Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1978 til þess að þú kæmir. Ég skil þetta nú ekki. þó þú hafir verið í Ástralíu, að hafa fengið kenKÚrudellu! Leyfist mér nú að segja „afsak- aðu vina mín“! Kauplækkun og kúnstir „Mikið er það kátbroslegt, eða eigum við heldur að nota orðið grátbroslegt, að þegar öllum er ljóst að við höfum í mörg ár lifað um efni fram, eða allar götur síðan fyrri vinstri stjórn kom til valda, og erum þess vegna m.a. búin að stofna til nær óviðráðanlegra skulda við útlönd (1 milljón á hvert mannsbarn í landinu) og okkur því lífsnauðsyn að draga svolítið saman seglin hvað eyðslu snertir, og lækka kaup, þá er eitt orð í málinu, sem undir engum kringumstæðum má nota og það er einmitt orðið kauplækkun. Nú hafa samt allar bollalegging- ar og ráðstafanir forráðamanna, undanfarnar vikur snúist um það eitt að lækka kaup, þ.e. að minnka kaupgetu, með því að draga úr raungildi kaups, því að hjá því verður ekki komist lengur, en það má bara ómögulega kalla það sínu rétta nafni, heldur skal það heita eitthvað, sem enginn botnar í, ekki einu sinni þeir sem ráða ferðinni, svo sem t.d. „niðurfærsla", eða „millifærsla", eða jafnvel „upp- færsla“, eða allt þetta í senn. Svo kemur sú hefðbundna gengislækk- un og henni fylgja endalausar „hliðarráðstafanir" o.s.frv., o.s.frv. Öllum þessum „ráðstöfunum" fylg- ir þrotlaus vinna og kostnaður því að svona „kúnstir" verða ekki framkvæmdar nema með fjöl- mennu þjónustuliði. Allar eru þessar margbrotnu og kostnaðar sömu „ráðstafanir“ gerðar til þess eins að minnka kaupgetu fólks, að lækka kaup. Erum við virkilega svona heimsk, að nauðsynlegt sé að tala við okkur á einhverskonar „vola- púk“, sem enginn skilur, til þess að hægt sé að koma fram lífsnauð- synlegum aðgerðum í efnahags- málum. Ef gengið hefði verið hreint til verks og náðst hefði um það samkomulag í sumar, að lækka allt kaupgjald í landinu um 15%, sem var það sem fiskvinnslan BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Afburðaárangur hjá austurrík- ismanninum Peter Manhardt. Hann hefur sigrað í öllum þrem Philips Morris keppnunum en hver keppni tekur eitt ár, frá júlí til júní, og er spiluð í tíu til tólf aðskildum hlutum, sem hver gefur stig til framhalds. Spil eftir sigurvegarann, gjafari norður, austur-vestur á hættu. Norður S. Á1093 H. ÁD2 T. G54 L. D65 Austur S. 876 H. - T. ÁD109 L. KG10982 Suður S. DG4 H. K10765 T. K873 L. Á Manhardt var í suður og sagn- irnar voru þessar: Norður Austur 1 lauf — 1 spaði — 4 hjörtu ok allir pass. Manhardt tók útspilið, lágt lauf, á hendinni og spilaði hjarta á drottninguna en þá kom legan í ljós. Spilið virtist vonlaust, fjórir gjafaslagir óumflýjanlegir. En Manhardt trompaði lauf á hendinni, spaðagosinn fékk næsta slag, en síðan smáhjálp með kóngnum á drottninguna og ásinn tók slaginn. Með þessu fékkst nauðsynleg innkoma í borðið. Aftur trompaði suður lauf, fór inn í borðið á spaðatíu og notaði þessa innkomu til að spila tígli að kóngnum. Austur fékk næsta slag á tíguldrottninguna en þá voru aðeins fjögur spil eftir á hendi. Vestur átti eingöngu tromp en austur tvo tígla og tvö lauf. Og sama var hvað austur gerði. Ef hann reyndi lauf léti suður tígul, vestur yrði að trompa og borðið yfirtrompaði með ásnum. í spaða- níuna léti suður tígulinn, vestur fengi slaginn en sagnhafi fengi tvo síðustu á hjarta KIO. í reynd spilaði austur tígultíu. Vestur fékk slaginn og gat tromp- að út en það dugði ekki. Manhardt fékk tvo síðustu slagina með víxltrompun. Laglega unnið spil. Suður Vesfur 1 hjarta — 3 tfglar — Vestur S. K52 H. G9843 T. 62 I. 753 I m* ffc ■ I ft^ M m M 1^^^ W* Framhaldssaga eftir Mariu Lang | | § |J | | II \f III |^ | Johanna Kristjónsdóttir 68 — I»ú hefur rétt fyrir þér, sagði Berggren eldri. — J>að er langtrúlegast að peningarnir komu verulega við sögu í öllu þessu Sandormáli. t>að var einhver sem stal þeim. Einhver, en hver? Tuss Berggren gat ekki varizt að segjai — Þetta hefur nú verið meira en litið skrftið tóm- stundagaman! Að safna seðlum og gorta meira að segja af. Og ganga með úttroðið peninga- veski og sýna hverjum sem sjá vildi. Ef Zacharias hefur verið rændur þá er vissulega hægt að segja að hans sjálfs hafi verið sökin. — Getum við verið vissir um, sagði Erik hugsandi, — að FIÁNN hafi ekki líka verið drepinn? — Daniel Severin er viss um að svo var ekki, sagði Christer og vottaði fyrir þreytu í rómn- um. — Og reyndar finnst mér alveg nóg að hafa eitt morð til að upplýsa. — Og þó svo að sá gamli hafi verið sleginn niður aí glæponi, sagði Leo Berggren rólega eins og hans var vandi — þá er sá glæpur að minnsta kosti fyrnd- ur. !>að gæti nú verið nógu fróðlegt að vita hverja Tuss er að meina þegar hún talar um „alla sjá sjá og vita vildu“. Ef það er Karolina Andersson á Móbökkum... — Móhakkar, sagði Wijk skyndilega — má ég aðeins fá að hringja og spyrja um smá- vegis? I þessari hagsýnu lögreglu- fjölskyldu var siminn vitanlega innan seilingar og allir heyrðu gjallandi rödd Karolinu And- ersson í tólinu. — Já, hrópaði hún hástöfum — þcgar ég kom hingað á mánudeginum voru dyrnar inni galopnar og útidyrnar f hálfa gátt. — Já, veskið lá á skrifborð- inu en peningaumslagið sem hann geymdi seðlana í, sem heima voru, var horfið. Það var brúnt á litinn. — Ilafið þér aldrei hugsað út í að þetta hefði getað verið rán, írú Andersson? — Nú skal ég segja yður dálítið, Wijk lögregluforingi, og það er að ég hef lært eitt á langri ævi og það er að vera ekki að gjamma með hugsanir sínar og grunsemdir í tíma og óti'ma þegar um er að ræða nágrannana. — Og þar ratast henni sann- arlega rétt á munn. tautaði Leo Berggren. Sonur hans horfði hugsandi fram fyrir sig. — Segið mér nú annars, sagði hann. — Getum við ekki íarið yfir það aftur hverjum gamlinginn sýndu seðlana sína þennan laugardag. — Það var hálfur harinn, sagði Christer þurrlega. — Honum fannst undursamlegt að sóla sig í Ijóma ríkidæmis síns. Judith Jernfeldt var meira að segja falið það trúnað- artraust að hlaupa út í pósthús- ið og skipta einum þessara seðla. — Og á Veitingastofu 47 talaði Klemens um að fá lán hjá honum. — Ilann gerði það og það hefur kannski ckki verið í eintómu gríni sagt. Það getur vel verið að hann hafi tekið kæti Zachariasar svo að það væri ekki óhugsandi að slá hann um lán og ákveðið að hamra járnið strax daginn eftir, á meðan það væri heitt. EN á hinn bóginn. — Hvað þá? — Það er Klemens sjálfur sem sagði mér frá þessu. Hefði hann látið það ógert hefði ég aldrei fengið neitt að vita um þetta. Yfirlögregluþjónninn bar fram aðra hugmynd. — Er Nanna Kasja nú ekki líklcgri? Hún var í stöðugri peningaþröng og fékk ekki mikið til að hafa handa á milli hjá nirflinum eiginmanni sín- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.