Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 Bandaríkjamennirnir sem fyrstir urðu yfir Atlanzhaf í loftbelg; — Eí menn glíma ekki við ögrun samtímans, hver sem hún lfann að vera og í hvaða mynd sem hún er, þá er hætt við að þjóðfélagi okkar fleygi ekki fram, svaraði belgfarinn Ben Abruzzo þegar hann var spurður hvers vegna hann, Maxie Anderson og Larry Newman hefðu varið um 125,000 Bandaríkjadölum (rúmum 38 milljónum íslenzkra króna) og sex dögum í að ferðast sömu leið og hundruðir manns ferðast daglega fyrir margfait minna verð og á aðeins örfáum klukkustundum. Spurningin var ein fjölmargra sem lagðar voru fyrir þá félaga á blaðamannafundi í París föstudaginn 18. ágúst, daginn eftir að þeir lentu loftbelg sfnum Tvíerninum heilu og höldnu á hveitiakri um 80 kílómetra fyrir vestan París og þar með orðið fyrstir manna til að komast yfir Atlantshaf frá Bandaríkjunum til Evrópu í loftbelg. Eins og menn rekur ef til vill minni til þá reyndu þeir Abruzzo og Anderson tiltækið einnig í fyrra, en þá lentu þeir í miklum hrakningum og endaði ferð þeirra með nauðlendingu fyrir minni ísafjarðardjúps. Við komuna til Reykjavíkur eftir að þeim félögum hafði verið bjargað lýstu þeir því yfir í viðtali við Morgunblaðið að þeir myndu aldrei leggja út í slíka fífldirfsku á ný. En þeir stóðu ekki við þær yfírlýsingar, enda miklir áhugamenn um loftbelgi, og hafa nú haft árangur af erfiði sínu. Og þeir ætla ekki að láta hér við sitja, heldur lýstu yfir daginn eftir lendinguna á hveitiakrinum að næst leggðu þeir upp í hnattferð sem lokið yrði á 30 dögum. „Höfum lokið einum kapítula í samfloti með vindinum er Frakklandsströnd sigruð og siglt inn yfir iðjagræn tún landbúnaðarhéraðanna. sögunnar” á heitu súkkulaði eða kaffi, en auk þess nærðust félagarnir að jafnaði á kleinuhringjum og rúsínum að morgni til, próteinríkum sardínum og pylsum síðdegis auk þess að þeir neýttu reiðinnar ósköp af vítamínum. Það voru eiginkonur þeirra sem útbjuggu matseðilinn. Síðdegis á þriðjudag, þegar loftfarið var um 1,600 kílómetra undan írlandsströndunv, urðu ferðalangarnir að grípa til súrefnisgríma í fyrsta sinn því hvassviðri hóf Tvíörninn upp í næstum 20,000 feta hæð. En það var þó ekki lengi sem nauðsyn var að grípa til súrefnisgrímanna því á miðvikudag lækkaði loftfarið sig niður í 4,000 feta hæð. ís hafði myndast á belgnum og hrakið hann niður á við, en á síðustu stundu bræddi síðdegissólin klak- ann og sluppu þrímenningarnir enn einu sinni með skrekkinn. Því nær sem dró Bretlandseyj- um sljákkaði vindurinn og greip þá um sig sá ótti að Tvíörninn yrði að lenda á sjónum. Björgunarflug- vélar frá bandarískum herstöðum á Bretlandseyjum hófu sig til flugs, reiðubúnar að bjarga belg- förunum. En golan hresstist og skrið komst á loftfarið á ný. Það var skýjað þegar flogið var yfir írland, en þó sáu þremenningarnir niður þegar þeir voru yfir litla hafnarbænum Louisburgh í Mayo héraði. Ekki dró til sérstakra tíðinda þegar Tvíörninn leið yfir Wales, England og Ermarsund, en þegar það kom inn yfir Frakk- landsstrendur safnaðist hópur smárra flugvéla og þyrilvængja saman og sveimuðu í kringum loftfarið allt þar til það varð að lenda á hveitiakrinum við franska bæinn Miserey 80 kílómetra frá París. Mynduðu flugvélarnar eins- konar heiðursvörð um Tvíörninn og léku kúnstir þegar þær heilsuðu belgförunum. í einni flugvélanna voru eiginkonur þrímenninganna í Tvíerninum og veifuðu þær og sendu kossa ákaft til manna sinfia. Fullhugarnir voru reifir á blaða- mannafundinum og léku á alls oddi. „Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort svona lagað sé ómaksins virði, þar sem gífurleg vinna og fjármunir liggja að baki tiltækinu. En við höfum sigrast á því sem virtist ómögulegt. Og ég tel að nauðsynlegt sé að kljást við þær mismunandi ögranir sem um- hverfi okkar býður upp á. Ef við gerðum það ekki færi menningu okkar hrakandi. Jafnframt fannst mér sem söguleg stund væri runnin upp þegar við flugum yfir England," sagði Abruzzo „En með ferðalagi okkar höfum við þó ekki skrifað nýtt blað í sögunni. Við höfum einungis lokið einum kapítula hennar," bætti Maxie Anderson við. Hann bætti því ennfremur við að belgferðir hefðu hafist í Frakklandi 1783 og menn hefðu fyrst- reynt að komast yfir Atlantsála í loftbelg árið 1873. í fótspor _______Lindberghs__________ Þremenningarnir á Tvíerninum voru stiltir að loknu afreki sínu og þjóðerniskenndin var rík í þeim. Fyrir ferðina töluðu þeir opin2skátt um að takmarkið væri að feta í fótspor Charles Lind- bergh og lenda á Le Bourget flugvelli norðan Parísar. Þar lenti Lindbergh flugvél sinni 21. maí 1927 þegar hann varð fyrstur manna til að fljúga yfir Atlants- hafið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Lindbergh virðist hafa verið ofarlega í hugum Abruzzo, Anderson og Newman við undir- búning ferðarinnar. Þeir skýrðu farkost sinn Tvíörninn til heiðurs Lindbergh, en farkostur hans hét Einörninn. Reyndar bar farkostur Abruzzo og Anderson í fyrri tilraun þeirra til að komast yfir Atlantshaf einnig nafnið Tvíörn. Og þó að 'belgfararnir yrðu neiddir til að lenda áður en þeir náðu á áfangastað var þeim tekið með kostum og kynjum og minntu fagnaðarlætin mjög á móttökur Lindberghs fyrir 51 ári síðan. „Flug Lindberghs var ef til vill frábærara, en flug Tvíarnarins er í raun og veru frábært líka,“ sagði maður sem bæði sá Tvíörninn og Charles Lindbergh lenda í Frakk- landi. Fall er fararheill Að ráði veðurfarsfræðinga var það klukkan 8:43 að staðartíma á föstudagskvöldið 11. ágúst að Tvíörninn hóf sig á loft frá Presque Isle í Maine fylki í Bandaríkjunum. Við lá að ferðin endaði með ósköpum strax í upphafi, því skömmu eftir flugtak lentu félagarnir í heitum og léttum loftmassa og missti loftfar- ið óðfluga hæð. Stefndi Tvíörninn í brotlendingu í malargryfju, en á elleftu stundu jafnaði farið sig við og tók að rísa til himins á ný. Næstu dægur gekk ferðin að óskum. Á mánudagskvöld voru kapparnir í 15,000 feta hæð og 960 kílómetra fjarlægð frá St. Johns á Nýfundnalandi. Hitastig um borð í körfu loftfarsins var þá við frostmark og komu ullarbrækur og lítið hitatæki þá í góðar þarfir. Þegar kuldinn var og gnístandi þótti belgförunum gott að dreypa Á ýmsu gekk um borð Þröngt máttu sáttir sitja um borð í körfunni, því athafnasvæðið var aðeins 2x2,5 metrar þó að karfan væri rúmir fimm metrar á lengd, um tveir á breidd og 1,80 á hæð. Og ef einn þurfti að færa sig úr stað urðu hinir að gera það einnig. Karfan var með bátslagi og meðferðis var mastur og segl í því skyni að ferðalangarnir yrðu neyddir til að lenda á hafinu. Og nóg var við að vera því stanzlaust varð að fylgjast með því að allt væri með felldu. Þremenningarnir skiptust á að sofa fjórar klukku- stundir í senn og því stóðu ætíð tveir vakt í einu. Það gekk á ýmsu um borð. Um Yfir Kanada á útleið ( kyrrð og ró háloftanna. Þegar kuldinn beit og súrefni loftsins þvarr var gott að geta gripið til súrefnistækjanna. Abruzzo vel vafinn í viðeigandi klæðnað. Myndin birtist í Newsweek, ljósmyndari er Larry Newman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.