Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.08.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1978 BANN Félag breskra járniðnaðarmanna, sem hefur um 1.2 millj. félagsmanna, hefur ákveðið að hætta öllum samskiptum við rússnesk samtök til að mótmæla dómunum yfir andófsmönnunum á dögunum. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Nýr forst jóri hjá SAS: Boðar lækk- un fargjalda CARL Olov Munkbcrg hefur verið ráðinn aðalforstjóri SAS frá 1. ágúst að telja. Ilann hefur látið hafa eftir scr að SAS muni fljótleKa taka upp nýja stefnu, láKfan'jaldastefnu, og þá ekki aðeins á Norður-Atlantshafsleið- inni heldur á öllum leiðum. Markmiðið mun þó ávallt vera það að viðhalda nægilegri arð- semi með tilliti til þess scm til er kostað. Hr. Munkberg segir að það sé um þrjár leiðir að ræða til að ná þessu marki, þ.e. að hækka far- gjöld, bæta nýtingu og auka samvinnu við þau flugfélög sem fljúga á sömu leiðum og SAS. — Aðstæður hafa breytzt í flug- rekstri og til þess þurfum við að taka fullt tillit. Ef til vill verður nauðsynlegt að útbúa flugvélarnar þrenns konar farrými, þ.e. fyrsta flokks, almennu og svo einu lágfargjaldafarrými þar sem þjón- usta væri í lágmarki og engar veitingar innifaldar í verði en þó seldar sérstaklega. Ef hægt á að vera að halda uppi sæmilegri þjónustu við farþega verða stjórn- völd í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku að stórbæta alla þjónustu á flugvöllunum. Skattgreiðslur okkar til þessara landa eru slíkar að það ætti að vera hægt að útrýma biðröðunum. Við munum stefna að því að dreifa valdinu, hyggja upp sérstakar minni rekstrareiningar (profitcenter) og mun þetta fyrirkomulag tryggja skjótari ákvarðanatöku sem von- andi mun leiða til betri þjónustu við viðskiptavini okkar sagði Munkberg. Erfitt Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd getur umhverfi stjórnenda fyrirtækja verið með ýmsu móti. Þessi mynd á að sýna þá einveru sem stjórnendur verða oft að búa við þar sem tími til vinafunda er lítill. Tilvera stjórnandans? Gott fordæmi GOTT fordæmi. Ekki er annað hægt en að óska Sementsverk- smiðjunni tii hamingju með þá reglu sem þar hefur giit í nokkur ár. að birta auglýsingu f dag- blöðunum um rekstrarniðurstöð- ur fyrirtækisins. Meðal annars kemur fram að heildarsalan nam á síðasta ári um 2364 millj. kr. en þar af runnu um 669 millj. kr. aftur út úr fyrir- tækinu aðallega í formi skatta ýmiss konar. Launagreiðslur námu um 485 milljónum á síðasta ári. Er ekki kominn tími til að fleiri opinber fyrirtæki birti rekstraryf- irlit í dagblöðunum svo eig- endurnir geti kynnt sér starfsemi þeirra? Einfeldni ÞAÐ ER brosleg einfeldni þegar fólk segir að rekstur bæjarút- gerða og fiskvinnslustöðva þeirra gangi betur en rekstur sambæri- legra fyrirtækja í einkaeign. Sem dæmi má nefna að tapið á rekstri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar á fyrri helmingi þessa árs nam um 115 milljónum króna og hafði þó ekki verið tekið tillit til afskrifta. Það, sem fyrirtæki í einkarekstri verða sjálf að bera, ná þessir aðilar í hjá gjaldkerum bæjarsjóðanna, það er að segja í vasa skattborgaranna. Hótelrekstur: Mik- ilvæg atvinnugrein Til að afla nánari frétta af hótelrekstri um þessar mundir ræddi Viðskiptasíðan við Konráð Guðmundsson hótelstjóra á Ilótel Sögu, og sagði hann að fyrstu sjö mánuðina hefði reksturinn geng- ið mjög vel. Hins vegar væri ágústmánuður frekar slakur og því væri erfitt að gera sér grein fyrir því hvort nokkur teljandi árangur yrði í ár af þeirri viðleitni að lengja ferðamanna- tímabilið. Helstu ástæður eru eflaust þær að verðlag er dýrt hér á landi og eins hefur veðurfar á meginland- inu ekki verið upp á það besta. Svo virðist sem lítið sé um norrænar ráðstefnur í ár en það er einmitt ráðstefnuhaldið sem ég tel vera helsta vaxtarbrodd okkar sagði Konráð. Um veitingasöluna sagði hann að mikið væri að gera í Stjörnusal (Grillinu), mest á kvöldin, en einnig væri hádegis- tíminn orðinn vinsæll. Rekstur Súlnasalarins hefur gengið nokkuð vel það sem af er árinu miðað við fyrri ár og er athyglisvert að nú er farið að halda árshátíðirnar á haustin eins og t.d. í október og nóvember. Fyrir nokkru kom fram í grein sem birtist hér á Viðskiptasíðunni að mikilvægi þessarar þjónustu- greinar væri oft og tíðum vanmet- ið. Hótelrekstur er ekki eitthvað Hér fer á eftir listi sem svissneskt tímarit birti nýlega um framfærslukostnað í hinum ýmsu borgum. Tölurnar tákna hlutfallslega stöðu þessara borga gagnvart New York eða m.ö.o. New York = 100. Tókýó 156.6 Zurich 139.8 sem hægt er að vinna með vélum eða með öðrum orðum, hann krefst mikils fjölda starfsfólks og það sem e.t.v. er meira virði: hann mun geta tekið við enn fleira fólki í framtíðinni ef rétt verður að uppbyggingunni staðið. Þá má og nefna að hótelrekstur er gjaldeyr- isaflandi atvinnurekstur og það er atriði sem vert er að hyggja að þegar rætt er um þessa atvinnu- grein. Genf 139.1 Stokkhólmur 121.9 Vín 121.5 Osló 121.3 Kaupmannahöfn 115.6 Frankfurt 113.9 Dússeldorf 113.8 París 110.8 London 92.4 Dýrt og ekki dýrt V. Mikil gróska í bygging ariðnaði á Vestfjörðum Jón Þórðarson fram- kvæmdastjóri á Isafirði sagði í viðtali við Viðskipta- síðuna að mikil vinna væri nú varðandi alla byggingar- starfsemi á Vestfjörðum. Fyrir utan íbúðabyggingar eru í smíðum elliheimili og sjúkrahús á Isafirði og íbúðir fyrir aldraða í Bol- ungarvík. Meðal þeirra fyrirtækja, sem Jón veitir forstöðu, er Vesttak h.f. og starfrækir það fyrirtæki steypustöð og 5 steypubíla. Jón sagði að eftir tilkomu steypustöðvarinnar 1975 hefði framkvæmdatíminn heldur lengst en samt sem áður væri hann of stuttur — það þarf að nýta vorin betur sagði þessi vestfirski athafnamaður að lokum. Svo skemmtilega vill til að í dag eru tuttugu ár liðin síðan Jón hóf sjálfstæðan atvinnurekstur og óskar Viðskiptasíðan honum til hamingju í tilefni dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.