Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 . 27 Sími50249 Paul og Michelle Hrífandi mynd. Anicée Alvina, Sean Bury. Sýnd kl. 9. SÆJARBiP Sími 50184 Þrjár dauöasyndir Áhrifamikil og hörkuleg japönsk kvikmynd, byggð á sannsögulegum heimildum. íslenskur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuö börnum. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Korchnoi frestaði ekki GAGNSTÆTT því sem flestir höfðu búist við ákvað Viktor Korchnoi, áskorandi Karpovs um heimsmeistaratitilinn í skák, að fresta ekki fimmtándu skákinni, sem tefld var í gær. Á sunnudaginn tapaði Korch- noi tveimur biðskákum og undir slfkum kringumstæðum er venjulegt að menn taki sér frí. Ýmsir í Baguio á Filipps- eyjum. þar sem það einvígið fer fram, héldu því fram að með þessu hefði Korchnoi verið að reyna að koma Karpov á óvart. Allt þar til snemma í gærmorg- un hefði heimsmeistarinn búist við því að þurfa ekki að tefla, en síðan hefði hann skyndilega orðið að setjast við skákborðið. Korchnoi heppnaðist þó ekki að slá Karpov út af laginu. Áskorandinn, sem hafði hvítt, beitti katalónskri byrjun í fyrsta skipti í einvíginu. Karpov var greinilega mjög vel undirbúinn. tefldi byrjunina hratt og fórnaði peði fyrir skjóta liðsskipan. Korchnoi ákvað að skila peðinu til baka, við það jafnaðist taflið og skiptist upp á miklu af liði. Sömdu keppendur síðan jafn- tefli eftir 25. leik Korchnois. Snemma í skákinni sá áskorandinn ástæðu til þess að kvarta um truflandi hreyfing- ar Karpovs í stólnum. Heims- meistarinn brást illa við kvörtuninni og það tók dómara einvígisins, v-þýzka stór meistarann Lothar Schmidt, nokkurn tíma að róa keppi- nautana tvo. Eftir þetta hætti Korchnoi að sitja við horðið á meðan Karpov hugsaði sig um og settist hann jafnan í stól við endann á sviðinu á meðan að hann beið eftir næsta leik andstæðingsins. Staðan í ein- víginu er nú þrír vinningar gegn einum Karppov í vil. Næsta skák verður tefld á fimmtudaginn. þá hefur heims- meistarinn hvítt. Hvítti Viktor Korchnoi Svarti Anatoly Karpov Katalan byrjun 1. c4 - Rffi. 2. Rc3 - e6. 3. Rf3 (Korchnoi virðist hafa gefið Nimzoindversku vörnina upp á bátinn, en fyrr í einvíginu lék hann oft 3. d4 í þessari stöðu, sem heimsmeistarinn svaraði með Nimzoindverskri vörn) d5, 4. d4 — Be7, 5. g3 (Korchnoi grípur með þessum leik til Katalan byrjunar, upp- byggingar sem hann hefur teflt lengi og þekkir flestum öðrum betur. Gallinn við byrjunina er sá að hún er fullhægfara og svartur hefur fá erfið vandamál að glíma við) 0-0, 6. Bg2 — dxc4, 7. Re5 — Rcfi! (Þessi hugmynd er vel þekkt, en í þessari stöðu mun hún vera ný af nálinni. Venjulega er hér leikið 7... c5, 8. dxc5 — Dxdl+, 9. Rxdl — Bxc5, 10. Rc3 sem leiðir til betra endatafls fyrir hvítan.) 8. Bxc6 (Hér kemur ekki síður til greina að beina skákinni inn á hefðbundnar leiðir með 8. Rxc6 bxc6 9. Bxc6 — Hb8, 10. 0—0. Korchnoi sér hins vegar fram á peðsvinning og ákveður að láta slag standa) bxc6. 9. Rxc6 — De8, 10. Rxe7 — Dxe7.11. Da l — fc5,12. Dxc4 — cxd4,13. Dxd l — e5,14. Dh4 (Eftir 14. Da4 — Bh3 á hvítur við töluverð vandamál að stríða, þar eð hann getur ekki hrókað) Hb8 15. Bg5 (Vafalaust hefði Korchnoi einhverntíma á sínum yngri árum reynt að hanga á peðinu og hrókað stutt. Svartur fær þá Skák Margeir Pétursson skrifar um 15. skákina gott mótspil með 15.... Hb4,16." Dg5 — Hd8) Z' Hxb2. 16. 0-0 - De6 (Svartur varð að losa drottn- inguna úr leppuninni, þar eð hvítur hótaði bæði Re4 og Rd5) 17. Bxf6 - Dxf6, 18. Dxf6 - gxf6. 19. Ilabl - Hxbl. 20. Ilxbl - Be6. 21. Í3 - Ilc8. 22. Hcl - IIb8. 23. IIc2 - IIc8. 24. Kf2 - Bxa2. 25. Hxa2 Dautt jafntefli Harrg Golombek skrifar fgrir Morgunblaðiö MARGIR höfðu búizt viö aö Korchnoi myndi leggja allt í sölurnar til að sigra í 15. einvígisskákinni í gær eftir ófarirnar á sunnudag og vissu- lega gaf byrjunin á skákinni til kynna að svo myndi veröa. Korchnoi valdi katalónska byrj- un, sem hann notaði gegn Petrosjan á Ítalíu á síðasta ári. Karpov var greinilega kunnugur beirra skák og kaus að leika skrýtnum leik (Rc6), sem Petro- sjan hafði einnig notað. Þessum leik fylgdi peðfórn, eins og í skák Korchnois og Petrosjans á Ítalíu, en að ööru leyti var 15. skákin í gær gjörólík henni, og komst Korchnoi lítið áleiðis. Eftir mikil uppskipti í skákinni kom upp staða, Þar sem Karpov hafði örlítið rýmra tafl með öflugri biskup gegn riddara Korchnois. Hins vegar átti Korchnoi ekki í neinum erfiö- leikum mfrð aö draga úr litlum stöðuyfirburðum Karpovs og eftir 25. leik var skákin stein- dautt jafntefli. Þar sem Korchnoi hefur lýst pví yfir að hann muni ekki á nokkurn hátt heilsa eöa eiga orðaskipti viö Karpov, bað hann yfirdómara einvígisins að koma jatnteflisboði sínu áleiðis til Karpovs, sem pekktist boðið. Korchnoi kvartaði undan pví í 15. skákinni, að Karpov truflaöi sig með Því að róa títt fram í gráðiö í stól sínum og kom Schmidt yfirdómari Þessari kvörtun áleiðis til Karpovs. Karpov sagðist mundu hætta aö róa fram í gráðið, ef Korchnoi tæki niöur sólgleraugu sín með spegilglerjum. Og líkur eru á að Þetta mál geti farið fyrir dómstól einvígisins. „Honum skulum vid fyrirkoma” Samtök herstöðvaandstæðinga senda Brezhnev forseta Rússlands bréf Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent Brezhnev forseta Sovét- rikjanna bréf þar scm höfðað er til bræðralags við þarlenda og m.a. brýnt fyrir Brezhnev að taka höndum saman við íslenzka Her- stiiðvaandstæðinga og koma bandaríska Varnarliðinu úr landi. Fer hér á eftir bréf Samtaka herstöðvaandstæðinga til félaga Brezhnev forseta Sovétríkjanna. Forseti Sovétríkjanna Hr. Leonid Brezhnev c/o Sendiherra Sovétríkjanna Garðarstræti 33, 101, Reykjavík, íslands. 21. ágúst 1978. íslenskir herstöðvaandstæðing- ar vilja á þessum degi, réttum 10 árum frá innrás herja Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu, mótmæla harðlega þeirri stjórnar- farslegu óáran sem innrásin inn- leiddi þar í landi. Jafnframt krefjumst við þess að herir Sovét- ríkjanna hverfi á brott úr landinu, svo að tékkneskri alþýðu megi auðnast að endurheimta þær frelsisvonir sem tóku að sjá dagsins ljós skömmu fyrir innrás- ina. Eins og yður er kunnugt, þá höfum við íslenskir herstöðvaand- stæðingar háð þrotlausa baráttu gegn veru bandaríska Natóhersins í landi okkar. Sem varðstöð auðvaldsins í okkar heimshluta stendur hann vörð um það arðrán og þá kúgun sem þar fer fram. Hann hefur auk þess margvísleg og margslungin áhrif á þjóðlif okkar. Hann spornar gegn eðli- legri þróun þess til aukins frelsis, jafnréttis og bræðralags. Hann er smánarblettur á íslensku þjóðlífi. Honum skulum við fyrirkoma. Á svipaðan hátt standa herir Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu gegn hagsmunum tékkneskrar alþýðu. Þeir styðja í sessi lepp- stjórn föðurlandssvikara, sem hefur það verkefni helst að brjóta á bak aftur allt frumkvæði fram- sækinna frelsisafla. Þannig frygRja þeir að vorvindarnir, sem geisuðu um Tékkóslóvakíu ■ árið 1968, taki ei að leika á ný og breiðast til annarra aðildarríkja Varsjárbandalagsins. Vegna stór- veldahagsmuna Sovétríkjanna hafa því Tékkar og Slóvakar orðið að þola verulega skerðingu mann- réttinda í landi sínu, takmarkað tjáningafrelsi og hefta félaga- starfsemi. Tékkóslóvakía er nú sannkallað lögregluríki. íslenskir herstöðvaandstæðingar krefjast þess að herir yðar, sem nú sitja í Tékkóslóvakíu, hverfi þaðan á brott. Kröfur dagsins eru: Heri Sovét- ríkjanna burt úr Tékkóslóvakíu. Styðjum frelsisbaráttu Tékka og Slóvaka gegn vígbúnaði stórvelda. Island úr Nato, herinn burt. Samtök herstöðvaandstæðinga Ásmundur Ásmundsson, formaður miðnefndar UTSALA HJÁ VERKSM.SÖLU 20% AFSLÁTTUR AF VERKSMIDJUVERÐI. BARNA- DÖMU- & HERRABUXUR Verksm PILS — TOPPAR — EFNI. GERIÐ GOÐ KAUP SKEIFAN 13 .salan — SUÐURDYR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.