Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 i texti: ÞÓRARINN RAGNARSSON Maður er nefndur Zatopek. Þeir sem aðeins eru komnir til ára sinna muna eftir „tékknesku eimreiðinni" eins og Zatopek var svo oft nefndur. í ferð minni til Tékkóslóvakíu fyrir skömmu varð ég þeirrar ánægju aönjótandi að hitta Zatopek og konu hans Dönu, sem einnig var fræg íþróttakona. Mér gafst tækifæri til að spjalla örlítið við Zatopek og fer spjallið hér á eftir. En fyrst langar mig að skýra frá því, að það var afarerfitt að fá svör viö vissum spurningum hjá Zatopek, hann brosti aðeins og yppti öxlum og breytti strax um umræðuefni er talið barst af vissum hlutum. Hvers vegna? Jú, vorið 1968 var Zatopek, sem þá var háttsettur í tékkneska hernum, einlægur fylgismaöur Dubcheks og frjálslyndisstefnu hans. Hann var í hópi þeirra fjölmörgu, sem óskuðu eftir meiri mannréttindum í landi sínu. Eftir að vorið í Prag hafði verið bælt niöur, hófust hreinsanirnar eins og öllum er kunnugt um. Zatopek fór ekki varhluta af þeim. Hann var sviptur öllum titlum í hernum og rekinn. Næstu tvö ár á eftir gekk illa að fá vinnu. í dag starfar Zatopek sem gæslumaður á íþróttavelli. Kona hans starfar að íþróttamálum, þjálfun og kennslu. Zatopek er eins og fleiri undir stöðugri smásjá yfirvalda. Hann verður að vera orðvar. Fullyrt er að hefði Zatopek ekki verið heimsfrægur íþróttamaður sem átti sér einlæga aðdáendur jafnt í sínu heimalandi og erlendis hefði honum veriö varpað í fangelsi. Hvað gerir Dubchek í dag? Jú hann vinnur sem gæslumaöur almenningsgarða í Bratislava, fer til vinnu Zatopek fær vænan koss frá Dönu konu sinni er hann hafði sigrað í maraþon- hlaupinu í Helsinki, og hlotið þar með sinn þriðja gullpen- ing. Þau hjónin héldu heim- leiðis með fjóra gullpeninga frá Olympíuleikunum í Hel- sinki. sinnar á hefjum morgni ásamt eftirlits- mönnum sínum. Það er erfitt að skilja svona hluti, en engu að síöur eru þetta staðreyndir. Gott fólk á íslandi Það var hlýlegt handtak sem ég fékk hjá gamla kappanum þegar ég tók í hönd honum og kynnti mig sem blaðamann frá íslandi. — ísland er fallegt land og þar býr gott fólk, sagði Zatopek að bragði, það hef ég bæðijesiö um og heyrt. Svo hélt hann áfram. — Ég fékk einu sinni boð um að koma til íslands og keppa, en því miður varð ekkert af því. Það heföi verið ánægjulegt að heimsækja landið þitt. Zatopek innti mig eftir því hverra erinda * Ljósm. Þórarinn Ragnarsson Zatopek og Dana í dag. Vingjarnlegt viðmót Zatopeks leynir sér ekki í andliti hans. „Hefði verið ánægjulegtað heimsækja landið þitt” — segir Zatopek í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins. ég væri í Tékkóslóvakíu. Ég sagði honum að erindi mitt væri að fylgjast með íslensku keppendunum á Evrópumeist- aramótinu. Þegar ég hafði upplýst hann um það sagði hann: — Já, það er stórkostlegt fyrir íþróttafólk Evrópu að geta komið saman í anda vináttu og friðar í íþróttakeppni. Ég eignaðist marga góða vini á mínum langa keppnisferli, frá ýmsum þjóðlöndum, og það var mér ómetanlegt. Hvað sendir ísland marga keppendur hingaö? spurði Zatopek. Þegar ég hafði svarað spurningu hans og ýmsum fleiri um land og þjóð, innti ég hann eftir hans fyrstu kynnum af íþróttum og uppeldi í æsku. — Ég er fæddur í litlum bæ sem heitir Koprevnice í Norður-Moraviu, en ungur fór ég að heiman frá foreldrum mínum og systkinum, sem voru fimm. Ég fór í iðnskóla jafnframt sem ég vann í skóverksmiðju í bænum Slin. Þar komst ég fyrst í kynni við íþróttir. Þrátt fyrir þá erfiðleika sem ríktu vegna heimsstyrjald- arinnar þá var keppt í hlaupum á götunum í bænum. Og þarna keppti ég í fyrsta skipti en ég vil nú sem minnst um þessi ár tala. Þetta voru erfið ár. Samt vil ég segja þér það, að ég gleymi því aldrei sem faðir Zatopek borinn á gullstól af félögum sínum eftir aö hafa sett nýtt heimsmet í 10000 metra hiaupi. minn sagði við mig þegar ég var drengur. Hann sagði: „Emil, það, sem þú tekur þér fyrir hendur, þaö er sama hvað það er, skaltu ávallt gera vel.“ Þá sagði hann iöulega við mig: „Faröu nú út Emil og hreyföu þig, það er betra að nota kraftana en að liggja inni og gera ekki neitt.“ Þessi tvö ágætu boöorð eiga erindi til allra ungra manna. Æfðir þú eingöngu hlaup sem drengur? — Nei ég fór oft á skauta og lék knattspyrnu. Ég hafði ekki sérlega gaman af hlaupum til að byrja meö. Mér gekk nefnilega ekki alltof vel. En svo kom þetta smátt og smátt og mér fór að ganga betur. Og meö betri árangri jókst áhuginn. Hvernig var með æfingar, æfðiröu mikið? — Á þessum árum var erfitt aö æfa, ég man eftir því að góöir hlaupaskór voru ekki fáantegir og lengi framan af varð ég að hlaupa í stígvélum þegar ég var aö æfa mig sem drengur. En þetta herðir mann og maöur býr aö því seinna meir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.