Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.08.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1978 25 fclk í (S$ fréttum yj + Þetta er núverandi þjóðhetja Japana númer eitt, Naomi Ue- mura, sem er væntanlega að ljúka eða hefur lokið (um það hafa ekki borizt fréttir þegar þetta er skrifað) göngu sinni yfir Grænlandsjökul frá nyrzta odda Grænlands, Kap Morris Jessup, til NARSSARSUAQ, syðst í S-Grænlandi. Slíkt afrek hefur aldrei verið unnið. Hann er aleinn á þessu hrikalega ferða- lagi sínu. Ferðin hófst reyndar í N-Kanada á s.l. vori. Þá lagði hann af stað gangandi til Norð- urpólsins. Hann komst á pólinn 1. maf. Lagði þá af stað suður á bóginn áleiðis heim aftur um Grænland. í Eskimóabyggð einni mjög norðarlega keypti hann sleða og hunda. Um talstöð sína tilkynnti hann í júníbyrjun að hann hefði orðið að skjóta ísbjörn í sjálfsvörn. Þegar hann kemur til byggða mun það verða fyrsta verk lögregluyfirvalda að heimta af honum feld bjarndýrs- ins og höfuð þess. ísbirnir eru alfriðaðir í Grænlandi. Naomi hefur m.a. unnið það afrek að klífa Mont Everest tvisvar. I + Þessi kvöldmynd frá New York vakti talsverða athygli er hún birtist í blöðum vestra. Framarlega til vinstri við stóra bílinn (en í honum eru Carter forseti og kona hans) stendur ung kona. í ljós kom að hér er um að ræða aðra tveggja kvenna sem nú eru í lífvarðarsveit forsetans. + Hlauparinn mikli frá Kenya, Henry Rono, tók þátt í „SamveldisleikununC miklu í Edmonton í Kánada á dögunum. Vann hann þar meðal annars gullið í 5000 m hlaupinu með nokkrum yfirburðum. Komizt var þannig að orði um sigur Kenyamannsins að „þrátt fyrir timburmenn" hefði hann sigrað og hann hefði drukkið fjóra bjóra. Tíminn var 15 sek. undir eigin heimsmetstíma. HENRY R0N0 + Þessi mynd er frá sýningu á dömuskófatnaði, sem fram fór í V-Þýzkalandi á dögunum. — Vakti það þá athygli, að sýningardömur, sem sendar voru fram til að sýna nýju línurnar í háhæluðum dömu- stígvélum, stóðu „á fjórum“ til að stígvélin mættu njóta sfn sem bezt. SirMax Mallowan látinn London, 21. ág. AP SIR Max Mallowan, hinn virti brezki fornleifafræðingur lézt í London i morgun, 74 ára gamall. Hann var mikils metinn vísinda- maður en alþýða manna þekkti hann þó öllu betur að því að vera eiginmaður skáldkonunnar Agöthu Chr'istie. Þau giftust 1930 og bjuggu í hjónabandi þar til hún lézt 1976, þá 85 ára gömul. Hún tók þátt í mörgum vísindaleiðöngrum með manni sínum eins og fram kemur í ýmsum bóka hennar. Sir Max kvæntist aftur 1977. Eftir hann liggja ýmis fræðirit og brezk blöð minnast hans sem einhvers mesta fornleifasérfræð- ings sem Bretland hafi átt. ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.