Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978
19
Samtök verzlunarinnar mót-
mæla bráðabirgðalögunum
KAUPMANNASAMTÖK íslands.
Félag ísl. stórkaupmanna og
Verzlunarráð íslands telja bráða-
birKðalög ríkisstjórnarinnar um
lækkun álagningarákvæða ólög-
leg ob sé þarna um að ræða brot á
stjórnarskránni, auk þess sem
þessi samtök telja að tilkynning
verðlagsnefndar nr. 33/1977 sé
enn í gildi. í frétt frá samtökum
verzlunarinnar eru fyrirtæki
hvött til að hafa samband við
félag sitt varðandi túlkun á
lögum og reglugerðum og eins ef
verðlagsyfirvöld gera athuga-
semdir við einstaka verðútreikn-
ingá.
I frétt samtaka verzlunarinnar
segir um bráðabirgðalögin:
„í fyrsta lagi telja samtökin að
hér sé um að ræða brot á
stjórnarskránni, þar sem ríkis-
stjórnin geti með engu móti sýnt
fram á, að brýna nauðsyn beri til
þess að lækka álagningarákvæði
verzlunarinnar. Þvert á móti hafa
samtökin undir höndum tölur frá
Þjóðhagsstofnun, sem gefa til
kynna- að afkoma heildverzlunar
og smásöluverzlunar mánuðina
júlí—ágúst í ár, hafi verið miklum
mun lakari en nokkurt ár frá því
skýrslugerð hófst um þessi mál
árið 1971.
í öðru lagi byggjast bráða-
birgðalögin á því, að lækka beri
áður auglýst álagningarákvæði nr.
10/1978, en þá auglýsingu hefur
Verzlunarráð íslands, Kaup-
mannasamtök íslands og Félag ísl.
stórkaupmanna kært til Verðlags-
dóms og ríkissaksóknara og höfðað
mál á hendur viðskiptaráðherra og
formanni verðlagsnefndar til
ógildingar þeirri auglýsingu.
Af ofansögðu má vera ljóst, að
samtök verzlunarinnar telja að
tilkynning. verðlagsnefndar nr.
33/Í977 sé enn í gildi.“
Morgunblaðið sneri sér í gær til
Svavars Gestssonar viðskiptaráð-
herra og spurði hann álits á
þessum mótmælum samtaka verzl-
unarinnar. Sagði Svavar að hann
legði á það áherzlu að hann teldi
að auglýsingin frá 10. september
sl. væri í gildi og hún væri sett
með stoð í lögum, sem sett hefðu
verið með réttum hætti. Kaup-
mönnum bæri að sjálfsögðu að
fara eftir lögum en það væri þeirra
mál, sagði Svavar, hvort þeir kysu
að reka deilumál fyrir dómstólun-
um. „Eg vona ákveðið að þeir hlýði
þeim reglum, sem settar voru og
vænti þess fastlega að það verði
gert,“ sagði Svavar.
Trúður og lát-
bragðsleikari í
Norræna húsinu
SÆNSKI trúðurinn og látbragðs-
leikarinn Armand Miehe flytur
væntanlega dagskrá í Norræna
húsinu fimmtudaginn 5. október
en ekki hefur endanlega verið
gengið frá efni þeirrar dagskrár.
Söng- og ljóða-
dagskrá í
Norræna húsinu
FINNAR minntust 60 ára sjálf-
stæðis þjóðar sinnar í fyrra. Þess
var minnst með dagskrám og
sýningum víða um landið og ein
þeirra sem vakti athygli var söng-
og ljóðadagskrá Östens Engströms
í Vasaleikhúsinu, „Medborgare í
Finland". Östen Engström og
píanóleikarinn Guillermo Michel
flytja þessa dagskrá í Norræna
húsinu þriðjudaginn 3. október kl.
20.30.
Leiðrétting
í VIÐTALI sem birtist í blaðinu i
gær við sjúkling á Grensásdeilc
Borgarspítalans misritaðist nafr
viðmælanda og er rétt nafr
Steinunn Þorsteinsdóttir, ekk:
Bjarnadóttir. Einnig var sagt, af
hún hefði verið á Grensásdeildinn
í 6 mánuði en rétt er, að hún hefui
verið á Grensásdeildinni í 6 vikur
Er beðist velvirðingar á þessurr
mistökum.
Carter fái
friðar-
verðlaun
Washington 19. sept. Reuter
FUNDINUM í Camp David va)
naumast lokið þegar fulltrúadeild
arþingmaðurinn Ronald Mottl frí
Ohió lagði til við Nóbelsnefndiní
að Jimmy Carter Bandaríkjafor
seti yrði sæmdur friðarverðlaun
um í ár vegna sáttasemjarastarf:
síns og mikilvægs framlags í þv
að jafna ágreining með aðilum
Miðausturlöndum. Hann sagði
bréfi til Nóbelsnefndarinnar ai
hefði ekki komið til þýðingarmikil
skerfur Carters myndi sama þrá
staðan nú ríkja í þessum heims
hluta og hefði verið um margr:
ára skeið.
Prestur
kveikti
í sér
Austur BerKn. 19. sept. Reuter.
AUSTUR-þýzkur Lúterstrúar
prestur sem sagður er hafa veri
útskúfaður í prestakalli sínu þa
sem hann hafði þjónað í tíu ái
brenndi sig til bana við morgun
guðsþjónustuna í kirkju sinni
sunnudag. Presturinn, sr. Rol
Guenther, mun hafa bugast vegn
djúpstæðs trúarágreinings í söfn
uðinum og var ekki álitið a
stjórnmálaástæður kæmu nokkur
staðar inn í málið.
Presturinn hellti yfir sig eldfim
um vökva við altarið í kirkju sinr
í bænum Falkenstein, teygði henc
urnar að logandi kertunum o
varð alelda á örskammri stundi
Þrjú hundruð flemtri slegni
kirkjugestir urðu vitni að þessui
atburði. Presturinn var látin
þegar slökkvilið kom á vettvang.
þú flýgur í
vestur
til New York. . . .
Svosuður
á sólarstrendur Florida.
Flatmagar
á skjannahvítri Miami
ströndinni eða buslar
í tandurhreinum sjónum.
Býrð á lúxus
hóteli
í tveggja manna herbergi,
með eða án eldunaraðstöðu,
eða í hótelíbúð.
Shoðar Cape
Kennedy
Safari Park, Everglades þjóðgarðinn
og hin litríku kóralrif Florida Keys.
Tehur í hendina
á Mikka mús á flmmtugsafmælinu.
Slærð til
og færð þér bílaleigubíl
fyrir 19-23 þúsund kr.
á viku. Ekkert kílómetragjald.
Snæðir
safaríkar amerískar
steikur. (Með öllu tilheyrandi).
íslenskur
fararstjóri
verður að sjálfsögðu öllum
hópnum til halds og trausts.
Næstu 3ja vikna ferðir verðat
1. september (uppseld), 21. september, 12. október, 2. nóvember, 23. nóvember.
Búið er á Konover hóteli, Konover íbúðum eða í Flamingo club íbúðum.
Um marskonar verð er að ræða. Nefna má að gisting á hótelinu í 3 vikur, og ferðir, kosta kr.
256.000, en ódýrari gisting er einnig fáanleg.
■-&ftiiyL&v desemberJhækkar bf tt
M ÉLlQnfr rúmj
Næstu brot^q^aylajyy^yB^frr, 12. okt.,
. jan., 25. jan.
Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild,
sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
GYLMIR ♦ G&H 3.1