Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 45 „Að skemmta skrattanum“ nefnist einn þátturinn sem sýndur verður á brúðuleikhúshátíð í Svíþjóð ok hér má sjá brúðurnar úr þeim þætti. Islenzkar brúðuleik- sýningar í Svíþjóð í BYRJUN næsta mánaðar verður haldin brúðuleikhúshátíð í Södertálje í Svíþjóð og var íslenzku brúðuleikhúsfólki boðin þátttaka þar. Verða tvær ís- lenzkar leiksýningar á hátíð- f inni, önnur á vegum Islenzka brúðuleikhússins og hin á veg- um Leikbrúðulands. Islenzka brúðuleikhúsið sýnir þátt eftir Helgu Hjörvar sem nefnist „Að skemmta skrattan- um“ og er hún leikstjóri sýning- arinnar, en brúðunum stjórna Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius. Leikbrúðuland sýnir 2 leikþætti, ævintýrið um Ein- eygu, Tvíeygu og Þríeygu og „Litlu Gunnu og litla Jón“ eftir kvæði Davíðs Stefánssonar. Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius stjórna brúðunum, en þær hafa einnig búið þær til. Leikstjóri er Hólmfríður Páls- dóttir. Nordisk Kulturfond veitti styrk til þessarar farar. Kirkjugarður í Gufunesi fluttur og endurvígður ENDURVÍGÐUR hefur verið gamall kirkjugaður í landi Aburðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi, en hann var fluttur til vegna byggingarframkvæmda verk- smiðjunnar fyrir 10 árum og var í gær lögð síðasta hönd á verkið og endurvigði biskup íslands hr. Sigurbjörn Einarsson garðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem kirkjugarður er fluttur, þ.e. jarð- neskar leifar þeirra sem jarðsettir voru á þessum stað ásamt mold- inni, að því er Hjálmar Finnsson framkv.stj. Aburðarverksmiðjunn- ar tjáði Mbl. Við athöfnina flutti Hjálmar ræðu, sr. Birgir Ásgeirs- son sóknarprestur í Lágafells- prestakalli sagði nokkur orð og biskup íslands og kirkjukór Lága- fellssóknar söng. Hjálmar Finnsson rakti í ræðu sinni að aðdragandinn að flutningi kirkjugarðsins hefði verið sá að þegar hefjast átti handa um byggingarframkvæmdir Áburðar- verksmiðjunnar hefði verið ljóst að á landssvæði verksmiðjunnar væri forn kirkjugarður allt frá því á 13. öld. Við jarðvinnu árið 1956 komu í ljós leifar frá hinum gamla garði og voru framkvæmdir þá stöðvaðar og þáverandi þjóðminja- vörður dr. Kristján Eldjárn athug- aði vegsummerki og síðan hr. Sigurbjörn Einarsson biskup, Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins og Aðalsteinn Steindórs- son umsjónarmaður kirkjugarða. „Kirkjuyfirvöld samþykktu síð- ar að garðurinn yrði fluttur og hófst það verk í ágúst 1968 undir stjórn Jónasar Magnússonar og Aðalsteins Steindórssonar. Flutt- ar voru moldir 750 greftraðra, 749 jarðsettir í hinum nýja garði, en bein Páls Jónssonar sýslumanns d. 1819 tók þjóðminjavörður í sína I vörzlu ásamt silfurskildi áletruð- um sem í kistu hans var. Hinn forni kirkjugarður var 40x38 metrar að stærð. Þegar framangreindum moldum hafði verið raðað í hinn nýja garð var öll kirkjugarðsmoldin sem áður um- lauk hina greftruðu í gamla garðinum, flutt í hinn nýja garð og geymir hann enn sem fyrr þau sem þar hvíla.“ Hjálmar Finnsson lét þess einnig getið að 1970 hefði nýi garðurinn verið hlaðinn, gengið hefði verið frá minnismerki og hafi framkvæmdum lokið á liðnu vori með gróðursetningu íslenzkr- ar bjarkar. Leikfélagið Baldur sýn ir Skjaldhamra aftur LEIKFÉLAGIÐ Baldur í Bíldudal er að hefja að nýju sýningar á leikriti Jónasar Árnasonar, Skjaldhömrum, en leikritið var sýnt alls 13 sinnum á liðnum vetri undir stjórn Kristínar Önnu Þór- arinsdóttur. Aðsókn að verkinu var góð og sló hún bæði met hvað snertir fjölda sýninga og aðsókn, en farið var m.a. til Akureyrar og sýnt þar fyrir fullu húsi að því er segir í frétt frá leikfélaginu. I vikunni verður einnig sýning á Bíldudal þar sem gestir verða allir ellilífeyrisþegar staðarins og um næstu helgi verður leikritið sýnt á Isafirði á laugardag og í Bolungar- vík á sunnudag og er gert ráð fyrir að bæði verði um kvöld- og dagsýningar að ræða. i Iðno i kvölal kl. 20.30J sviðinu með honum — birtist þar á Jl M- f®* ýmsum aldri — og auk þess koma fleiri við sögu, fólk, sem snert hefur líf þeirra á einhvern hátt. Hvað hefur gerzt? Hvers er hér vant? Hvað er framundan? Viö slíkar spurningar glímir lesandinn hvort sem hann finnur lausn eða ekki. Víst er að sjaldan veldur ef tveir deila og öll búum við í glerhúsi, en glerhús alkóhólistans er ef til vin urothættara en önnur. Þessi hefur jafnvel gleymt nafni dóttur sinnar. En kannski dóttirin komist samt til Sólarlandsins. En þangaö fer hann aldrei og ekki heldur konan hans, því að þar munu þau bara kasta frá sér skuggum. Almenna bókafélagið Austurstræti 18. sími 19707, Skemmuvegi 36, sími 73055. á allt húsið A/klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru inn- brenndir og þarf aldrei að mála. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar, auk þess er hún þykkari og þolir því betur hnjask. A/klæðning hefur sannað yfirburði sína, og reynst vel í íslenskri veðráttu. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verð- tilboð yður að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.