Morgunblaðið - 30.08.1978, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1978
Sigrún Jóns-
dóttir heldur
sýningu í
Stokkhólmi
SÍRrún Jónsdóttir listakona
opnar sýningu á verkum
sínum í Helandsgalleríinu í
Stokkhólmi hinn 2. september
næstkomandi. Sýningin er á
vegum mcnningarsambands
sænsku kirkjunnar og mun
hún standa í þrjár vikur.
Sigrún sagði það vera mikinn
heiður fyrir sig að sýna í
þessu virta galleríi en Erró er
eini Islendingurinn sem hefur
sýnt þar til þessa.
Fyrir tveimur árum var
Sigrún með sýningar í Svíþjóð,
þar á meðal í Stokkhólmi. I
sambandi við þær sýningar
fékk hún pöntun frá forráða-
mönnum Skandinavíska
bankans í Svíþjóð þess efnis að
vefa fyrir þá veggteppi. Af tíu
uppdráttum sem hún sendi
þeim völdu þeir mynd af
Skaftafelli. Sigrún útfærði
teppið í tólf mótív áður en hún
ákvað endanlega gerð þess.
Teppið, sem nú er tilbúið, er
ofið á mjög nýstárlegan hátt
og sagði Sigrún að hún notaði
fjórar nýjar aðferðir við góbi-
línvefnaðinn sem hún notaði er
hún óf teppið. „Það hefur tekið
huga minn algjörlega í tvö ár,“
sagði Sigrún. „Ég er lærð
vefnaðarlistakona frá Svíþjóð
en sem Islendingur er það
tilfinningamál fyrir mig að
sýna einhver tilþrif, eitthvað
annað en það sem ég lærði á
Svíþjóð. Þess vegna fór ég út
á þessar nýju brautir," sagði
hún. Sigrún óf myndina austur
í Vík í Mýrdal og smíðaði sér
til þess lítinn steinaldarvefstól
og part úr teppinu óf hún með
óunninni sauðaull.
A sýninguna í Svíþjóð fer
Sigrún með glerglugga, batik-
muni, hökla og altaristöflur.
Einnig ætlar hún að reyna að
hafa teppið sem hún óf fyrir
Skandinavíska bankann á sýn-
ingunni en hún á að afhenda
það í september.
SÍKrún Jónsdóttir fyrir framan
myndina sem hún óf fvrir Skandi-
navíska bankann.
Ljósm. Krislján.
jr
a
óperuna
Atli Heimir Svéinsson hlær
mikið þegar hann talar. Og talar
mikið þegar hann hlær. „Ég held
að tónlistarmenn séu yfirleitt
geysilega kátir,“ sagði hann.
„Þetta eru menn sem eru oft mikið
einir, og þeir eru lífsglaðir þegar
þeir hittast. Þeir hafa allir hver
sína skemmtilegu sérvizku og
áhugamál. Ég hef aldrei haft neitt
hobbí, — nema það hvað ég les
mikið. Ég held ég hafi jafnvel
meira gaman af bókmenntum en
tónlist."
Tónsmíðar Atla Heimis upp á
siðkastið tengjast einmitt meira
og minna bókmenntum. Hann var
til dæmis að ljúka við fáein
sönglög sem hann gerði við
japanskar ljóðaþýðingar Helga
Háifdanarsonar.
„Nei, ég var ekkert að elta
einhvern japanskan blæ í lögun-
um, enda er Helgi slíkur ljóðaþýð-
andi að þetta gæti allt eins verið
íslenzkur kveðskapur. Ég held það
sé ekki hægt að stæla japanska
músík. Ég hlusta einmitt mikið á
japanska músík. En það er annað
við þetta: Þessi ljóð eru ákaflega
áreynslulaus, á svipaðan hátt og
gömul japönsk myndlist, með
fíngerðum, léttum dráttum. Og ég
held að þessi músík mín sé líka
svona áreynslulaus. Ég reyndi að
slétta svolítið út mun á tali og
söng er ég samdi hana, svo að það
væri voðaiega lítill munur á þvi
hvort maður syngi ljóðin eða
mælti þau fram.“
Auk þess hefur Atli Heimir
nýverið samið rúmlega 70 mínútna
tónverk við ljóð Ólafs Jóhanns
Sigurðssonar, tónlist við ljóð
sænska skáldsins Edith Södergran
og lítinn sönglagaflokk við ljóð
fyrir börn eftir Matthías
Johannessen. Og nú ætlar hann að
taka upp þráðinn við óperu, sem
fór að skríða út úr flyglinum fyrir
hálfu ári. „Það að gera svona
óperu er eins og svolítil úthafssigl-
ing,“ sagði Atli Heimir. „Ég er
ekki farinn að sjá til lands, en
myndin er að skýrast."
„Það er mjög gaman að ganga í
gegnum þetta bókmenntalega
tímabil. Ef ég iít um öxl, þá
skrifaði ég á sínum tíma stór og
fyrirferðarmikil hljómsveitarverk.
Það var í 4—5 ár sem mér fannst
ég verða að gera það. Að því loknu
tók við kammermúsíktímabil, og
eftir það hafa þessi söngverk verið
að koma. Ég get ekki neitað því,
að ég brenn á skinninu. Ég er ekki
búinn með þetta söngtímabil. Og
ef ég lýk við óperuna, verður hún
örugglega ekki sú síðasta."
Leikstjórn í músík
Það kom á daginn, að efniviður
óperunnar er líka sóttur til
Japans; í gamla sögn, sem varð
eiginlega af tilviljun samferða
Atla Heimi í flugvél yfir Banda-
ríkjunum. Nú hyggst hann reyna
að fullgera hana á þessu ári.
„Kollegar mínir tala margir um
að óperuformið sé úrelt og staðn-
að. Én þó elska þeir það allir á
laun. Og þegar við setjumst niður
og tölum saman undir fjögur augu,
kemur yfirleitt í ljós að þeir eru
að leita að óperutexta."
Óperan er unnin í samráði við
Örnólf Árnason, sem gerði text-
ann.
„Öll mannanna verk eru í
sjálfu sér forgengileg.“
„Stamstarfið hefur að vísu þann
ókost, að Örnólfur getur ekki
fengið að heyra tónlistina. Það
hefur þó komið fyrir, að ég hef
setzt við píanóið og æpt fullum
hálsi.
I raun og veru er gerð óperu eins
konar leikstjórn í músík. Það
verður að skrifa músíkina tilbúna
til að ná réttum atburðahraða og
áherzlu á innihaldið, útmálun á
því sem er að gerast á sviðinu.
Þannig verð ég að notast við viss
orð og áherslur svo að útkoman
hljómi sem tiltölulega eðlilegur
leikur, — og textinn komist til
skila. Slíkt er auðvitað eilíft
vandamál í óperunni. Hugsaðu þér
hvað óperusöngvari nú á dögum
þarf að geta. Kröfurnar hafa
breytzt svo að það gengur ekki
lengur að standa á sviðinu eins og
illa gerður hlutur og syngja
eitthvað sem varla skilst með
gullfallegri rödd. Nú þarf söngvar-
inn að vera fullkominn leikari auk
söngsins.
Ég lít alls ekki á óperuna sem
músík fyrst og fremst,“ sagði Atli
Heimir. „Hún er í raun og veru
þetta dásamlega sjónarspil, þar
sem allir þættir leikhússins flétt-
ast saman. Hún , á ekki að vera
bara röð af fallegum aríum, mér
leiðist sú ópera, heldur samofnir
allir þessir þættir leikhússins með
músík. Hún er þá aðeins einn
þátturinn. — Ég hef alltaf verið
mjög veikur fyrir leikhúsinu.
Þegar maður vinnur fyrir leikhús
þarf maður að geta brugðið sér í
aiira kvikinda líki.“
Atli Heimir kvaðst vera alæta á
Myndir: Emilía.
músík, og við ræddum um gamla
og nýja, góða og slæma músík, sem
svo er stundum skilgreind.
„Ég hlusta svolítið á pop, og þá
á nákvæmlega sama hátt og aðra
músík. Manni finnst sumt gott og
annað ekki, og það hefur alltaf
verið samin bæði góð og slæm
músík. Á tímum þessara klassísku
meistara var samið mikið af
lélegri músík. Mikið af þessu poppi
finnst manni náttúrulega óskap-
lega ómerkilegur iðnaður, en þar
er líka ýmislegt sem er alveg
frábært. — En þetta með gamla og
nýja músík. Ég sé ekkert gamalt
við beztu verk Beethovens og
Mozarts.
Öll mannanna verk eru í sjálfu
sér forgengileg, og auðvitað kemur
sá tími að verk þessara gömlu
manna verða forgengileg. Poppið
líka. Ég held það sé ekki hægt að
halda uppi einhverri list sem er
hætt að höfða til fólks. Og
auðvitað er það mótsögn að segja
að eitthvað sé sígilt. En það er mín
trú að þessi gömlu verk eigi eftir
að höfða til fólks í töluvert langan
tíma.“
Eyjan á bak við heiminn
Atli Heimir á skrautlegt bóka-
safn og hann játti því að hann
hefði stundum óskað sér að hann
legðist í veikindi svo að hann gæti
gefið sér tíma til að lesa meira.
„Ég hef einmitt verið að hugsa
hvað við eigum mikið af góðum
ljóðskáldum," sagði hann. „Það er
ótrúlegt hvað hér er margt vel ort,
og alveg sérstaklega hvað menn
eru ólíkir í stíl og sýn á lifið. —
Ég hef búið mikið í útlöndum, og
þegar ég lifi hér á þessari eyju svo
voðalega langt frá öðrum löndum
finnst mér stundum sem hún liggi
á bak við heiminn. Þetta er anzi
skemmtilegt, því að við liggjum á
milli tveggja meginlanda og getum
tekið við straumum úr öllum
áttum. En það er alltaf svolítið
erfitt að sigla og halda sér í
gegnum þennan heim, þar sem
stóru þjóðirnar gera það sem þær
vilja. Og þar sem við höfum valið
að stofna lýðveldi hér úti í hafinu
verður að athuga, að eitt af því
sem réttlætir slíkt fyrir sjálfum
okkur og öðrum er sjálfstæð
listsköpun. Þetta er viss krafa um
persónulega tjáningu og sýn á
lífið, ákveðinn frumleika. Það er
slæmt að einangra sig um of, en
erlendir straumar geta verið
slæmir ef við erum farnir að stæla
þá í sífellu. Við verðum að sigla bil
beggja." — HHH.
„Þegar unnið er fyrir leikhús þarf maður að geta brugðið sér í allra
kvikinda líki."