Morgunblaðið - 30.08.1978, Page 3

Morgunblaðið - 30.08.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 3 Frá verðlaunaafhendingunni. F.v.i Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson, Benedikt Jónasson og Ingvar Ásmundsson. Teflt í miðbænum: Guðmundur v ann 2. Lækjartorgs- mót Mjölnis í gær „DAGBLAÐIÐ og Skákprent h.f. gerðu jafntefli, Sænsk—ís- lenzka verzlunarfélagið vann Morgunblaðið...“ Slíkum setn- ingum var dreift úr kallkerfi yfir miðbæinn í gærdag, og hafa þær sjálfsagt flækzt fyrir einhverjum vegfarendum í stillunni. Á Lækjartorgi gekkst skákfé- lagið Mjölnir öðru sinni fyrir útiskákmóti. Alls tóku 36 kepp- endur þátt í mótinu, þar af margir af beztu skákmönnum landsins, — þó gátu þeir Friðrik Ólafsson og Jón L. Árnason ekki sezt við borðið að þessu sinni. Tefldu skákmennirnir merktir ýmsum fyrirtækjum, sem styrktu þetta framtak Mjölnis. Keppnin hófst upp úr kl. 1. í upphafi mótsins var öllum keppendum raðað í einn flokk, en síðan drógust aðeins saman þeir sem höfðu hlotið jafnmarga vinninga, svo að er yfir lauk stóð einn keppandi uppi sem sigur- vegari. Voru þátttakendur mis- kappklæddir til orrustu, en á milli leikja yljuðu þeir sér á heitu kaffi upp við Útvegsbank- ann. Fjöldi vegfarenda fylgdist með því, hvernig skákmennirnir stráfelldu lið hver annars í nepjunni, en um 6-leytið voru úrslit mótsins kunn. Þá sigraði Guðmundur Sigurjónsson Helga Ólafsson, sem sigraði í mótinu í fyrra. Efstu menn urðu því: 1. Guðmundur Sigurjónsson (Dag- blaðið), 8 vinningar; Helgi Ól- afsson (Þjóðviljinn) 7 vinningar; 3—4: Benedikt Jónasson (B.M. Vallá) og Ingvar Ásmundsson (Vísir) 6 vinningar. Fyrstu verðlaun í skákmótinu voru 100 þúsund krónur, en 8 efstu keppendurnir hlutu verð- laun. Útiskákmót Mjölnis er öðrum þræði fjáröflunarleið fyrir fé- lagið, til styrktar unglingastarfi þess í Breiðholti. Margir vegíarendur gerðu hlé á ferð sinni í gær til að fylgjast með gangi mála á taflborðinu. F ANNAR tvíbætti met í 250m skeiði FANNAR Harðar G. Aibertsson- ar tvíbætti íslamdsmetið í 250 metra skeiði á hestamóti, sem haldið var á Lagarfijótsbrú í gærdag. Fyrri sprettinn hljóp Fannar á 21.8 sek, og þann síðari á 21.5 sek. Eldra metið átti Skjóni frá Móeyrarhvoli, 22.1 sek., og var það sett fyrir um það bil þremur vikum. Veður á Egilsstöðum var mjög gott í gær, þegar mótið var haldið og voru margir af frægustu hestum landsins mættir til leiks, en mótið var haldið á vegum hestamannafélagsins Freyfaxa. í öðru sæti í 250 metra skeiði var Skjóni Helga Valmundssonar á 22.5 sek og í þriðja sæti var gamli methafinn Skjóni frá Mó- eyrarhvoli á 22.5 sek. Aðalsteinn Aðalsteinsson var knapi á Fannari á báðum sprettunum. Klak þorsks og ýsu heppnaðist sæmilega NÚ ER að mestu ljóst að klak þorsksins hefur heppnazt nokkuð vel í vetur og sömu sögu er að segja af klaki ýsunnar. Þá hefur komið í ljós síðustu daga. að klak loðnunnar hefur tekizt mun betur en menn áttu von á og útlitið með loðnustofninn því betra en áður, að því er Iljálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur tjáði Morgunblað- inu í gærkvöldi, en hann er nú leiðangursstjóri á rannsóknar- skipinu Árna Friðrikssyni, en undanfarið hefur skipið verið við seiðarannsóknir við Vestfirði, Norður- og Austurland og nefn- - ast þessar rannsóknir O-grúppu rannsóknir. „Eg held að það eigi eftir að koma betur í ljós, að þorsk- og ýsuseiðum frá í vor hafi reitt sæmilega af, og sýnist mér þorsk- árgangurinn ætla að verða sæmi- legur, en seiðin eiga harða baráttu framundan og næsti vetur verður þá erfiðastur. Þá sýnist mér einnig að ýsuárgangurinn frá í vetur ætti að geta orðið góður,“ sagði Hjálm- ar. Hann sagði að þorskseiði væri að finna á öllu svæðinu frá Isafjarðardjúpi norður og austur um að Glettinganesi. „Á öllu þessu svæði er nokkuð af þorskseiðunum og á einstaka stað verulega mikið.“ „Við höfðum lítið fundið af loðnuseiðum, þar til í fyrradag, að við fundum mikið af loðnuseiðum Björk. Mývatnssveit, 29. ágúst. LAND hefur risið hratt á Kröflusvæðinu síðustu daga og að sögn Hjartar Tryggvasonar bendir ýmis- legt til þess að umbrota- hrina geti hafizt á ný við Kröflu um miðjan septem- vestur af Sporðagrunni. Um fram- tíð þessara seiða veit maður ekki með vissu,, en það er ljóst að klak loðnunnar hefur heppnazt betur en maður átti von á og það kæmi mér ekki á óvart, að þessi árgangur teldist sæmilegur þegar fram í sækir," sagði Hjálmar. ber ef landrisið hefur þá ekki hægt á sér. Nú er verið að reisa borinn Dofra við holu 11, og er verið að hefjast handa við fóðrun holunnar. Tveir japanskir tæknimenn eru nú við störf í virkjunarhúsinu í Hlíðardal og eru þeir að setja saman síðari túrbínu orkuvers- ins.— Kristján. Hratt landris á Kröflusvæði Nýir ávextir með hverri skipsferð ÚR VIÐTALSGREIN VIÐ HUSMOÐUR í HEIMILISBLAOINU „VIKAN“ 6.7. 1978. Sparar ekki ávextina „Þar er eitt, sem ég hef aldrei getaö sparaö, og þaö eru ávextir, enda finnst mér ávextir alls ekki dýrir hér á landi. Krakkarnir fá alltaf ávexti á hverjum degi“ sagöi Jytte. Þaö er mjög athyglisvert, aö Jytte skuli vera á þeirri skoöun, aö ávextir á íslandi séu á skaplegu veröi, — því innflutningur á ávöxtum er frjáls“. BJÓRfiVIN NhBAM Heildverzlun Tryggvagötu 8 — Reykjavík Símar 24340

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.