Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 Lóð undir einbýlishús á Reykjavíkursvæðinu kostar 2,5—15 mi]ljónir LÓÐAVERÐ í Reykjavík ok násrenni er nokkuð misjafnt eftir því hvar lóðirnar eru ok eru t.d. einbýlishúsalóðir í Mosfells- sveit einna ódýrastar. 2.5—3 m.kr.. en sjávarlóðir undir ein- býlishús í Arnarnesi og Seltjarn- arnesi fara allt upp í 10—15 m.kr. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í viðræðum við einn fasteignasala í Reykjavík er mjög lítið um að hægt sé að fá keyptar lóðir í Reykjavík, en þó mun vera hægt að fá t.d. raðhúsa- og einbýlishúsalóðir í Seláshverfi og kosta raðhúsalóðir 3.5—4 m.kr. og einbýlishúsalóðir milli 5 og 6 m.kr. Lóðir í Arnarnesi og á Seitjarnar- nesi eru taldar kosta svipað og góð 2 herbergja íbúð að því er fasteignasalinn tjáði Mbl. þ.e. sjávarlóðir undir einbýlishús og er verð þeirra milli 10 og 15 milljónir eftir því hvort greidd hafa verið gatnagerðargjöld eða ekki. Velta Arnarflugs nær 2 milljarðar Óhöpp hafa áhrif á afkomu félagsins í ár A VEGUM Arnarflugs voru flutt- ir á fvrstu sex mánuðum þessa árs alls um 120 þúsund farþegar eða um 10 þúsund fleiri farþegar en allt árið í fyrra. Stærsti hluti farþegaflutninga félagsins var í leiguflugi á erlendum vettvangi, því að íslen/.kir farþegar nú fyrri hluta ársins voru aðeins um 11 þúsund eða innan við 12% af heildartölu farþega. að því er Magnús Gunnarsson. fram- kvæmdastjóri Arnarflugs. sagði í samtali við Mbl. Magnús kvaðst gera ráð fyrir að velta félagsins á öllu árinu yrði tæplega tveir milljarðar króna. Magnús sagði ennfremur, að ljóst væri að Arnarflug hefði orðið fyrir tjóni svo skipti tugum milljóna króna, þegar önnur af vélum félagsins varð fyrir því óhappi að brjóta nefhjól í lendingu í London fyrr á árinu, en félagið hefði þá m.a. þurft að taka á leigu flugvélar til að standa við gerða samninga. Um afkomu Arnarflugs sagði Magnús, að þetta óhapp ásamt rangri gengisskráningu mestan hluta ársins hefði veruleg áhrif á væntanlega útkomu Arnar- flugs í ár en félagið skilaði hagnaði sl. tvö ár. og olía i dag innkaupajöfnunarsjóðs. Olíuverðs- hækkunin er aðeins vegna gengis- breytingarinnar. Þessi bensínhækkun kemur til með að valda því sem næst 0,4% hækkun framfærsluvísitölu. Á dóm yfir höfði sér hér heima PILTURINN sem handtekinn var í V-Þýzkalandi fyrir tilraun til smygls á hassi, mun að öllum líkindum hljóta sinn dóm þar í landi. Hins vegar bíður hans einnig dómur þcgar við komuna hingað til lands. því að hann var fyrir fáeinum dögum dæmdur í um hálfrar milljón króna sckt fyrir aðild að hassmáli hér heima fyrir nokkru. Var þá um að ræða smygl á töluverðu magni hass í sjónvarps- viðtækjum. Gamla kjöt- ið klárast í Reykjavík í dag eða á morgun GERT er ráð fyrir að þær birgðir, sem í gærkvöldi voru til af kindakjiiti frá fyrra hausti í Reykjavík seljist upp í dag eða á morgun ef salan verður eins og undanfarna daga og er ekki von á meira kjiiti frá sl. hausti á markað í Reykjavík að sögn Guðjóns Guðjónssonar. deildarstjóra hjá Afurðasölu SIS, í gær. Sláturfélag Suðurlands seldi strax á mánudag upp allar birgðir sínar af gamla kjiitinu og hóf í gax sölu á nýju kjiiti en verzlanir Sláturfélagsins selja þó kjöt frá fyrra hausti, sem þær fá hjá Afurðasölu SIS meðan birgðir endast. Gífurleg sala var í kjötinu i gær að sögn Guðjóns og hvarf kjötið hvort sem var í verzlun- um eða hjá þeim í Afurða- sölunni um leið og búið var að saga það niður. Eftir að verð á kjötinu lækkaði, seldust milli 70 og 80 tonn dagiega. Sagði Guðjón að talið hefði verið að um 500 tonn af kjöti frá sl. hausti hefðu verið til í landinu, þegar verðið lækkaði fyrir helgi og þar af hefðu 300 tonn verið í Reykjavík. Um 200 tonn af kjöti voru hins vegar til hjá ýmsum kaupfélögum úti á landi og hefði það kjöt nú ýmist verið selt þar eða yrði selt í verzlunum á þeim stöðum, sem það væri. Um frekari kjötflutninga á kjöti frá fyrra hausti til Reykjavíkur yrði ekki að ræða. hækka Fiskiðnaðurinn: „Lykilfyrirtækin geti starf- að með fyrirgreiðslu banka” „Málin munu þróast stig af stigi” segir sjávarútvegsráðherra „ÞESSI mál varðandi fisk- iðnaðinn eru að skýrsat á hverjum degi og þau munu þróast stig af stigi,“ sagði Kjartan Jóhannsson sjáv- Maðurinn sem lézt MAÐURINN sem heið bana í bílslysinu á Jökuldalsheiðr á mánudag hét Atli Vilbergsson til heimilis að Tjarnarbraut 5. Egils- stöðum og var hann 23 ára. Annar maður. sem var í bílnum. var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugvél. en samkvæmt þeim upplýsingum. sem blaðið fékk í gær á Borgarspítalanum er hann á batavegi og líðan hans góð eftir atvikum. Eins og fram kom í frétt blaðsins í gær varð slysið í Arnórsstaðamúla, sem er fremsti hluti Jökuldalsheiðar fyrír ofan Jökuldal og lenti bifreið sú er þeir voru í, sem var frambyggður rússajeppi, fram af brú, að því er talið er og niður í gil um 5 metra fa.ll. Þegar ekið er að brúnni er farið niður nokkuð bratta brekku. Atli var eins og áður sagði 23 ára og hafði hann nýverið tekið bílpróf en ökuskírteini fékk hann sama dag og slysið varð. arútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi þegar hann var inntur eftir því hvað til stæði í þeim efnum hjá ríkisstjórninni, en frysti- húsamenn hafa kvartað yfir því að ekkert hafi verið framkvæmt af loforðunum. Kjartan kvað það hafa legið fyrir í upphafi að það sem fyrst yrði að gera þyrfti að vera fyrir milligöngu bankanna og í því sambandi hefðu verið reglubundn- ir fundir frá því að þessi ríkis- stjórn hafi setzt á rökstóla. „Eg tel að þetta muni ganga þannig fyrir sig,“ sagði Kjartan, „að lykilfyrir- tækin geti starfað með fyrir- greiðslu bankanna, en það er ljóst að það verður enginn dans á rósum því gengismunarsjóður er ekki kominn ennþá. Úr þeim sjóði á að vera unnt að veita fjármagn til þess að skipuleggja fiskiðnaðinn fjárhagslega og tæknilega og það er eðlilegast að bankarnir taki þátt í þróun þessara mála. Það er hörmulegt hvernig er komið fyrir Suðvesturlandi í þessum efnum undan síðustu ríkisstjórn og það svæði hefur orðið útundan um langa hríð og dregist aftur úr þannig að það er mikið átak sem þarf að gera í þessum efnum.“ í DAG ha'kkar verð á bensíni og gasolium. Hækkar verð á bensíni úr kr. 145 pr. lítra í 167 eða 15,2% og verð á gasoliu frá dælu hækkar úr 63 í 69 eða 9.5% og verð á gasolíu frá leiðslu. þ.e. án söluskatts. hækkar úr 45 í 49.70 kr. eða um 10,4%. Hækkunin á bensíni sem er vegna gengisbreytinga og hækkaðs markaðsverðs erlendis, skiptist þannig að 10 kr. eru erlend hækkun, 10 kr. innlendir skattar og 2 krónur hækkun á dreifingar- gjaldi og nokkrir aurar renna til Otur GK fékk hæsta meðalverð til þessa Atli Vilbergsson SKUTTOGARINN Otur GK frá Ilafnarfirði seldi í gær í IIull og fékk þar hæsta meðalverð, sem íslenskt fiskiskip hefur fengið í erlendri höfn eða 387 krónur fyrir kílóið. Alls seldi Otur 104 tonn fyrir 40.4 milljónir króna en uppistaðan í aflanum var þorsk- ur. í gær seldi einnig í Hull vélbáturi'nn Snæfugl frá Reyðar- firði og seldi hann 45,6 tonn fyrir 14.2 milljónir króna en meðalverð var 310 krónur á kíló. í fyrradag seldu í Cuxhaven síðutogarinn Rán frá Hafnarfirði og seldi hann 110 tonn fyrir tæplega 31 milljón króna og var meðalverðið 280 j krónur en aflinn var blandaður. Þá seldi þar einnig vélbáturinn Odd- geir frá Grindavík 54 tonn og fékk alls 13,5 millj. króna en meðal- vprAiíS vnr 2.^0 krnnur. Bensín Starfsmenn kjötverzlana og Afurðasölu SÍS höfðu vart undan í gær við að saga dilkakjötsskrokka frá sl. hausti. Þessi mynd var tekin í afgreiðslu Afurðasölu SÍS. Fólk bíður þess að fá kjöt afgreitt f útsölu Afurðadeildar SIS á Kirkjusandi. en hleypa varð fólki inn í hópum. Ljósm. Mbl. Kristján. Forsetar deila í sjónmáli AFRÁÐIÐ mun vera að Gils Guðmundsson alþingismaður Alþýðuhandalagsins verði for- seti Sameinaðs Alþingis, en ekki er afráðið hvaða fram- sóknarmaður verður forseti neðri deildar né hvaða krati verður forseti efri deildar Alþingis. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði í samtali við Mbl. í gær að þingflokkur Framsóknarflokksins myndi afgreiða þetta mál þegar nær drægi þingsetningu. Þá hafði blaðið samband við Braga Sigurjónsson alþingismann á Akureyri og innti hann eftir því hvort hann myndi taka kjöri Alþýðuflokksmanna um for- sæti í efri deild, en hann hefur mikið verið nefndur í því sambandi. Kvaðst Bragi ekki hafa gert upp hug sinn í því efni ennþá. Scotice slitinn Sæsímastrengurinn milli Fær- eyja og Skotlands slitnaði f gærmorgun og olli það smávægi- legri truflun á símasambandi héðan, meðan verið var að leggja yfir á nýjar rásir eins og það er orðað, en í þessu tilfelli er nú notaður strengur milli Færeyja og Iljaltlands. Þær upplýsingar fengust hjá Landssima íslands að þessi bilun hefði ekki önnur áhrif hér á landi en þau, að færri línur væru nú til Kaupmannahafnar eða 8 í stað 12 og gæti því orðið um einhverja seinkun að ræða á annatímum við afgreiðslu sím- tala þangað. Gert er ráð fyrir að það taki allt að vikutíma að gera við strenginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.