir því í vinnuplagginu að skipulag og starfsemi ríkisviðskiptabankanna verði endurskoðuð, sett verði ný lög um þessa banka og hlutafélagabanka. Verði stefnt að fækkun viðskipta- banka í ríkiseign í tvo á sem skemmstum tíma, ríkisbönkunum verði auk þess falið að draga úr rekstrarkostnaði og fækka starfsliði í áföngum og allir bankar fái rétt til gjaldeyrisviðskipta. Vinnuplaggið gerir ráð fyrir því að gjaldeyrisviðskipti verði frjálsari, úthlutun ferðagjaldeyris aukin mjög Geir Hallgrímsson verulega, gjaldeyrisdeild bankanna lögð niður og viðskiptabankarnir taki við verkefni hennar. Þá verði verðgildi sparifjár nægilega hátt til að örva frjálsa sparifjármyndun og hamla gegn of miklum útlánum, ekki síst til óarðbærrar fjárfestingar og eyðslu. Meðal hugmynda sem settar eru fram í vinnuplagginu er að gengis- skráning verði miðuð við, að brúttú- hagnaður sem hlutfall af fobverðmæti í sjávarútvegi verði viðunandi og fyrirkomulag vísitölugreiðslna verði endurskoðað frá grunni og þess freistað að ná samkomulagi um nýtt fyrirkomulag, er miði einkum að því, að verðbólga geti minnkað, gengið verði traust og afkoma atvinnuvega viðunandi. Nánar verður sagt frá ræðu Geirs Hallgrímssonar og vinnuplagginu í blaðinu á morgun, sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.