Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 Útvarp kl. 22.50: Louis Armstrong í djassþætti í djassþætti Jóns Múla Árna- sonar í kvöld mun hann spila plötur með Louis Armstrong. „Unga fólkið spyr hver er eiginlega þessi Armstrong? Það veit ekki hver Louis Armstrong er og það þarf því að minna á hann rétt einu sinni enn,“ sagði Jón Múli. „Djassþátturinn" hefst kl. 22.50. Útvarp kl. 15.00: Ný miðdegissaga: „Föðurást” eftir Selmu Lagerlöf Hulda Runólfsdóttir byrjar í dag að lesa nýja miðdegissögu í útvarpinu og heitir hún „Föður- ást“ og er eftir Selmu Lagerlöf. Björn Bjarnason frá Víðilundi þýddi söguna sem kom fyrst út í íslenzkri þýðingu árið 1918. Sagan gerist í Svíþjóð um aldamótin og segir frá fátækum leiguliðahjónum og dóttur þeirra. Hjónunum þykir ákaf- lega vænt um dóttur sína og þá sérstaklega föðurnum. Stúlkan fer síðan að heiman, til Stokk- hólms, og lendir í alls konar erfiðleikum. „Ég hef ákaflega mikið dálæti á Selmu Lagerlöf og fyrir nokkrum árum, 1973, þá þýddi ég söguna af Níelsi Hólmgeirs- syni sem er eftir Selmu. Eg tel að ég megi þakka kennara mínum, Unni Kjartansdóttur, fyrir það hversu mikið dálæti ég hef á Selmu en hún sagði okkur sögur eftir hana þegar ég var í skóla og ég hef einnig sjálf sagt krökkum í skólanum sögur eftir Selmu,“ sagði Hulda. Hulda sagðist einnig hafa verið það lánsöm að hitta Selmu sjálfa er skólanemum var gefinn kostur á að ferðast um Noreg og Svíþjóð og Hulda sagði að Selma hefði tekið ákaflega vel á móti þeim. Hulda mun lesa „Föðurást" í útvarpinu I 17 lestrum og hefjast þeir kl. 15.00. „Dýrin mín stór og smá“ eru á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 20.55 og nefnist þátturinn sem þá verður sýndur „Ráð í tíma tekið“. Ilér er Christopher Timothy í hlutverki Ilerriots með hundinn Tricki Woo. „Á níunda tímanum í kvöld“ fara þeir Guðmundur Árni Stefánsson og Hjálmar Árnason með hljóðnemann á Hallærisplanið og fylgjast með lífinu þar. Þátturinn hefst kl. 20.20. Sjónvarp kl. 22.00: Svipmyndir frá menningu Slava og áhrifum hennar á evrópska list „Menning Slavanna" nefnist fræðslumynd sem gerð var á vegum Sameinuðu þjóðanna og verður hún á dagskrá sjónvarps- ins í kvöld kl. 22.00. „Þetta eru sögulegar svip- myndir um menningu Slavanna og áhrif hennar á evrópska list,“ sagði þýðandinn Ingi Karl Jóhannesson. Nokkur atriði eru dregin fram í dagsljósið og reifuð. Sýnt er frá nokkrum slavneskum lönd- um, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu, Póllandi, Úkraínu, Hvíta-Rúss- landi og hinu eiginlega Rúss- landi en í þessum löndum hafa slavneskar þjóðir búið frá alda- öðli. Myndin „Menning Slavanna" er 30 mínútna löng og er hún í litum. Utvarp Reykjavík yHIÐMIKUDKGUR 20. septomher MORGUNNINN 7.00 Veðurfrcgnir. Fréttir. 7.10 Léttiög og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi). 7.55 Morgunbæn. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.) 8.30 Af ýmsu tagii Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnannai Jón frá Pálmholti heldur áfram að lesa sögu sfna „Ferðina til Sædýrasafns- ins“ (11). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Til- kynningar. 9.45 Iðnaður. Umsjónarmað- un Pétur J. Eiríksson. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Kirkjutónlisti Hans Geb- hard leikur á orgel Nikulás- arkirkjunnar í Kiel Tokkötu í F dúr eftir George Muffat og Improvisation um gregoríanskt stef eftir Charles Tournamire. 10.45 Ilvað er móðurást? Finn- bogi Scheving tekur saman þáttinn. 11.00 Morguntónleikari Henryk Szeryng og Sinfóní- uhljómsveitin í Bamberg leika Fiðlukonsert nr. 2 op. 61 eftir Karol Szymanowskii Jan Krenz stj./ Fflharmón- íusveitin í Berlín leikur „VorbIót“, ballettsvítu eftir Igor Stravinskyi Ilerbert von Karajan stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnunai Tónleikar. SIÐDP^IÐ____________________ * l.j.00 M> degissagani „Föður- , ást“ +ir Selmu Lagerlöf. Cjörn Bjarnason frá Viðfirði þýddi. Hulda Runólfsdóttir byrjar lesturinn. 15.30 Miðdegistónleikari Sin- fóníuhljómsveit Berlínar leikur „Episod“, lítið hljóm- sveitarverk eftir Suska Smolianskít Stig Rybrant stj./ Sinfóníuhljómsveitin í Liege leikur Sinfóníu nr. 2 „Orgelhljómkviðuna“ op. 24 eftir Richard de Guides Paul Strauss stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorni Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Litli barnatíminni Gísli Ásgeirsson sér um tímann. 17.40 Barnalög. 17.50 Hvað er móðurást? End- urtekinn þáttur frá morgn- inum. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.30 Evrópukeppni landsliða — ísiandiHoIland. Hermann Gunnarsson lýsir frá Nij- megen í Hollandi. 20.20 Á niunda tímanum. Hjálmar Árnason og Guð- mundur Árni Stefánsson á ferð um Hallærisplanið á föstudagskvöldi. 21.00 Victoria de los Angeles syngur lög frá ýmsum lönd- um. Geoffrey Parsons leikur á píanó. 21.25 „Einkennilegur blómi“. Silja Aðalsteinsdóttir fjallar um fyrstu bækur nokkurra ljóðskálda sem fram komu um 1960. Fjórði þátturi „Borgin hló“ eftir Matthias Johannesscn. Lesarii Björg Árnadóttir. 21.45 Konsert í F-dúr fyrir tvo sembala eftir Wilhelm Friedeman Bach. Rolf Jung- hans og Bradford Tracey leika. (HljóðritUn frá út- varpinu í Miinchen). 22.00 Kvöldsagani „Líf í list- um“ eftir Konstantín Staní- slavskí Kári Halldór les (12). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. FIM41TUDKGUR 21. september MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi). 7.55 Morgunbæn. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.30 Af ýmsu tagit Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Jón frá Pálmholti les sögu sína „Ferðina til Sædýra- safnsins“ (12). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Til- kynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Víðsjá. Friðrik Páll Jóns- son fréttamaður stjórnar þættinum. 10.45 Reiknistofa hankanna. Ólafur Geirsson sér um þáttinn. 11.00 Morguntónleikari Enska kammersveitin leikur Seren- öðu nr. 7 í D-dúr „Haffn- er-serenöðuna“ (K250) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Einleikari á fiðlu og stjórn- andi er Pinchas Zukerman. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ___________________ Á frívaktinnii Sigrún Sig- urðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Miðdegissagan. „Föður- ást“ eftir Selmu Lagerlöf. Ilulda Runólfsdóttir les (2). 15.30 Miðdegistónleikar. Sin- fóníuhljómsveit Lundúna leikur forleik að óperunni „Hans og Grétu“ eftir Engel- bert Humperdincki André Previn stj. Jascha Silber- stein og Suisse Romande hljómsveitin leika Sellókon- sert í e-moll op. 24 eftir David Popperi Richard Bonynge stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.10 Lagið mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.50 Víðsjá. Endurtekinn þáttur frá morgni sama dags. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ___________________ 19.35 Daglegt mál. Gísli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit. „Kertalog“ eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri. Stefán Baldursson. Persón- ur og leikendur. Lára/Anna Kristín Arngrímsdóttir, Kalli/Árni Blandon, Móðir- in/Soffía Jakobsdóttir, Mað- urinn/Karl Guðmundsson, Konan/Guðrún Þ. Stephen- sen, Læknirinn/Þorsteinn Gunnarsson. Aðrir leikend- ur. Steindór Iljörleifsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Pétur Einarsson. 22.10 Sönglög og ballöður frá 19. öld. Robert Tear og Benjamin Luxon syngja. André Previn leikur á píanó. 22.30 Yeðurfregnir. Fréttir. 22.45 Áfangar. Umsjónar- menn. Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.35. Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 20. september 1978 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og vísindi (L). Framtíð kolavinnslu. Leikföng handa fötluðum. Fiskirækt í sjó. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 20.55 Dýrin mín stór og smá <L). Áttundi þáttur. Ráð í tíma tekið. Eíni sjöunda þáttar. Helen býður James í sunnudagste. Þar kynnist hann föður hennar, sem hefur nokkuð séstæða skoðun á ýmsum hlutum. Tristan og James fara f vitjun á nýjum bfl Siegfrieds, sem er veikur, og bfllinn stórskemmist. James fer á dansleik með Tristan og tveimur vinkonum hans. Þar hittir hann Helan. Hún íer með honum af ballinu, þegar hann er kallaður f vitjun, og hann játar henni ást sfna. Þýðandi óskar Ingimarsson. 21.45 Popp(L). Airport, Darts, Yellow Dog og Leo Sayer skemmta. 22.00 Menning Slavanna (L). Fræðslumynd, gerð á vegum Sameinuðu þjóðanna um slavnesk menningaráhrif í Evrópu. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.