Morgunblaðið - 30.08.1978, Síða 8

Morgunblaðið - 30.08.1978, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978 Styrkið og fegríð líkamann Ný fjögra vikna námskeid hefjast 4. sept. FRÚARLEIKFIMI — mýkjaq^i og styrkjandi. MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráö. SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eöa meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi Júdódeild Armanns Ármúla 32. Skrifstofuhúsnæði í steinhúsi viö Hafnarstræti til leigu nú þegar. Upplýsingar í síma 14824 og 12105. mannaland Eyjólfur Guðmundsson: Noregur sem ferða- íslendingar þeir sem fara utan leggja frekar leið sína til U.S.A. eða Miðjarðarhafslandanna, en skoða Noreg, sem þó er eftirsótt ferðamannaland og tekjur Norð- manna af erlendum ferðamönnum skipta milljörðum. En fari svo að Islendingar komi til Noregs, ferð- ast þeir sjaldan nema um Vestur- og Suður-Noreg, og sjá því ekki miðnætursól, né sérstætt náttúru- líf norðurslóðanna. Hugsum okkur að ekið sé með bifreið frá Bergen til Kirkenes í Finmörk. Akstur fram og til baka um 5300 km, og fara því um 10 dagar í akstur, eða meira, eftir því hve mikið þarf að skoða á leiðinni. í Bergen er fiskasafnið, Nordness Fiskeakvarium, merki- legt og vel þess virði að 2—3 tímum sé varið í að skoða það. Frá Bergen má aka um Nordheims- sund til Voss (Vorsabær), sem er sveitaþorp með talsverðum iðnaði og ferðamannaþjónustu. Frá Voss er hægt að aka norður að Sognsæ (Sognefjorden) eftir ýmsum veg- um, en skemmtileg leið er yfir Víkurfjallið niður til Vik og Vangsness. Á Vangsnesi stendur nú 12 metra há stytta af Friðþjófi hinum frækna, sem sagt er frá í íslenskum fornritunj. Frá Vangs- nesi yfir til Hellu, gengur bílferja, en þar er oft „þröngt á þingi", einkum yfir sumarmánuðina. Frá Hellu til Sogndals er góður vegur. Á þeirri leið má sjá til Fimreiti, þar sem mannskæðasta sjóorusta Noregssögunnar fyrr á öldum var háð. Bar Sverrir konungur þar sigurorð af Magnúsi, sem þá taldist einnig konungur. Um 15 mín. akstur er frá Sogndal til Amla Musseum í Kaupanger, en það er meðal fullkomnari fornminjasafna á Norðurlöndum. Leiðsögumaður er þar, og leiðbeinir og svarar spurningum. Frá Sogndal liggur leiðin eftir þjóðvegi nr. 55 til Lom í Guð- brandsdal. Ekið er þá yfir Sogne- fjell, en af veginum má sjá til hæstu fjalla Noregs og jökultunga ekki fjarri. Frá Lom, sem er meðalstórt þorp, liggur vegurinn til Otta, en þar mætast margar leiðir, og segja má að „vegir liggi til allra átta“. Fyrir þá sem vilja fara norður eftir landinu, er rétt að aka inná Evrópuveg 6 (E 6) og má fylgja þeim vegi yfir Dofrafjöll, um Þrændalög, Namskóga, Mo í Rana, Narvík, Alta og alla leið til Kirkeness. Þegar svo langt er komið er skammt til rússnesku landamæranna, sem stranglega er gætt og því óráðlegt að freista þess að fara yfir þá markalínu. A leiðinni frá Otta til Narvíkur, er ekið um þrjá fjallvegi, sem allir eru greiðfærir yfir sumarmánuð- ina, en það eru Dofrafjöll, Nam- skógar og Saltfjallið. Á Dofrafjöll- um er veitingahúsið Dovregubbens hall (Höll Dofra), og fyrir þá sem hafa áhuga á frumlegum húsbygg- ingum er rétt að staldra við og líta inn. Akvegur er nú til Nord Kapp, nyrzta anness Noregs, sem liggur á 71. gráðu norðlægrar breiddar, en vegalengd þaðan til norður- heimskauts um 2100 km. Mið- nætursólar nýtur þar frá 14. maí til 30. júlí. Mikill fjöldi erlendra ferða- manna leggur leið sína til Nord Kapp, en ekki eru allir svo lánsamir að sjá miðnætursól, en slíkt ákvarðast eðlilega af veður- fari. Namskógarnir fyrir norðan Þrændalög eru geisi víðáttumiklir skógar og fjallendi. Nokkrar Lappafjölskyldur hafast þarna við með hreindýr sín, en selja einnig skinn, horn og handunna muni. Verðlag á þessu er mjög mismun- andi, en yfirleitt lægra norður í landinu. Á Saltfjallinu er ekið yfir Sauðnaut voru flutt frá Grænlandi, til Noregs fyrir nokkrum áratugum. Þau lifa m.a. vilt á Dovrafjöllum, og eru friðuð. Fyrir þá sem hugsanlega vilja aka um Noreg og skoða land og kynnast þjóð er rétt að afla sér upplýsinga fyrirfram. Haldgóðar upplýsingar um gististaði, vega- lengdir, ferjusambönd, söfn o.fl. er að finna í N.A.F.s VEIBOK, sem Norges autobil forbond, Oslo, gefur út árlega. Ferjustaður í Vestur-Noregi. Djúpir firðir og há fjöll einkenna landslagið. heimskautsbauginn, en gróður er þar svipaður og á íslenskum heiðalöndum. Margir ferðamenn staldra þarna við, og sumir aka inná hliðarveg inní svokallaðan Junkerdal, en þar vaxa margar norrænar plöntutegundir, sem sumar hverjar eru sjaldgæfar. Gróður þarna er friðaður. Þegar komið er norður fyrir Narvík, verður skógurinn lágvaxn- ari og við tekur lágvaxið birki og veðurbarin furutré. Fjöllin eru þarna lægri og víðsýni meira yfir heiðar og kjarrskóga. Vetrarríki er þarna mikið og árið 1966 mældist 50 stiga frost við Karasjokk á Finnmörk. Sumarhiti er þarna mjög misjafn, og hafa skipst á köld sumur með 10—15 stiga hita eða hlý sumur, eins og það sumar sem nú er að líða, með 20—30 stiga hita dögum saman. Tilbúið undir tréverk Spóahólar 3ja herb. íbúð á annarri hæð. 5 herb. íbúð á þriöju hæð. íbúðirnar afhendast 1. apríl 1979. Beðið eftir húsnæðis- málastjórnarláni. Svavar Örn Höskuldsson, múrarameistari, símar 75374 og 73732 á kvöld- in. Þetta hús er til sölu Húsið er á eignarlóð og er um 60 fm með tveimur íbúðum, ásamt 4—5 herbergjum í risi. Danfoss hiti. Verð 18 millj. og útborgun ca. 12 millj. Upplýsingar gefur fasteignasal- an Hús & Eignir Bankastræti 6, sími 28611. 26200 Ávallt mikiö úrval fasteigna á söluskrá. .FASTEIGNASALMl ÍMMBLABSHtall Oskar Kristjánsson ! MÁLFLl TM.\GSSKRIFSTOFA) Guðmundur Pétursson Axel Einarsson hæstaréttarlögmenn FASTEIGN ER FRAMTÍD 2-88-88 Til sölu m.a. Viö Skipasund 2ja og 5 herb. íbúöir. Viö Grettisgötu 4ra herb. íbúöir. Viö Æsufell 4ra herb. íbúö. Viö Torfufell raðhús, rúmlega tilbúiö undir tréverk. Viö Skipholt skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði. í Kópavogi 100 ferm. verzlunarhúsnæði og 170 ferm. iðnaðarhúsnæði. Á Álftanesi Fokhelt einbýlishús. Góð fjárjörö á Austurlandi. Erum með fasteignir víöa um land á söluskrá. Vantar fasteignir af ýmsum stæröum og gerðum til sölu- meöferðar. AÐALFASTEIGNASALAN Vesturgötu 17, 3. hæð, Birgir Ásgeirsson. lögm. Haraldur Gíslason. heimas. 51119.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.