Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 31 • Frá vinstrii Hannes, Sólveig, Jóhanna og Páll. Þorbjörnvar þegar horfinn af landi brott áleiðis til ftalíu. (Ljósm. - gg.) ísiandsmeistararnir famir til Ítalíu GOLFSAMBAND Ítalíu og Fiat-verksmiðjurnar efna á næstunni til einhvcrs stærsta golfmóts sem fram hefur farið í Evrópu í ár. Það fcr fram á frægum golfvelli að nafni I Roveri í Torino. Þeir, sem að þessu móti standa, bjóða minnst 5 keppendum frá löndum í öllum heimshornum, m.a. Islandi. Það eru meistarar hvers lands sem boðnir eru, bæði í karla- og kvennaflokki, auk þess er einnig boðið þeim er urðu í öðru sæti. Allan kostnað við ferðalög og uppihald keppenda greiðir FIAT. en íslcndingar hafa þekkst boðið og í ga'rmorgun héldu til Ítalíu þeir Ilannes Eyvindsson og Þorbjörn Kærbo og þær Jóhanna Ingólfsdóttir og Sólveig Þorsteinsdóttir. Auk þeirra er með í förinni Páll Ásgeir Tryggvason. formaður Golfsambands íslands. Mótið sjálft hefst þann 22. þessa mánaðar, en á undan eru tveir æfingadagar. Leikinn verður 54 holu höggleikur. Mótið stendur í þrjá daga. Óvíst hvort Einar leikur með í vetur vegna meiðsla Handknattleiksmaðurinn góðkunni Einar Magnússon er nú alkominn til landsins. Eins og kunnugt er hefur Einar dvalið í Vest- ur-Þýskalandi og leikið þar handknattleik við góðan orðstír. Var það ætlun Einars að dvelja í vetur ytra og leika þar, en vegna þrálátra meiðsla varð hann að hætta við þá fyrirætlun sína og er nú kominn heim. í viðtali við Mbl. sagði Einar, að alsendis væri óvíst hvort hann gæti leikið með sínum gömlu félögum í Víkingi í vetur. Hann væri mjög slæmur í hné og er nú í læknisrannsókn. Sagði Einar að fljótlega fengi hann úr því skorið hvort hann léki í vetur eða ekki. s4Ll En ljóst væri að hann yrði ekki með fyrir áramót. Einar mun starfa hér heima við eigið fyrirtæki, Vestur- verk HF. ÞR. Erfitt verkefni bíður íslenzka liðsinsí kvöld □ - Frá Sigtryggi Sigtryggssyni, blm. Mbl. í Nijmegen í Hollandi n- ISLENSKA landsliðið, sem mætir því hollenska hér i Nijmegen á miðvikudagskvöld var tilkynnt á blaðamannafundi hjá landsliðsnefnd KSI í dag. Þrjár breytingar hafa verið gerðar á liðinu frá því í leiknum gegn Pólverjum, Þorsteinn Bjarnason, Ásgeir Sigurvinsson og Ingi Björn Albertsson koma inn í stað Árna Stefánssonar, Harðar Hilmarssonar og Gísla Torfasonar. Þeir Árni og Hörður eru ekki valdir í liðið að þessu sinni, en Gísli er í fríi á Spáni og gaf ekki kost á sér. \ Það er erfitt verkefni sem bíður íslenska liðsins í þessum leik, því að hollenska landsliðið er, eins og allir vita, eitt það sterkasta í heiminum. Nú ríður á að allir standi sig, ekki síst hinn ungi landsliðsmarkvörður úr Keflavík, Þorsteinn Bjarnason. Hann hefur minnstu leikreynslu íslensku landsliðsmannanna, hefur aðeins leikið eipn landsleik áður og hefur aldrei leikið undir fljóðljósum, en við þær aðstæður verður leikið í Nijmegen. Augu manna munu því beinast að Þorsteini og honum fylgja bestu óskir í leikinn. „Við teflum fram í leiknum þeim 11 leikmönnum sem við teljum að við höfum haft völ á,“ sögðu Jouri Ilichev landsliðsþjálfari og Árni Þorgrímsson landsliðsnefndar- maður á blaðamannafundinum í dag. Á fundinum kom fram, að Jouri hyggst láta Jóhannes Eð- vatdsson leika aðeins aftar en aftasta vörn liðsins, sem eins konar svíper eins og það er kallað á knattspyrnumáli. Asamt honum verður Jón Pétursso'n miðvörður og Janus Guðlaugsson og Árni Sveinsson verða bakverðir. Tengi- liðir verða Atli Eðvaldsson vinstra megin, Guðmundur Þorbjörnsson á miðjunni og Karl Þórðarson hægra megin. í sókninni verða þeir Ingi Björn og Pétur Péturs- son, en Ásgeir mun leika aðeins fyrir aftan þá. Á þessum þremur síðastnefndu leikmönnum mun sóknarleikur íslenska liðsins b.Vggjast og auðvitað ríður mikið á að Ásgeir standi sig, því að þegar hann er í stuði, er hann alger jafnoki hollensku knattspyrnu- snillinganna sem liðið leikur gegn. Það kom enn fremur fram, að landsliðsnefndin hafði í huga að láta Dýra Guðmundsson leika, en féll síðan frá því. Hins vegar er meiningin að setja Dýra inn á ef ske kynni að styrkja þyrfti vörn- ina er liði á leikinn. Landsliðs- nefndin var að því spurð hvers vegna hún hefði aðeins valið 15 leikmenn til fararinnar í stað 16 eins og leyfilegt er. Þeir Jouri og Árni svöruðu því til, að þeir hefðu í liðinu menn sem gætu að þeirra mati leikið allar stöður á vellinum og því ekki þörf á sextánda leikmanni. I leik sem þessum hefði það mesta þýðingu að hafa menn í flestar stöður, fjöldi þeirra skipti ekki máli. Þegar Jouri var spurður um möguleika íslands í leiknum, kvað hann erfitt að svara því. — Holland verður mjög erfiður and- stæðingur, það vitum við vel, því miður hef ég aðeins séð þá leika einu sinni. Ég hafði ekki tækifæri til að fylgjast með þeim fyrir þennan leik, hollenski þjálfarinn stendur að því leyti betur að vigi en ég, að hann sá íslenska liðið leika 2 landsleiki fyrir skömmu, þ.e.a.s. gegn Bandaríkjunum og Póllandi. En ég er bjartsýnn, strákarnir hafa lagt sig mikið fram á æfingum þó að ýmsir þeirra hafi verið þreyttir eftir ferðalög og ég veit að þeir munu allir gera sitt besta í þessum erfiða leik. Hollenska liðið hefur einnig Sigtryggur Sigtryggsson blm. Mbl. ræddi við nokkra af ísl. leikmönnunum í Hollandi í gær um atvinnumennsku í knattspyrnu erlendis og fara viðtölin hér á eftir. Pétur Péturssoni — Ég hef mikinn áhuga á að komast í atvinnumennsku, það hefur hins vcgar ekkert verið gert enn og verður varla fyrr en að leiknum heima gegn Köln er lokið. Verði fariö út í að semja við einhverja, mun George Kirby hjálpa mér við samningsgerðina. Jón Péturssoni — Það er ákveðið að ég verði eitt ár enn í Svfþjóð og sömuleiðis Árni Stefánsson. Við verðum báðir áfram hjá Jönköping. Hins vegar er ég síðan ákvcðinn í að koma heim. Ég kann að mörgu í lcyti vel við mig í Svíþjóð, en maður er svo lítið heima við með fjölskyldunni, að maður þreytist á þessu. Jóhannes Eðvaldssoni Ég er búinn að gera nýjan samning við Celtic til eins árs en síðan vil ég komast burt frá félaginu og , reyna fyrir mér annars staðar. Þetta hefur verið ágætt hjá okkur það sem af er keppnistímabilinu og ég hef hingað til leikið alla leikina. Mér hefur þó ekki tckist að skora. enda leikið í öftustu vörninni. Það hefur haft mikil og góð áhrif á Celtic að Billy McNiel cr tekinn við stöðu framkvæmdastjóra í stað Jock Stein, sagði Jóhannes að lokum. Janus Guðlaugssoni -Ég var að skoða mig um hjá Tony Knapp hjá Vikingi í Stav- angri og leist vel á. Ég hef mikinn hug á að leika erlendis næstu árin. annaö hvort hjá Knapp eða þá annars staðar.“ sagði Janus um atvinnumennsku- horfur sfnar. í sama streng tók Karl Þóröarson, þó að ekki hafi hann Stavangur f huga. - SS verið valið og eru í því ekki færri en 9 leikmenn sem léku meira eða minna í Argentínu í sumar og á varamannabekknum situr Jan Peters, sem talið var að myndi leysa Johan Cruyff af hólmi í hollenska liðinu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20 að hollenskum tíma, eða klukkan 18 að íslenskum og verður leikið undir fljóðljósum. Liðinsem leika í kvöld Frá SigtryKifi SigtryKgs-syni, blm. Mbl. í Nijmegen í Holíandi O--------------------------------D LIÐIN sem leika í kvöld hafa nú verið endanlega valin. það ís- lenska lítur þannig út> Þorsteinn Bjarnason IBK. Janus Guðlaugs- son FH. Árni Sveinsson IA. Jóhannes Eðvaldsson Celtic, Jón Pétursson Jiinköping. Ásgeir Sigurvinsson Standard, Atli Eð- valdsson Val. Karl Þórðarson ÍA. Guðmundur Þorbjörnsson Val. Pétur Pétursson ÍA og Ingi Bjiirn Albertsson Val. Varamenni Árni Stefánsson Jönköping; Dýri Guð- mundsson Val, ólafur Júlíusson ÍBK og Sigurður Björgvinsson IBK. Lið Hollands verður þannig skipaði Schrievers Ajax. Poortv- liet PSV Eindhoven, Brandts PSV. Krol Ajax. Wildschut Tvente, Jansen Feyenoord. Willy Van Der Kerkhov PSV. Ilaan Anderlecht. La Ling Ajax. Nann- inga Roda JC. og Rensenbrink Anderlecht. Varamenn erui Does- burg Sparta. Van Kray PSV, Peters AZ 67 Alkmaar. De Koster Roda JC og Dusbaba Anderlecht. Annar blökku- maður í körfunni? HÉR á landi er nú staddur umboðsmaður Curtis Carters og John Hudsons. fyrrverandi og núverandi leikmanna KR í körfunni. sem báðir eru blökkumenn. Það hefur heyrst, að maður þessi hafi í hyggju að halda nýstárlegt þjálfaranámskeið hérlendis á næstunni. Með umboðsmann- inum í íörum er annar blökku- maður. tröll að vexti, sem er aðstoðarmaður hans. Það hef- ur einnig heyrst, að sá hafi jafnvel í hyggju að leita sér vinnu hérlendis sem körfu- boltaspilari. eftir að áður- nefndu námskeiði lýkur og umbcMVsmaðurinn hverfur af landi brott. — gg- 48 með ellefu rétta I 4. leikviku í 4. LEIKVIKU komu fram 11 réttir í 8 röðum og vinningur fyrir hverja röð kr. 78.000.- en með 11 rétta voru 48 raðir og fyrir hverja röð koma kr. 5.500.-. Talsvert var um óvænt úrsiit, enda 5 útisigrar liða, sem á laugardag unnu sína fyrstu sigra að heiman. Fram að síðasta laugardegi voru það aðeins Liverpool, Aston Villa og Coventry, sem höfðu sigrað á útivelli á þessu leiktímabili. Fram kom einn kerfisseðill með 2 röðum með 11 réttum, og 6 röðum með 10 réttum, vegna þess að tvítryggður ieikur var rangur, og vinningurinn fyrir seðilinn því kr. 189.000.-. Golfkeppni í Eyjum GOLFKLÚBBUR Vestmanna- eyja gengst fyrir opnu golf- móti dagana 23.-24. sept., Helkaopin. 36 holu keppni með og án íorgjafar. Keppnin hefst báða dagana kl. 10. Gaukaði lyfseðli að Ricky Bruch SÆNSKI kraftajötunninn Ricky Bruch skýrði nýverið frá því, að læknir nokkur hefði í sumar óumlæðið látið sig hafa lyfseðil fyrir tveimur hormóna- lyfjum, en alþjóðasambönd íþróttamanna leggja þvert bann við notkun þeirra við æfingar og keppnir. „Taktu þetta. Þú hefur enn eina viku til að ná lágmörkun- um fyrir Evrópumeistaramót- ið,“ sagði læknirinn þegar hann afhenti Bruch iyfseðilinn í hófi að lokinni árlegri landskeppni Finna og Svia í frjálsíþróttum, að því er haft er eftir Ricky Bruch. Lyfseðillinn var fyrir efnunum Rektandron og Testo- viron-Depot, en bæði tiiheyra lyfin þeim flokki lyfja sem nefndur er Anabolic Steroides. Bruch segist áður hafa notað slík lyf til að auka afreksgetu sína, en hafi steinhætt neyzlu þeirra fyrir tveimur árum. Hann segist hafa orðið svo hne.vkslaður vegna uppátækis læknisins að hann skýrði blöð- um frá því svo og sænska frjálsíþróttasamhandinu sem nú kannar málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.