Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 15 Kenyatta býöur Henry Kissinger, báverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, velkominn til Kenya. Myndin er tekin 25. apríl 1976 viö upphaf feröar Kíssingers um sjö Afríkuríki. um þá snerist hann gegn kirkjunni síðar, þar sem hann sagði hana stuðla að nýlendustefnu. „Þegar trúboðarnir komu, áttu Afríku- menn lendur en þeir biblíur," sagði hann eitt sinn. „Þeir kenndu okkur að biðjast fyrir með lokuð augun. Þegar við svo opnuðum augun var landið orðið þeirra en biblíurnar okkar.“ Auk þess að vera dýrkaður heima fyrir var Kenyatta virtur stjórnmálamaður á alþjóðavett- vangi og rödd hans var áhrifamikil í stjórnmálum Afríku. Málsnilld Kenyatta var kyngimögnuð og veldi hans var aldrei ógnað. Kenyabúar kölluðu hann einatt „Gamla töframanninn" sín í milli, eða „Mzee“ eins og það heitir á Swahili. Tilkynningin um andlát Keny- atta kom nokkuð á óvart, því að ekkert hafði bent til þess síðustu dagana að heilsu hans væri sérlega ábótavant. Kenyatta hefur þó átt við hjartabilun að stríða í mörg ár og hefur af þeim sökum sjaldan ferðast utan Kenya. En í síðustu viku kallaði hann fjölskyldu sína saman til endurfundar, en í Kenya er slíkt siður eldri fjölskyldumeð- lima Kikuyu-ættflokksins þegar þeir óttast að lífdagar þeirra séu senn allir. Þrjár af fjórum eigin- konum hans og átta börn hans lifa Kenyatta. Á mánudag framkvæmdi Keny- atta síðasta embættisverk sitt, en þá tók hann á móti sendiherrum lands síns erlendis sem nýkomnir voru til landsins til að taka þátt í árlegum fundi með ráðherrum og ráðamönnum. HUA KUO-FENG leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins virðir hér fyrir sér líkan af jarðýtu, er hann var í skoðunarferð í rúmenskri dráttarvélaverksmiðju á dögunum. Sovézki kafbáturinn í basli út af London Edinburgh. — 22. ágúst. — AP, Reuter SOVÉZKI kafbáturinn Echo II, sem verið hefur í togi rússnesks dráttarbáts síðan á laugardag, átti í töluverðu basli í gær, en Færeyjum hann var þá staddur út af Færeyjum í vonzkuveðri, og fylgdist fjöldi flugvéla og skipa með ferð hans. Dráttartóg slitnaði í gær og miðaði kafbátnum lítt fyrir afli neyðarvéla sinna. Ekki hafði tekizt að koma dráttartaug í hann aftur er síðast fréttist. Áætlað er að draga kafbátinn til Mur- mansk við Barentshaf, þar sem bækistöðvar norður- hafsflota Sovétmanna eru. Sérfræðingar telja, að vél kafbátsins hafi ofhitnað, vegna bilunar í kælibúnaði. Uppþot og bruni í f angelsi í Sydney Sydney, 22. ágúst — Reuter-AP. UM FJOGUR hundruð (angar í uppreisnarhug í helzta fangelsi Sydney borgar í Ástralíu létu til skarar skríða í morgun. er þeir báru cld í fangelsisbygginguna og freistuðu þess að brjótast út. Milli 30 og 40 fangar særðust í átökum við fangaverði og lög- reglu, sem stóðu í hart nær tvær klukkustundir. Margir hlutu Veður víða um heim Amsterdam 22 lóttskýjað Apena 30 heióskírt Berlín 25 léttskýjaö Briissel 25 léttskýjaö Chicago 27 skýjað Frankfurt 29 léttekýjað Gent 29 léttskýjað Helsinki 22 léttskýjað Jóhannesarb 23 skýjað Kaupmannah. 22 skýjað Lissabon 32 léttskýjað London 25 skýjað Los Angeles 28 heiðskírt Madrid 36 léttskýjað Malaga 28 heiðskírt Miami 30 skýjað Moskva 20 heiðskírt New York 29 heiðskirt Osló 20 rigning Palma 28 léttskýjað París 25 léttskýjað Reykjavik 10 súld Róm 31 léttskýjað Stokkhólmur 25 léttskýjað Tel Aviv 28 léttskýjaö Tókýó 36 léttakýjað Vancouver 20 léttskýjað Vín 28 léttskýjað minni háttar meiðsl og nokkrir fangar. sem ekki komust út úr klefum sínum. fengu reykeitrun. Föngunum tókst að komast milli deilda fangelsisins að aðalhliði þess, þar sem ryskingar tókut með föngum og lögreglu. Lögreglan beitti táragasi gegn föngunum og náði að h«ndsama þá og úr því gat Tcheran. 22. ág. Reuter. Hryðjuverkamenn tengdir öfgasinnuðum Múhameðstrúar- mönnum hafa ekki látið deigan siga eftir brunann mikla í Abadon á sunnudag og í gær var vitað um tvær íkveikjur í íran, sem ollu minni háttar tjóni. Talið er að öfgasinnar hafi með íkveikj- unum í gær verið að mótmæla rannsókn og handtökum lögregl- unnar. en hún hefur enn ekki upplýst hverjir eigi beinan þátt í brunanum á sunnudag. Ekki ber ÁTTA manna sendinefnd banda- riskra rmbættismanna, sem kom til Hanoi á mánudag, fékk góðar móttökur við komuna þangað og yfirvöld sögðust vona, að koma nefndarinnar yrði til að efla tengsl þessara fyrrum tveggja óvinaþjóða. slökkvilið hafið slökkvistörf. Fangelsisbyggingin er stór- skemmmd eftir brunann. Ástæðan fyrir uppreisn fang- anna er sú, að fangelsisyfirvöld hafa hert aga að undanförnu og einnig voru fangarnir óánægðir með að erfiðir fangar væru hafðir í sérstökum deildum. öllum saman um hve margir hafi farizt í brunanum í Abadon á sunnudag yfirvöld segja, að 377 hafi brunnið inni. en fréttastofur segja að tala látinna sé nú kominn upp í 430. í gær var kveikt í veitingahúsi í Vestur-íran og sömuleiðis í áfengisverksmiðju í norðaustur- hluta landsins. Þá er talið, að einn maður hafi látizt í hermdarverk- um stjórnarandstæðinga í borg- inni Nahavand í gær. Helzti tilgangur með för sendi- nefndarinnar til Víetnams er að grennslast nánar fyrir um afdrif 2.500 bandarískra hermanna, sem enn hafá ekki skilað sér þremur árum eftir lok stríðsins í Víetnam. Einnig munu utanríkismál verða á dagskrá. Enn íkveikjur og hermdarverk í íran Bandarísk sendinefnd í Víetnam: Leitar upplýs- inga um týnda Bandaríkjamenn Hanoi — 22. ágúst AP - Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.