Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 MYNDUSTARSYRPA Sigríður Björnsdóttir Matthea Jónsdóttir Þrastarlundur Verðbólga Gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur Einar Hákonarson Bram van Velde Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, dvaldi hin góðkunna myndlistarkona Sigríður Björnsdóttir í Finnlandi hluta sumars, — sat þing sérfræðinga um barnalækningar, með hliðsjón af og í tengslum við sjúkraiðju. Auk þess hélt hún sýningu á eigin verkum í litlum sýningarsal, sem er í eign myndlistarsambands Helsingfors. Svo sem fram hefur komið vakti heimsókn Sigríðar mikla athygli og þá einkum fyrirlestrar er hún hélt um sjúkraiðju og þau mál er miða að því að gera sjúkrahúsdvöl barna léttbærari með þroskandi leikjum. Þessu sviði hefur Sigríður einmitt helgað krafta sína um árabil og hefur getið sér nafn og góðan orðstír með þátttöku á alþjóðlegum þingum og með fyrir- lestrum, sem mikla athygli hafa vakið. Ekki veit ég gjörla hversu þetta hjartans mál Sigríðar er metið hérlendis en það er vissa mín, að hér er um mjög merkilega athafnasemi að ræða er oft getur skipt sköpum um andlega líðan barnsins og þá bata um leið. Á vorum dögum verða sjúkrahús stöðugt vélrænni og ómannúðlegri stofnanir — hvers konar leikir og sjúkraiðja hafa hér mikla þýðingu sem æskilegt mótvægi, ásamt listaverkum og hlýlegum innrétt- ingum þar sem slíku verður við komið. Af framanskráðu má ráða að Sigríður Björnsdóttir hefur gert fræga för til Finnlands og orðið landi og þjóð til sóma. Sýning Sigríðar vakti einnig athygli og munu nokkrar myndir hafa selzt og vinsamlegur dómur birtist í einu dagblaðanna. En þess ber að gæta, að sýningin var haidin utan aðalsýningatímabils- ins, á agúrkutíma er gafenrýnend- ur eru annað hvort farnir í sumarleyfi eða eru á ferð við að skoða stórar sumarsýningar innan lands og utan. Má listakonan vel við árangurinn una miðað við aðstæður. Það, sem vakti sérstaka athygli mína, var sá framsláttur gagnrýn- anda „Huvudstadsbladet" (Dan Sundeli), að þetta væri fyrsta einkasýning Islendings í Finn- landi. Ekki veit ég hvort þetta er allskostar rétt en er þó mjög senniiegt í ljósi þess, að hér er um viðurkenndan sýningarsal að ræða. Gagnrýnandinn kvað ís- lenzka myndlist sjaldséða í Finn- landi sem er hárrétt og er mikill vansi að. En við getum bókað það, að íslendingar þekkja finnska myndlist jafn lítið og Finnar íslenzka, og er það dapurlegt jafnræði, sem stefna ber að, að ráða bót á í náinni framtíð. Það vantar ekki vilja á Norðurlöndum til þess að taka á móti og kynna íslenzka myndlist en hér skortir skipulagshæfileika og útsjónar- semi. Nú þegar við höfum Kjar- valsstaði og Norræna húsið að auki er aðstöðuleysi, lítil afsökun, sýningaskipti hljóta að geta kom- izt á og Island má ekki vera eina landið í norðrinu sem er afskipt á því sviði. Hver smásýning, er héðan fer, er stórviðburður fyrir okkur, en oftast er öllu klúðrað með lélegri upphengingu ytra, máttleysi og einstrengingshætti... Nýlega hlotnaðist Mattheu Jónsdóttur viðurkenning fyrir verk sín frá bandalagi franskra listamanna, vísindamanna og rit- höfunda „Academique Art Scienc- es Lettres", sem er í tengslum við frönsku akademíuna. Um er að raéða orðuna Art-Sciences-Lettres af officier gráðu ásamt heiðurs- skjali (diploma). Ekki veit undir- ritaður mikið um gildi þess að fá, slíka orðu og ekki þekkir hann eitt einasta nafn á löngum lista þeirra er orðuna hafa hlotið, — en vafalaust þykir þetta drjúgur heiður og er ástæða til að sam- gleðjast listakonunni. Hún hefur einnig hlotið „Mérite Belgo — Hispanique" (verðleikaorða spánsk-belgíska menningarsam- bandi Dominikanska lýðveldisins og Mexíkó og jafnframt boð um kynningu í ýmsum landum, Já, þannig gengur þetta fyrir sig... Myndllst eftir BRAG A ÁSGEIRSSON Einar Hákonarson Ég vil vekja athygli á merkilegu framtaki ráðamanna að Þrastarlundi yfir sumarmánuð- ina, en þeir bjóða listamönnum að setja þar upp hverja sýninguna á fætur annarri til yndisauka og umhugsunar þeim mörgu er þar eiga leið. Nýlokið er sýningu Gunnars Arnar Gunnarssonar en um þessar mundir sýnir þar Vaitýr Pétursson. Þetta er ein- mitt rétta starfsemin að sumar- lagi og hér er falið mikið tækifæri til að kynna íslenzka list um allt land. Væri ekki ráð að gangast fyrir farandsýningum á Eddu-hót- elunum og víðar, en gera hlé á öllu sýningarhaldi í höfuðborginni t.d. frá 1. júní til 1. september? Einbeita kröftunum að vel undir- búnum kynningarsýningum á því tímabili? Þannig fara Finnar að því að kynna myndlist um sveitir landsins og eru m.a. með nnokkrar myndarlegar mynd- og listiðnað- arsýningar ásamt fjölda minni farandsýnirtga. Verkefnin eru vissulega næg ... Verðbólgan hefur að sjálfsögðu allsstaðar sín áhrif og þá einnig hvað myndlist áhrærir. Haft er fyrir satt að fjöldi útlendinga snúi við úr sýningarsölum Norræna hússins, er þeir uppgötva að það kostar 400 kr. inn á sýningarnar, Nú eru 400 ísl. kr. aðeins 7—8 krónur í mynt annarra Norðurlanda og munar fáa um slíkt ytra — hrekkur rétt fyrir bjórglasi, — en slíkur er máttur háu talnanna og núllanna! — Ungur maður er sýnir í hálfum Vestursal Kjarvalsstaða selur aðgang að sýningu sinni á 1000 kr. Sjálfsagt þykir það óheyrilegt verð, — en ég man vel þá tíð er það kostaði 5 krónur inn í kvikmyndahús en 10 krónur inn á sýningar í Listamannaskálanum forna. Samkvæmt því er verðlagn- ing hins unga manns í fyllsta samræmi við verðbólgu nema þá að Listamannaskálinn var meira hús en hálfur salur að Kjarvals- stöðum og sýningar í þá daga öllu fágætari atburður og meira fyrirtæki... Það var vissulega minnisstæð athöfn er átti sér stað 1. júlí sl. er afhjúpuð var brjóstmynd af frú Bjarnveigu Bjarnadóttur, er Sigurjón Ólafsson mótaði að frumkvæði Árnessýslu. Framlag Bjarnveigar til menningarlífs Árnessýslu hlýtur að teljast ein- stætt. Gjöf hennar og sona, Lofts og Bjarna Markúsar Jóhannes- sona, telur nú 57 myndverk eftir ýmsa af fremstu listamönnum þjóðarinnar og eru flestar myndirnar eftir Ásgrím Jónsson og mynda þannig uppistöðu safns- ins og stofn. Safnið á Selfossi telst fyrsta gilda myndlistarsafnið utan höfuðborgarinnar. Um leið fyrsta safn á íslandi er byggðarfélag og kaupstaður standa að. Reykjavík- urborg, Kópavogur og Akureyri dreifa myndum í eigu sinni milli stofnana, sem er í sjálfu sér ágætt. Þó er brýn nauðsyn á borgarlista- safni eða stofnun, sem getur séð um útlán til skrifstofa, viðgerðir og viðhald mynda þ.e. haft eftirlit með því að vel sé með þær farið. Bjarnveig Bjarnadóttir var vel að því komin að Árnessýsla heiðraði hana. Miðvikudaginn 16. ágúst setti Menntamálaráðherra Einar Hákonarson skólastjóra Mynd- lista- og handíðaskóla Islands, en Einar fékk sem kunnugt er flest atkvæði Fræðsluráðs Reykjavíkur. Öll fór embættisveiting þessi fram fyrir opnum tjöldum og var vel tíunduð í fjölmiðlum, sem er þakkarvert. Oftar á sér stað að fréttir berast um að menn hafi verið ráðnir eða settir í stöður er myndlist varða, þegjandi og hljóð- Matthea Jónsdóttir laust og jafnvel án þess að haft hafi verið fyrir því að auglýsa þær opinberlega. Stundum er mikil leynd yfir öllu og torvelt að fá upplýsingar frá ábyrgum aðilum er „kannast ekki við málið". Þetta eru máski ekki jafnaðarlega lykil- stöður, en geta orðið það í höndum óvandaðra og er því tvímælalaust rangt að farið enda þekkist slíkt hvergi í lýðfrjálsum löndum. Við ráðningu Einars vaknar ósjálfrátt sú spurning, hvort það sé ekki rétta leiðin að hlutlausir aðilar fjalli í upphafi um umsókn- ir, — meti þær og vegi á hlutlægan hátt með hliðsjón af fyrra námi og starfsreynslu og annað komist ekki að. Sú meðferð, sem umsókn- ir um stöðuna hafa fengið lengi vel, hefur fælt marga frá því að sækja um. En hér var tvímælalaust sá maður valinn er býr yfir mestri starfsreynslu umsækjenda og einna mesta þekkingu hefur á þeim vanda sem þessi skóli hefur ratað í og gert hefur stöðuna óeftirsóknarverða. Miðað við um- fang stöðunnar og ábyrgð er hún vanmetin og vanborguð — skólinn hefur vaxið meir en nokkurn óraði fyrir og eru þetta raunar þrír skólar undir einu þaki. Þá má slá föstu að erfiðara og vanþakklátara starf getur vart í öllu íslenzka skólakerfinu og verður svo allar götur þar til ný lög yfir skólann verða samþykkt á Alþingi og skólinn hlýtur markvissa reglu- gerð. Hér var ég ekki að leggja neitt mat á það, hver umsækjenda hafi verið hæfastur í starfið, en fagna því að hér var rétt staðið að málum. Fylgja Einari Hákonar- syni góðar óskir um velfarnað í starfi. Það teljast nokkur tíðindi, að hinn heimsþekkti franski mynd- listarmaður Bram van Velde skuli hafa gefið Listasafni Islands 51 grafíkmynd og hefur þetta mikla þýðingu fyrir safnið. En slíkar gjafir listamanna til safna, og þá sérstaklega þar sem þörfin er mikil, eru ekkert eins- dæmi í heiminum. Islendingar eiga að gera meira af því að bjóða erlendum listamönnum til lands- ins og í því skyni væri rétt að virkja Kjarvalshús. Þeir eru fleiri heimskunnir listamennirnir en nokkurn grunar er gjarnan myndu þiggja slík boð með þökkum. Og jafnframt gætu þeir miðlað reynslu og þekkingu íslenzkum starfsbræðrum sínum. Það eru mörg ár síðan ég vakti athygli á þessu og Guðmundur Erró 'staðfesti það með hliðsjón af eigin reynslu er hann var hér heima í vor. Það er gefið mál, að við þurfum að koma á móts við þetta fólk og hafa hér frumkvæðið. Bjarnveig Bjarnadóttir Bram van Velde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.