Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.09.1978, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvín Jónsson Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Friður í Miðaustur- löndum álangtí land Fundur þjóöarleiðtoKanna þrÍKlíja í Camp David hefur borið meiri áranj;ur en jafnvel björtustu vonir manna stóðu til. ÞannÍK var lenpji tvísýnt um, hvort hann yrði haldinn, en úrslitum réð seigla otí óbilandi trú Carters Banda- ríkjaforseta á, að áranjiur næðist. Það átti ugKlaust mikinn þátt í }>ví, að bæði Beyin forsætisráðherra Israels ojí Sadat forseti Ejjyptalands fóru til fundarins með opnum hujta og staðráðnir í að gera sitt ítrasta til að trygfíja frið milli þjóða sinna og í Miðaust- urlöndum. Má í því sambandi vitna til ummæla Sadats, þegar hann sagði, að fundurinn væri úrslitatilraun til að koma á friði milli Egypta og ísraels- manna. — „Næstu kynslóðir munu annaðhvort lifa í friði eða ófriði,“ sagði hann og kvaðst mundu leggja sig fram af alefli til þess að friðarhúg- sjónir Egypta næðu fram að ganga og Palestínuaröbum yrði tryggður réttur til eigin lands. I drögum að friðarsáttmála ísraelsmanna og Egypta skipt- ir mestu, að Egyptar fá á ný yfirráð yfir Sínaí-eyðimörk- inni. Israelsmenn verða að hverfa með herlið sitt á brott af hernumdu svæðunum tveim til þrem mánuðum eftir undir- ritun sáttmálans. Á hinn bóginn liggur ekki fyrir, hvað verður um þá Israelsmenn, sem þar hafa setzt að, en Egyptar hafa tekið af skarið um það, að þeir undirriti ekki friðarsáttmálann, fyrr en þeir hafi horfið á braut. Fyrir Israelsmenn skiptir mestu í þessu sambandi, að þeir þurfa ekki að óttast styrjöld á tveim vígstöðvum í einu, sem stöðugt hefur vofað yfir í 30 ára sögu þeirra, auk þess sem Egyptaland er hern- aðarlega sterkast og fjölmenn- ast Arabaríkja. Gagnvart Egyptum hefur á hinn bóginn verið bent á, að samkomulagið horfi þannig við, að Sadat hafi fengið allt það, sem hann gat vænzt að fá: algjöran brottflutning ísraels- manna af Sínaí-eyðimörkinni og full egypzk yfirráð yfir henni. En vissulega eru mörg ljón enn á veginum, sem sigrast verður á, áður en friðarsátt- máli hefur verið gerður, sem tekur til allra Miðausturlanda. Um þau atriði var einungis undirritað rammasamkomulag milli leiðtoganna þriggja í Camp David, þar sem að vísu var gert ráð fyrir því, að íbúar esturbakka Jórdan og aza-svæðisins hlytu sjálf- uæði að fimm árum liðnum. Hins vegar var ekki kveðið á um, hver væri staða Frelsis- samtaka Palestínuaraba í því sambandi, né hvað yrði um þau hundruð þúsunda Palestínu- manna, sem búa í flótta- mannabúðum, og um byggðir Israelsmanna á herteknu svæðunum. Loks er framtíð Jerúsalem í óvissu. Eins og fyrirfram var ljóst hafa ýmsar Arabaþjóðir tekið Camp David samkomulaginu fjandsamlega og jafnvel taláð um að það sé ógnun við heimsfriðinn. Sovétmenn hafa tekið í svipaðan streng og talið samningsdrögin béin svik við Araba. Sadat hefur á hinn bóginn bent á, að samnings- drögin gefi sérhverju ná- grannaríki Israels kost á að koma inn í samningaviðræð- urnar til þess að reyna að endurheimta hertekin land- svæði í gegnum friðarumleit- anirnar. Það er því ljóst, að ýmsar blikur eru á lofti og á þessari stundu er ógjörningur að segja fyrir um það, hverjar lyktir friðarviðræðnanna verða. Veltur þar ekki sízt á afstöðu ríkja eins og Jórdaníu og Saudi Arabíu, en svo virðist sem þau hafi tekið hugmynd- unum þunglega. I þessum báðum löndum er þó mikill ótti við aukin sovézk áhrif í Mið- austurlöndum. Og í rauninni gegnir Hússein Jórdaníukon- ungur lykilhlutverki í frekari friðarviðræðum, þar sem gert er ráð fyrir því í Camp David samkomulaginu, að hann taki þátt í gæzlustörfum á her,- teknu svæðunum og fái að lokum takmörkuð yfirráð yfir þeim. Cyrus Vance utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hefur nú tekizt á hendur ferð til Jórdan- íu og Saudi Arabíu til að vinna að stuðningi við samkomulagið í Camp David, auk Sýrlands, sem hefur tekið því mjög fjandsamlega. Á miklu veltur, hver árangur þessarar ferðar verður. Vandamálunum, sem leysa þarf, má líkja við fjallið Ararat: þau er af margvísleg- um toga og eiga rætur í gagnkvæmu árþúsunda gömlu hatri og tortryggni. Það gerir svo endanlega lausn enn tor- ráðnari, að allt getur hrunið á einu atriði í lokin. Allt um það gefur það einhverjar vonir um, að friður kunni að vera í sjónmáli í Miðausturlöndum, að tvö vold- ugustu ríkin, ísrael og Egypta- land, hafa nú náð samkomu- lagi um þýðingarmikla áfanga á þeirri leið. Samkomulagið í Camp David er heimssöguleg- ur atburður og mikill stjórn- málasigur fyrir leiðtogana þrjá, ekki sízt Carter Banda- ríkjaforseta. En segja má, að hann hafi lagt allt undir eitt spil, að árangur næðist á þeim fundi. JAFNRÉTTISGANGA SJÁLFSBJARGAR „Erum bjart- sýnir á að að- gerðimar verði borgarstjórn og abnennmg til umhugsunar” brátt fyrir art veður va‘ri ekki sem hagsta'ðast var mikið fjölmenni í jafnréttisgönsu fatlaðra sem farin var í sær. Þúsundir manna voru saman komnir hjá Sjómannaskólanum kl. 15 í kut ok vár tíensið til Kjarvalsstaða. Fremstir í ííöruíunni voru þeir Arnór Pétursson formaður íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og Hreinn Halldórsson kúluvarpari. A eftir þeim kom fjöldinn allur af fötluðu fólki. aðstandendum þeirra og stuðninssmönnum. Þarna var ekki aðeins hreyfifatlað fólk. einnit; hlindir. heyrnar skertir. vansefnir og fleiri sem lifa með einhvers konar fötlun. Mikið var einnit; um ófatlað fólk sem tók þátt í t;önt;unni tii þess að sýna stuðninj; við fatlaða og var þar á meðal Mat;nús Magnússon félat;smálaráðherra. I t;<>nt;unni vöktu þrír hestar athvt;li manna en á haki þeim var fatlað fólk af Revkjalundi. Er K<int;umenn komu til Kjarvalsstaða tók hort;arstjórn Reykjavíkur ok borKarstjóri á móti þeim í anddyri hússins. Er móttökunni var lokið afhenti SjálfsbjörK félaK fatlaðra í Reykjavík Kjarvalsstiiðum skilti sem sýnir að fólki í hjólastól er kleift að komast inn í húsið. Ilinn mikli fjöldi KÖnKumanna komst ekki inn í húsið en þeir sem fyrir utan voru Kátu fylKst með því sem Kcrðist innan dyra þar sem hátalarar voru þar til staðar. EkíH Skúli InKÍberKsson borKarstjóri bauð KönKumenn velkomna fyrir hönd horKarinnar ok síðan flutti Rafn Benediktsson ávarp. A eftir ávarpi Rafns talaði Theódór A. Jónsson formaður SjálfsbjarKar landssambands fatlaðra um hús- na'ðismál fatlaðra. Næst talaði Arnór Pétursson um atvinnumál ok loks MaKnús Kjartansson um jafnrétti sem var lykilorð í KÖnKunni. AVÖRP þeirra sem töluðu fyrir hönd fatlaðra verða birt í heild í blaðinu á morKun. Fundinum að Kjarvalsstöðum bárust mörK skeyti með stuðninKsyfirlýsinKum. EinnÍK flutti sönKfóIk úr ýmsum áttum en það hafði tekið þátt í jafnréttisKÖngunni tvö lög undir stjórn Garðars Cortes. í lok fundarins að Kjarvalsstöðum fluttu borKarfulltrúar ávörp. Sjöfn SÍKurbjörnsdóttir talaði fyrir hönd Alþýðuflokksins. SÍKurjón Pétursson fyrir hönd AlþýðubandalaKsins, Kristján Benediktsson fyrir hönd Framsóknar- flokksins ok BirKÍr Isleifur Gunnarsson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. EinnÍK flutti borKar stjórinn ávarp í lokin en fundinum lauk um kl. 18. Rafn Benediktsson formaður SjálfsbjarKar félags fatlaðra í Reykjavík sagði eftir fundinn að hann væri mjöK ánægður með undirtektir bæði almenninKs ok borKarstjórnarinnar. „Við erum bjartsýnir á að þessar aðKerðir hafi vakið borKarstjórnina ok almenninK allan til umhuK-sunar um málefni fatlaðra eins ok tilefnið var í upphafi." saKði Rafn. Merkja bílastœði fyrir fatlaða MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Vörumarkaðnum í Reykjavík. 1 tilefni af jafnréttisKönKU fatlaðra og til að bæta úr fyrri vanrækslu hafa nú verið merkt 2 bílastæði við aðalinngang verzlunar okkar til afnota fyrir fatlaða. I anddyri verzlunarinnar er komið fyrir hjólastól til afnota fyrir þá er þess þurfa og eru starfsmenn reiðubúnir til aðstoðar er þörf krefur. Við byggingu Vörumarkaðarins var því miður ekki tekið nægt tillit til fatlaðra. Þó að lyfta sé á milli aðalhæða hússins verður fólk'í hjólastólum enn að fara út úr húsinu og niður með því til að kornast hindrunarlaust í heimilistækjadeild í kjallara. Við hönnun viðbyggingar hefur verið úr þessu bætt og mun þar koma ný lyfta sem auðveldar fötluðum, sem öörum, aðgang að öllum hæðum hússins. I tilefni dagsins hefur Vörumarkaðurinn h/f í dag gefið Sjálfsbjörgu — félagi fatlaðra —, kr. 100.000 til styrktar baráttu fatíaðra fyrir fullum mannréttindum. „Samgöngu- og atvinnu- mál fatlaðra mest aðkallandi" segir Vikar Davíðsson skrifstofumaður • „Ég er mjög ánægður með þetta framtak, það er mjög athyglisvert," sagði Vikar Davíðsson skrifstofumaður, er Morgunblaðið ræddi við hann að Kjarvalsstöðum í gær. Vikar hafði ,þá nýlokið við að taka þátt í hinni vel heppnuðu „jafnréttisgöngu" sem fram fór í gær. „Ég tel þennan mikla fjölda sem þátt tók í göngunni vera merki þess að fatlaðir verði ekki lengur réttminni í þessu þjóðfélagi en aðrir,“ sagði Vikar ennfremur, „þó langt kunni að vera í land, þá er það víst að við höfum rekist mjúkt á mú'únn hér í dag, sem vonandi boðar betri tíð fötluuum til handa.“ Vikar sagði ennfremur, að um leið og þarft væri að minna þá sem heilbrigðir eru, á þann vanda sem fatlaðir búa við, þá mætti einnig minna á það, að vafalaust hefði skort frumkvæði frá fötluðum sjálfum, og þeir yrðu fyrst og fremst að vinna sjálfir að sínum framfaramálum. En upphaf þess hefði einmitt verið stofnun Sjálfsbjargarfélaganna fyrir um það bil tuttugu árum. „Það sem ég tel mest aðkallandi í jafnréttis- baráttu fatlaðra núna,“ sagði Vikar að lokum, „eru samgöngumál, þar er þörf mikilla úrbóta, og svo einnig á vinnumarkaðnum. Fatlaðii*eiga enn mjög erfitt með að fá vinnu, þó það hafi vissulega lagast á seinni árum.“ Magnús Kjartansson var hress í bragöi eftir jafnréttisgöngu fatlaðra í gær, Þar sem hann sat yffir kaffíbolla að Kjarvalsstöðum. „Ákaflega ánægður með hvernig til hefur tekist“ sagði Magnús Kjartansson að lokinni jafnréttisgöngunni í gær. • „Ég er ákaflega ánægður með þessa göngu hér í dag, og það hefur komið í ljós að sá mikli áhugi og skilningur sem við hvarvetna mættum við undirbúning göngunnar hefur verið raun- verulegur,“ sagði Magnús Kjartansson, fyrrum alþingismaður, í samtali við Morgunblaðið á Kjarvalsstöðum í gær. Magnús sagðist ekki hafa óttast að rigningin hefði þau áhrif að fólk tæki ekki þátt í göngunni. „Þetta er jafnréttisganga," sagði Magnús, „og eins og segir í hinni helgu bók, þá rignir jafnt á réttláta sem rangláta, svo að við áttum ekki betra veður skilið hér í dag en hverjir aðrir.“ Jóhann Pétur Sveinsson og Sigurður Björnsson fá sér kaffi og með Því eftir gönguna, í boði borgarstjórnar. „Það er enginn verri þótt hann vökni“ sögðu Þeir Sigurður Björnsson og Jóhann Pétur Sveinsson um gönguna í rigningunni í gær, og kváðust bjartsýnir á jákvæðan árangur hennar. • „Gangan hér í dag ætti að verða fötluðum til framdráttar í jafnréttisbaráttu þeirra, eða að minnsta kosti vona ég það,“ sagði Sigurður Björnsson námsmaður er við hittum hann að máli að Kjarval§stöðum eftir gönguna í gær. Sigurður sat þar við borð ásamt félaga sínum, Jóhanni Pétri Sveinssyni, og fleirum, og gæddi sér á veitinguni borgarstjórnar Reykjavíkur. „Mér sýnist þessi ganga hafa tekist ágætlega, þó að ég hafi nú lítið séð hve margir gengu, þar sem ég sat í stólnum inni í miðri þvögunni," sagði Jóhann Pétur, en ekki var þó annað að sjá á honum en að hann væri hæst ánægður með þetta framtak. „Nei, rigningin hafði held ég engin áhrif í þá átt að draga úr fjölda göngumanna," sagði Jóhann Pétur ennfremur, „enda er enginn verri þótt hann vökni!“ Þeir Sigurður og Jóhann Pétur sögðu, að oft væri erfitt að komast úr og í skóla, og það sama ætti við um allt of marga vinnustaði. Þá væri af ýmsum ástæðum oft erfitt fyrir fatlað fólk að fá vinnu, og skipti þá oft engu máli þó vinnan væri þess eðlis að fatlaðir gætu vel leyst hana af hendi. Samgöngumál fatlaðra og jafnrétti til vinnu töldu þeir eitt allra brýnasta baráttumál fatlaðra núna. „Sýna Þarf fötluðum meiri tíllits- semi,“ sagði Unnur Jónsdóttir. „Vona að gangan verði til þess að opna augu fólks fyrir vanda fatlaðra“ sagði Unnur Jónsdóttir • „Ég vona vissulega að þessi ganga verði til þess að opna augu fólks sem gengur heilt til skógar, fyrir vanda fatlaðra,“ sagði Unnur Jónsdóttir er Morgunblaðið ræddi við hana á Kjarvalsstöðum í gær. „Þjóðin býr við allsnægtir," sagði Unnur ennfremur, „og því ætti að vera unnt að gera mun meira fyrir fatlað fólk en nú er gert. Það, sem er að mínum dómi mest aðkallandi í jafnréttisbaráttu fatlaðra, er aukið öryggi þeirra í umferðinni, og að þeir sem mega sín meira sýni fötluðum meiri tillitssemi en nú er. Þá eru atvinnumálin einnig mjög ofarlega á baugi, það eru fjölmargir staðir sem fatlaðir geta ekki unnið á vegna þess að aðstæður þar leyfa það ekki, þó að vinnan sem slík sé þannig að fatlaðir geti auðveldlega leyst hana af hendi,“ sagði Unnur að lokum. Guöbjörg Hákonardóttir og Kristján Hjaltested. „Jafnrétti er þessu fólki ekki nóg, það þarf forréttindi" Spjallað viö Kristján Hjaltested og Guðbjörgu Hákonardóttur eftir jafnréttisgönguna í gær. • Meðal þeirra hundraða fatlaðra sem þágu góðgerðir borgarstjórnar Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum í gær, að lokinni jafnréttis- göngu þeirra, hittum við að máli þau Guðbjörgu Hákonardóttur og Kristján Hjaltested. „Þetta er mjög gott framtak, og gangan virðist hafa tekist mjög vel,“ sagði Kristján, „nú sér almenningur hvernig þetta vandamál er. Það eina sem ég er ekki fyililega ánægður með, er að gengið skuli undir kjörorðinu „jafnrétti". — Sannleikurinn er nefnilega sá, að þetta fólk þarf forréttindi. — En fjöldi göngumanna hér í dag sýnir, að mikill áhugi er á málefnum fatlaðra, þetta fólk hefur hér sýnt hug sinn í verki, þrátt fyrir rigninguna, enda er hún bara góð fyrir blómin!" Guðbjörg sagðist taka í sama streng, hvað varðaði rigninguna, hún hefði ekkert dregið úr fötluðum að ganga, „og nú hlakka ég bara til að fara að fá snjó“, sagði Guðbjörg og Kristján hló við og sagði að það væri nú bara af því að þá væri mýkra fyrir hana að detta! Þau Kristján og Guðbjörg lögðu bæði á það áherslu, að fólk ætti að gera sér betur grein fyrir því hvað fatlað fólk gæti, það væri meira en margir héldu, hvort heldur væri í atvinnulíf- inu eða í frístundum. Kristján sagðist til dæmis vera í hestamennsku, og Guðbjörg kvaðst hafa farið á skíði svo eitthvað væri nefnt, auk þess sem hún hefði gaman af að fara á hestbak. Vikar Davíðsson, skrifstofumaður, að lokinni göngunni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.